Alþýðublaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 5
AU»YOUBLAPfg Fosiíudagur 1. jtmi 1945. 6 Fer okkur að vanta ýmsar fæðutegundir? — Heimsókn í kaffihús, bar sem hvorki var hægt að fá sykur né smjör — Gestir, sem koma með sykur með sér — Líkneskin •g útlit heirra — Almenningur hneykslast — Krían í Tjarnarhólmanum — Þrastarhreiður við Álftavatn — Ruslið í t jöminni. VSÐ ÍSLENDINGAR getnm ekki kvartað um skort á matvör- «0». Að vísu höfum við stundum «afí minna af smjöri en við vild- mm feafa og ýmislegt annað hefur verið erfiðara að fá en við hefð- sm viljað. Athyglisvert hefur það verið, að aðallega hefur okkur vantað landbúnaðarafurðir, eða það sem við framleiðum sjálfir. Korn og- aðra erlenda matvöru höf um við haft nægilega. UTAN ÚR HEIMI berast okkur ötaglega fréttir um skort og vax- andi skort. Bandamenn telja að yfirvofandi sultur sé víða á meg- inlandinu og er nú verið að minnka matarskammtinn, jafnvel 1 Bretlandi og Ameríku, til þess að geta látið þjóðir meginlands- ins fá meira. Þó verður matar- skammturinn þar svo Mtill, að toann rétt heldur lífinu í fólkinu, e£ hann þá nægir til þess. EKKI ÞYKIR mér það ótrúlegt, að nú fyrst fari að bera á erfið- leikum með ýmsa matvöru. Væri það sannarlega eðlileg afleiðing af ákortínum úti í heimi, en nú, jþegar löndin hafa verið opnuð, vex þörf- in fyrir matvöruna margfaldlega. Eins og kunnugt er hefur verið boðað að mikill skortur verði á aykri. Nú þegar vantar hann til- fínnanlega, svo að jafnvel í kaffi- húsum hér í bænum er engan syk- «ir að fá. MÉR ÞÓTTI EINKENNILEGT að sjá það í kaffihúsi, þar sem ég kom í gærmorgun, að enginn syk- ur var borinn með kaffinu, en gestir, sem oft drekka morgunkaff ið á þessum stað, voru með bréf- gtoka með sér og í þeim var syk- ur. Var einn bréfpokinn merktur einum gestinum, en kaffihúsið geymir pokann. Annar gestur bjó svo vel, að hann var með nokkra sykurmola í bréfi og miðlaði mér einum. Þá varð ég líka hissa á því, að sjá smjörlíkisklípu borna með brauðinu, en það vildi gesturinh ekki og fékk kjötsneið' ofan á brauð ið í staðinn. ÞETTA HYGG ÉG að sé aðeins byrjunin. Það er ótrúlegt, að okk ur takizt að ná í nægar mafcvörur, þegar þjóðirnar í kringum okkur Mða skort. Væri vel, ef fólk hugs- aði um'þetta nú þegar, svo að það geti sparað það, sem helzt mun vanta og treint sér með því það sem Iþað hefur til verri tíma. Bruðl okkar með sykur er al- þekkt. Mun margur til dæmis geta sparað sér þá fæðutegund alger- lega að skaðlausu. Þá hygg ég að erifiðlega muni ganga fyrir okkur að flytja imi kartöflur í stórum sfcíl á næsta ári, en það höfum við gert á undanförnum árum, og okkur til lítils sóma. Á HVERJU VORI hneykslast almenningur á útliti Jóns Sigurðs sonar, Jóns Vídalíns og annarra merkismanna, sem standa hér í borginni, svipmiklir og fagrir og minna okkur á verk sín. — Þetta bréf fékk ég í, gær frá „Vegfar- anda“: „Bak við dómkirkjuna býr Jón Vídalín í bergkufli sínum. Höfuð ihans er allt sjógrænt á lit- inn og særir okkur sem fram Ihjá göngum. Líkt má segja um aðra minnisvarða, sem ihér eru í borg- inni. Þeir eru illa hirtir. Vil ég mælast til þess. að þú rumskir við þeim sem eiga að sjá um þessi mál.“ ÞEGAR ÉG gekk meðfram tjörn inni í gærmorgun sá ég kríuna kúra sig í hólmamim. Hún lá þama í breiðu, kyrrlát og hljóð og hólm inn var allur hvítur og blágrár. Það var gott verk, sem unnið var, er tjarnahhólminn var lagaður og stækkaður. Það er auðséð, að krí- an unir sér vel í honum. Það er næstum því ótrúlegt að þetba skuli vera hérna inni í miðri borginni, innan um allan skarkalann og læt- in. EFTIR HVÍTASUNNUNA birti ég smápistil um menn, sem þótt- ust hafa fundið hreiður með eggj- um á Þingvelli. Ég kvaðst ekki hafa trúað því. Einn af lesendum mínum hringdi til mín og sagðist einmitt um hvítasunnuna hafa ctvalið við Álftavatn og hefði hann fundið þar þrastarhreiður með þremur ungum. Þetta mun vera ó- venjulega snemmt, að minnsta kosti taldi hann það. EN ÉG VAR að tala um tjörn- ina. Hvers vegna í fjáranum eru riðgaðar tunnur, sem liggja við bakann, ekki teknar burtu? Það er fallegt við tjörnina, en slíkt og þvíUkt skemmir mjög þessa feg- urð. Burt með tunnur, brúsa, og kassa og annað rusl, sem stend ur upp úr vatninu. Haanes á horninu. Sumarkjólar stuttir og sfðtr. Verð frá kr. 149,09 ;/ j. ■; Ragnar Þórðarson i Co. Aðalstræti 9. — Sími 2315. áskriflaními Afþýðnblaðilns er 4900. Kemur hún til með að staiida auð eða fær einhver önnur starfsemi þar aðsetur? Hvar verður nýja Þjóðabandalagið! San Francisco i slaðinn fyrir Genf? TU| EÐ ÞVÍ að velja San i»l Francisco, „borgina við Gullna hliðið,“ sem samkomu- stað fyrir bá, sem skipuleggja heim framtíðaxinnar, er borgin orðin nokkurs konar framtíðar „heimkynni“ hinna sameinuðu þjóða og arftaki þjóðabanda- lagsaðsetursins í Genf. Líklega hefur fáum dottið San Francisco (“Frisco”) í hug í þessu sambandi. Satt að segja hafði hún trl skamms tíma ekki komið til móla sem slík, er rætt var um þetta atriði. Sú bbrg sem til mála hafði komið og sem lengst lá frá „Gamla heim- inmn“ og austurhveli jarðar, var Quebec, — og það af þeixri augnabliks-ástæðu, að Roose- velt forseti hafði mætur á þeim stað. Það er að minnsta kosti ekki með öllu ómerkilegur hlutur, að svo mikill hluti af óhrifaöflum þeim, sem í fram- tíðinni munu láta bvað mest til' sín taka í heimspólitíkinná, skuli nú vera setzt að innan iandamæra Bandaríkjanna. — Þetta mun a. m. k. hafa all- mikið að segja fyrir þátttöku Bandaríkjanna í þessum mál- um. Slíkt mun aftur á móti að líkindum verka illa á einangr- unarsinnana, — þrátt fyrir það, að San Francisco er ein- mitt sú borg, sem einna bezt er fallin til þess að vera al- he.imsmiðstöð á slíkum vett- vangi, sökum legu sinnar, , Aftur á móti mælir sumt á móti því, að svo mikil' alheims- yfirráð séu staðsett innan Bandarikjanna. Ástæðurnar eru til samans nokkuð margar, — en þó sér- staklega þrjár, :.em taka skal hér fram: a) Kyrrahafsströndin er nokk- uð fjarri (7000 mílur) þeim stað sem óróleikinn hefur hefur verið mestur á. b) Hið ameríska auðmagn og stórveldisetefna er ekki. heppilegt „andrúmsloft11 fyrir heimsmiðstöð. • c) Hin alþekkta notkun á blöðum og útvarpi, sem er einkennandi fyrir Banda- rikjamenn, og er mjög frjáls- leg, gæti hæglega valdið því, að eitthvað glopraðdst út úr einhverjum, sem bezt væri í þögrdnni geymt Sömuleiðis gæti þetta dreg- EEIN þessi er eftir ” Ferdinand Tuoky og birtist hún í „Engiish Dig- est“ nýlega. Segir hér frá máli einu, sem nú er ailof- arlega á döfinni, en það er spumingin um það, hvar setja skuli niður þjóða bandalagið nýja. San Fran- cisco hefur komið til mála sem aðsetursstaður þess, en einnig Vínarborg, London, og fleiri staðir. Greinin er örlítið stytt. ið úr og kippt fótunum und- an hvers kyns samtökum og Viðleitni til friðaröryggis og jafnaðar í samningagerð ummi. Þar sem ég hefi dregið þrjú gtriði fram, þykir mér vel hlýða, að ég geri nánari grein fyrir þeim, áður en lengra verður haldið. * Þjóðabandalagið eldra var stofnað í Sunderland House af Enc Drummond, sem fór frá Genf síðla árs 1919 ásaslt nokkrum öðrum embættis- mönnum. Samkundan varð loks sett alls 800 fulltrúum, sem höfðu jafnan atkvæðisrétt og voru valdir sem einkar hæflr menn til þess að undirbúa þetta fyrsta þing sinnar tegundar í veraldarsögunni. Það mun mörgum kunnugt, að þessir inenn hafa oft og tíðum neitað að taka við hvers kyns auka- þóknunum og mútum og sýnt þar með, að þeir voru trausts- ins verðir. Wilson forseti hafðd haft augastað á Genf sem aðseturs- stað Þjóðabandalagsins. Eng- inn vafi er á því, að Genf hef- ur komið honxun vel fyrir sjóa- ir sökum friðsældar og menn- ingarbrags og þess lýðræðis- sinnaða andrúmslofts, sem þar var meðal alls þorra manna. Hún var eins og hvíldarstaður eftir hinar erfiðu friðarsamn- ingagerðir og átök í París skömmu áður. Aðrar borgir, sem til mála gátu komið, voru: London, Briissel, Kaupmanna- höfn, Haag og Vínarborg, — og íilfellið er, að Vin átti mestu fylgi að fagna í þessu sambandí og Kaupmannahöfn þarnæst. Fraœfe. á 6 aíðu. Gulina hiiðið við San Francisco. Það er innsigiingin til San Franoisco, sem nefnd er þessu nafni og sést hér á myndinni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.