Alþýðublaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 7
HUtYÐUBUÐIB Kennsluftugvél vélflugudeildarinnar Á myndinni sést einn nemandinn í vélflugi, Jón Júldusson, hjá kennsluvél vélflugudeildar Svifflugfélags íslands. Vélflugudeild Svifflugfélags Isfands vill stofna flugskóla hér á landi Fær 3 nýjar kennsluvélar frá Ameríku. * SAMÞYKKT var á fundi, sem nýlega var haildinn í vél- fiugudeild Svifflugfélags íslands, að taka til'boði frá Ameríku um kaup á þrem mótorflugvélum af gerðinni Tiger Mouth. Er 'gert ráð fyrir að vélarnar geti komið til landsins í sumar. Verða vélar þessar ásamt vélflugu þeirri, sem deiidin á, notaðar til kenn&lu í vólflugi, en það er tak- mark félagsins að koma hér á fullkommrm flugskóla. Jarðarför móður okkar, Elínar Sigurðardóttur, sem lézt að heimili sínu, Búðarstíg á Eyrarbakka, 27. maí s,l., fec fram laugardaginn 2. júní klukkan 2 eftir hádegi. Elínborg, Jóhannes, Sigurður Kristjáus. Jarðarför mannsins míns, Magnúsar Senediktssonar verkstjóra, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 2. júní og hefsí með bæn að heimili hins látna, við Álfaskeið í Hafnarfirði, kl. 1.30 e. h. Hafnarfirði, 31. maí 1945 Guðrún Guðmundsdóttir. Jarðarför konunnar minnar, SéSveigar lónsdóttur, fer fram miðvikúdaginn 6. júní frá Dúmkirkjunni og hefst með bæn á heimili okkar, Bergstaðastræti 25, kl. 2 e. h. Það var ósk hinnar látnu, að kransar yrðu ekki gefnir, en ef einhver vildi minnast hennar, þá að láta „Spdtalasjóðinn Ástríðar- minning" á Eyrarbakka njóta þess. — Minningarspjöld sjóðsins / fást í Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2, Reykjavík. Gísli Halldórsson. jFðStudagur 1.' júttí 1945. Bœrinn í dag. —i .. i. —— Næiurlæknir er í Læknavarð- iSÍofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- ápóteki. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 10.25 Hljómplötur: Harmoníkulög 20.00 Fréttir. 20-25 Útvarpssagan: „Herragarðs- " saga“ eftir Selmu Lagerlöf; |>ýð. Björns Jónssonar (H. Hjv.). 21.00 Strokkvartett útvarpSins: Lög eftir Handel, Campag- noli og Mozart. 31.15 Frá útlöndum (Axel Thor- steinsson). 21.35 Hljómplötur: Norrænir söngvarar. j 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutónleikar (plötur): a) Symfónía í f-moll eftir Vaughan Williams. b) Út- legðar-symfónían eftir Al- an Hovaness. 23.00 Dagskrárlok. Kvenfélag Alþýðuflokksins hefir ákveðið að fara skemmti Æör suður að Kleifarvatni næst- komandi þriðjudag kl. 1,30, sið- degis. Konur geri svo vel að til- kynna þátttöku sína. í shnum 2930, 3194 5049 eða 4313. Á ríkisráðsfundi í gærmongun voru sett bráða- birgðalög um eignarnám á lóða- réttindum og mannvirkjum í Siglu iörði (handa Síldarverksmiðjum xíkisins.) Bifreiðastöð Steindórs feefur þegar í stað orðið við þeim tilmælum, sem fram 'hafa komið um að áætlunarbílarnir, er til Sandgerðis ganga, legðu af stað kl. 7 e. h., eins og verið hefir. Brá stöðin fljótt og vel við þess- lun tilmælum, sbr. auglýsingu frá henni á öðrum stað hér í blaðinu S dag. - Heilbrigðisanálafulltrúmn vekur athygli á því, að hverju húsi eiga að fylgja nægilega marg- ar sorptunnur úr járni með loki Og ber að bæta úr því, sem á skort- ir í þessum efnum fyrir 15. júní n. k. Sorptunnur fást á Végamóta Btíg 4 og einnig eru þar seld sér- stök lok á tunnurnar, þegar að- eins þeirra er þörf. Vörubílastöðin ,,I*róttur“ hefur beðið blaðið að geta þess, að frá næstkomandi laugardegi að telja verði stöðinni lokað kl. 4 e. Sl. á laugardögum yfir sumarmán- nðina. Tíðindamaður blaðsins . átti tal við Sigurð Hjálmar Ólafsson, gjaldkera vélflugdeildar Svif flugfélagsins í gær og spurði nánari frétta af fyrirætlunum félagsins í þessum málum. . . . „Það er takmark okkar,“ segir Sigurður, „að færa flug- námið inn í landið að öllu leyti svo fljiótt, sem auðið verður. Bæði veitir ‘það fleirum mögn leika til að læra flug og sparar aúk þess landinu þúsundir kr. í gjaldeyri- Við höfum nú haldið upp kennslu í vél'flugi frá því í vet- ur og höfum við haft til þeirra afnota tvær kennsluvélar. Aðra sem vélflugdeildin á sjálf, en hina eiga sex félagar í Svifflug félagi íslands og höfum við hana á leigu frá þeim.“ — Hvað hafa margir byrjað nám i vélfluginu? „I vélflugdeildinni eru um 30 manns og hafa flestir þeirra fengið nokkra tíma í vélflugi, þeir, sem lengst eru komnir, um 5 tíma. Það er skilyrðum bundið til að komast inn í vél- flugudeilina, að menn hafi minnst B-próf í svifflugi. Við teljum það mjög mikilsvert at- riði undir flugnám, að menn hafi læxt svifflug áður. Það skapar mönnum öryggi og reynslu, þegar þeir eiga að fara að fljúga vélflugu- Auk þess sem það styttir tíma þann, sem áskilinn er við flugnámið. Þeir sem hafa C-próf og A-próf og A-C-próf í svifflugi þurfa ekki nema þriggja tíma flug með kennara í vélflugu, þar til þeir mega fljúga einir, þeir sem hafa B-próf í svifflugi þurfa minnzt 5 tíma, en þeir sem hafa A-próf og minna, minnzt 8 tíma.“ — Hverjir hafa kennt vél- flugið hjá ykkur? „Það hafa þeir gert flug- mennirnir, Kristinn Olsen, Skúli Petersen, Sigurður Ólafs son fluigstjóri hjá Loftleiðum h.f. og Georg Torberg. Ennþá höfum við ekki getað haft fastan kennara, þvi þessir menn eru allir öðrum störfum bundnir- En að því verður stefiH, strax og þessar þrjár nýju flú'gvélar koma, að fá fast an kennara, sem getur stundað flugkennsluna óskiplur.“ Að lokum sagði Sigurður, að til þess að þessi fyrir'hugaða flugkennsla gæti borið þann ár angur, sem til væri ætlast, væri vélflugdeildinni höfuð- nauðsyn að fá aðgang að flug ' vellinum hér, bæði með flug- vélaskýli og annað, þvi aðstæð- ur á Sandskeiðinu, sem verið hefur aðsetur deildarinnar við kennsluflugið, er ’fyrir margra hluta sakir óhentugt, bæði er völlurinn of lítill og auk þess liggur þar símalína yfir sem tor veldar æfingarnar. Þá hefur Svifflugfélagið sjálft þar sínar aðalbækistöðvar og veitir ekki af því landrými, sem þar er að hafa. I stjórn vélflugdeildar Svif- flugféiags Mands eru þessir menn: • Kjartan Guðbrandsson, ormaður, Ásbjörn Magnússon, itari og Sigurður H. Olafsson ;j aldkeri. Ný aðierð með geymslu kjðts KRON notfærir sér aSferð Odds Krisffánssonar DDUR 1 KRISTJÁNS- SON, frystihússtjóri í Grunndaf irði, gerði á síðasta hausti tilraun með hraðfryst ingu og goymslu á nýslátr- uðu, brytjuðu dilkaíkjöti. Og er þetta fyrsta tilraunin, sem gerð hefur verið hér á landi með verkun kjðtsins á þenn- an hátt. Kjöt það, sem Oddur tók til frystingar í þessu skyni var frá KRON, og samdist svo um milli. framkvæmdaxstjóra þess og Odds, að KRON sendi starfs- menn frá sér til Grundarfjarð- ar til að hafa umsjón með brytj un kjötsins og frágangi undir frystinguna- í gær bauð KRON blaða- mönnum til hádegisverðar, og gaf þei.m að bragða á þessu hraðfrysta spaðkjöti, og smakk aðist það mjög vel og er ólíkt því íshúskjöti, sem fólk á að venjast, þegar komið er fram á þennan tima. Framkvæmdarstjóri KRON skýrði svo frá að Oddur hefði boðist til þess síðastliðið haust að gera þessa tilraun og hefði orðið að samkomulagi að KRON sendi vestur til Grund- arfjarðar Egil Ástbjörnsson deildarstjóra til að sjá um með ferð og pökkun kjötsins. Var kjötið brytjað og pakkað í eins og tveggja kílóa pakka. Var það síðan 'hraðfryst, við yfir 30 stiga frost, en í geymslurúm- inu, sem kjötið hefur verið geymt í síðan, hefur alltaf ver ið 16 — 18 stiga frost, og er það um 8 — 10 stigum fneira en í venjulegum kjötfry&tihús um hér. Það, sem einkum er talið mæla með þessari aðferð við verkun kjötsins, er í fyrsta lagi 'það, að kjötið heldur sér betux, bæði bragði og næring argildi., og í öðru lagi tekur það miklu minna rúm í frystihúsun um, þegar þessi að ferð er viS höfð, í stað þess að geyma það í heilum skroklkum. Talið er að frystihús, sem getur geymt 300 smálestir kjöts í heilum skrokkum geti í sama húsrými geymt 500 smáléstir af pökk- uðu kjöti- Aðferð þessi við verkun kjöts er um þessar mundir mikið að ryðja sér til rúms í Ameríku og víðar og má búast við að svo verði hér einnig, iþegar frystihúsin hafa almennt tælki til að hraðfrysta kjötið á þennan hátt. Tilraun sú, sem Oddur Krist jánsson gerði í frystihúsinu í Grundarfirði, getur því markað tímamót í verkun kjöts hér á landi, og trúlegt er, að KRON leiti fyrir sér til fleiri frysti- hús’a fyrir næsta haust, til að fá kjöt fryst á sama hátt og að þessu sinni. Um síðustu helgi kom þetta kjöt frá Grundar- firði til Reykjavíkur og er það selt í verzlun KRON á Skóla- vörðuslíg 12. Leiffréttmg. Það er misskilningur, að ég hafi aðstoðað Tónlistarfélagið í því að komast í samband við Knigbt- píanóverksmiðjuna, eins og sagt er í grein á 2. síðu Alþýðublaðs- ins í dag. Sennilega hafa Kjtiight- hljóðfærin, seni ég hefi selt liér, eða auglýsingar minar á Jhljóð- færum þessa firma, í byrjun vak ið atíhylgi þeirra, sem standa fyr- ir hljóðfæraútvegun Tónlistarfé- lagsins, iþeirri, er um getur í é- minnstri Alþýðublaðsgreim. Um aðra aðstoð frá minni hendi hefur ekki verið að ræða í þessu efni. Reykjavík 31. maí 1045 Elías Bjtamasou. Einingm 5. tölublaö 3. árgangs er ný- komin út. Skáli K. F. U. M. í Valnaskógi Um miðjan júní mun sumarstarfsemi K. F. U. M. hefjast í Vatna- skógi og gefst drengjum og ungum piltum þá kostur á að dvelja iþar um lengri eða skemmri tíma. Alls fara átta flokkar þangað í sumar á iímabilihu 14. júní til 22. ágúst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.