Alþýðublaðið - 06.06.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.06.1945, Blaðsíða 2
*M-t>YÐUBLAÐlf> Miiðvikudagur 6. júuí. 1945. Esja á förum fil Norðurlanda. Fer sennilega um miðjan júni. RÍKISSTJÓRNIN hefur nú fastráðið Esju til Danmerkurfarar og verður það sennilega um miðjan Jjennan mánuð, sem skipið leggur af stað héðan. Mun Esja fyrst fara til Kaupmannahafnar, en einn- ig er í ráði að hún fari til Gautaborgar í Svíþjóð. — Fjöldi manns hefur pantað far út með skipinu og munu færri komast með en vilja. Auk farþeganna flytur skip ið út vörur frá landssöfnun- inni., Heim aftur mun Esja flytja farþega frá Dánmörku og Svíþjóð, og einnig eitt- hvað af vörum. í ráði er að fá flutt heim símatæki frá Svíþjóð, en eins og kunnugt er, á landsíminn þar mikið af símatækjum í pöntun. — Hins vegar er ekki fullvíst, að tækin fáist afgreidd í þessari ferð, því að undan- fömu hefur staðið yfir, verk- fall hjá sænskum málmiðn- aðarmönnum. Ekki er vitað hve langan tíma ferðalag Esju tekur, en för hennar mun verða hrað- að eftir föngum. Ríkisstjórn in hefur að undanförnu starfað að því, að útvega nauðsynleg leyfi hjá við- komandi herstjómum fyrir ferðalagið, og em nú horf- ur á að úr þeim málum sé að greiðast. Hinn fyrirhugaði, nýi gagnfræðaskóli í Reykjavík. Svona á nýi gagnfræðaskólinn að líta út: Myndin isýnlir tframiMiðina, seirn sraýr út að Barówsstíg. tí Bygging Gagnfræðaskóla Reykjavíkur við Skóiavörðutorg er að kefjast. INNAN skamm's verður hafin bygging á hinu mikla gagnfræðaskólabúsi í Reykjavík, isem hefur verið val- inn staður í Skólavörðuhol'tinu norðan Barónsstígsins og austanvert við Austurbæjarbarnaskólann. Verður bygging- þessi istærsti gagnfræðaskólinn sem enn hefir verið reistur hér á landi og er gert ráð fyrir, að hann rúmi milli 400 — 500 nemendur. í gær sýndi Ingimar Jónsson, skólastjóri Gagnfræðaskóla Reykjavíkur og prófessor Guð jón Samúelsson . húsameistari ríkisins, blaðamönnum upp drætti þá af skólanum, sem nú hefur verið samþykkt að byggja hann eftir, og fer hér á eftir lýsing skólastjórans af bygging unni: „í skólanum eiga að verða 11 almennar kennslustofur og auk Bruni í Heiðmerkurlandi í gær. Rúmlega 40 manns unnu að slökkvistarfinu U|M klukkan 4 í fyrrinótt sást rjúka allmikið í hrauninu uppundan Heiðmörk og magnaðist reykurinn þegar fram á morguninn og daginn kom. Brá Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri þegar ' við ásamt Jóni Sigurðssyni slökkviliðs- stjóra og fóru þeir þangað upp eftir. Logaði þá í mosanum á allstóru svæði efst í heiðinni suðvestur af svonefndu Selfelli, sem er niður undan Lögbergi. Fengu þeir sér til aðstoðar tvo vinnuflokka úr Reykjavík, samtals um 40 manns, til þess að ráða niðurlögum eldsins og komu mennirnir • upp eftir um hádegið í gær. Var síðan unnið að því að grafa í kringum eldsvæðið og var því lokið um kl. 6 í gær- kveldi, en þá voru eftir við brunasvæðið tveir slökkviliðs- menn og tveir aðrir menn peim til aðstoðar. Seint í gærkveMi, þegar tíð- indamaður blaðsins fór upp að Lögbergi, sást ennþá rjúka suður í hrauninu, en öruggt er talið að eldurinn breiðist ekki frekar út, þar sem búið er að igrafa allt í kringum svæðið. TaMi skógræktarstjóri, að þarna hafi brunnið um hektari landis. Tvennt mun það hafa verið, sem olli því, að eMurinn náði ekki að magnast meir en raun varð á, þ. e. að hægviðri var og mosinn deigur í rótina. Taldi hann, að eldurinn muni hafa komið þarna upp um síð- ustu helgi, þótt enginn veitti reyknum athygli fyrr. Mun hér vera hin sama á- stæða fyrir brunanum og á Þing velli um helgina, að ógætilega hafi verið farið með eld um hraunið. Kvaðst skógræktarstjóri hatfa rakið tvenn spor að og frá brunasvæðinu, þegar hann kom upp eftir. Um síðustu helgi kviknaði og í mosa við Krísuvíkurveg fyrir sunnan Hafnarfjörð, en lögregl- unni tókst brátt að slökkva hann. Taldi lögreglan, að þar hefði ekki verið um óviljaverk að ræða, bví eMurinn var á fleiri en einum stað. Er þessi mosa- og skógar- ii þruni mjög alvarlegt vandamál 1 sem allir ættu að stuðla að, að endurtæki sig ekki. Er vonandk að fólk gangi gætilega um skóg lendi meðan þessir þurrkar eru, og kasti ekki frá sér Iogandi sígarettum í þurran gróðurinn. íþess 6 stofur til sérstakra starfa svo sem kennslu í náttúrufræðd, eðlisfræði, efnafræði, teiknun, handavinnu pilta og stúlkna og bóka- og lesstofa. Þá eru og í Skólabyggingunni tveir leikfim issalir, annar allsíór en hinn nokkru minni. Húsinu er ætlaður staður í breikikiuinni við suðauisturhli ð Skólavörðutorgs. Fær skól'ii.nn lóðina frá lorginu niður að Bar- ónisisitíig suininan við Egiilsigötu og að göngustíg, sem kemur sem ftfamhald af Leifsgötu frá Barónsstíg upþ að torginu- Grunnflötur hússins er 1356 m. Lengd þeirrar hliðar, sem snýr upp að Skólavörðutorgi er 52,5 m., en hliðin út að Egils- göjtiu ier 36,5 að lenigd. Sjálft aðalhúsið er byggt í ferhyrning. Það er 36,5 m.' á lengd en 24 m. að breidd- Lang hlið Iþes's móti njorðaiustri veit- út að Egilsgötu en stafnar að Barónsstíg og skólavörðutorgi. Leiikfimíiislsialir ieru byiggðir hiorn rétt út frá suðurhlið. En til þess að eigi spillist rúm fyrir kennslu stofur á fyrstu hæð er þa'k þess | salar, sem nær er, lægra en gluggar á fyrstu hæð aðalhúss ins. Annar salurinn fær aðal- lega ljós frá suðaustri en hin frá suðvestri- Aðalinngangur er í kjallara fimiissajlijm’ og ©r innangengt í kjallara em fatageymslur nem enda og snyrtiherbergi, smíða- stofa, geymslur, íbúð umsjón- armanns, svo og búningsher- bergi, og böð fyrir stærri leik fimissalinn o ger innangengt í hann. Ú.r kjallara er gengið upp í stóran skála í miðju hiisinu, hann er 10,5x29,0 m. að stærð og nær upp í gegnum báðar hæð ir hiissins. Út frá skálanum eru kennslustofurnar á þrjár hlið- ar, en íyrir öðrum gaflii eru samfelldir gluggar frá lofti að gólfi. Auk þess fær skáiinn of- anljós frá gluggum í þaki húss' ins. Skálirmn notast í stað ganga á neðri. hæð, en á 'efri hæð eru svalir á þrjá vegu og opnast Frh. á 6. síöu Álykfun iistamanna- þingsins, sem Þjóð- viljinn slakk uttdir sió! i y* INS OG öllum er kunnugt -*-■* gerði listamannaþingið á- lyktun á fundi sínum í síðustu viku um víg Guðmundar Kamb ans, þar sem það lýsti yfir í nafni íslenzkra listamanna harmi slínum yfir víginu og vott aði list skáMsins og minningu þess virðíngu sína. Mun það allra manna mál að með álykt un þessari hafi listamannaþing ið túlkað skoðanir og tilfinning ar allrar íslenzku þjóðarinnar. Öll hlöð, ásamt ríkisútvarp inu hafa nú birt ályktun lista- mannaþingsins — nema eitt, Þjóðviljinn, blað kommúnista, sem strax og fregnin um vígið kom, lýsti blessun sinni yfir því og dæmdi hið vegna íslenzka skáld sekt. Þetta blað hef- ur stungið ályktuninni undir stól, lesendur þess mega ekki sjá hana og með þvlí eru þeir látnir standa í þeirri trú að ís lenzkir listamenn hafi á þingi sínu þagað um þetta víg — og þar með einnig, eins og blað kommúnista, dæmt Guðmund Kamban sekan. Þetta er svo svívi.rðileg fram koma að undrum sætir, en ef til vill er það sarna linan hjá kommúnistum og sú, sem varð því valdandi, að nokkrir æstir kommúnistar forsmáðu þingið, að Brynjólfur Bjarnason flutti ekki erindi. það sem hann átli að flytja á þinginu sem mennta málaráðherra og að hann mætti ekki við þingslitin eijis og til var aatlazt. Sem betur fór tókst Komm- únistaflokknum þó ekki. að draga alla félaga sína og skoð- anabræður með í þessu ofstæki sínu, því að nokkrir þeirra unnu vel og drengilega að þvi að þingið tækist sem bezt og yrði listamönnum til sóma' og þjóð- inni til gagns. ser !il iendiflgabóta á Siokfcseyri Og byggingu dráttar- brautar fyrir báta f kauptúninu STOKKSEYRINGAR hafa á síðari áruim vierið affl áhugasamir um liendÍTjgarbótet máli sitt. Svo slem touminajigt er., er það svo miki.l brimveiðisitöð, að heilar vertiðir ibregfðast vegna Iþesis, hve sjaldan gefur á sjóinn. Jóin Sturlaugsson haf sögumaðiur, öem nú ler látmtn., haifði fongöjoigu fyrir því þar heimafyrir og gagmvaxt alþingíi að tfá hér nioitókr’a bót ráðfna á. með dýpkun á svo kallaðiri , ,Snepilrás“-sprejugÍ!nigu úr briim. garðinum iþar isem .bezt honfði. við. En Iþóftt þetíta yrði iti£L notók urra 'únbóta, þarf miklu mleira til þess að útnæði o® lendinig á Stotófcseyri igetá tallizit viðuæi anidá. Er hinum táptmikk}. sjýó- sótonanmiöninum á .Stotókleyri þvá enn Isiemi ifynr rniikið áhiuigamál, að rnleir verði aðgent en orðið er. Að itilmæium. iStotókisieyritagia itótost Nýibyiggitaigarráði ferð á henicLi þanigað aulstiur mú fyrk* istoöJtalmu, og var aninar þinigmað ur Ánnlesinga, Eiritour EinarB sbn, í för með þwí. Var aðstaíS- an athuiguð nieð hfiðsjón tifi þeirna umiböta, er mesit köiUuðu að. Var áflitið, að mitoiil nauðtsyn ivœrii á, að enn yrði isprenigt úr brimgarðinum, al'lversuiLega, iim •siglinigunni rtiiT önyggis, og jaifitt tframt taiin nauðsyn til að gera dnáttanbi'aut fyrir hláita þar .á toaupltúininu og þótti aðstaðam góð itíl þeórra aðgerða. Muxms ivferða aithugaðir mögulleikar é því, að fcoma iþtesöutai umbóita. verfcutm til frannkvæmda sv*> fljótt sem Ikostur er, hinu fal lega Stókkseyrarkauptúni, er býr yfir isvo miikiium möguiteito um tii lands og sjávar, til aufc iihis alflkomulöryggis. ' Leikvangur og sund- laug á ÞingveilH ÞINGVALLANEFND hefur með svarbéfi sínu til Í.S.Í- dags. 16. maí s.l tilkynnt, að hún sé hlynnt því, að byggður verði leikvangur á Þingvöllum og sundiaug á hentugum stað, svo að landsmót íþróttamanna geti farið þar fram. De Gauile sendir forseta Islands heillaóskaskeyti Féttatilkynning frá níkis- stjórninni. CHARLES DE GAULLE hershöfðingi, ledðtogi Frakka, hefur ser.t forseta ís- lands heillaóskaskeyti út af endurkjöri hans og bætt við hlýjum óskum til lands og þjóðar. Forseti hefur þakkaS skeytið og tjáð leiðtoga Frakka að íslendingar haf i fagnað mjög endurheimt Frakklands úr óvina höndurn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.