Alþýðublaðið - 06.06.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.06.1945, Blaðsíða 5
MHSvikudagur G. júní. 1945. ALÞTÐUSLADIP 9 Bóndi heimtar skro — íslenzk framleiðsla, sem veld- ux gikt og slæmsku og ergelsi — Bréf frá Norðlend ingi um glímu og bolabrögð í Reykjavík. Böðvar A laugarvatni, beljakinn með hökutoppinn, sem ég skrifaði einu sinni um, skrifar mér bréf og: heimtar skro! Hann krefst þess að ég beri þessa kröfu fram við forsjón allra tóbaksmanna á landinu, Sigurð Jónasson — og þori ég ekki ann- að en að verða við þeirri kröfu, því að Böðvar er hreppsstjóri, eða eitthvað þess háttar í Laugardal — og þar dvel ég á sumrum, þeg- ar ég get. BÖÐVAR segist hafa haldið tryggð við skroið fró gamalli tíð og allt af tuggið Obel frá Dönum, þar til stríðið kom og allt var lok að. Síðan hafi hann orðið að not- ast við íslenzkan óþverra, sem hafi valdið sér gikt og svefnleysi, auk alls konar ergelsi. Vill hann nú að hið ágæta lyf — skrotóbakið frá Obel verði tafarlaust flutt til landsins þegar skipaferðir byrja aftur. Eins og kunnugt er ætla sunnlenzkir bændur nú að fara að gangast fyrir stofnun allsherj- arfélags allra íslenzkra bænda. — Böðvar liefir lengi verið bænda- höfðingi — og má aiveg gera ráð fyrir að hann verði íramarlega í hinum nýju baráttusamtökum. —■ Vel mætti segja mér það að ef hann fengi ekki danska skroið, þá yrði einhverntíma svalt í kring um kontórinn forstjórans í ,,Tób- akinu.“ — Ég hefi að minnsta kosti gát á veðrinu hvað mig snert ir. NORÐLENDIN,GUR skrifar mér þetta bréf: „Oft hefir mig langað til að senda þér pistla í dálka þína þó ekki búi ég nálægt höfuðstaðn- um og mólefni hans taki lítið til mín. En af þessu hefir aldrei orð- ið og er máske ekki skaði skeð- ur.“ „FVRIR NOKKRU var rætt um íslenzka glámu í Alþýðublaðinu og kom fram í þeim greinum, að síðasta kappglíma í Reykjavík myndi ekki hafa verið til' fyrir- myndar. 'Þetta hefi ég hlerað fyrr og þótt ljótt til afspurnar, og þó er líklega ekki ofsögum sagt af þessu í blöðunum. En það sem kom mér til að skrifa þessar línur er saga, er mér var nýlega sögð, veit ég ekki annað en að hún sé sönn, en reynizt það ekki, er skylt að liafa það er réttara reynizt.“ „í FYRRAVETUR bjuggu í einu lierbergi í Reykjavík þrír piltar norðan úr landi. Voru þeir allir úr sömu sveit og höfðu áhuga á glímu, enda sveit þeirra viður- kennd fyrir gíímumenn um lang- an aldur. Þeir iðkuðu allir glímu í Reykjavík og ákvóðu að taka þótt í kappglímu, er þar átti fram að fara. Hófst nú glíman eins og ákveðið hafði verið. Leið ekki á löngu þar til einn þeirra félaga lá brotinn á gólfinu. Gamall sveit- ungi hans tók að sér að koma hon um heim í herbergi þeirra félaga og sneri síðan aftur til glímunn- ar. Ekki leið á löngu þar til hann kom til baka með annan þeirra, er eftir voru, var hann einnig ibrotinn eða lemstraður. Þegar sveitungi þeirra fór út úr herberg- iríu hafði hann orð á því, að hann yrði víst að hraða sér á glímustað inn til að sækja hinn þriðja. Og jþað stóð heima. Innan stundar kom hann með þriðja herbergis- tfélagann bnotinn inn til þeirra, sem fyrir voru.“ „SAGAN ER EKKI LENGRI. En mér finnst hún ákaflega athygl isverð að minnsta kosti er hún það fyrir okkur hér norður í fá- sinninu. En þetta er máske orðið daglegt brauð í Reykjavík og þykir því ekki tiltökumál. Ef til vill er það venja að allir eða flest ir séu beinbrotnir í kappglimum nema sigurvegarnir og að sigxu-- inn sé fólginn í því að brjóta sem flesta andstæðinga. Einn þessara þriggja manna, sem um er getið, hafði síðubrotnað, að því er mér er, sagt. Bendir það á einhverja nýtízku tækni í glímu, sem ekki hefir áður iþekkzt. Ég hefi að minnsta kosti aldrei heyrt þess getið áður, að maður hafi síðu- brotnað í glímu.“ „BÆÐI AF ÞESSARI sögu og öðrum, er ég hefi heyrt af kapp- glímum í Reykjavík virðist mega ráða að glíman sé fyrst og fremst orðin kraftaat þar sem hinn krafta minni og veikbyggðari sé, ef ekki dugar annað, brotinn niður með afli og þunga, en ekki snerpu og, bragðvísi. Sé svo virðist tími til korhinn að endurskoða eitthvað þær glímureglur, er nú gilda og gilt hafa á undanförnum árum, svo að hin sérstæðu einkenni ís- lenzku glímunnar fái að njóta sín.“ „ÞÁ ER ÞAÐ ANNAÐ sem ég vildi aðeins minnast á. Það er hvernig Reykvíkingar fögnuðu sigri bandamanna. Okkur hefir verið tjáð í útvarpinu að lögregl- an hafi hvað eftir annað orðið að nota tánagas til að draga úr villi- mennskunni á götunum. Þetta væri skiljanlegt, ef um þjóð hefði verið að ræða, sem skyndilega hefði verið leyst undan margra ára undirokun nazista, en hjá ís- lenzku þjóðinni eru slík ólæti og skepnuskapur óskiljanleg og óverj andi. Og sæmra hefði íslendingum verið að verja þeim peningum, er þeir lögðu í áfengiskaup og óspekt ir þessa daga, til að styrkja bág- Fraimih. á 6 aíðu áskríftaními Alþýðablaðsins er 4900. Reykjavík - Keflavík - Sandgerði. Frá 1. júní s.l. er burtfarartími frá Reykjavík kl. 1 e. h. og kl. 6 síðdegis. Þegar (hurchill fór yfir Rín Mjytnd þessi ivar tekin, iþeigar Wimséon C:hiurohiQI, ifiortsæitilsirtáðlherra (Rröta, fór ylffir Rám.' hkun 25. imjarz á iteið isinni til ©fcöðvar míiuimda ’her's Banidtari'kjiaimiannia. ®ést Churchildi hér í fecqjiuibátn utna á ftali við John Ainderstoin, Wiillliiaím Sitnpsoin, Berimard L. Montgomery og Lelamd S. Hoffis. GaJmJii maðiurimn er isvo isiem ekM einn á Ibáti. fra mtf ðarinnar. INDLAND, Kína, Japan og hollenzku Austur-Indíur hafa næstum því helming af íbúum jarðar. Þau munu aldrei íramar lúta yfirráðum eða niðurlægingu. Þess má vænta, að þau muni endurreisa fyrra veldi sitt, eða öllu heldur menningarlegt gildi, — en því hafa þau frekar tapað síðan á dögium Va'sco da Gtaimia, er bann opnaði leið fyrir þau til áhrifa á vestræna menningu. Vestur-Evrópa, sem ekki er nema helmingur af skaga, sem liggur út úr meginlandi Asíu, hefur haft svo að segja öll yf- irráð á menningarlegum svið- um. En getum við verið fullviss um, að slíkt muni halda áfram? Dante, Shakespeare, Baoh, Beethoven, Einstein, — svo örfá dæmi séu nefnd, — allair helztu 1 ærdóms.kenn ing ar, bókmenntir og aðrar listir undanfarinna 600 ára hefur allt komið frá þessu tiitölulega litla landsvæði. Og samsvarandi menningunni vav einnig tækn- in í hernaðinum og áhrifaöflin á stjórnmálavettvanginum. Nú sém stendur beinast megin-stjórnmálaöflin til tveggja ríkja, — austur á bóg- l'nn til Ráðstjórnarríkjanna, -— og vestur á við til Bandaríkja Norður-Ameríku; vænta má þess, að miðstöð menningarinn- ar í framtíðinni beinist í sömu áttir, — til Vesturheims og til Rússlands, — jafnvel til Asíu- ríkjanna. * Vitaskuld er ekkert við það að athuga, þótt meginstöðvar menningarinnar færist þannig til. Það er einmitt mjög líklegt, að það bezta í menningu Vest- ur-Evrópu muni verða fyrir góðum áhrifum af meiri ná- lægð við Austurlanda-menn- inguna, — og má í því sam- bandi minnast á grísku menn- ingaráhrifin, er þau flæddu yf- ir ný lönd á endmreisnartíma- bilinu. Hvaða hlutverki mun svo Stóra-Bretland gegna í hinum nýja heimi? Dýrðarljómi þess liðna mun ekki einn og út af f’^J.REIN þessi um Engíand framtíðarinnar er eftir hinn kunna euska rithöfund Bertrand Russell og birtist hún. nýlega í enska tímarit- inu „English Digest“. Ræðir höfundurinn hér um það menningarsögulega hlutverk, sem hann telur æskilegt, að brezka þjóSin taki sér á herðar nú að síðari heims- styrjöldinni lokinni. lyrir sig halda Bretum uppi á komandi tímum Með Shake- speare og Newton náðu Bretar hámarki í skáldskap og. vísind- um á sinni tíð; allt til 1776 voru Bretar leiðandi þjóð í írelsismálum álfunnar; þeir voriu fynsta þjóðin, isem afnam þrælahald með lögum; frá 1824 og þangað til fyrri heims- styrjöldin brauzt út, vörðu Bretar Vesturheim fyrir yfir- ráðastefnúm „Gamla heims- ins“. Og allt frá 1832 til þessa dags hafa beir sýnt lýðræðið í framkvæmd án byltingar. En sé það svo að Bretar séu búnir að gera sín stærstu af- raksverk, má hvarjum sönnum föðurlandsvini, brezkunj, finn- ast súrt í broti með ’hliðsjón á óleystum verkefnum framtíðar- innar. Ég held, að Bretar vilji enn fram á við; en ég er einnig þeirrar skoðunar, að sú fram- sýni og hugsjón sé með nokk- uð öðrum hætti en áður hefur verið. Enda hótt Bretar verði ekki le’ðandi 'pjóð á sama hátt og þeir voru á öldinni sem leið, munu þeir verða í fylkingar- brjósti meðal menningarþjóð- anna, og mikilvægi þeirra ekki rýrna, heldur aukast, — en ó- neitanlega verða þeir þá að efla framsýni og dug sín á meðal, og það efast ég ekki um, að þeir geri. Þeir hafa á ýmsum sviðum yfirburði yfir aðrar þjóðir. Ég held að óhætt sé að fullyrða, að þeir iséu sameixia:ðir dnaibyrð is, minna um hatrammar flokkadeilur og einstaklingarn- ir umburðarlyndari hver við arnian, tiltöMega, ’helux lesn, títt er meðal annarra þjóða. Með tilliti til þessa, sem að miklu leyti er að þakka þjóð- iegum eiginleikum og því, að þjóðin hefur ekki barizt við er- lendan her í landi sínu síðan 10,66, — eru Bretar að mörgu leyti betur staddir en nokkur önnur þjóð í Evrópu með tilliti til þess að finna hentugar leiðir til lausnar á vandamálum nú- tíðar og framtíðar, og á ég þar einkum við samhæfingu hins lýðræðislegá atvinnuskipulags, íðnaðar og fjármála. Stjórnarfarslegt lýðræði (de- mocracy) er ekki nóg. Það kemur ekki í veg fyrir al- heims-viðskiptakreppu, eins og sjá mátti á millistríðsárunum. Það Ifær lekiki (bætt tiil -fiuílffls úr böli atvinnuleysisins, — síður en svo. Og það eitt fær ekki leitt fram til fullnaðarsigurs í styrjöld. Það er nú almennt viðurkennt, að slíkum málum er einungis komið í örugga höfn með vel skipulögðu sam- starfi við iðnaðarkerfið og hag- kvæmni í reksturskostnaði, en slíkt hefur oft áður fyrr verið bannfært af frjálslyndustu mönnum. Ofsi sá, sem oft hefur gripið menn, er beir hafa þótzt koma auga á nýjar leiðir til oft útilokað aíla heilþrigða glöggskyggni og ollið því stundum, að fenginn sigur í heilli styrjöld hefur ekki verið notaður sem skyldi. Sumir álíta flokkaskiptinguna afturhalds- sinnað fyrirkomulag. Ég er á annarri skoðun og vona, að Bretar muni afsanna það í framtíðinni, að svo þurfi að vera. * Frelsi og jafnrétti, hin gömlu frjálslyndu hugtök, hafa ekki misst neitt af gildi sínu, enda þótt framkvæmd þeirra hafi á ýmsan hátt breytzt með breyttum aðstæð- um. Stjórn án lýðræðis leiðir til harðstjórnar; einnig myndi Framh. af. 5. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.