Alþýðublaðið - 06.06.1945, Page 7

Alþýðublaðið - 06.06.1945, Page 7
Miðvikudagur 6. juni. 1945. ________ALÞYÐUBLAÐI**___________________________- ' ' 7 Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu mér vináttu og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins xníns, Magnúsar Benediktssonar, verkstjóra, Hafnarfirði. Sérstaklega færi ég Verkstjórafélagi Hafnarfjarðar hu^hefilar þakkir fyrir þann höfðinglega samúðarvott, sem það sýndi mér viö þetta tækifæni. Guðrún Guðmundsdóttir. Hjartans þakkir til hinma fjölmörgu, innan lands og utan, sem auðsýndu okkur hluttekningu og vinarhug við andlát og jarðarför Kjartans Sigurjónssonar, söngvara. 'Guð blessi ykkur öll og launi aðstoð ykkar og ástúð. í Bára Sigurjónsdóttir. Halla Guðjónsdóttir. Sigurjón Kjartansson. HJARTANS ÞAKKIR færi ég öllum vinum mínum og vandamönnum, sem sendu mér hlýjar kveðjur og sýndu mér margs konar vin- semd á sextugs afmæli mínu, 1. júnl KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, Eyrarbakka. Tilkynning um hljóðfæri Hljóðfæraverzlun Tónlistarfélagsins hefur nú fengið ný sýnáshorn af hljóðfærum frá hinni kunnu Knight-píanó- verksmiðju í London, sem mjög góð reynsla er fengin á síðastliðin fimm ár. Hljúðfærin eru til sýnis í nokkra daga í Helgafelli, Lauga- vegi 100. Yfir 500 manns hafa nú þegar pantað hljóðfæri hjá fé- laginu og daglega bætast nýjar pantanir við. Áætlað verð hljóðfæranna er 4950.00 og 5050.00 en það þýðir, að verðið verður ekki hærra. Hins vegar er ekki óhugsandi, þar sem þessi hljóðfæri eru framleidd á stríðstíma, að verðið lækki og því hefur félagið ákveðið að láta fara fram verðjöfnun á 6 mánaða fresti, í fyrsta sinn 31. des. n.k., og endurgreiða þá þeim, sem fengið hafa hljóð- færá á tímabilinu, ef verðið reynist lægra en nú. Hljóðfæraverzlunin mun leggja kapp á að afgreiða allar pantanir svo fljótt, sem verða má. Nýjum pöntunum verður veitt móttaka daglega í síma 3594 (Björn Jónsson, ritari Tónlistarf.). , Tónlislarfélagið. Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30J16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Óperulög. 20.00 Fréttir. 20.25 Útvarpssagan: „Herragarðs saga“ eftir. Selmu Lagerlöf; þýð. Björns Jónssonar (H. Hjv.). 21.00 Hljómplötur: Sænsk lög. 21.15 Þýtt og endursagt (Her- steinn Pálsson ritstjóri). 21.35 Hljómplötur: ÍÞjóðkórinn syngur (Páll ísólfsson stjórn ar). 22.00 Fréttir. ( Dagskrárlok. Fyrirspum frá utanrikismálaráðu- neytinu. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um Einar Guðmunds son, sem fæddux er 9. febrúar 1926 í Hollandi; eða aðstandendur hans eru vinsamlega beðnir að láta það utanríkisráðuneytinu í té.. Trúlofun Síðastliðinn laugardag opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Svein- sína Guðmundsdóttir, Bergstaða- stræti 43, og stud. eceon. Vilberg Skarphéðinsson, Freyjugötu 7. Kjartan Bergmann ráðinn framkvæmd- arstjóri ÍSÍ. ANN 1. júní s. 1. réði sam- bandsstjórn ÍSÍ Kjartan Bergmann Guðjónsson, glímu- kennara, fyrir framkvæmdar- stjóra sambandsins til 1. októ- ber n.k. Skifstofa Í.S.f. á Amt- mannsstíg 1 verður opin, fyrst um sinn, þrisvar í viku, á mánud., miðv.d. og fimmtud. ki. 7 til 8 síðdegis. —...... ..... ...1.. — Félagslíf. FARFUGLAR. Ekið og hjólað að Kleifarvatni á laugardag og tj'aldað þar. — Sunnudag gengið á Keili og Trölladyngju. Hr, rektor Pálmi Hannesson verður með í för- inni og útskýrir fyrir okkur grasa- og jarðfræði um þessar slóðir. Þessi ferð gefur gott tækifæri fyrir þá, sem vilja kynnast náttúru- og gróð'Urfari landsins. Farmiðar verða seld- ir í skrifstofunni á miðviku- dagskvöld kl. 8.30—10 e. h., og í Bókabúð Braga Brynjólfs- sonar á föstudag kl. 9—3. Allar upplýsingar varðandi ferðina verða gefnar í skrif- stofunni á miðvikudagskvöld. Ferðanefndin. Lönd undir sumarbústaði til leigu eða sölu. Uppl. í síma 3799. Yerkakvennafélagið Framtíðin opnar á ný dvalarbeimili fyrir börn í Hafnarfirði. GÆR tók til starfa í , Hafnarfirði dvalarheimili fyrir börn, undir forystu verka kvennafélagsins Framtíðin. Árið 1932 hóf Vkf. Fram- tíðin í Hafnarfirði fyrst að reka dagheimili fyrir böm og starf- aði það til að byrja með í leigu íbúð, en 1935 lét félagið byggja hús fyrir starfsemina við Hörðuvelli. Þar var heimilið síðan starf- rækt þar til stríðið skall á og alltaf við vaxandi vinsældir. Af völdum ófriðarins voru að- standendur barna hvattir til að senda börn sín burtu úr bæn- um á stríðsárunum og lagðist starfsemi heimilisins þá niður. Nú hefur heimálið aftur hafið starfsemi sína og í gær, þegar það tók til starfa, voru 32 börn á aldrinum 3—7 ára skráð á heimilinu. Verða þau í heirn- ilinu daglega frá kl. 8.30 á morgnana til kl. 5.30 á daginn. Forstöðukona heimilisins er ungfrú Guðlaug Ágústsdóttr, en auk hennar vinna tvær aðrar stúlkur við heimilið. Bœjarsjóður Hafnarfjarðar styrkir félagið til þessarar starfsemi. Slúikur frá Isafirði sýna fimleika í Rvík Nemendur Gagn- fræöaskólans á feröalagi um landiö RJÁTÍU OG TVEIR nemendur frá Gagn- íræðaskóla ísafjarðar eru staddir hér í bænum ásamt skólastjóra sínum Hannibal .Valdimarssyni og íþrótta kennara skólans. 1 kvöld ikil. 6,30 íhailida 10 stúJk ur úr islkólanium iþróttasýiningiu í Xðinió luimdir stjórn Miairíu Guð mundisidólbtir. iÞann 25. mai lögðu nemend- urniir áf ,stað frá ísafirði tiíl Siglu Æjiarðar og héldu þar íþrótta- sýnin.gu. A Akureyri hélt flokk uri.nn tvær isýninigar fyrir fullu hiúsi. Bá fór skúlinn til Mýrvaitns1 o|g íHlúsiavikur og isfcoðaði. marga faigra isitaðd. Til Ákraneas komu nemendumir 2. jlúná og höfðiu þar iþróittaisýningiu oig isóttu hana á þriið'jia, humdrað manns. Á iaiugaridíaginin fór jskólinn til Gfuilifioisis, iGeystiis og Þingvalla. Til íisaffjarðar mun Ihann fara núna í váku!lokm. Fram vaim 3. fl. molið RIÐJA flokks móti í knattspyrnu laúk síðast liðinn laugardag. Fram vann mótið með 6 stigum, vann öll hin félögin. Val, KR og Víking. Valur og KR voru jöfn með 3 stig hvort félag, en Víkingur fekk ekkert stig. í kvöld verða úrslit í 2. flokks mótinu. Keppa þá KR og Valur, sem eru með 4 stig hvort og er það hinm raunverulegi úr- slitaleikur. Fram og Víkingur keppa hins vegar um þriðja og fjórða sætið á rnótinu. 35 ára fimleikaflokkur Í.R. GÆR voru 35 ár liðin frá því íþróttafólag Reykja- víkur hélt fyrstu fimleikasýn- ingu sína hér í bænum. Var sýningarflokkúrinn þá þrettán manns — ög eru allir á lífi nema einn. í gær mðettu 9 menn úr þessum 35 ára fimleikaflokki ásamt fyrsta stjórnanda flokks ins, A. J. Bertelsen, stórkaup- .nanni, til miðdegisveðar, sem formaður og varaformaður ÍR buðu þeim til. Var A. J. Bertelsen sæmdur gullmerki ÍSÍ við þetta tæki- færi, en hann var eins og áð- ur segir stjórnandi fimleika- flokksins fyrir 35 árum. Bilanir efráffarvagns- ins í Siippnum. Alþýðublaðið hefir verið beðið um rúm fyrir eftir- farandi athugasemd: ÍALÞÝÐUBLAÐINU í gær er fregn undir fyrirsögn- inni „Dráttarvagn Slippsins bil ar í annað sinn.“ Þar er þess getið, að Júpíter hafi xunnið af dráttarbrautinni vegna þess að vagninn hafi brotnað. Sama er gefið í skyn að skeð hafi með v. is. Esjiu. Það er eikki rétt. Við uppsetningu Esju brast biti í vagninum, en að öðru leyti gekk ekkent úr iskorðum. Þegar er þess var vart, var dráttar- vél vagnsins stöðvuð og skipið síðan sett á flöt á venjulegan hátt. Enn fremur segir í sömu fregn, að það sé talið einstakt að ekki skyldi hljótast slys af þessum atburðum. Væntanlega er þá átt við slys á mönnum. En það er misskilningur. Jafn- vel þó vagninn hefði brotnað svo, að Esja hefði nunnið í sjó fram, má fullyrða að það myndi ekki hatfa orðið mtöinniulm að slysi, því þess er jafnan gætt, að menn séu ekki aftan við vagn inn eða í honum er skip eru dregin á land- Slippfélagið hefir s. 1. 40 ár tékið á land skip svo þúsund- um skiptir og er mér ekki kunn ugt um að á því tímabili hafi. orðið eitt einasta alvarlegt slys þó bilun á tækjum hafi eðlilega komið fyrir. ReykjavOi, 3. júní 1945. Sig. Jónsson. I GOLFIÐ: Firmakeppnin langt komin AÖeins sex keppend- ur eftir af áttatíu TWj Ú er fjórðu umferðmni í firmakeppni Golfklúbbs- ins lokið, og lauk henni á mánudagskvöldið. Eru nú því aðeins eftir ósigruð sex firmu, eða óleiknar 3 umferðir. Þau ^firmu, sem nú eru eftir og keppa saman í 5. og næstu uinferð, eru þessi: L. Storr (Ásgrímur Ragnars) gegh Helgi Magnússón & Co (Helgi Eiríksson). Hljóðfærav. Sigríðar Helgadóttur (Sigurður Guðjónsson) gegn Heildverzl. Berg (Dr. Halldór Hansen). A1 menna byggingafélagið h.f. (Hans Hjartarson) gegn Tjarn- arcafé (Jakob Hafstein). Þessi umferð verður leikin í dag og á morgun, en 6. og næstsíðasta umferð fer fram ; á fostudag eða laugardag. Úr- slitin sennilega náestk. sunnu- dag. Veðrið að undanförnu hefur verið sérstaklega hagstætt fyrir keppni þessa, endur hef- ur hún farið prýðilega fram og leikir yfirleitt verið mjög jafnir. Vanalega fer Keppnin fram á tímabilinu frá kl. 5 til 7 sd. og ættu menn nú að nota tæki færið og fylgjast með úrslit- unum, sein óðum nátgast.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.