Alþýðublaðið - 14.06.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.06.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. júní 1945. ALÞYÐUEUDiP 5 «ft Ungt fólk á skólaferðalagi — Bréf um ókurteist ferða- fólk — Gangstéttir og bílabrautir. UNGT FÓLK úr skólum hefur undanfarið og er einmitt nú að' fara í ferðalög um landið. J»etta er gott og gagnlegt fyrir það. Það ríður á að alls staðar, þar sem unga fólkið kemur, sýni það góða og kurteisa framkomu. Af því til- efni birti ég bréf, sem ég fékk nýlega um þetta efni........ EYRBEKKINGUR SKRIFAR: . ,,Það komu tveir stórir bílar frá bifreiðastöð Steindórs að Eyrar- bakka á sjómannadaginn og hygg' ég að fólk þetta sé úr einfhverj- um skóla í Reykjavík, sökum þess að á öðrum bílnum var hvítur fáni á stöng með sönglagsnótu á. Þetta-fólk álít ég hafa einhverja meiri menntun en almennt gerist, ' eða á leið til meiriháttar mennt- unar, en ekki var hægt að heyra það á framkomu þess, að svo hafi verið. ÉG, ÁSAMT FLEIRI DRENGJ- UM, var að ganga úr kirkju að messugerð lokinni, og gengum við framhjá bílnum þeirra, og sat fólk ið í þeim. Um leið og við gengum framhjá þustu nokkrar ungar stúlkur, sem aftast sátu í öðrum bílnum, út að rúðu þeirri, er við hlið þeirra var, og opnuðu hana og kölluðu eins og hálf-trylltar manneskjur: ,,Að sjá þessa sveita- menn, en sú sveitalykt af þeim.“ Við horfðum fyrst í stað á þetta prúða kaupstaðarfólk, hálf hissa, af því að við Eybekkingar erum ekki vanir að fá svona gesti, en til þess að láta þær sjá, að við værum ekkert feimnír við þær, þá svöruðum við þeim, þó hitt hafi verið öllu mannlegra, að virða þær ekki viðlits, hvað þá heldur svars. MÉR FINNST þetta framferði sæma illa kaupstaðarfólki, sem umgengst fjölda fólk daglega bæði sem það þekkir og einnig það, sem það hefur ef til vill aldrei séð áður, og það ætti að kunna allar algengustu kurteisis- oig siðprýðisreglur, en ekki var það að sjá á þessum stúlkum, þó að ég telji mig fullvissan um, að þær ihafi lært slíkt og það því frem ur, sem þær eru útskrifaðar úr barnaskóla og farnar að ganga á æðri skóla. Þó þessar stúlkur hafi segðf þetta í meiningar’leysi, sem ég held, var engin áistæða fyrir þær að tala svona, því að oft má fara of langt með gamanyrði, svo að nái út fyrir álla siðsemi, og hafa þær getað byrjað gamanyrði sín á annan hátt, ef þær meta siðferði sitt nokkurs. •ÞETTA SÝNIR dálítið yfirlæti, sem þó ætti ekk'i að vera hjá Reykvíkingum, þar sem þeir þurfa mjög að vera upp á sveitafólkið komnii". Það er augljóst í miklum snjóa-vetrum, þegar bílvegir verða ófærir af snjóþyngslum og afurðir sveitafólksins komast ekki til Reykjavfkur, og bar síðasti vetur vitni um það, hvernig Reykviking ar báru sig í mjólkurleysinu. Eins fer illa hjá Reykvíkingum að tala svona, þar sem þeir nota hverjá frístund til að fara1 upp í sveit úr ryki bæjarins og anda að. sér sveitailmnum. „ÉG TEL framkomu eins og' þá sem ég hef hér lýst, lítinn sóma fyrir skólastjóra og skólakennara að hafa svona fólk í skólum sín- um, eða að ferðast með það út um þorp og sveitir og sýna, eða láta nokkurt almehnilegt fólk heyra til þessara villinga. Þessi framkoma þætti ekki prýða stfeitafólk, sem væri á ferðalagi í Reykjavik, sem ekki væri heldur neitt undarlegt. Þetta er ekki eina dæmið um ó- kurteisa framkomu Reykvíkinga, sem ferðast út um sveitirnar sér til skemmtunar og liressingar og gæti það skemmt sér • vel á þeim ferðalögum sínum, þó ekki sé þessi ókurteisi í fari þeirra.'Sem betur fer er ekki allt fólk úr Reykjavík, sem hagar sér svona, og þori ég að fullyrða það, að það fólk skemmtir sér ekki síður en hitt, sem ekki getur komið fram sem heiðarlegt og glaðlegt fólk.“ KJARTAN SKRIFAR MÉR: „Á leið minni niður Laugaveginn á fimmtudagsmorguninn, veitti ég athygli stórum livítum spjöldum, sem stóðu á götunni aftan og fram an við bifreið (R-2124), þar sem hún stóð við gangstéttina. Á þau var letrað stórum stöfum: Bannað að stanza hér“. En vegna lágfær- ingar^á hinni gangstéttinni rýrnar umferðabreidd götunnar, og því er bannið sett. Þetta litla dæmi sýn- ir ljóslega skeytingarleysi öku- manna fyrir settum reglum. Vel- flestir brjóta þeir með bann í bak og fyrir. ALÞEKKT er að þeir .gera gang stéttirnar að bílastæðum, og at- hafnasviði sínu. Innarilega á Lauga Frh. á 6. sáöu Hinn nfi REIN sú, sem hér birt- ist um hinn nýja Banda ríkjaforseta, Harry S. Tru- man, er eftir Denys Smith og birtisí í ,,DaiIy Tele- graph.“ Segir höfundurinn hér í aðalatriðum frá ævi og starfi forsefans o»' gefur fáorða en glögga lýsingu á persónu hans. HARRY S. TRUMAN, sem er 32. maður i fbrsetasæti í Bandaríkjum Norður-Ame- ríku,' var, um það leyti sem hann komst til valda, mjög lít- ið þekktur maður, jafnvel með- al Bandaríkjamanna. Startf hans hafði fram að þeim tíma verið of ópersónulegt og venju- legt, pólitískt séð, 'til þess að 'þjóðin gæti skapað sér sérstaka skoðun á honum eða veilt því nána athygli. Sex sinnum áður í sögu Bandarikjanna hefur það kom- ið fyrir, að atvikin hafa hagað því þannig til, að varaforsetinn, ! sem ekki hefur að jafnaði gert j sér miklar vonir um að verða ’ forseti, varð skyndilega kvadd- ur til þess starfs, sem veitir viðkomandi persónu meira vald heldur en jafnvel forsætisráð- herra nokkurrar annarrar þjóð ar hefur. Þessir menn voru: • John Tyler, Miiilard FiHmpre, Andrew Johnson, Chester Arth- ur, Theodore Roosevelt o'g Cal- vin Coolidge. Allir þessir menn leystu forsetastarfið prýðisvel af hendi, — og einn þeirra, Theodore Roosevelt mun verða talinn einn af sex helztu og beztu forsetum, sem Bandarík- in hafa átt. Enginn 'þeirra, nema ef til vill Andrew Johnson, sem tók við af Lincoln, höfðu eins erfiðu og mikilvægu hlutverki að gegna og Harry Truman. En þeir sem þekkja hann bezt og hafá um- gengizt hann ,og starfað mest með honum, tölja hann líka hafa þá þrjá höfuðkosti, sem muni gera honum kleift að leysa vandann af höndum svo heill og velferð hljótist af. * Höfuðkostur hans er ef til vill hin viðkunnanlega hæ- verska hans og skiiningur á eig- in takmörkum. Hann er jafnan fús til að viðurkenna, að lil eru þeir, sem betur hafa vit á ýms- ium hlutum en hann 'sjálfur. — Annar kosturinn er ekki stður mikilvægur. Hann ef félags- lyndur,—sáttfús og samvinnu- liptfr. Á þann hæfileika mun mikið reyna nú og á komandi tímum, þegar hin alvariegu samningsatriði koma til um- ræðu þjóðanna millum eftii* stríðið. ' Sem formanni stríðsmálefna- nefndar öldungadeildarimiar tókst honum að sameina svo vel sjónarmið og stefnur repuhlik- ana og demókrata, að samstarf- ið bar hinn vænlegasta árang- ur og nefndin sendi. jafnan frá sér sammáila álit og niðurstöð- ur. Auk þessa er það mjög sterkt atriði, að það varð samkomu- lag um það á þingi demókrata- flokksins í Chicago sl. sumar, að ti'lnefna hann sem varafor- setaefni. Þriðji. höfuðkostur Trumans er sá, hvað hann er í eðli sínu viðkunnanlegur, alþýðlegur og vingjarnlégur í allri framkomu, Þetta er honum ekki einungis til Þjóðhátíðarmerki úr sjlfri,*'nýkomin. Fást í Pósthúsinu í Reykjavík og verða einnig seld á götunum næstu daga. ‘ , i Kaupið hátíðarmerkið fyrir 17. júní Harry Truman - Harry Truman. Þessi mynd af nýja Bandaríkjaforsetanum var tekin á leið til „Hviílta 'hiússins," forsetastaðarúnís í Wasihingiton. nétt’^eifiLr. að lát Roosevelts spurðist. gagns í stjórnmálalífinu, heldur vekur það athygli hvers eins sem sér hann og á eitthvað saman vi.ð hann að sælda. * Tæplega er hægt að hugsa sér meiri mun en er á uppruna og bei'nskukjörum þeirra Tru- mans og Roosevelts. Roose- vélt var kominn af velmegandi fjölskyldu; forfeður hans og ættingjar höfðu menntazt í Ha.r ward og Groton, sem á amer- íska vísu jafngildir Eton og Ox- ford í Englandi. Truman er 'bóndasonur frá Missourifylki og hlaut fræðslu í lýðháskóla og stundaði síðar laganám í kvöld- skóla. Áður en Roosevelt fór að láta til -sín taka í stjórnmálum, vann hann skamman tíma á lögfræði skrifstofu í New York. Truracin vann. í skrifstofu hjá lyfsala, var við skriftir hjá dagblaði einu, — síðar aðstoðarskrifari í banka, bóndi og kaupmaðu: í síðustu heimsstyrjöld var' Rossevelt,, sem þá var 'búinn að vera í öldungadeildinni, orð- inn varaflotamálaráðherra. Tru- man gegndi þá heiþjónusfu og var í stórskotaliðsfylki; varð síðar kapteinn. Efíir stríðið var Roosevelt varaforsetaefni og landstjóri New Yorkfylkis. Eftir að fata- verztun Trumans misheppnaðist árið 1921, snéri hann sér að stjórnmálum og var útnéfnd- ur í fylkisstjórn Missourifylkis. Svo komst Roosevelt í forseta stól árið 1932; þá var Truman enn í fyikisstjórn Missouri- fylkis; hafði ákveðið að bjóða sig fram til fulltrúadeildarimi- ar við næstu kosningar. Þá var hann nærri fimmtugu; og satt að segja fannst honum það ekki amaleg tithugsun að geta ef til vitl verið þingmað- ur það sem eftir væri ævinnar. En stjórnmálateiðtogi.nn í IVIis- sourifylki, Tom Prendergast, hafði hugsað sér að stinga upp á vini s|um Jasper Bell í sætí. í þingfulltrúadeildinni og 'blés Truman í brjóst að bjóða -sig fram ti.l öldungadeiildarinnar. Bell er enn í íulitrúadeildinni. Truman ■ komst í cldunga- deildina og vai'ð þekktur sem fioi rnaður sl ríðsmálef nanefnd- arinnar. Hann fór til Chieago, ákveðinn í að styð.ja James Byrr.es sem varaforsetaefni demókra laflokksins; en sjálfur var hann svo orðinn varaforseti áður en hann áttaði sig. Truman hefur yndi af að segja frá því, hvernig hann s-tóðst með naumindum giald- þrot, þegar verzlun hans fór á hausinn, — og hveimig honum tókst með samkomúlagi að fá að borga upp alla-r skuldir sín- ar, 5,000 sterlingspund, smátt og smátt á mörgum árum. — 14 árum. Hann var fyrr kominn.' í öldungadeildina en hann hafði losað sig til' fulls við , skuldina. Truman hefur íýmsu tekið sér fyrirrennara sinn til fyrir- myndar í stafi sínu; og fyrsta opinbera tilkynningin hans, sem forseta, var sú, að hann myndi reyna að starfa í sem líkustum anda og hann hyggði Roosevelt hafa gert' Fram að þessu hefur Truman . lítið rætt um utanriki'smátapóli- tik. „Amerikumenn g-eta ekki Iengur setið sjálfsánægjulegir bak við einhvers konar Maginot - línu,“ mælti hann í febrúar s.l. 1 Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.