Alþýðublaðið - 14.06.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.06.1945, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. júní 1945. ALPYOUBLAPiC íi 'M M iffl Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 20.20 Útvarpahljómsveitin (OÞórar- inn Guðmundsson stjórnar). 20.50 Frá útlöndum ■ (Jón Magnús son). , 21.10 HljómFflötur: Frægir cello- leikarar. 21.25 Upplestur: „Kolfinna á Brún um“, smásaga eftir Huldu (Höfundurinn les). 21.45 Hljómplötur: Samkór Rvík- ur syngur (Jóhann Tryggva- son stjórnar). 22.00 Fréttir. ■' Norrænafélagið heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 9 í Oddfellowhúsinu, uppi. Afmæli Bretakonungs er í dag. í tilefni af afmæli Georges VI. Bretakonungs taka sendi'herra Breta og frú Shepherd á móti heim sóknum að Höfða fimmtudaginn 14. júní kl. 5—7. Tjarnarbíó sýnir í dag söngva- og músik- mynd „Söngur vegfarandans“. Aðalhlutverkið í myndinni, leikur ný söngstjarna, 14 ára gömul, Jaríe Powell að nafni, sem kemur hér fram í fyrsta skipti, en er spáð mikilli fnamtíð. Auk þess eru margir aðrir ágætir listamenn, Edgar Bergen búktalari, Sammy Kaye og hljómsveit o. £1. Skipafréttir Viðey kom af veiðum í gær, og 'hafði hér stutta viðdvöl, en lagði síðan af stað til Englands. — Bjarnarey kom úr strandferð. Forseti kom úr Englaindsferð í gær kl. 3 og Gyllir kom af veiðum. —Svanholm, danskt skip kom ofan af Akranesi í gærdag. Lúðrasveitin „Svanur“ leikur á Austurvelili í kvöld kl. 9 ,ef veður leyfir. Stjórnandi Karl Ó. Runólfsson. Ungbarnavernd Líknar, er, opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 3,15—4 e. h. — GLÍMUFÉLAGIÐ ÁRMANN Þeir Ármenningar, er æft hafa leikfimi í 2 flokk karla í vetur, eru beðnir að mæta kl. 10 í kvöld í íþróttahúsinu við Lindargötu. Þeir sem ekki geta. mætt á þéssum tíma, hafi sam- band við skrifstofuna milli kl. 8—9. Þjálfari. ÁRMENNINGAR! Allt íþróttafólk Ármanns er beðið að mæta á gönguæfingu í kvöld bl. 10 í íþróttahúsinu, vegna 17. júní hátíðahaldanna. Mætið vel. Stjórn Ármanns. Frh. af 2. síðu. Við gisturn að Hólum. Þeim sem komu fyrstir á fætur um morguninn kl. að ganga 7, brá í brún, því að jörðin var alhvít. Þetta hefur verið nokkuð hart vor. Við bróttför okkar frá Hól- um þökkuðum við ágætar við tökur og hylltum sfaðinn með húrrahrópum. — Síðan ókum við yfir Vatnsskarð í Húna- vatnssýslu. Þegar við ókum um Langadal voru fánar að húnum á bændnbýlunum. Okkur hlýn- aði um hjartaræturnar, er við sáum hvernig stéttabræður okk ar í Húnaþingi fögnuðú komu okkar. Við áðum í Vatnsdals- hólum og snæddum úr mal okk ar, en úr Vatnsdalshólum ók- um við rakleitt að Hvanneyri — í heimleiðinni ,munum við sitja boð Búnaðarsambands Húnvetninga að Blönduósi. Að Hvanneyri tók skólastjór inn Guðlnundur Jónsson á móti okkur. Þar mættu okkur og þeir Steingrímur Steinþórsson bún- aðarmálastjóri og Ragnar Ás- geirsson ráðunautur og buðu okkur velkomna til Suðurlands. Við skoðuðum þetta ágæta skólasetur og kynntum okkur framkvæmdir þar. Einna merk ast þótti okkur fjósið, en í því eru 60 kýr mjólkandi, auk ann arra nautgripa. Þarna gistum við, en við brottförina um morguninn þakkaði fararstjór- inn hinar höfðinglegu móttök- ur og staðurinn var kvaddur með húrrahrópum. Við fórum nú fyrir Hvalfjörð áleiðis til Reykjavikur. Við ákváðum að á í Hvalfjarðarbotni til þess að njóta fegurðar þeirrar fögru sveitar og fá okkur bita. En veður var þungbúið svo að okkur leizt ekki vel á útlitið. En er við komum í Hvalfjarð- arbotn greiddi guð frá sólinni og lét hana skína yfir fjörðinn svo að við gæturn dáðst að þessu sköpunarverki hans. Og við yfirgáfum Hvalf jörð glöð og ánægð. Við héldum nú að Álafossi, en þar tók stjórn Búnaðarsam bands Kjalarnesþjngs á móti okkur og íeiddi okkur til veizlu. Þarna hafði verið reist mikil tjaldbúð og munu hafa setið veizluna yfir 200 manns. Þarna voru fluttar um 20 ræður. Sig urjón Pétursson hyllti sérstak- lega Sigurð á Arnarvatni sem siráld og vin sinn og færði hon- um að gjöf værðarvoð. Einnig færði hann elztu konunni í för- inni, Sigríði Stefánsdóttur hús freyju að Hveravöllum slíkan kjörgrip. Hingað til Reykjavíkur kom um við kl. 6.30 á þriðjudags- kvöld. Við námum staðar við hús Búnaðarfélagsins, en þar íóku á móti okkur vinir og kunningjar, undir forystu Bene dikts Bjarklind, íormanns Þing eyingafélagsins. Njótum. við hjálpar og gestrisni félaga þess •meðan við dveljum hér. — í dag, miðvikudag verðum við um kyrrt hér, skoðum söfn og merka staði, kl. 3 sækjum við t. d. safn Einars Jónssonar. Þá sitjum við í kvöld boð Búnað arfélags íslands í Tjarnarcafé, en á.fimmtudag förum við til Þingvalla. Verður dvalið þar ÍlJffí-,........... fyrri hiluta dagsins og ætlar Benedikt. Sveinsson bókavörð- ur að fvlgja okkur um þann heiga stað og sýna okkur kl. 12-—2 dveljum við að aflstöð- inni við Ljósafoss í boði bæj- arstjórnar Reýkjavíkur og sitj- um veizju hjá henni. Þá förum við og að Gaysi og að Laugar- vatni, en bar- verður gist. Á fostudag förum við að Selfossi í boði Kaupfélags Árnesinga, en þaðan förurn við að Sáms- stöðum í Fljótshlíð cg síðan á- fram að Seljalandsfossi og Skóg arfossi og austur í Vík í Mýrdal. Þar gistum við. Á laugardag sitj um við boð Búnarðafélags Hvammshrepps. Þá förum við aftur áleiðis hingað um Drangs hlíð, Dimon, að Stóra-Hofi og Gunnarsholti og að Hellum. Þar sitjum við boð Búnaðarsam bands Suðurlands. Um kvöldið staðnæmumst við á Kambabrún en þaðan mun verá fagurt út- sýiii. 17. júní verðum við hér í bænuiu og njótum hátíðahald- anna. Á mánudag leggjum við af stað snémma og höldum til Reykholts í boði Búnaðarsam- bands Borgfirðinga — og svo til Blönduóss. Áætlað er að koma heim á þriðjudagskvöld. Til þessa hefur þetta verið dásamleg för. Allir hafa tekið okkur af stakri vinsemd og al- úð. Við munum aldrei gleyma þessum dögum. Við bændur er- um ekki vanir að rífa okkur frá verkunum og blettunum okkar. Við njótum iíka svona daga, — en þrátt fyrir allt: heima er alltaf bezt. Okkur Þingeying- um þykir öllum vænt um sveit irnar okkar og syngjum líka oft Ijóð Sigurðar okkar á Arn arvatni „Blessuð sértu sveitin mín!“ il sölu. Nokkrar nýlega uppgerðar síldarnætur eru til sölu nú þegar. ALLIANCE H. F. Sænska flugið Framhald áf 2. síðu. stjórnarvaldanna og hefði það i för með sér, að aðeins þeir, sem fengju leyfi stjórnarvald- anna gætu fengið að fljúga. Hann sagði, að nú væri aðeins um tvö flug að ræða í Evrópu, sem ekki væru á vegum opin- berra stjórnarvalda, þ. e. frá Stokkhólmi til Englands og frá Englandi til Stokkhólms. Kvað hann að ekki væri hægt að vænta þess að á þessu yrði nein breyting ’í Evrópu á þessu ári. Myndi. þetta því seinka mjög öllum framkvæmdum einstakra flugfélaga á þessu sviði. Jonsberg kapteinn sa'gði, að farnar yrðu 5 tilraunaferðir áður en reglulegt flug byrjaði og yrði ein á viku. Myndi reglu legt flug því ekki hefjast fyrr en i ágústmánuði Hann sagði. og, að þó að takmarkanir yrðu á farþegaflutningi, myndi póst ur verða fluttur í állstórum stiil og ennfremur ýmiskonar vör- ur. Sagði hann, að gert værí ráð fyrir að í hverri ferð yrði flutt um 400 kg. af pósti, en þó er gert ráð fyrir, að það sé bæði póstur til íslands og Bandaríkjanna. Þá s'kýrði Jons berg kapteinn frá því, að flug vél þeirra væri svokaílað flug- virki, sem Svíar hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og breytt siðan í farþegaflugvél. Er hægt að flytja í slikum vélum 14 farþega á leiðinni milli SVíþjóð ar og Englands, en leiðina Sví- þjóð og Bandaríkin myndi ekki vera hægt að taka nema 6 far þega. — Hingað . komu þeir félagar með um 25 kg. af pósti. Lindberg kapteinn skýrði tíð indamanni Alþýðublaðsins svo frá, að hann myndi. dvelja hér i viku eða svo og athuga Keflavíkurflugvöllinn hér, skil yrði. öll og aðbúnað. 7 Innilegar þakkir vottum við öllum, sem sýndú saroúð og vinarhug við fráfall og jarðarför Ingifieifar Þórðardótturr fulitrúa Sérstakár þa'kkir flytjum við Tryggva Árnasjmi og fjöl- skyldu hans. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Kristjánsdóttir Jóel S. Þorleifsson. Samkeppni um skáidsögu Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur á- kveðið að efna til samkeppni um skáldsögu. Bókaútgáf- an mun greiða tíu þúsund krónur í verðlaun fyrir beztu skáldsöguna, sem henni berst og áskilur sér rétt til útgáfu á henni gegn ritlaunum auk verðláunanna. Stærð bókarinnar sé um 10-—12 arkir, miðað við, Skírn- isbrot. Réttur er áskilin til að skipta verðlaununum milli tveggja bó'ka, ef engin þykir hæf til fyrstu verðlauna, eða láta verðlaunin niður falla, ef enginn þykir verðlaunahæf. Handritum sé skilað í skrifstofu bó.kaútgáfunnar fyrir árs- lok 1946 og séu þau vélrituð og merkt með einkenni höf- , undarins, en nafn hans og heimilisfang fylgi í lokuðu um- slagi, merktu með sama einkenni. Hlufhafafundur veróur haldin í Skipanaust h. f. Reykjavík, í dag fimmtudaginn 14. júní 1945 kl. 17.30 i Oddfell- owhöllinni, uppi. Stjórnin. Vinnaviðjarðboranir Menn vantar nú þegar- til að ymna við jarð- boranir í nágrepni Reykjavíkur og úti á landi. , Allar frekari upplýsingar hjá forstjóra Rafmagnseftirlits ríkisins. Bifvélavirkjar Bifvélavirki óskast nú þegar til að veita bifreiða- verkstæði bæjarins forstöðu. Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir kl. 12, mið- vikudaginn 20. þ. m. Bæjarverkfræðingur Húsmæðraskóli í Hafn arfirði Frh. af 2. síðu. þá á bazarinn, svo hann geti orðið félaginu til sóma. For- xnaður bazaraefndarinnar er frú Svava E. Matthíassen. Eim fremur ætlar félagið að halda skemmtifund í haust. Félagskonur eru nú 52. Hag ur félagsins er góður og má þakka það velunnurum þess, sem gefið hafa þvi stórgjafír svo og ósérplægni félagskvenn anna sjálfira. Félagið á nú i sjóði samtals 717.80 krónur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.