Alþýðublaðið - 19.06.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.06.1945, Blaðsíða 2
s ALPYÐifBLAPit* Þriðjudagur 19. júni 1945 Virðulea hátiðahöld hér í bæn- Við sfyftu Jóns Sigurðssonar. Mýndin var tekin; þegar Svemn Björnsson, forseti íslands lagði blómsveiginn á fótstall myndastyttu Jóns Sigurðssonar. Frá menntaskólauppsögninni: „Skólinn þarí aukið og bæft húsnæði hið bráðasta" - segir Pálml Hannesson reklor. Hafózt handa um pndirbúning hyggingar- málsins í sumar. ■Mr' • y 25 ára stúdentar f æra skóianum veglega gjöf ITIÐ UPPSÖGN mennta- Y skólans í fyrradag hélt Pálmi Hannesson rektor mjög ýtarlega ræðu. Ræddi hann meðal annars í sambandi við starfsemi skólans um nauðsyn þess, að húsakostur skólans verði aukinn og bættur og það sem fyrst. Gat rektor þess að ann- að haust ætti skólinn aldar afmæli og væri það mikið minningarár í sögu hans. Af hálfu skólans kvað rektor fyr- irhugað að gefa út minningar-. rit um stofnun og starf hans á liðinni öld. En þótt það væri af flestum viðurkennt, að sögu skólans bæri að geta á aldarafmæli hans, þá muni hitt taldð öllu nauðsynlegra, að litið sé á vandamál hans nú og í næstu framtíð. — Spurning- in verður þá þessi, sagði rekt- or: Hvað mun þjóðinni, ’þingi og ríkisstjórn þykja hlýða að gefa skólanum í afmælisgjöf á þessum aldahvörfum? — Ekki þarf lengi að velkjast í vafa um það, sem skólinn þarfnast nú um fram allt annað. Það er aukinn og bættur húsákostur. Rektor gat bess ennfremur, að þegar skólinn hefði verið bvggður, hafi hann verið hið bezta, vandaðasta og virðuleg- asta hús, sem nolckru sinni hefði verið reist á landinu, og hefði í þvi tilliti þolað saman- burð vi,ð það, sem annars stað- ax tíðkaðist í Evrópu. En að- sóknin hefur alltaf farið vax- andi. Frá Bessastöðum fluttust í skólann 33 nemendur, en s.l. vetur voru 325 nemendur við skólann. Taldi rektor að þessi xniklu þrengsli torvelduðu mjög skólahaldið. Loks drap hann á það, að sér væri kunn- ugt um, að nú í sumar verði hafizt handa um undirbúning byggingarmálsixís fyrir skól- ann, og hefur nefnd verið skip uð til að annast það. Næst kemnr svo til kasta alþingis á hausti komanda um fjárfram- iögin. Rektor kvaðst bera fullt traust til þingsins um þetta, enda teldi hann því nokkuð vangert við skólann. Fyrir því kvaðst hann vænta þess, að næsta ár, þegar skólanum verði sagt upp í 100. sinn megi leggja hornstéin að nýju skólahúSi. 25 ÁRA STÚDENTAR FÆRA MENNTASKÓLANUM 10 ÞÚS. KRÓNA GJÖF. Þegár rektor hafði lokið máli sínu kvaddi Tómas Jónsson borg arritari sér hljóðs og flutti ræðu af hálfu 25 ára stúdenta, sem þarna voru margir við- staddir. Færði hann rektor 10 þúsund krónur að gjöf til skól- ans frá þeim félögum, er verja á til að skreyta, eða búa hús- gögnum, eina kennslustofu í hinu nýja skólahúsi, sem vænt anlega rís í nánustu framtíð. Á eftir þakkaði rektor ræðu- manni og þeim félögum hina rausnarlegu gjöf. 25 ára stúdentarnir, sem mættir voru við skólauppsögn ina voru þessir: Arnfinnur J’ónsson kennari, Björn Gunn- ^augsson læknir, Garðar Þor- steinsson alþingismaður, Hall- dór Halldórsson bankastjóri, Hermann Jónasson alþingis- maður, Jón Hallvarðsson full- trúi, Pétur Jónsson læknir, Sveinbjörn Sigurjónsson mag- ister, Sveinn Gunnarsson læknir, Stefán Pétursson rit- stjóri, Thyra Loftsson tann- læknlir, Tómas Jónsson borg- arritari og Þórður Eyjólfsson hæstaréttarforseti. Fjarver- andi voru: Björn Kristjánsson kaupmaður, Dr. Kristinn Guð- 'frh. á 7. sxðu. umlT.júní Útisamkomurnar loru vel fram. Glæsileg afrek á íþrétíatnólinu. IT ÁTÍÐAHÖLDIN hér í fyrradag fóru mjög vel frarn og var yfir þeim hinn, mesti glæsibragur. Frá því snemma urn morguninn blöktu fánar við hún nálega á hverju húsi í bænum og surnar göt- urnar voru fánum prýddar svo og svæði þau, þar sem aðal- hátíðahöld dagsins fóru fram. VIÐ AUSTURVÖLL. Hátíðin hófst með guðsþjón- ustu í dómkirkjunni’ kl. 1.30, en að hénni lokinni lagði Sveinn Björnsson forseti blóm- sveig við styttu Jóns Sigurðs- sonar á Austurvelli, en skátar stóðu heiðursvörð við líknesk- ið á’meðan. Lúðrasveit Reykja víkur lék fyrir og eftir athöfn- ina. Þessu næst fluttu þeir Ólaf- ur Thors íorsætisráðherra og Biarni Benediktsson borgar- stjóri ræður af svölum alþing- ishússins, og var öllum þessum liðum hátíðahaldanna útvarp- að. Er ræðunum var lokið, gengu skátar og íþróttarxienn undir fánum af stað til Íþróttavall- arins og mikill mannfjöldi íylgdi á eftir suður á völlinn, en þar hófst 17. júní mótið kl. 3.15. Setti forseti Í.S.Í., Ben. G. Waage, mótið með stuttu á- varpi. Því næst hófust fim- leikasýningar. Fyrst sýndi úr- valsflokkur kvenna úr Ár- ■ manni, undir stjórn Jóns Þor- steinssonar, en á eftir úrvals- flokkur þarla úr KR, undir stjórn Vignis Andréssonar. Forseti íslands var við- rtaddur setningu mótsins og. fimleikasýningarnar. Klukkan 4.15 hófst svo frjálsíþróttamótið. Keppt var í átta íþróttagreinum og fara hér á eftir úrslit í þeim: 100 m. hlaup: Fyrstur varð Finnbjörn Þor- valdsson Í.R. á 11,3 sek. 2. Sævar Magnússon, F.H. á 11,6 sek. og 3. Guttormur Þormar, U.Í.A. á 11,7 sek. Kúluvarp: Lengst kastaði Gunnar Huseby,.KR, 15,57 metra og er það nýtt íslandsmet, fyrra metið átti hann sjáltfur, 15,50 m., sett í fyrrasumar. Jóel Sigurðsson, ÍR. kastaði ' 13,23 metra og Bragi Friðriksson KR, 13,18 metra. 800 metra hlaup: Fyrstur varð Kjartan Jó- hannsson, ÍR, á 2:00,2 miín., og er það bezti tími, sem náðst hefur hér á landi á þessari veg- f arlengd og sami tími og Ís- landsmetið er, en það er sett af Ólafi Guðmundssyni 1939 úti í Svíþjóð. Annar varð Brynjólfur Ingólfsson KR. á 2:1,2 mím og 3. Sigurgeir Ár- sælsson, Á. á 2:1,6 mín. Frh. á 7. síðu. 61 siúdent útskrifað- ist úr mennlaskól- anum Hæsiu einkunn hlaut Magnús Magnússon 9.43. ENNTASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í fyrradag, 17. júní. Undir stúd- entspróf gengu 68 nemendur, 39 í máladeild, en 29 í stærð- fræðideild. Úr máladeild út- skrifuðust 34, en úr stærð- fræðideild 27. Hafa því 61 nemandi lokið stúdentsprófi frá skólanum að þessu sinni. Hæstu einkunn í stærðfræði- deild og jafnframt hæstu eink- unn, sem tekin hefur verið í skólanum eftir núverandi éinkunnastiga, tók Magnús Magnússon. Hlaut hann 9.43. Hæstu einkunn í máladeild hlaut Álfheiður Kjartansdótt- ir úr Hafnarfirði, 8.64. Þrjár næsthæstu einkunnir í mála- deild hlutu þrjár stúlkur, Þorbjörg Kristjánsdóttir, Jón- björg Gísladóttir og Ida Bjöms son. Hér fara á eftir nöfn þeirra siúdenta, sem útski’ifuðust að þessu sinni: MÁLADEILD: Álfheiður Kjartansdóttir, Berg steinn Jónsson, Bjarni Jensson, Björg Ásgeirsdóttir, Björn Lár- usson, Brandur Þorsteinsson, Bryndís Jónsdóttir, Einar Helga son, Einar Pálsson, Eii'ík Ey- lands, Guðjón Steingrímsson, Framhald á 7. síðu. 7 siúdenlar úfskrifast frá Verzlunarskél- anum. XT ERZLUNARSKÓLANUM í * Reykjavík var slitið í fyrradag og útskrifuðust það- an sjö stúdentar, og er það í fyrsta sinn, sem stúdentar út- skrifast héðan frá Verzlunar- skólanum. Rúmlega 50 manns luku verzlunarprófi. Stúdentarnir, sem útskrifuð- ust eru þessir, allir með fyrstu einkunn: Árni J Fannberg, hlaut hæstu- einkunnina, 7,31, Gísli Guðlaugsson, Helgi Hjart arson, Jón Ö. Hjörleifsson, Karl Bergmann, Óskair Kristj ánsson og Valgarð Briem. Þess skal getið, að einkanir verzlunarskólastúdentanna eru gefnar eftir „Erstéb-kerfinu“, því sama og við Menntaskóla Akureyrar,. en þar er hæsta einkunn, sem mögulegt er að ná 8. Hæstu einkun í 5. bekk, lær dómsdeildar hlaut Magnús Á. Guðmundsson, og var bæði hon um og Árna J. Fannlberg veitt verðlaun við skólaslitin. AHs stunduðu 350 manns riám við verzlunarskólann í vet ur Við skólauppsögn i na í fyrra dag flutti Vilhjálmur Þ. Gisla- son skólastjóri ræðu, og marg- ar fleiri ræður voru fluttar í tilefni þess, að þetta er í fyrsta sinn sem slúdentar útskrifast frá verzlunarskólanum. Talsamband opnað á ný til Danmerkur í gær T GÆR hófst að nýju tal- samband milli íslands og Danmerkur og verður það op- ið alla virka daga, þegar skil- yrði leyfa. Tekið verður á móti símtala- öntunum á virkum dögum í íma 6443 og 6462 frá kl. 9 til 2 og 13 til 16. Einnig geta síma xotendur útfyilt eyðublöð fyr- ir símtalapantanir. Fást slík eyðublöð hjá, talsímaafgreiðsl- .nni í afgreiðslusal landssíma- töðvarinnar í Reykjavik. Símtölin mega aðeins fjalla um einkamál, þó eru einnig leyfð samtöl í því skýni að gefa gagnkvæmar upplýsingar um atvinnu- og viðskiptamál. Kaup >g sala á vörum og gjaldeyri }r ekki leyfileg í samtölunum. Símtölin mega aðeins fara fram á íslenzku, dönsku, norsku, sænsku, ensku og frönsku. Allar nánari upplýsingar við vikjandi talsaxnbandinu ern látnar í té i fyrrnefndum sím- um, eða hjá eftirlitsmanni tal- símaafgreiðslunnar, sem hægt er að fá saxdband við í nr. 1000. Fjðlbreylt háiíSahöld í Hafnarfirði 17, júní. T HAFNARFIRÐI var 17. júní níinnzt með útisam- komu á Sýslumannstúninu. Fór samkoman hið bezta fram. Kl. 2 hófst samkoman með því að lúðrasveitin Svanur, stjómandi Karl O. Runólfsson, lék ætt- jarðarlög. Þá gengu skátar og íþróttafólk fylktu liði iun á skemmtisvæðið i/ndir fánum, og 'staðnæmdist frammi fyrir mannfjöldanum og heilsaði . með fáiiakveðju, en lúðrasveit in lék lagið við: Rís þú unga íslands merki. Mun varla hafa sézl eins margt fólk saman komið og þarna var við hátíðina. Þá flutti bæjarstjórinn, Ei- ríkur Pálsson, snjallt ávai’p. Minntist hann dagáins og þakkaði þátttakendum í há- tíðahöldunuxn. Síðan flutti prófessor Ólafur Lárusson af- burða gott erindi fyrir minni íslands og Jóns Sigurðssonar, og mun erindi það birtast hér í blaðinu bi’áðlega. Á eftir lék lúðrasveitin þjóðsönginn og isíðan Hafnarfjöxður, eftir í'riðrik Bjarnason. Þessu xiæst söng karlakórinn Þrestir, undir ítjórn Jóns ísleifssonar, nokkra ættjarðarsöngva og önnur lög. Framhald'á 7. síðu. Happdrætti VR 21152 "f^REGIÐ var í happ- -®-^tti Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur í gær- morgun og upp ltom nr. 21152. Vinningur er eins og kunnugt er, ferð umhverfis jörðina fyrir tvo. í gær- kveldi var eigandinn ekki búinn að gefa sig fram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.