Alþýðublaðið - 21.06.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.06.1945, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Finxmtudagur 21. júnl 1945 títgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pétursson. Símar: Ritstjórn: 4901 og 4902 Afgreiffsla: 4900 og 4906 Affsetur í Alþýffuhúsinu við Hverf- isgötu. Verff í Iausasölu: 40 aurar Alþýffuprentsmiffjan. Baráftuaðferðir kommúnisfa < FKÉTTIRNAR frá Kaupfé- lagi Siglfirðinga vekja að vonum mikla athygli. Viðburð- irnir, sem þar hafa gerzt að undanförnu, eru svo einstætít sýnishorn af hugsunarhætti og vinnuibrögðum kommúnista, að (það er vissulega vel farið, að þeir skuli gerðir alþjóð kunn- ir. Af þeim geta samvinnufélög og verkalýðsfélög landsins og þjóðin öll dregið mikla og nauð synlega lærdóma. íslenzk samvinnuhreýfing hefur sem betur fer ekki haft af að segja ofbeldi og lögleys- um fyrr en nú, að kommúnist- arnir, sem stjórnað hafa Kaup félagi. Siglfirðinga, gripa til þeirra ráða að beita þeim bar- áttuaðferðum eftir að hafa beð ið algeran ósigur i kosningum fulltrúa til aðalfundar félags- ins. Fundarstjórn Ottós Jörgen sens, sem verið hefur formaður kaupfélagsstjórnarinnar, á að- alfundi félagsins, gerræði hans og ofbeldi í garð löglega kosins meijriMúta fulltrúanna, er fundinn sátu, mun lengi í rninnum höfð. Og brottrekistrar kommúnista á sjötíu félags- mönnum og aðalfundarfulltrú- um, sem ekki vildu una ó- stjórn þeirra og ofríki, er svo einstakt hneyksli, að það mun aldrei gleymast ísienzkum sam vinnumönnum. Sama er að segjá um brottrekstur Sigurðar Tómassonar kaupfélagsstjóra. Athæfi kommúnistanna í Kaup félagi Siglfirðinga er öll með þvílíkum endemum, að slíks munu engin dæmi í sögu frjáls félagsskapar nobkurra þeirra þjóða, sem ekki hafa haft af öfgafyllstu og hvatvísustu bar- áttuaðferðum kommúnista að segja. * Fréttirnar frá Kaupfélagi Siglfirðinga færa mönnum Ixeim sanninn um það, hvers má vænta af hálfu kommúnista, þegar þeir komast í minnihluta í þeim félögum, sem orðið hafa fyr.ir því hryllilega ól)án|i að fela þeim völd og trúnað. Þær eru gleggsta sönnun þess, að kommúnistum kemur ekki til hugar að temja sér starfsháttu lýðræðissinna, þótt þeir geipi mest allra um ást sína á frelsi og lýðræði. Þær vitna á eftir- minnilegan og- lærdómsríkan hátt um einræðishug þeirra og ofbeldishyggju. Þau félög lands ins, sem kommúnistum hefur enn ekki tekizt að fella álaga- ham sinn á, mega vissulega læra mikið af þeim atburðum, sem nú eru að gerast á Siglu- firði. Og lýðræðissinnum þeirra félaga, sem kommúnistar hafa náð á vald sitt, dylst að sjálf- sögðu ekki, að barátta þeirra til þess að leýsa félög sín úr fjötrum kommúnista verður óhjákvæmilega átök við ófyrir- Ólafur Lánisson, prófessor: Merki Jðns Sigurðssonar Ræða flutt í Hafnarfirði 17. júní Háttvirtu áheykend- UR. Ekkert okkar þarf að spyrja að því, hvers vegna 17. júhí sé þjóðhátiðardagur vor Islendinga. Vér vitum öll að það er vegna þess, að þann dag fæddist sá maður, sem þjóð vor á mest upp að unna, hinn mesti og bezti foringi., sem hún hefir eignazt, Jón Sigurðsson, forseti. Vér vi.tum það einnig, að þennan dag fyrir ári síðan gerðist sá atburður, að land vort var lýst sjálfstætt lýð- veldi, eftir að það hafði verið í stjórnskipulegum tengslum við önnur lönd, í nærri 700 ár og lotið erlendu stjórn- arvaldi í meira eða minna mæli al’an þann tíma. Til minning- ar um þetta tvennt heldur þjóð vor 17. júní hátíðlegan. Þjóðhátíðardagm • annarra þjóða, sem ég kann skil á, eru helgaðir minninjgu einhvers eins atburðar. Þjóðhátíðardagur vor er haldinn til minningar um tvennt, fæðingu Jóns forseta og stöfnun lýðveldisins. En þessar minningar báðar eiga fullkom- æga samleið, Jón Sigurðsson var þannig af guði gerður, að hann myndi hafa orðið foringi með hvaða þjóð, sem hann hefði fæðzt, og á hvaða tíma, sem hann hefði verið uppi. Hann var fæddur foiingi, vegna hinna miklu gáfna sinna, vegna þess ótrú- íega starfsþreks, sem honum var gefið, vegna þess hve skap gerð hans var traust og hrein og vegna þess, að þetta þrennt sam einaðist allt hjá honum með fá gætum hætti og gerði persónu- leika hans heilsteyptan og sterk an, gerði hann að mikilmenni, Það féll í hlut vor íslendinga, að eignást hann, einmitt á þeim tíma, er mest reið á, er þjóð vor, ófrjáls og kúguð, fá- tæk og umkomulaus, tók sér íyrir hendur að reyna að hefja sig upp úr vesaldómi sín- um. Vér skiljum það sennilega ekki nógu glögglega, hver gæfa það var þjóð vorri að eignast hann einmitt þá. Hver myndi- hlutur vor vera nú, ef vér hefð uin eigi notið hans við? Jón Sigurðsson tók á unga aidri forustu í sókn þjóðar sinn ar til frelsis og sjálfstæðis, og var jafnan síðan, allt til ævi- loka, hinn sjálfkjörni foringi hennar í beirri sókn. Hann vék aldrei frá þeirri stefnu, sem hann hafði sett sér í fyrstu,’ að heinlta fullkomið pólitískt sjálf stæði þjóðinni til handa, og hann var gæddur því áihrifa- valdi, að honum tókst að fylkja nálega allri þjóðinni undir þetta merki, og honum tókst jafnan að halda þeirri fylkingu svo vel saman, að hún riðlað- ist aldrei að neinu ráði. Þegar hann féll frá, hafði að sönnu mikið unnist á, en þó var þá enn eftir langur vegur að loka markinu, því marki, að þjóðin fengi í sínar hendur öll völd í -málum sínum. En forustu Jóns SigurðsSonar var ekki lok ið við andlát hans. Hann var einn þeirra fágætu manna, sem eru leiðtogar þjóðar sinnar bæði lífs og liðnir, sem lýsa ókomnum kynslóðum langar stundir með hugsjórium sínum og eftirdæmi. Baráttunni var haldið áfram, þótt hann félli frá, og þeir, sem háðu hana, litu jafnan til hans, sem hins mikla leiðsögumanns. Þeir börðust undir merki hans, og undir því merki vann þjóðin aö lokum fullnaðarsigur. Lýð- veldisstofnunin á Þingvöll- um 17. júrií 1944 var verk Jóns Sigurðssonar. Honum á þjóðin það að þakka, meira en nokkr- um öðrum manni, að henni tókst að ná því marki. Vér get- um því ekki minnst stofnunar lýðveldisins, nú, án þess að minnast hans, og vér getum eigi minnst hans án þess að minnast árangursins af starfi hans, lýð- veldisstofriunarinnar.. Þessar tvær minningar eru og verða ávallt órjúfanlega samtengd- ar á þjóðhátíð vorri. Við lok hvers áfanga í sjálf- stæðisbaráttu vor íslendinga, í hvert skipti sem vér höfum öðl- ast meira vald yfir málum vor- um en vér höfðum áður, mun sú skoðun hafa komið fram í ræðu eða riti, að nú væri rétt að nema staðar, leggja sjálfstæðis- málið á hilluna og snúa sér að öSrum verkefnum. Þeir sem héldu þessu fram trúðu því, að sjálfstæðisbaráttan hefði orðið hemill á framsókn þjóðarinnar í öðrum efnum, í atvinnumál- um, fjárhagsmálum o. s. frv. Þeir töldu að þjóðin hefði eytt of mikilli orku i það, að reyna að herja meiri völd úr höndum Dana, orku, sem hún hefði átt að nota með öðrum hætti. Þjöð- i:i fór aldrei að ráðum þessara varkárnu manna. Hún hélt bar- áttu sinni áfram, þrátt fyrir að- varanir þeirra, og sagan hefur sýnt, að það var rétta leiðin og að óttí hinna var ástæðulaus. Því fór fjarri, að sjálfstæðisþar- áttan legði þjóðinni nokkurn fjötur um fót í framraravið- leitni hennar. Fullveldisvilji hennar var þvert á móti öflug- asti aflgjafinn í því starfi henn ar. Nú.er lokamarki hinnar póli- tísku sjálfstæðisbaráttu vorra náð. Nú ráðum við ein öllum málum vorum og þurfum ekki að hlíta íhlutun erlendra stjórn arvalda um þau. Vera má að ein hverjum virðist svo, sem nú sé ekki lengur fyrir neinu að berj ast, að nú sé öll sjálfstæðis- barátta vor á enda kljáð, nú get um við lagt frá oss vopnin og sezt í helgan stein. Eirihver kann að hugsa, að nu sé for- ingjastarfi Jóns Sigurðssonar lokið, hann sé búinn að leiða ess á leiðarenda og nú þurfum vér ekki léngur á leiðsögn hans að halda. Ef einhver hugsar á þessa leið, þá er sá maður harla leitna og isamvizkulausa ein- ræðisseggi, sem einskis svófast í viðleitni 'sinni til þess að halda fengnu herfangi. * Baráttan við kommúnista í samvinnufélögum og verkalýðs félögum landsins er ekki aðeins barátta sprottin af ólíkum skoð unum í stjórnmálum og félags- málum. Hún er barátta lýðræð- is og einræðis. Lýðræðissinnar hljóta hér eftir að gera sér þess grein, að kommúnistar skirrast ekki við því að beita hvers konar gerræði og ofríki, þegar þeir sjá, að þeim veitir miður í átökum þeim, sem til er efnt í samvinnufélögum og' verkalýðsfélögum landsins, og þeir bera ábyrgð á. Og lýðræð- issinnar hljóta að sjálfsögðu að gera nauðsynlegar ráðstafanir í samræmi við fengna reynslu. Ólafur Lárusson skammsými og hann skdlur þá hvorki eðli sjálfstæðisbar- áttui fámennrar þjóðar né starf og stefnu Jóns Sigurðs- sonar. Því fer fjarri, að for- mgjastarfi JónsSigurðssonar sé iokið. Vér þurfum enn í dag á leiðsögn hans að halda, og mun um þurfa hennar með um lang an aldur. Hann er ekki aðeins maður liðins tíma, hann er einn ig maður framtíðarínnar með þjóð vorri. Vér höfum að sönnu öðlast stjórnskipulegt sjáKstæði. En vér megum vita, að allt er í heiminuih hverfult. Vér þekkj- um þess næg dæmi, að þjóði’r hafa glatað fullveldi sínu. Vér höífum séð, hversu jafnvel vaM máttugs stórveldis getux hruni® í rústir, og hversu myndi þá ekki fullveldi fámennrar og ó- vígbúinnar þjóðar geta verið hætt. Nú er svo komið í heim- inum, að það eru ekki nema ör- fáar þjóðir, sem geta gert sér vonir um, að geta af eigin ram- leik varið frelsi sitt, af edn- hverju stórveldanna skyldi detta í hug að beita þær ofbeldi, Vér erum ein í tölu hinna mörgu máttarliÆlu þjóðá, og hin eina von allra þeirra þjóða, er sú, að mannúð og siðmenning vaxi svo hér á jörðu, að hinar mátt- armeiri læri að virða og viður- kenna rétt hinna máttarminni til þess, að lifa sínu eigin lífi, ráða sínum eigin málum, eiga óáreittar si.tt eigið land og sina eigin þjóðarmenningu. Vér telj um oss eiga tilverurétt og ger- um þá kröfu til annarra, aS þeir viðurkenni það og virði. En til þess að vér getum kraf- i/t’þess og til þess að vór meg- um krefjast þess, verðum vér að skápa þjóðlífi voru svo, að aðrar þjóðir geti borið virðingu fyrir oss. Stjórnskipulegt sjálfstæði eitt nægir engri þjóð til frambúðar. Hún verður að vera sjáMstæð í mörgum öðrum efnum. Hún verður að vera fjárhagslegia sjáMstæð. Hún má hvorki lifa .af náðarbrauði annarra þjóða né vera skuldaþræll þeárra. Hún verður að vera sjáMstæð bæði í andlegri og efnalegri menn- ingu sinni, skapandi afl, sem ekki lætur sér nægja að apa eftir öðrum þjóðum eða tína upp molana, sem falla af borð- Framh. á 6. .«íBu, MORGUNBLAÐIÐ birti í gær grein um sildveiðam ar og flugið i samibandi vi.ð þær eflir Ólaf Ma'gnússon skipstjóra á Eldborg og segir svo m. a. í grein Ólafs, þar sem hann gerir flugið að umræðuefni: „Vonandi verður ekki langt að bíða þess tíma, að flugmaðurinn geti lent í góða stefnufasta höfn, þó illa líti út og eigi sé vítt til veggja. Nú rennur upp sá tími í sumar sem síldveiðimiðin Norðanlands verða sótt af kappi og miá segja að þarizt verði um hvern bita, má bú ast við að allar þær þjóðir, sem þekkja hið ciýrmæta gildi íslenzku sumarsíldarinnar geri út hingað í stórum stíl. Er því rétt að athuga ihvort skeyti þau, sem síldleitunar- flugvélin sendir frá sér, eigi að fljúga út í hverja loftholu á mæltu mál.i, er því ekki sjálfsögð dul- málsleiðin með allar slíkar til- kynningar. Útlendingar yrðu þá að minnsta kosti ekki þeir fyrstu á fréttasvæðinu, sem tilkynning- arnar tilnefndu í það og það skipt ið, Okkur er' sagt að stríðinu sé lok ið og hættan í hafdjúpinu að mestu horfin, en þó er svo ekki. í sjón- um og á yfirborðinu sveima um hin miklu dráptól, tundurduflin, og eru líkur fyrir að þau sveiflist til Qg frá um hafflötinn í mörg ár, úthafið er stórt og seint að fullu kannað hvað þetta snertir. Mér finnst það ein óhæfa að taka allar byssur af siglingaflotanum. ef ske kynni, að með þeim mætti eitthvað minnka þessa hættu dufl anna, með því' að sökkva þeim. En. aftur á móti kemur úr rúst- um þessa stríðs margt, sem við getum notfært okkur á ' sviði at- vinnuveganna, og tækninnar ölcE er hafin.“ Og enn segir svo i grein Ól- afs skipstjóra: Mér varð það á, er fyrstu veður fregnirnar voru birtar í útvarpið, að segja: „Hver andskotinin er nú þetta, hafa þeir misst hann úr sauðarleggnum?“ Það-ér nærri von að manni verði slíkt að orði, er allt í einu birtist það, sem hefur verið bannað í fleiri ár og eins mikilvægt og veðurfregnir eru fjöldanum o'g við margir orðið fyrir barðinu á þessu og sektum, En sú þróun, sem átt hefur sér stað á þessu sviði, er ekki hvað mest mikilsvirði fyrir flugið í heild og þá síldarflugið einnig, því veðurfregnir hljóta að verða réttar og glöggar á komandi tíma, því tæknin hefur orðið þar stórstíg, sem og í öðru; má því fyllilega eiga von á, er fram líða stundir, að veðurspár þregðist ekki vonum manna. Óskir okkar sjómanna og þá í þessu tilfelli síldveiðimanna er sú, að hin nýsetta lýðræðisstjórn lands vors, heyri og sjái stefnu okkar í málum þessum, og hún beini stjórn arvali síldarflugsins í þann farveg, sem við álítrnn að okkur veiðimönn um og öillum sé fyrir beztu. Þá er víst að hið mikla starf flugsins, hvað síldarleit áhrærir, verður okkur síldveiðimönnum til gagns og gleði, iandi og þjóð til auðs, afls og velmegunar." Hér er reifað mál, sem skipt ir sjómennina vissulega miklú, og er þess að vænta, að orðið verði við óskum sjómannamia í þessu efni þannig, að þeir geti vel við unað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.