Alþýðublaðið - 21.06.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.06.1945, Blaðsíða 7
Fimmíudagiu' 21. júni 1M5 ALÞVÐUBLAÐIÐ Eisenhower Næturlaaknir er í Læknavarð- stafunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegiaútvarp. 14.00 Messa í Fríkirkjunni. — Setning Stórstúkuþings (sr. Árelíus Níelsson prédikar. — Fyrir altari: séra Árni Sigurðsson). 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Söngdansar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.30 Synodus-erindi í dómkirkj- unni: Messa í lútlherskum sið (séra Sigurður prestur að Hraungerði). 20.50 Frá útlöndum (B'jörn Franz son). 21.10 Hljómplötur: Horowitz leik ur á píanó. 21.2«5 Erindi: Fremsta kona Kína- veldis (fröken Inga Lárus- dóttir). 21.50 Hljómplötur: Ólafur Ma>gn- ússon syngur. 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. Blaðamannafélagið Félagar í Rlaðamannafélagi ís- lands, sem þurfa að fá endurnýjuð félagsskírteini sín, eru í fjarveru gjaldkerans beðnir að snúa sér til Hersteins Pálssonar ritstjóra. Lúðrasveitin „Svanur“ leikur í Hljómskálagarðinum. í kvöld ef veður leyfir. Stjórnandi: Karl Ó. Runólfsson. Trúlpfun Nýlega opinberuðu trúlofun sina ungfrú Sigríður Þ. Magnús- dóttir Bræðraborgarstíg 10 A og Ólafur Guðmundsson Reykjavík- urevgi 10, Hafnarfirði. Hjónaband í dag verða gefin saman í hjóna band af séra Árna Sigurðssyni, ungfrú Svana Vernharðsdóttir, Einarssonar frá Hvítanesi, og Hen rik Linnet, Kristjánssonar fyrrv. bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. Heimili brúðhjónanna verður á Ránargötu 6 A. Sveinsprófi í hárskera- og rakaraiðn hefur In'gólfur Egilsson, starfsmaður hjá Sigurbirni Magnússyni rakara- mjeistara í Hafnarfirði, nýlega lokið með 1. ágætiseinkunm, einni þeirri beztu einkunn, sem tekin hefur verið í iðninni. Jörð maí-hefti þessa árs er nýkomið út, og flytur efni m. a. eftir þessa mienn, Ágúst H. Bjamason, Sr. Bjarna Jónsson, Björn Sigfússon, Friðrik Ásmundsson Brekkán, Helga Guðmundsson, Ragnar Ás- geirsson, Sigurð Nordal, Þórð Sveinsson, Christmas Möller, Fr. de. Fontenay, Anker Svart. Auk greinanna eru fjölda mynda í ritinu. Leiorétting í leiðara blaðsims í gær höfðu víxlazt tvær tölur, sem vitnað var til. Rétt er málsgreinin þannig: . . . En við nánari athugun á út- svarsskránni munu ritstjórar Morg unblaðsins hafa sannfærzt um það, eftir að hafa dregið upphæðina 30,3 milljónir frá upphæðinni 32,5 milljónir, að útsvörim í Reykja- vík hafi hækkað um hvorki meira né minna en 2,2 milljónir króna. Framh. af. 5. síðu Hæglyndi og venjur Bretans hafa heldur ekki fallið honum neitt illa í geð. Það var tekið mjög vel á móti honum, er hann kom til Bretlands, — jafnvel betur en hann bjóst við í fyrstu. Öllum möimum hans, þeim lægstu sem þeim hæstu var einnig tekið mjög veL Eisenhower hershöfðingi er viðurkenndur bardagamaður, — en þegar hann er ekki að gegna herskyldum sínum o>g störfum, talai’ hann venju- legast um hernað sízt af öllu. Honum þykir garaan að spila Bridge, somuleiðis Póker og ýmis örrnur spil. Yfir Ike Eisenihower hvílir hvorki töfraljómi né rómantík. Hann er venjulegur amerískur hermaður af miðstéttafólki kom inn, — hreykinn af syni sínum, sem útskrifaðist af skólanum í West Point í fyrra. Eisenhower er lagið að taka ákvarðanir á stuttum tíma, — hugsuii (hams er í isemn snjöLL og viðbragðsif lót. Han n er ekki hri f inn af þvi sem hanin kallar „félagslegt skipulag,“ né held- ur þeim ráðagjörðum, sem fest ur eru á pappírinn einan. Hann vill heldur sjá hlutina fram- ’kvæmda en skráða með bláu bleki á hvítan papþír. IÞað mui1 verða tailið áreiðam legt, að ÐandartíikLn sendu bezta manninn sem þau áttu í það starf, sem Eisenhower fékk til meðferðar í þessarri styrjöld. Ameríka, sem ól Ike Eisen- hower, hlaut meimingu sína, lög, tungu, bókmenntir og við skiptasamlbönd mestmegnis með hjálp og fyrir tilstilli, Breta. Nú vill svo til, að Ike, — sem er kominn af Þjóðverj um, sem yfirgáfu land sitt vegna trúardeilna, — er kominn til ættlands sins, — Þýzkalands. — Á sveitabæjunum í Kansas, þar sem Eisenhower er fæddur og uppalirm, hafa bænduirnir það fyrir sið að segja um af- bragðs vinnumenn það sem þeir eiga skili ð og launa að verðleik um. Orðsti.r sliikra manina mætti gjarnan vera orðstír Dwight D Eisenhowers, sem venjulega er kallaður —- Ike. Landgræðslusjóðurinn orðinn Bm 390 þás.- Á hvers manns disk frá SÍLD & FISK Nðð íslenzka steinolíu hSutafélag gefur 5. þús= krónur SANDGRÆÐSLUSJÓÐI bár ust nú um helgina fimm þúsund brónur að gjöf frá Hinu íslenzka steinolíufélagi h. f. Alls hafa sjóðnum nú borizt um 390 þúsund krónur. Sfórsfúkuþing ísiands sett í dag T DAG verður stór- stukuþing íslands sett hér í Reykjavík. Kl, 2 e. h. ganga templarar í skrúðgöngu til kirkju og hlýða þar messu. Séra Árelíus Níelsson þredikar, en séra Árni Sigurðsson þjónar fyrir altari. Verður messunni útvarpað. Knattspymudómarar STJÓRN . íþróttasambands Islands hefur nýlega stað- fest eftirtalda menn, sem dóm ara í knattspyrnu: 1. flokks dómara: Baldur Möller, Guðjón Ein- árssön, Hauk Oskarsson úr Vík ing. Jón Þórðarson, Þráinn Sig- urðsson úr Fram. Guðmund Sigurðsson og Jóhannes Berg- steinsson úr Val. Sigurjón Jóns son og Þorstein Einarsson úr KR. 2. flokks dómara: Albert Guðmundss., Frímann Helgason og Hrólf Benedikts- son úr Val. Einar Pálsson úr Viking. Guðbjörn Jónisson, Óla B. Jónsson og Þórð Pétursson úr KR. Formaður Knattspyrnudóm- arafélags Reykjavikur er Gunn ar Axelsson. Frá fjórða uppeldis- nálaþingi Sambands ísi. barnakennara. FJÓRÐA uppeld ismálaþ i ng Sambands ísL barnakenn- ara var sett í Kennaraskólanum i Reykjavík mánudaginn 18. júhi kl. 4 sidegis. Ingimar Jóhannesson, forseti sambandsins setti þingið með ræðu. Minntist hann lýðveldis sitofniunarininar og lét þá ósk í •Ijós að stöiif Iþessa 1. aJmenna uppeldismálaþings, sem haldið er síðan lýðveldi var stofnað á Iisland, yrðu giftiudrjiúg fyrir kennarastéttina og alla þjóðina. Starfsmenn þingsins voru kosniæ: 1. forseti, Sveinn Hall- dórsson, kennari i Gerðaskóla. 2. forseti Friðrik Hjartar, skóla stjóri á Akranesi.. 3. forseti iielga Þorgilsdóttir, kennari Miðbæjarskólanum Rv.. Ritarar þingsins voru kjörn- ir: 1. ritari, Andirés Kristjáns- son. 2. ritari, Stefán Júlíusson, 3. ritari Bjarni Bjarnasson, 4. ritari Oddný Sigurjónsdóttir. Dagskrá þingsms fjallaæ ein- göngu um tillógur og frumvörp milbþinganefndar i skólamál- um. Fyrst á dagskrá var frum- varp nefndarinnar um fræðslu barna og frumvarp til laga um skólakerfi og fræðsluskyldu, og flutti Helgi Elíasson ýtarlegt framsögu erindi um frumvörp- in, Á öðrum fundi. þingsins, sem hófst kl. 8,30 sama dag, voru tillögur nefndarinnar um kenn aramenntun til umræðu og flutti Ármann Halldórsson skólastóri framsöguerindi um þær. A þriðja fundi þingsins, sem hófst kl. 2 í dag, var frumvarp um gagnfræðamenntun á dag- skrá, og hafði Ingimar Jónsson skólastjóri. þar framsögu. Allmiklar Umræður urðu um öll þessi mál og var þedm síð- an vísað til nefnda. Þinginu barst svohljóðandi skeyti frá kennarasambandi Noregs: „Norges Lerariag isender yrk esbroer paa Isliand hjarileg helsing paa Fridomsdagen. — Erik Eide“. (Kennarasamtoand Noregs sendir starfstoræðrum á íslandi innilegar kveðjur á frelsisdegi. — Erik Eide). í kvöld og á morgun verða framhaldsumræður um skóla- málin og nefndarálit, sem fram koma, en annað kvöld verður þinginu slitið með. samsæti í Tjamareafé. Þingið sitja um 180 kennar- ar víðs vegar að af landinu. ReykjaVik 19. júní ,1945 Það tilkynnist vinum og vandamönnum að elsku sonur okk- ar og bróðir Filippus Svavar Guðmannsson, Einholti 7f andaðist 19. þ. m. Rannveig Filippusdóttir Sigríður Guðmannsdóttir Guðmann Hannessoa Rúnar Guðmannsson. Jarðarför elsku litla drengsins okkar og bróður, Inga Steinarsf fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 22. þ. m. og hefst bæn að heimili hans, Leifsgötu 15, klukkan 1 e. h. Helga og Sophus Jensen. Cecil Viðar Jensen. Jarðaríör föður okkar og tengdaföður, Sveins Aðaisteins Hjaltasonar, fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 22. júní og befst me® húskveðju á heimili hans, Ásvallagötu 35, klukkan 1 e. h. Þorgerður Sveinsdóttir, Ingibjörg Sveinsdóttir, Jóhannes Guðmundsson. Fyrsta nSialið, eflir að falsambandið var opnað. "EJ* INS og sagt var frá hér í hlaðinu í gær, var talsam- band við Danmörku opnað á mánudagsmorgun og fór fyrsta samtalið fram milli Ólafs Thors forsætisráðherra og sendifull- trúa íslands í Danmörku, Jóns Krabbe sendifulltrúa. Ráðherrann hóf samtalið með )ví segja að íslendingum væri iað gleðiefni að kringumstæð- urnar væru nú orðnar svo breytt ar í Danmörku, að hægt væri, að tala í síma milli landanna. Þá bað hann sendifulltrúann að skila kveðju til allra íslendinga í Danmörku frá forseta íslands og ríkisstjórninni, , ennfremur að flytja konungi Dana, ríkis- stjórn og dönsku þjóðinni sams konar kveðjur. Jón Krabbe kvað öllum íslendingum líða vel og bað forsætisráðherra fyr \ ir kveðjur sínar og allra íslend inga í Danmörku til fósturjarð- arínnar. Samtalinu lauk með iþví að forsætisráðherrann þakk aði'-Krabbe fyrir störf hans í þágu íslands nú á stíðsárunum, en Krabbe kvað sér það jafnan hafa *-verið mikil ánægja að starfa að málefnum íslands. Sfórþing Noregs sendir Aiþlngi kveðjur. TC1 ORSETI sameinaðs alþing- is, Gísli Sveinsson, sendi Stórþingi Noregs, þegar þaS kom saman 14. þ. m., svolát- andi kveðjuskeyti: „Ég óska hinu frjálsa norska stórþingi heilla og blessunar. Islendingar fagna því, að sam- vinna geti hafizt milli frænd- þjóðanna beggja, sem nú njóta. fulls frelsis.“ Þessu skeyti svöruðu forset- ar stórþingsins, Harnbro og Monsen, hinn 17. júní, á þessa leið: „Stórþing Noregs sendir al- þingi, kveðju á frelsisdegi ís- lands, með þökk fyrir ógleym- anlega hjálpsemi og örlæti og fagnar hdnni bróðurlegu sam- vinnu, sem fram undan er, S fullu trausti þess, að aldrei týnist vegur milli vina.“ Svíar hrekja þráiáian Hýtt sundfélag sfofnaS í Hafnarfirðt í gær. T GÆR var að tilhlutun á- L hugamanna stofnað sund- félag í Hafnarfirði. Á fundin- um voru lög samþykkt og kos- in stjóm. átofnendur eru 235. Markmið gsins er að vinna að eflingu díþróttarinnar í Hafnarfirði. í stjórn félagsins voru kosin: Gísli Sigurðsson form., Jón Matthiesen varaform., Soffía Benjamínsdóttir ritari, Jón Pálmason féhirðir og meðstjórn andi Grímur Andrésson. Fhh. af 3. ®iðu. Elfving, hafi átt viðtal við Gunther utanríkismólaráðherra j í tilefni þessa. Komst utanríkis- I málaráðherrann að orði á þá lund í viðtali sínu við Elfving, að hann vildi endurtaka það, sem hann hefði áður tekið fram að orðrómurinn um herflutn. Þjóðverja yfir Svíþjóð væri upp spuni frá rótum og hlýti Norð- mönnum að vera orðið það ljóst. Nýja sfjórnin á Ífalíu Frh. af 3. síðu. Varaforsætisráðherra er Pietro Nenni, formaður jafnaðarmanna flokksins. Hefir honum verið falið að undirbúa almennar kósningar á Ítalíu og. málshöfð- anir á móti fasistum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.