Alþýðublaðið - 26.06.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.06.1945, Blaðsíða 3
ÞTÍðjwíagur 26. jurtí 1945 ALÞYPUBLAÐH) Kommúnistar stofna líl verkfalls í Trieste. ¥ UNDÚNAFREGNIR sögSu frá því í gær, að alls- feerjarverkfall væri skollið á í Trieste, en myndi þó sennilega ekki standa yfir nem,a 24 kkt. Lundúnaútvarpið greindi frá því, að það myndu vera kommúnistar þar í borg, sem að verkfallinu stæðu, í mót- mælaskyni við það, að lögreglu sveitir í' borginni hefðu verið leystar upp. Skæruliðar umhverfis borg- ina hafa lagt niður vopn. Konrad Nordahl kjör- inn forseti norska ÞING norska Alþýðusam- bandsins hefur kjörið Konrad Nordahl forseta sinn.. Hann var fulltrúi sambandsins í London á ófriðaránmum. — Varaforseti var kjörinn Lars Evensen, verzlunarmálaráð- herra. Báðir þessir menn eru úr Alþýðuflokknum. Aljþýðusambandsþingið veitti miðstjórn sambandsins umboð til þess að segja upp kaup- samningum við Vinnuveit- endafélag Noregs, en þeir eru frá marz og nóvembér 1944. Þá var miðstjórninni falið að hefja strax viðræður við Vinnuveitendafélagið um nýja kaupsamninga fyrir hinar ýmsu iðngreinir og aðrar starfs- greinir. (Frá norska blaðafulltrú- anum). Simlaréðsiefnan sett ígær. WAVELL lávarður, vara konungur Indlands, setti Simlaráðstefnuna í gær og stóð þessi fyrsti fundur hennar í fjórar klukkustundir. Wavell flutti þar ræðu og sagði m. a. að rláðstefnan myndi ekki ganga frá stjórnskipulagi Ind- lands, né heldur ræða stjórn- skipuleg vandamál landsins, en sagði hins vegar, að hún gæti orðið stórt sppr í rétta átt. Gandhi er staddur í Sianla, en tekur ekki þátt í fundun- llBl. Einar Gerftardsen seglr: Norska sfjórnin er mynduð eftir viðræður allra flokka, og er á frausfum grundvelli Ifún nusn fyrst og fremst vinna að endur- reisn atvinnuveganna og aðdrætti birgða. IFRETTUM frá Oslo í gær var sagt frá því, að Einar Gerhardsen, hinn . nýi . forsætisráðherra Norðmanna hefði átt tal við blaðamenn og sagt nokkuð frá myndun henn ar og þeim viðfangsefnum, sem nú er fyrir hendi. Forsætisráðherrann sagði, að stjómin hefði verið mynd uð eftir að viðræður höfðu átt sér stað milli allra stjórn-. málaf lokka landteins, svo o-g leiðtoga heimahersins. Stjórnin væri byggð á breiðúm og traustum grundvelli og þar væri að finna allar stjórnmálaskoðanir og þar væri einnig full- trúar allra stetta þjóð félagsins. — Fyrst og fremst mun stjórnin vinna að nýbyggingu og endurreisn og aðdrætti birgða til landsins. ’ Þýzkir kommúnistar vilja efcki sovéfl Viija ef la einstaklings framtakió. Það var sagt frá því í Lundijnaútvarpinu í gær, samkvæmt fregnum. frá Moskva, að þýzki konmiún- istaflokkurinn, sem hefur ver- ið hannaður um 12 ára skeið, hafi tekið til starfa og lýst yf- ir því í blaði sínu, að hann sé því mótfallinn, að tekið verði upp sovétfyrirkomulag í Þýzkalandi. Hins vegar lýsir flokkurinn yfir því, að hann vilji öfluga baráttu .gegn fasismanum, að hann vilii efla einstaklings- framtakið, gera upptækar eign ir stríðsglœpamanna og auð- jöfra og að Þýzkaland greiði stríðsskaðabætur. Framboðsfrestur út- runninn á Brellandi. Kosið um 637 þing- sæti. IGÆR var útrunnin fram- boðsfrestur til kosning- anna til brezka þingsins. Þrír þingmenn verða sjálfkjörnir, 2 Alþýðuflokksmenn og 1 í- haldsmaður. Framhjóðendur eru alls um 1600, en kosið verður um 637 þingsæti. Það vakti nokkra athygli, að á síðustu stundu bauð sig fram i maður á móti Churchill í kjör dæmi hans, en Alþýðuflokkur inn hafði fyrir sitt leyti ákveð- ið að hafa þar engan mann í framboði í virðingarskyni við Churchill. Maður þessi er bóndi, Hancock að nafni, og býður sig fram sem óháður. Gerhardsen sagði einndg, að allir ráðherrarnir hefðu fullan hug á því að vinna saman og einnig s t j órnmál aílokkarnir sjálfir. Hann lagði einnig á- herzlu á, að stjórnán myndi standa í nánu samlbandi við þá menn, sem hefðu barizt svó drengilega heima fyrdr á ófriðar árunum. Annars hefir ítarleg stefnuskéá stjórnarinnar enn ekki verið birt, en ráðherrann sagði, að eftirlit mundi verða haft með inneignum erlendis, séð yrði um dreifingu hráefna og að 'verðlagseftirlit yrði enn í landinu, svo og skömmitun nauðsynja, að minnsta kosti þangað til Stórþirugskosningar 'hafa farið fram 8. okt. n. k. Lögð er áherzla á, að iðnaður landsins verði. endurskipulagð- ur, áð allir hafi atvinnu og að fram'lei ðsla n verði au'kin. Þá mun hin nýja stjórn treysta varndr landsins, í samræmi við reynslu þá, sem fengizt hefir í styrjöldinni. Blaðamenn hafa einnig átt tal við frú Kirsten Hansteen, sem er fyrsta konan, sem á sæti í norskri stjórn. Sagði frúin, að hún gleddiist að sjálfsögðu yfir því, að konur fengju hlutdeild í stjórnmálastarfinu, en það væri hennar skoðun, að hæfi- leikar einstaklingsins ættu að hafa meira að segja en kynferð- ið. Kirsten Hansteen er sem kunnugt er ekkja Viggo Han- steen. lögfræðdngs, sem var fyrsti. Norðmaður, sem Þjóð- verjar tóku af lífi, árið 1941. (Frá norska blaðafulltrúanum). Churchill fór í gær í fjög- urra daga kosningaleiðangur. M. a. flutti hann ræðu í Co- ventry, þar sem hann sagði meðal annars, að menn yrðu að gera sér ljóst, að enn væri stríð og að Bretar yrðu nú að veita Bandaríkjamönnum lið,- eins og Bandaríkjamenn hefði liðsinnt Bretum áður. Mikill mannfjöldi hlýddi á mól Chur- chills. Slílur San Franciscofundinum í dag. : i ’ v ' Mynd-in er af Harry S. Truonan Bandaríkjaforseta. Hún ex tek- in, er hann ávarpaði Bandaríkjaþing ekki alls fyrir löngu. í dag mun hann flytja lokaræðuna á ráðstefnunni í San Francisco, sem staðið hefur síðan 25. apríl síðast liðinn. Samkomulag í Moskva um mynd- un nýrrar pólskrar sfjórnar Póiska stjórnin í London segir, a8 kommún- istar ffái þrjá fjóróu ráóherrasætanna UM helgina bárust þær fregnir frá London og Moskva, að samkomulág hefði náðzt um myndun nýrrar stjóm- ar í Póllandi. Náðist samkomula'gið fyrir atbeina þriggja- manna nefndar þeirrar, sem skipuð var á Krímfundinum. í hinni nýju stjórn verða fimm fulltrúar ýmissa lýðræð issamtaka í Póllaindi, fjórir úr bráðabirgðastjórninni í Var sjá (Lublinstjóminni) og þrír fu'lltrúar landflótta Pól- verja í London, var á meðal Mikolaczyk, fyrrverandi for- sætisráðherra pólsku stjórnarinnar þar, en enginn ráð- herra úr núverandi stjórn Pólverja í London á að vera með. í London er talið, að Bretar og Bandaríkjamenn muni ekki viðurkenna hina nýju stjórn fyrr en hún hefir lýst yfir því, að hún muni láta fara fram frjálsar og leynilegar þingkosniingar í Póllandi. Útbreiðslumá'laráðherra , pólsku stjórnarinnar í London j lét svo um mælt, er fréttin barst um myndun þessarar sljórnar, að þetta væri , stórt skref í átina til þess að svipta Pólland algerlega sjállfstæði sínu, og hann benti á, að með þessu sanfkomulagi væri, komm únistum tryggt það, að þeir fengju þrjá fjórðu allra ráð- herraembættanna í hinni nýju stjórn. í nefndinni, sem vann að sam komulagi þessu í .Moskva, áttu þessir menn sæti: Molot.ov, utan rikismálaráðherra Rússa, Sir Archibald Clark-Kerr, sendá- herra Breta og Averill Harri- man, sendiherra Bandarikja- manna. Sýrlandsmálin enn. P RAKKAR hafa stungið upp á því í San Franciseo, við Stettinius, utanríkismála- náðherra Bandaríkjanna, að einhver þrjú rúki, sem ekki hafi neinna hagsmuna að gæta, hvorki beinna né óbeinna í hinum nálægari Austurlönd- um, að þau sendi fulltrúa sína til Sýrlands og Libanon til þess að kynna sér alla mála- vöxtu. Ekki var þess getið í gær- kveldi, hverjar undirtektir þessi uppástunga Frakka hefur fengið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.