Alþýðublaðið - 10.07.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.07.1945, Blaðsíða 5
Þriðjudagxtr 10. júlí 1045. ALÞYÐUBLAÐIÐ ú Viðtal við Hedtoft-Hansen Frh. á 4. síðu. herrans var skýrt tekið fram, að ekki muni verða hægt að koma nýju skipulagi á landvarnamál- in fyrr en almennar kosningar hafa farið fram til ríkisþings- ins og staða Danmerkur í al- þjóðasamvinnu er orðin ljós. — Næsta aðalatriðið í stefnuskrá stjórnarinnar var undirbúning- ur hegningarlöggjafar með það íyrir augum, að refsa strang- lega, en á réttlátan hátt, þeim, sem beitt hafa borgara lands- ins ofbeldi og ógnum eða, sem hafa unnið með þýzka setulið- inu og framið landráð á einn eða annan hátt. ftíkisþingið hefur þegar gengið frá þessum lögum og dómstólar okkar vinna nú að rannsóknum á málum þeirra manna, sem sekir hafa reynzt og dæma þá. Ennfremur hefur verið lagt fyrir rfkisþing ið frumvarp til laga um hegn- ingu starfsmanna ríkisins og annarra manna í opinberum stöðum, sem hafa verið félag- ar í nazistaflokkum eða hafa á' hernámsárunum hegðað sér ó- þjóðlega. Þá var það boðað, er stjórnin tók við, að hún myndí leggja alla áiherzlu á að hrinda af stað húsabyggingum í stórum stíl og að setja af stað opinbera vinnu af hálfu ríkis og bæjarfélaga á mörgum sviðum. Á stríðsárun- um hefur verið gerð áætlun um opinbera vinnu fyrir 600 milljónir króna, en sá ljóður er á því að geta hafizt handa, að við erum algerlega snauðir af járni, tré, kolum og olíu, og mikdð af þeirri vinnu, sem á- ætluð er^ krefst einmitt mikilla hráefna. Við verðum því að láta okkur nægja að byrja á þeim framkvæmdum, sem ekk'i krefjast hráefnanna. Ennfremur lét forsætisráð- herrann það í ljós, að ríkisþing- ið hefði í hyggju að láta erfið- leika eftirstríðsáranna koma sem jafnast niður á borgara landsins. Við munum stefna á- kveðið að því, að eitt 'skuli yfir alla ganga, eins og forsæt- isráðherrann komst að orði. — Meðan kaupmátturinn er minni en hann var fyrir stríð, telur ztjórnin það nauðsynlegt, að haldið sé áfram að getfa út af- sláttarkort sérstaklega vegna þeirra, sem hafa mikla ómegð. Stjórnin lítur auk þess á það sem sitt hlutverk að styðja á allan hátt aðstandendur þeirra, sem fórnuðu lífi sínu í barátt- unni gegn kúgurunum eða á höfunum í þágu þessarar bar- áttu. Þá mun einnig verða reynt að bæta það tjón, sem eínstakir boxgarar hafa orðið fyrír af hálfu þýzka setuliðsins. Stjórn- in mun tryggja festu í athaína lífinu og taka eignarnámí all- an stríðsgróða og ákveða skatt- lagningu með tiXliti til þeiri'a tíma, sem nú eru. Þetta eru í stuttu máli aðal- atriðin í stefnu stjórnarinnar og kjarni þess, sem ætla má að samkomulag sé um milli þeirra aSila sem mynda stjórnina og styðja hana, en það eru mót- stöðuhreyfingin og stjórnmála- flokkarnir allt frá bænda- flokknum (vinstri-mönnum) til kommúnista. Aðrar grundvall- arbreytingar í danskri löggjöf mumj sennilega ekki verða ieknar til meðferðar fyrr en kosningar hafa farið fram. Ein- . mitt nú fer manntal fram hér í Danmörku og það er ráðgert, að kjörskrárnar verði tilbúnar um 9. september, svo að kosningar geti farið fram um miðjan mán-. uðinn. Sem stendur er mjög rætt um það, að gera þýðingar- mikla -breytingu á stjórnar- skránni. Bæði félagar andstöðu- lireyfingarinnar og íhaldsflokk- ur-nn hafa nú fallizt á hina gömlu kröfu Alþýðuflokksins að færa kosningaréttaraldurinn niður í 21 ár. Er líklegt að þá fari kosningar fram bæði til ríkisþingsins og landsþingsins. Hiiiar sveitir — Hvenær verða hinar vopn- uðu sveitir andstöðuhreyfingar- innar sendar heim? ,,Ríkisstjórnin er sammála um það, að nauðsvnlegt sé að koma upp aftur svo fljótt og mögulegt er her og lögreglu, en þegar það hefur verið gert, er ríkisvaldið aftur fullskapað eft- ir undanfarandi upplausn. Þó rná ekki gleyma því, að allmik- inn mannafla þarf til þess að gæta fanga- og flóttamanna- búða o .s. frv. Ennfremur þurf- ,um við á mönnum að halda til þess að vinna störf, sem banda- inenn gera kröfu til, að unnin séu hér. Slík störf eru unninn af félögum and'stöðuhreyfingar- innar. Ef állt fer eins og ætlað er, má gera ráð fyrir, að hlut- verfci hinna vopnuðu sj álfboða- liða verði lokið oneð haustinu. Um þessar mundir fer fram at- hugun á því, hvaða möguleikar eru á því, að láta þá, sem hafa aflað sér bekkingar á hernaðar- málum innan andstöðuhreyfing arinnar, taka við forystustörf- um í hernum." EndurskipuBagning alþjoðasambandsins Alþjóðasamvinna jafnaðar- manna? „Þegar stríðið brauzt út, var danskí Alþýðuflokkurinn með í alþjóðasambandi jaífnaðar- manna, en það hefur ekki, starf að á stríðsárunum. Friedrich Adler. ritari þess, er ,sem slend-1 ur í Washington. Við hér höf- um aðeins nokkrum sinnum á striðsárunum fengið kveðjur frá alþjóðasambandinu. Enn er ekki vitað hvort 'alþjóðasam- faandið verður endurreist í hinni gömlu mynd þess, eða hvort beðið verður eftir því, að sjá árangurínn af þeím tilraun- um, sem nú fara fram um sto'fnun albjóðasamhands verka lýðsins. Að sjáítfsögðu rnun Al- þýðuflokkurinn í framlíðinní, eins og hingað til, skipa sér við íhlið Alþýðuflokkanna á hinum Norðurlöndunum og beita s'ér fyrir alþjóðasamstarfi, sem byggist á hinum lýðræðislega sósíalisma.11 Ml á 0. síðu Sumarkjólar V stuttir og síðir. W3. Verð frá kr. 149,00 Ragnar Þórðarson & (o. Aðalstræti 9. — Síimi 2315. Þýzkf flóliafélk snýr heim. Myndin sýnir þýzka fjölskyldu, með aleigu sína á gamalsdags hestvagni, vera að koma lieim til Msgdeburg eftir að vopnaviðskiptí hættu. — Menn atfaugi rústirnar í baksýn. sem m u RIBBENTROP?“ spurði d’- Abernon lávarður og leit á nafnspjald, sem ednhver hafði m'isst á gólfið í sendisveitai'- skrifstoifunni brezku í Berlín, „hver er bað? Útlenzkur sendi sveitarmaður, eða hvað?“ „Néi,“ svaraði einkaritarinn. ,.Hann er vínsali, —• metorða- gjarn vínsali og kaupsýslumað ur.“ „Æ, — nú man ég, hver hann er,“ sagði d’Abernon. „Ég hitti hann í fyrradag í skrifstofu am eríska sendifulltrúans. .— Svo vínsalar geta hvarvetna tranað sér fram hér í Berlín, þótt þeir e.gi ekkert erindi?“ Von var, að hann yrði hissa. Eftir 1920 var samkvæmislíf Beriínarborgar ærið viðsjér- vert og margt eit't, sem fram fór, varð ekki. strax séð, til hvers kynni að leiða síðar meir. Á yfirborðinu var það frekar glaðvært en hefðbundið; þar voru hverskyns skemmtanir á boðstólum, — og auk þess f jöld inn allur af nýríkum mönnum, sem komízt höfðú sumir til met orða í skvndingu og voru marg ir hverjir ævintýramenn í aðra röndina. Upp úr þessu sam- kvæmislífi spratt svo einn góð an veðurdag Jóakím nokkur Ribbentrop, — ,,von“ Ribben- trop, eins og hann hét eftir að hann tók sér tiltil frænku sinn ar árið 1925. Miðað við aðra samkvæmis- menn Berlínar á þeim árum, myndi vera ósanngjarnt að kalla Ribbentrop beinlínis æv intýramann. Faðir hans var svo sem ekki tötrum búinn far andsali í Bessarabíu. Hann var af heiðarlegu miðstéttafólki kominn, —- ættin bjó úti á landi; — það voru sjálfseigna bændur, liðþjálfar, menn í þjón ustu hins opinbera o. s. frv. Kona hans var góðrar ættar úr Rínar-héruðunum. Fjölskylda hennar hafði verið mótfallin því, að hún giftist Jóakim Rib- bentrop. Jafnvel ættgöfgi hans (sem ekki fengust meira en í meðallagi áreiðanlegar heimdld ir fyrir) gat ekki bjargað hon- um, þegar í nauðirnar rak; ó- EFTIKFARANDI grein er þýdd úr enksa blaðinu „The Observer.“ Fjallar hún um ævi og störf Jóakíms Ribbentrops sem var utan- ríkismálaráðherra í nazista- stjóm Hitlers. neitanlega var þó hægt að rekja ætt hans tdl heiðarlegs liðsforingja í N^póleons-styrj- öldinni, — og frænka Ribben- írops bar svo sem titilinn „von“ — því varð ekki neitað. Þar að auki voru Mutabréf Ribben- trops keypt fyrir hans eigið fé, er honum háfði áskotnazt fyrir vínsölu. Það skipti kannske ekki svo miklu máli, þótt sú vínsala hafi í byrjuninni verið s>Tolítdð dularfull á ýmsan hátt. —- Það var löngu gleymt; — bað voru svo margir menn í háum stöðum í henni BeiTín, sem einhvern tíma höfðu þótt vafagemlingar. Ribbentrop þurfti ekki að skammast sín fyvir neitt, þótt hann yrði gerð ur að frægum manni einhvern tíma, þegar minnst varði. Þetta vissi hann ósköp vel. Hann var „minna en, ekki neitt“ árið 1920. En kring um 1930 var hannt'orðinn áber- andi persóna í samkvæmislífi Berlínar, — og vakti þó enga verulega hrifningu. Hann var þegar farinn að finna tdl sín eins og sumir heldrimenn gera, sem daglega eru nefndir í blöð- unum og eru framarlega í sam kvæmislífinu. * Honum virtist miða ofur hægt aíram á stjórnmálabrautinni, — því Weimar-lýðveldið var þá enn ekki úr sögunni. — — í augum útlendinga var hann mikill á lofti; stundum tókst honum að valda hrifningu þeirra á meðal fyrir uppgerðar fyrirmennsku. En Ribþentrop var ekki eingöngu uppveðrað- ur við aristókratíið. Hann kom < sér líka í mjúkinn hjá vinstri- sinnuðum mönnum, sem eitt- hvað máttu sín. Prússneski ráð herrann Weissmann, var einn af hans handgengnustu félögum Vissulega þurfti hann ekki að viðhafa jafn auðmýkjandi bak- tjaldamakk og glæpamennsku eins og nazistar. En óneitan- lega varð hann hissa, þegar naz- dstum fór að „ganga verulega vel“ eftir 1930. Og þá var hann ekki lengi að gangá hreinlega í flokkinn og setja upp haka- krossmerki (sem hann bar reyndar undir jakkahorninu til bess enginn sæi). Það var árið< 1931. * Vorið 1932 kom nýr gestur inn á heimili Ribbentrops-fjöl- skyldunnar. Frú Ribbentrop hringdi í gleði sinni til allra vina sinna: ,,í kvöld borðar sá maður heima hjá okkur, sem talað er mest um af öllum í gjörvöllu Þýzkalandi!“ Það fara engar sagnir af því kvöldverðarboði, en það mun að líkindum hafa borið góðan árangur og maturdnn bragðazt vel, því gesturinn þáði mörg slík boð síðar á því heimili. Hitler ræddi um listir, m. a. hljómlist, og naut sín hdð bezta heíma hjá þessari siðmenntuðu og vingjarnlegu fjölskyldu. Hann ræddi einnig um heims- pólitík og fékk ekkii síður góð- ar undirtektir fyrir það. Ekki spillti það heldur matarlyst ITitlers, að húsráðandinn um- gekkst ýmsa háttsetta náunga og kunni sæmilega að koma ár sinni fyrir borð í návist þeirra. Þetta,' ásamt því, hversu likir þeir voru í skoðunum, varð til þess að gera þá æ samrýmdari. Ribbentrop var enn ekki þekktur maður innan nazista- ílokksins, er Hitler gerði hann að sérlegum ráðunaut sínum varðandi afvopnunarvandamál- dð. Margir venzlamenn og sam starfsmenn Ribbentrops, bæði af Gyðingaættum og í hópi lýð veldissinna, skoðuðu hann enn þá sém félaga sinn. Nokkra þeiri'a kallað Iiann síðar á sinn fund í Hótel Adlon og tilkynnti þeim ,að þeir væru ekki leng- Framíh. á 6. sí9u.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.