Alþýðublaðið - 10.07.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.07.1945, Blaðsíða 6
 6 ALÞYPUBLAPÍÐ Þriðjudagur 10. júlí 1945. Ivær myndir af Leif Huller í Svíþjóð eftir fangavistina í Þýzkalandi. í Sadhsenhausen, klæddur fangabúningi. Frásögn Leif Milllerv sem var handtekinn í Neregi hausfið S.S42 og síöar fiuttur á fanga- húöir nazisfa í Þýzkalandi HíNGA© er kominn ungur Reykvíkingur loftleiðis með far þegaflugvélinni ifrá SvíþjóS. Það er Leif Miiller, sonur L. H. Miiller kaupmanns liér í bæ. Fréttamenn blaða og útvarps áttu í gær tal við Leif Miiller á heimili foreldra hans, við drukk nm þar kaffi og röbbuðum við Leif um ýmislegt, sem á daga hans hefir drifið, en það er næsta ævintýralegt. Hann hefir setið £ fangeísum Þjóðverja í Noregi og Þýzkalandi síðan 1942, orðið að þola margvíslegar raimir og fanga sinna. Leif Miiller er hæglátur mað- ur, 25 ára gamall, og segir það, sem á daga hans hefir drifið, af . hógværð og stillingu. Tildrög þess, að hann var hnepptur í varðhald og foreldr ar hans höfðu ástæðu, um lang an tíma, til þess að óttast um hann, eru þau, að hann var við ncám í Noregi og fékk leyfi, hjá hinum þýzku yfirvöld um, sern þá voru alls ráðandi í Noregi, til að fara til SvíþjóS- ar í október 1942. Hafði Leif sagt, að hann vildi fara til frek ara náms í Stokkhólmi, en ætl- aði sér heim til íslands aftur. Þjóðverjar komust á snoðir um þetta, sóttu hann heim og fluttu hann síðan, að undangengnum yfirheyrslum, í hið illræmda fangelsi, Möllergaten nr. 19. Þar Var hann látinn vera um þriggja mánaða skeið og sagðist honum svo frá, að þar hefði verið vond vist, eins og að lík- um lætur. Þar fengu fangarnir 275 grömm af brauði á dag („Ersatzbrauð“ svonefnt) og súpugutl, ýmist soðið af kart- öflum eða rófum. Síðan var Leif Muller fluttur í Grini-fangelsið, sem er í Asker-héraði, skammt utan við Osló, og voru þar, eins og menn muna af fyrri fréttum, fjölda- margir fangar fyrir. Þarna var hann í 5 mánuði Sjálfur kvaðst hann ekki hafa orðið fyrir nein um pyndingum, enda ekká b'orn ar á hann neinar þær sakir, sem Þjóðverjar gætu talið alvarleg- ar, eins og fyrr getur. En hins vegar segir Leif frá því, að k' stundurn hafi mátt heyra kvala óp þeirra, sem Þjóðverjar höfðu „tekið til meðferðár.“ Um dvöl sína þar segir Leif Múller, að þar hafi verið þröngt og kalt, en þó skárra heldur en í Möllergaten 19, sem fyrr getur. Þegar hann var þarna fangi, ásamt 200, öðrum mönn- um, fékk hann lungnabólgu,. og orðið að ihorfa á aftökur með segir Leif, að þess vegna hafi hann fengið að ýmsu leyti betri meðferð, sænailega hjíúkrun annarra fanga, sem kunnu skil á læknisfræði eða hjúkrun. En síðar var hann fluttur, um Aarhus á Jótlandi til fangabúð anna í Saehenhausen í Þýzka- landi og var hann þar í nær tvö ár. Aldrei létu Þjóðverjar neitt uppi um það, hvað honum væri gefið að sök. Þarna var mjög iil vist. í skála, sem átti að rúma 125 menn, var hrúgað saman 250 mönnum eða fleiri. Fangarnir voru látnir liggja á tréull, en fengu teppi ofan á sig. Þeir voru látnir stunda vegagerð, bílaviðgerðir eða vopnasmíði, að sjálfsögðu und- ir eftirliti, á hinum ólíklegustu tímum, þar eð þeir voru vakt- ir um kl. 4 um nótt og unnu síðan baki brotnu fram á dag við lélegt viðurværi. Ef einhverjum fanganna láð ist að mæta til vinnu á réttum tíma, var hann bairinn af fanga- vörðunum og kæmi það fyrir, að einhver soltinn fangi stæli brauðbita, var honum stundum hegnt með því að standa allan daginn við hliðið á fangabúðun um, með spjald'framan á sér, sem á var letrað „Ég hef stolið brauði“, eða einhverju þess hittar, eftir því, sem við þótti eiga. Fangarnir voru illa.klæddir og illa skóaðir. L. H. Muller, faSir Leifs, greindi til dæmis frá því, að hann hefði sent syni sír.um skíðaskó og frakka. Þetta hefði kornið á áfangastað. Leif hefði verið sýndir þessir munir, en þeir síðan gerðir upptækir. Hreinlæti var miög .af skorn um skammti og var mjög erfiti um -þvott í fangabúðum þessum. Einu sinni í viku máttu menn raka sig. Norðmenn og aðrir, sem Þjóðverjar töldu meiri „ar- Framhald á 7. síðu. Þegar Eija kom til Reykjavíkur Framhald af 2. síðu áfcveður eimium lííf og öðrum daiuða. Við trúium því að mimsta koati þainigiað tiil ainnað siaomasit. Við iljjláium honium lieiglsttað í ís 'lienzkri möld, oig heiðrum minn inigu hains. En þó að slkuigga heri á, er þó hitft aðalatriðið að bétr er ikominn milkiilll oig fríðlur hópur alf sfailfsÆújsiu otg stanEs hsdfiu fóiliki, sem lemgi hefir þráð að ikoma fheim. Sjálfsa’gt finnst ykkur margt 'breytt frá því, er þið voruð hér síðast. Einangrun landsins- er svo gersamlega rofin, að nú er það komið :í þjóðbraut. Hér eru nú f'lugvellir komnir, sem jafna má til hinna stærstu í veröld- inni, óg sem eru orðnir áning- arstaðir á aðalsamgönguleiðum milli heimsálfa. Ýmislegt — já margt — er nú öðruvísi en áð- ur. En þó að margt hafi breytzt, hér hjá okkur, og í ykkar dval- arlöndum, er samt eitt, sem ekkert hefur breytzt, en það eru þau tengsl — þau ibönd, — sem 'binda jafnan alla íslendinga, hvar sem þeir lifa og hrærast á jarðkriglunni við heimaland- i.ð. „Þótt djúpir séu Atlanzálar mun átthagaþránni stætt. Það tekur tryggðinni í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt.“ Fyrir þessu höfum við feng- ið enn eina sönnun í diag. íslenzka þjóðin á nú ýmsa möguleika tili að gera landið byggilegra og búa þjóðinni. hetri lífsskilyrði en áður. Við vonum og 'vitum, að þeir sem nú koma heim fullir af starfsvilja, muni hljápa til að nota þessa mögu- leika. Við þökkum skipstjóra og skips'höfn Esju fyrir að sækja hópinn og fyrir að hafa leyst af hendi gott verk. Við end urtökum, að við bjóðum skip og fólik velkomið heim. Ég bið svo heimamenn að hrópa fer- flat húrra fyrir farþegum og skipshöfn. Þeir lengi lifi!“ Strax á eft'ir ávarpi sam- göngumálaráðherra, talaði Ás- geir Sigurðsson skipstjóri, og Joks talaði Guðmundur Árn- laugsson cánd, mag. fyrir hönd farþeganna. Þakkaði hann rík- isstjórninni fyrir að bregða svo fljótt og vel við óskum íslend inga, sem dvalð hefðu erlendis yfir stríðsárin, — með því að senda Esju til Kaupmannahafn ar og Gautaborgar til að flytja þá heim, þótt hins vegar hefðu ekki allir komist með skipinu aem vildu og ætluðu. Einnig þakkaði Guðmundur skipshöfn- inni á Esju fyrir framúrskar- andi hjálpfýsi og lipurð við farþeganna á leiðinni til ís- iands. Að lokinni ræðu Guðmundar sungu karlakórarnir ,,Ó, guð vors lands,“ og allir, bæði um borð í Esju og mannfjöldinn á hafnarbakkanum tók undir. Óhætt er að fullyrða, að aldrei hafi jafn margt fólk ver ið samankomið við neina skips kcmu hér í Reykjavík og við komu Esju í gærmorgun. Það vsr ekki aðeins eitt mannhaf um allan hafnargarðinn og nær liggjandi hús og vöruhlaða. helciur var óslitin þ^/rping a.f fólki um allar nærliggjandi göt- ur við höfnina. Var hafnargarðurin afgirtur og fengu ekki aðrir að fara fram á Sprengjusand, en þeir, sem höfðu aðgangskort frá Skipaútgerð ríkisins, en það íengu þeir einir, er þurftu að taka á móti aðstendunum sán- um um borð í Esju, og aðrir er um móttökurnar önnuðust, eins og t. d. karlakórarnir. Var mjög góð stjórn á þessu, og sýndi fólk fullkomna Mýðni, við lög- regluna, sem gætti, þess að ekki væri ruðst fram á hafnargarð- inn. Voru móttökurnar mjög há- tíðlegar og glitruðu gleðitár á hvörum margra, sem nú voru að koma heim til fósturjarðar- irinar til ættingja og vina eftir langa, og hjá sumum, stranga útivist. Flestir, sem komu heim með Esju haf ekki séð ísland í 6 óra og aðrir ekki í enn þá lengri tíma. Þegar landganga farþeganna hófst voru miklir fagnarfundir Sonur og móðir, systir og bróðir íéllust í faðma og þeir, sem á- lengdar stóðu fögnuðu einnig endurfundunum. Þessi atburð ur var engum óviðkomandi, all ir voru þátttakendur í gleðinni yfir heimkomu Mnna 304 far- þega, sem Esja flutti heim Meðal farþeganna eru fjöl- margir menntamenn, . sem stundað hafa nám í hinum ó- líkustu fræðigreinum á Norð- urlöndum, Þýzkalandi og víð- ar, þá komu og með skáld, lista rnenn, handverksmenn; yfir- leitt má segja að meðal farþeg anna sé fólk af flestum stétt- um. Þá komu og með skipinu 70 börn, sum kornung. Hedlofí-Hansett Framh. af. 5. síðu — En samvinnan milli. al- þýðuflokkanna á Norðurlönd- um? „Ég var sjálfur nýlega í Stokkhólmi og tók þar þátt í fundi til undirbúnings ráðstefnu samvinnunefndar hinnar nor- rænu verkalýðshreyfingar. Á fundinum var ákveðið að ráð- stefnan skyldi haldin 13.—Í4. júlí og boð hafa verið send tili allra* Norðurlandanna fimm. Ætlunin er, að á þessari ráð- stefnu verði gefnar skýrslur um ástandið í löndunum á stríðs árunum. Éinnig mun verða lei.t azt við að finna samegiinlegan pólitískan grundvöll fyrir alla flokkana. Það er bæði trú mín, von min og sannfæring, að þetta muni heppnast. Ég er sann færður um, að Norðurlönd muni halda saman í því nýja alþjóð- lega samstarfi., sem nú er að myndast og við væntum svo mikils af, þar sem þau eru svo skyld og eiga svo líka menn- ingu. í viðtölum, sem ég hef átt við finnska, norska og sænska félaga, befur þessi sann- færing mín styrkst. Ég vona líka, að ég muni hitta á ráðstefn unni í Stokkhólmi einn eða fleiri félaga frá íslandi. Kveðja til fslendmga Að lokum vil ég segja þetta: Ein af beztu minningunum sem ég á, er frá ferðalagi mínu til íslands sumarið 1939. Þá fékk ég að kynnast þei.rri miklu sam hygð, sem er milli íslenzku og dönsku þjóðarinnar og milli verkalýðshreyfingarinnar í báð um löndum. í fimm löng og 'hörð ár hafa kynnin verið Iiítil, en ég er sannfærður um, að sama tilfinningin er enn rikjandi, sam'hygðin og trúin á norrænt samstarf. Jafnvel þegár ekkert samband var milli landanna, fundum við til skyldleikans og nú, eftir skiinað íslands og Dan merkur, væntum við þess að samstarf og gagnkvæmur skiln- ingur aukist og blessist milli þessara tveggja bræðraþjóða.“ vsv. von Ribbenlrop Framh. af. 5. síðu ur hans menn og hann ekki þeirra. Þetta var 1. apríl 1933; og upp frá þeim degi voru Gyð ingar fyrst alvarlega ofsóttir í Þýzkalandi. „Þessi Ribbentrop kemur óneitanlega fram eins og siðmenntaður maður,“ skrifaði einn þessara Gyðinga í októ- ber 1933. Fjórum órum síðar skrifaði sami maður: „Jóakim hagar sér ölduægis eims og villi dýr.“ Á þessum fjórum árum hafði vegur Ribbentrops innan nazistaflokksins farið vaxandi og hafði bá þegar meiri per- sónuleg áhrif á Hitler sjálfan heldur en nokkur annar nazista leiðtogi. Hann var ó góðri leið með að verða utanríkismálaráð herra. Hann var í þann veginn að steypa Þýzkalandi út í mála þras og styrjöld. % Frá árinu 1920 er til mynd af Ribbentrop, þar sem hann lít ur út fyrir að vera óframfærin en yiðkunnarlegur náungi, vel till hafður og laus við _að sýnast meiri, en hann var. Ári.ð 1930 er hann orðinn samkvæmismað ur. Þá sést hann velklæddur í veizlum meðal fínna fólks, — og virðist óneitanlega kunna vel víð sig. Myndir frá síðari ár- um virðast sýna allt annan mann. í andlitsdráttunum sjást merki um grófgerða rudda- mennsku, sem inni fyrir býr; það er ekki svipur þess manns, sem þarf að beygja sig fyrir öðrum til þess að hækka í mann virðingarstiganum. Það er mað urinn, sem farinn er að geta boðið þeim byrginn, er hann eitt sinn skreið fyrir og átti allt sitt undir. Sá sem hafizt hef- ur til metorða fyrir sleikjuskap og lævísi, hlýtur að eiga margt eitt í endurminningunni, sem nautn kynni að vera í að hefna fyrir. Hinn uppgerðarfulli „yf- i.rstéttarmaður“ hefur auðsjá- anlega notið þess að vera æðri Öllum háttsettum og aðalsætt- uðum embættismönnum í þýzka utanríkismálaráðuneyt- inu. Þeir voru allir orðnir und irmenn hans,--------- Austurrískur aðalsmaður hafði eitt sinn, fyrir mörgum árum, færzt undan því að halda kunningsskap við Jóakim Ribb entrop vínsala. Síðar, þegar vínsalinn er orðinn utanríkis- málaráðherra, lætur hann d.repa aðalsmanninn, reka fjöl skyldu hans út úr höllinni og gera höllina að sinni eigin eign. Sömu bygginguna talar hann svo um, nokkrum mánuðum seinna, við erlenda ferðamenn, sem „höll ættfeðra sinna.“ Ævi venjulegs uppskafnings er jafnan sneydd ‘hinum sama, Jífræna tilgangi og hinni þörfu aihöfn. í bessum orðum finn- ast ef til vi.ll lausnin á þeirri spurningu, af hverju fór fyrir Ribbentrop eins og raun er á. Sömuleiðis má ef til vdll finna á sama grundvelli svarið við því hvers vegna uppskafningur inn Jóakim Ribbentrop, — og bin misheDpnaða smásál Adolf Hitler urðu svo samjýmdir vin ir og skildu svo vel hvorn ann an. Skeð , getur, að einhvern ííma verði sú skoðun staðfest, þótt síðar verði, að einmitt sá andlegi skyldleiki beirra kump ána hefur mestu ráðið um allar' þær ákvarðanir iþeirra, sem komu af stað heillii heimsstyrj- öld. 3 -Á\~, s m. i sjitcs ie m. i. Helgi Vörumóttaka til Vestmanna- eyja árdegis á morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.