Alþýðublaðið - 12.07.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.07.1945, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 12, júlí 1945. landá, sem komu með Esju -------♦------ Rauði kross íslantis veitir gjöfum mót- töku til næstu helgar RAUÐA KROSSI ÍSLANDS hafa borizt tilmæli frá nokkrum bæjarbúum, að veita viðtöku fégjöfum til að bæta úr brýnustu þörfum ýmissa af farþegunum, er komu heim með e. s. Esju, og eru illa staddir f járhagslega. Rauði Krossinn hefur orðið við þessum tilmælum og verður tekið við fégjöfum í skrifstofu hans til næstu helgar. Skrifstofan verður opin frá kl. 10—5 í þessu skyni. Því fé, er kann að safnast, verður vithlutað í samráði við nefnd, sem kosin var úr hópi farþeganna sjálfra. Skrifstofa Rauða Krossins er í Hafnarstræti 5, sími 4658. Að sjálfsögðu er óþarfi að hvetja fólk til þess, að leggja löndum okkar liðsinni, sem nú komu örsnauðir heim, það hefur almenningur sýnt undanfarin ár, þegar leitað hefur verið til hans, með f jársafnanir fyrir bágstatt fólk, erlendra þjóða. — Blaðinu er ktmnugt um, að stór hópur þessa fólks, sem kom heim með Esju, hefur átt við mjög þröngan kost að búa og er nú algerlega peningalaust, þegar það kemur heim, og þarf það því skjótrar og góðrar hjálpar við. ViÖtaf við Stefanó fsla ndí óperusöngvara: Oft lá nærri að Konunglegaleik- ■ Tveir listamenn koma heim: S3. . . , > Svavar Guðnason, sem gefið hefur sér mikið orð í Danmörku ------♦----- ■ Og SIGURÐUR SBGURÐSSON, sem nú æflar aö setjast hér að og mála island. •T* VEIR íslerizkír lístmálar- •®- ar voru farþegar á Esju frá Kaupmanna’höfn, Svavar Guðnason, sem er einn af þektustu málurunum í Dan- mörku og einn kunnasti ,, abstrakt-málari‘ ‘ þar og Sig- urður Sigurðsson, sem hefur lokið námi sínu við Listahá- skólann og fer nú heim til að mála ísland og íslenzkt fólk. Þétta eru ólíkir listamenn — báðir leita þroska listar sinn- ar eftir eigin leiðum. — Um borð 1 Esju átti ég við tal við báða. Hér fer á eftir samtalið við Svavar Guðnason. Svavar er með mikið úfið Ijóst biár og yfirskegg. Hann er glað ur félagi og var sílesandi um list sína á leiðinni: „Ég fór utan 1935,“ segir Svav ar Guðnason. „Þá var ég 25 ára og hafði málað alllengi. Ég sótti Listaháskólarin og í lok ársins 1935 tók ég þátt í haust Býningu listamanna. Þetta var hópsýning, þannig að dómnefnd velur verk eftir listamennina. Þetta var fyrsta þátttaka mín í málverkasýningum erlendis, en síðan hef ég tekið þátt í sýn ingum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, m.' a. norrænum sýn- ingum í þessum löndum, þar á meðal tvisvar til þess að ísland gæti átt sinn fulltrúa. Þá tók ég líka þátt í norrænu sýning- unni af tilefni 500 ára afmælis Árósa. Yfirleitt var það mjög þýðingarmikið fyrir mig að taka þátt í þessum .sýningum, því að skoðun er ströng og ekki tekið annað en það sem álitið er einhvers virði. — Ég vil líka geta þéss, að ég hef verið vara formaður dómnefndar þeirrar sem sér um haustsýningu lista- manna í.Danmörku.“ — Og hvað málar þú fyrst og fremst? „Fantásíur — hugmyndir. Sá skóli ryður sér ákaflega mikið til rúms og hann hefur tekið mig fasfari og fastari tökum.“ — Geturðu lofað mér að sjá gagnrýni á verkum þínum? „Það er velkomið. Hér er ummæli Preben Willmanns, rit stjóra við Social Demokraten, en hann er álitinn sannsýnn og samviskusamur listagagnrýn- andi“: Ummælin fara hér á eft ir í lauslegri þýðingu. Eftir að hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að stór hluti mál- ara á haustsýningu lista- manna fylgi troðnum leiðum, segir Preben Wijlmann á þessa leið: „Hin leitandi þrá, hreyfing- in til útþenslu möguleikum málaralistarinnar er svo að segja einvörðungu mál hinna abströktu málara. Með sárafá- um undantekningum sverja all ir aðrir sig til dekorativs nat- uralisma undir einum eða öðr- um hætti: Meðal abstraktra mynda á sýningunni fráskilur ein sig sterkt í krafti smnar þroskuðu listrænu fyllingar (Fyldighed). Það er komposition Svavar Guðnason „íslendingurinn og ísland.“ Að klífa inn í þann hugarheim sem titillinn bendir til, mun varla vera mörgum fært, hér verður að segja pass. Þýðingarmeira mundi kannske líka að láta fag-, urfræðilega eiginleika mynd- arinnar hrífa skilningarvitin. Flug og fall litanna og línanna bráðna saman í rytmiskum spenningi og hvíld til ákveð- innar bjartrar hljómlistar í mynd, af sérstæðum og virkum krafti. Við það af afsala sér gjörsamlega kröfúnni um ákveð Frh. á 7. síðu. EINN af þekn Islendingum, seih heim komu með Esju, var Stefanó íslandi óperksöngvari. Hann hefur dval- ið í Kaupmannahöfn öll stríðsárin og sungið við Konungs- lega leiMiúsið frá því í apríl 1938. Ennfremur hefur hann sungið óperulög og haldið konserta í Sviþjóð, þar til nú fyrir 2 árum, að öll ferðalög frá Ðanmörku voru bönnuð. Hann mun nú dvelja hér um tveggjamánaða skeið, og halda konsert hér í Reykjavík ánæsttmni. Blaðamenn áttu í gær viðtal við Stefanó íslandi og röbbuðu við hann um það sem á daga hans hefur drifið, frá því hann kom ihingað síðast árið 1939. „Það hefur ýmislegt á dagana drifið i Höfn þessi ár, bæði fyrir mér og öðrum, sem þar hafa dvalið“, segir Stefanó. „Ég hef starfað við Konunglega leikhús ið frá því 20. apríl 1938, þá fyrst sem gestur í þrjú ár, en fastráðinn hef ég verið þar síðan 1941. Eririfremur song ég nokkr- um sinnum i Svíþjóð þar til öll ferðalög frá Danmörku voru bönnuð fyrir tveimur árum síð- an.“ — Varð Konunglega leikhúsið ekki fyrk neinu aðkasti.frá Þjóð verjum á hernámsárunum? „Þar var alltaf nokkur ótti um að þek myndu loka því, og oft lá víst nærri, að úr framkvæmd um yrði um það, en aldrei varð Iþó úr þvL T. d. lögðu Þjóðverjar fast að með það, að þýzk leik- rit og óperur yrðu teknar til flutnings í leikhúsinu, en það var aldrei gert, og féll þeim það miður. Ennfremur gerðu þeir off tilraunir til að fá starfsfólk þess, -bæði söngvara og leikara til að skemmta hermönnunum fyrk sig ,en það var alltaf haft lag á því að komast hjá því, m. a. með læknisvattorði, eða vottorði frá leikhússtjóranum, að þessi og hinn, sem falaður var, væri upptekinn kvöldið, sem Þjóð- verjarnir vildu fá þá til áð skemmta hjá sér. Var leikhúsi.ð því orðið mjög illa þokkað hjá þeim. Sjálfur var ég orðinn illa séður, ég var eigmlega alltaf hræddur um líf mitt fyrir nazist um, og þorði að lokum ekki að sofa heima hjá mér á nóttunni. Ég lenti líka þrisvar sinnum í klónum á þeim, en mér var þó alltaf sleppt aftur. Hinsvegar tóku þek til fanga um tíma einn vin minn og meðsöngvara, Henry Skjær, barritonsöngvara ásamt konu hans og syni. Við Henry Ihöfum brallað margt saman á móti. nazistunum, m. a. hjálpuðum við nokkrum starfs- bræðrum okkar, sem voru Gyð- ingar til að komast úr landi til Svíþjóðar. — Flestum bar sam- an um það, sem ilentu í yfk- heyrslum og fangelsum hjá naz istum, að Þjóðverjamir væru isýnu skárri, en dönsku .nazistam Þriðja grein Ivar Lo- iohansson á un K RIÐJA GREININ í grein arflokki Ivar Lo-Johan- son birtist í blaðinu á morg- im, Nefnist þessi grein: „Landið með blómgan beyki skóg.“ Slefanó Islandi í hlutverki Don José í óperunni Carmen, eftir Bizet. ir, sem með þeim unnu; þeir pyntuðu menn miskunnarlaust, stundum meira að segja til bana.“ — Nú hafið' þér frí frá leik- húsinu? „Já, ég hef það, en á þó að vera kominn aftur að því 1. september. Nú eru Uest leikhús i Danmörku lokuð, bæði þykir ekki. af veita, að gefa starfsfólk- inu frí um tima eftir þessi erf- iðú ár, og svo er það almennt venja, að starfsemin falli niður í 'ágústmánuði, bæði til æfinga á nýjum verkum, svo og til sumarleyfa. Á sumrin er því raunverulegia ekki, um neitt 'leik listar- eða músiklif að ræða, Áð ur voru bó oft haldnir konsertar i Tivoli ,en nú er það- að mestu eyðilagt og þá konsertsalurinn auðvitað lika.“ — Hvað um dvöl yðar hér? „Ég mun að sjálfsögðu ekki heimsækja ykkur svo, að ég reyni ekki að þéna peninga á löndunum um leið. Vera kann líka, að ei.nhverja langi til að heyra till mín eftir þessi fjær- vistarár og með tilliti til þess hvorstveggja, hef ég ráðgert að halda hér konsert. Hinsvegar veit ég ekki, hvenær það getur orðið. Ég er ekki ennþá búinn að átta mig hér. Ég (stend eins og glópur og góni á öll þau furðu- verk, sem hér hafa gerzt síðan ég kom hér siðast, mér finnst ég alls ekki hafa haft ijma til þess að hugsa um söngskemmtun ennþá. Ég þarf svo margt að skoða og margt/'að fara. Nú er farið bæði fljúgandi um loftið og brunandi í bifreiðum um þvert og endilangt landið, borða hádegisverð á Þingvöllum, drekka miðdegiskaffið í Reykja vík, borða kvöldverðinn á Akur- eyri og hátta svo i rúmið sitt i Reykjavík. Ég er alveg ringlað- ur. Ég hef aldrei á ævinni séð eins fínar bifreiðar og í morgun þegar ég ók til Þingvalla. Og hér standa þes'sir „lúxushílar“ í röðum við göturnar eins og reiðhjólin við göturnar i Kaup- mannahöfn. Ég sé, að það er mikil vel- megun hjá fólki hér; mér sýnist Framhald á 7. síðu. Eínn þeirra finsm, sem handíeknír vora um borð f Esju láfinn laus Sigurður Kristfáns- son verkfræðing ur T GÆR barst ríkisstjórn- inni skeyti frá Kaup- mannahöfn, þar sem tilkynnt er, að búið sé að Iáta einn þeirra manna lausann, e* tekinn var fastur um borð I Esju, er hún var • að leggja þaðan af stað í síðustu viku. Sá, sem var látinn laus er Sigurður Kristjánsson verk- fræðingur. Kom það fram við rannsókn málsins, að handtaka hans hafði verið á algjörum misskilningi byggð og að hann hefði aldrei á einn né annan hátt verið við- riðinn nazista. — ÍVIáli hinna fjögurra, sem handteknir voru mun verða hraðað eftir því sem tök eru á. Alþýðuflokkurhm mðfmælir hand- föku farþegana fimm á Esju Vill láta kreffast fsess að þelr verSI látnir lausir tafarláust MIÐSTJÓRN Alþýðuflokks- •* ins samþykltti á fundi f gær að skora á ríkisstjórnina, að mótmæla kröftuglega hand- tökum hinna fimm íslendinga, sem teknir voru um borð, í Esju og í Kaupmannahöfn og; heima þá látna lausa tafarlaust. Samlþylkiktir miðist}jióm:arininar vonu isivo hilj óöan'di: „Miðstjórn Alþýðufloksins á- lyklar að skora á ríkisstjórn ís- lands að mótmæla kröftuglega h-andtöku og brottnámi fimm farþega á Esju í Kaupmanna- hafnarihöfn og krefjast þess, að þeir verði tafarlaust látnix laus- ir og greiddur verði allur kostn. aður af heimför þeirra og fjöl- skyldna þeirra og þeim greiddar fullar- bætur.“ „Mi.ðst j órn Alþýðuflokksins skonar á ríkisstjórn íslands. að láta rannsaka, hve margir ís- lenzkir þegnar, sem nú dveljast á Norðurlöndum, óska að kom- ast heim til íslands, og gera ráðstafanir til þess, að þeir fói heimfiararleyfi og greiða á ann- an hátt fyrir heimför þeirra.“ Félagið Heyrnarhjálp ós'kar þes-s .getið, að afgreiðsla® verði lokuð vegna sumarleyfis friá. 14.—30. júlí ©g ihvetur þá, sena þurfa að kaupa rafhlöður eða ania að ó þessum tíma, til þess að gera piantanir sínar fyrir 14. júlí simi 4D46. í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.