Alþýðublaðið - 12.07.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.07.1945, Blaðsíða 3
MsHUntudagiu’ 12» júlí 2445. ALÞYÐUBLAÐIÐ Á mynd 'þessari má sjá sprengjur úr amerískum sprengjuflugvélum flotans, springa hjá japönsk- uan skipum á hófninni á Hong Kong í mikilli loft árás, sem gerð var á þá höfn fyrir nokkru. Voru þetta flugvélar frá flugstöSvarskipum Kyrrahafsflota Bandiaríkjanna. Fremst á myndinni má sjá japanskt herskip, sem orðið hefir fyrir þungrisprengju. menn við gæzlu á sínum svæð- um í Berifn -------4------- Í gæziusvæði þeirra búa að minnsta kosti 1,6 miiljon manns ■------4------1 ©flug samvinna stérveitíanna usti öflani mat- væla handa Beriínarhúum -------4------— IDAG, kl. 9 fyrir hádegi, tóku Bretar og Bandaríkja- menn í sínar hendur umsjón með þeim borgarhlutum Berlínar, sem þeir eiga að gæta, samkvæmt samningi hinna þriggja stórvelda. Er héy um að ræða borgarhluta, þar sem mun búa um 1,6 milljón manns. Fyrst um sinn munu gilda ýmis fyrirmæli, er Rússar höfðu sett þama, unz annað verð- -ur ákveðið. M hefir verið ákveðið, að stórveldin skuli skiptast á ýms- nm matvælum og eldsneyti, handa íbúunum, þar sem Bretar og Bandaríkjanienn eiga meira af sumum matvælum, en Rússar af öðrum og verður þessiun matföngum skipt á milii íbúanna, eftir því, sem hemaðaryfirvöldin telja réttást, en mikffl skortur mun xíkja í borginni. í nánari fregnum um þessi mál er aagt frá því, að samtím is því, sem Rússar fara frá þess um borgarhlutum, sem Bretar og Bandaríkjamenn eiga að hafa umsjá yfir, muni Rússar að mestu leyti sjá um aðflutn xng matvæla þangað, unz vest- urveldunum tekst að flytja að nsegar birgðir matvæla handa lólkinu. Það var og tilkynnt, að Rúss ar myndu ekki fara að fullu og öllu úr borgartilutum þeim, sem vesturveldin eiga að stjóma, heldur hafa þar varð- lið, að 'minnsta kosti fyrst um sinn. f sambandi við fund hinna „þriggja stóru“, sem haldinn verður í Potsdam, sennilega næstkomandi sunnudag, hafa farið fram umræður í London milíi Davies, sendimanns Tru- mans Bandarikjaforseta og Ed ens. Þess var þó ekki getið í fregnum um þetta znál, hvað þeim hefði farið á milli. Vesfurvsidin geyma lisfaverk og gull, sem nazisiar hafa ræn! %T ESTURVELDIN, Bretar og ® Bandaríkjamenn hafa á- kveðið að geyma gull það, sem fundizt hefir í vörzlum Þjóð- verja síðan uppgjöfin varð, unz hlutaðeigendur gefi sig fram, en hér mun um margar þjóðir að ræða. Þá er og tilkynnt, að banda- menn hafi fundið mikið safn ítalskra listaverka, flest þeirra heimsfræg í Brennerskarði, kyrfilega hulin þar. Segja fang ar, sem teknir hafa verið, að það hafi vakað fyrir Þjóðverj- um að flytja flestöll málverk og önnur listaverk ítala til Eins og áður er sagt í frétt- um, er James Byrnes, hinn nýi utanríkisraálaráðherra Banda- ríkjanna í för með forsetanum, en þeir fóru á amerísku beiti- skipi, svo og Leahy flotafor- ingi, sem áður var aðalráðu- nautur Roosevelts forseta um hermál. Hins vegar var Churchill, að því er bezt var vitað enn í Frakklandi í gær, en þaðan er talið, að hann muni fljúga til ráðsteínunnar. ^il' Hifler æflaSi að ráðasí á SvíþjóS fyrrihluia ársins 1942 • 1 -------4—----- Von Bock og Heiri hershöfðingjar Þjóðverja Svfar voru viðbúnir -------♦—------ Stokkhólmsfregnum hefir verið sagt frá því, sem vakið hefir A mikla athygli, að Þjóðverjar hefðu ætlað að ráðast á Svía snemrna a árinu 1942, en ekki orðið af því, hæði vegna viðbún- aðar Svía og eins vegna þess, að margir frægustu hershöfðingjar Þjóðverja töldu það engan veginn ráðlegt. Meðal annars er þess getið, að Svíar hafi jafnan vitað, að hverju fór og hafi þess vegna gert sínar öryggisráðstafanir. í fréttum frá Stokkhólmi hef ir nú verið upplýst, að Hitler hafi haft fullkomna innrásar- fyrirætlun tilbúna snemma á ársins 1942. Hefir Gunther utan ríkismálai'áðherra Svía, gefið .ýmsar mikilvægar upplýsingar um þetta. Áætlun sú, um herför á hendur Svíum, til þess með- al annars að geta óhindrað flutt vistir og annað til þýzku herj- anna, sem sóttu að Leningrad, var samin af Hitler sjálfum og fullgerð í febrúar 1942. Er sagt að Hitler hafi alls ekki getað þolað afstöðu Svía, sem vildu vera hlutlausir, eins og kunn- ugt er. En á þessu tímabili efldu Sví ar mjög landvarnir sínar, þar eð þeir vissu, hvað fyrir Þjóð- verjum vakti Á herforingjafundi Þjóðverja mun Hitler hafa rætt þetta mál og viljað ráðast inn í Svíþjóð, en von Bock og fleiri kunnir, þýzkir hershöfðingjar töldu hann af þessu, meðal annars vegna þess, að til þess að inn- rás í Svíþjóð gæti heppnazt í skjótri svipan. þyrfti 20 her- fylki, sem taka þyrfti frá Rúss landi, en þá þurftu Þjóðverjar á öllu sínu að halda þar. Undir þetta tóku margir aðrir þýzkir hershöfðingjar, og varð því ekk ert úr þessum ráðagerðum. Þá var og bent á þá stað- reynd við Hitler, að herstyrkur Svía væri orðinn álitlegur, þar sem þeir hefðu vígbúist af miklu kappi og væru við öllu búnir og eins var bent á, að Svíar myndu vilja vera hlut- lausir í styrjöldinni, meðan ekki væri ráðizt á þá. Veturinn 1942 var strangur. ísilagt Eyrarsund og þess vegna ógerlegt að fara með skip yfir sundið til árása, en hins vegar var ís á hinum miklu vötnum Svíþjóðar, þar sem unnt hefðl verið að lenda herflutningaflug vélum. Því var það, að Svíar gerðu þegar gagnskör að því að byggja ýmsar tálmanlr, bæði snjógarða á ísnum og eins hitt að flugvélar vörpuðu sprengj- um sínum á ísinn til þess, að flugvélum tækist ekki að lenda þar. Samkvæmt hinum sænsku fréttum er berlegt, að sænsk stjórnarvöld vissu vel, hvaða hætta að þeim steðjaði árið 1942 og höfðu gert sínar ráð- stafanir, sem urðu til þess, að Hitler þorði ekki að ráðest & Svíþjóð. Japaaar segja sigur- fréltir, sem ekki fásl sfaðfesfar í Washing fon 17 NGAR opinberar fregnir frá Washington hafa enn borizt um hina xniklu loftárás, sem um eða yfir 1000 flugvélar gerðu á japanskar borgir núna fyrír nokkrum dögum og áður hefir verið skýxt frá í fréttum. Hins vegar hefir verið, að því er Lundúnaútvarpið segir, skýrt frá því í fréttum frá Tok io, að mikill skipafloti væri undan Japansströndum og hefði 172 flotaflugvélar verið skotnar niður í bardögum og með skothríð úr loftvarnabyss um, en 32 skipum verið sökkt. Þessar fréttir Japana hafa ekki verið staðfestar í Washington, né heldu'* í London. Ríkisstjóri Belgíu og báðir þingforsefaro- ir á fundi með Leo- pold konungi í Salz- burg UNDÚNAÚT V ARPIÐ skýrir frá því í gærkveldi, að Karl ríkisstjóri Belgíu og bróðir Leopolds konungs væru komnir til Salzburg í Austur- ríki, þar sem konungur dvelst og eru í för með honum báðir forsetar belgíska þingsins. Munu þeir en neiga að ræða við Leopold um það, hvort hann segi af sér, eða framtíðar stjórnskipulag Belgíu. Enn hef ir ekekrt verið látið uppi um viðræður þeirra, en talið er, að á næstunni, verða skýrt frá á- formum konungs, hvort haim muni segja af sér eða ekki, en eins og ?agt hefir verið frá í fyrri fregnum, hafa ýmsir stjórnmálaflokicar landsins kraf izt þess, að Leopold taki ekki við konungdórai á ný.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.