Alþýðublaðið - 12.07.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.07.1945, Blaðsíða 5
Fiœmtudagur 12. júlí 1&45. 4LÞYÐUBLAÐIÐ Nokkrir tónar úr sjóferð. — Fólk og skip og sjór. — Tundurdufl. — Söngvar. — Norðmenn. BLESSUÐ. Eftir langt hlé, — og ég hef sannarlega saknað ykk ar, og þið líkast til mín — kem ég ég aftnr, og kann vel við mig. Það er víst ekkert horn á skipi, eða á sjó, en ég var þó á skipi, sem var á sjó. Ég var hvorki skráður með al farþega eða skipshafnar, en fór samt, blindur farþegi, með vini mínum og félaga. Mér finnst núna, að ég hafi verið eins og grammó- fónplata, sem tók upp tóna, og þessir tónar hljóma í mér við og við, en svo ótrúlega margir, að ég veit alls ekki hverja þeirra ég á að lofa ykkur að heyra. UM BORÐ 'var góður félagsskap ur á leiðiimi út, fólk hristist sam- an á sjó, fyrst er það stíft, svo kinnkár það 'koili, svo brosir það, og svo — ja, svo skeður svo margt. Kurteisi, tiíhliðrunarsemi, hjálp- fýsi. Já, fólkið, álhyggjulaust og glatt hristist saman, vélarnar stynja, skipið skríður áfram og skipstjórinn ræður stefnunni. Mót orarnir í Esju, allt hreint og fág- að — og vélfræðingar, danskir og sænskir, sem skoðuðu vélarúimið, sögðu, að þeir ihefðu aldrei séð vélar svo vel útlítandi eftir fimrn1 ár. Og skipshöfnin öll, kurteis, hjálpfús, nærgætin, umburðarlynd. Sannarlega sómi fyrir landið. Ég vií, að við verðum siglingaþjóð. Eignumst mörg og stór skip handa svona mönnuim, og förum um höf- in. ÉG GLEYMI ALDREI kvöldun- um um borð, þegar ég stóð við borðstokkinn og horfði yfir hafið. En sizt ;mun líða mér úr minni Jónsmessutevöldið, er ég stóð við hlið frú Theresíu Guðmundsson. Sjórinn var eins og spegill og gullin sólin speglaðist í fletinum um leið og hún hvarf.' Klutekan var rúmlega 1. Við töluðum sam- an — og eftir augnablik kom sól- in aftur upp til hægri. í sama bili sáust toollar Noregsfjalla, og það varð ys og þyis um borð — og tár og söngur. Þá istóð ©g við borð- stokkinn, síðast aleinn, til kl. 4. EÐA ÞEGAR við fórum innan skerja í Noregi, fyrst til Kristians sand og svo áfram, fram hjó Ar- endal og fleiri smábæjum. FóTkið þyrptist niður að ströndinni beggja vegna, bátar voru settir á flot og róinn lífróður <til skipsins, en Esja er hraðskreið, sumir, sem komu á móti, náðu, Ihinir ekki. Og það var hrópað og húrrað og veif að, já, jafnvel út uih gluggana með sængurverunum og fánar voru dnegnir að hún. Og iþegar við nómum staðar þustu bátarnir um- hverfisskipið: „Heja ísland!“ en við sungum og hentum sígarettu- pökkum og konfe'kti, eftir því seim hægt var í bátana, já, jafnvel einn tepakki mun hafá komizt til Nor- egs á þennan hátt. Sums staðar var unga fólkið í sundfötum. Það henti sér í -sjóinn og synti umhverf is bátana isína, brúnt, brosandi og glatt, fagnandi íslenzka skiþinu og íslendingunum um borð. OG LÓÐSARNIR teomu um‘ borð á þremur eða fjórum stcðum og ég rabbaði svolítið við þá. Ekki fehgið almennilegt kaffi í 5 ór, ekki séð gott tóbak, þekktu varla orðið te, höfðu farið huldu. höfði um skóga, barizt við Þjóðverja, setið í fangabúðum. Merktir menn. Og þegar maður hafði talað við þá svolitla stund og kvatt þá, varð maður ‘þegjandalegur, en það stóð ekki lengi,' því brosin og gleðin og áhyggjuleysið var um borð — þessa lfeið — og maður hreyfst og gleymdi hinu í svipinn. TUNDURDUFL, svartar, bann- settar ófreskjur, hálfar upp úr sjó. En ég sagði við litlu stúlkurnar: ,,Á Esju eru beztu útkíksmenn á íslenzka fiotanum. Það. er allt í lagi“ — og svo var farið að syngja. Svo var þoka á leiðinni til Kaup- mannahafnar, kol-biksvört þoka, hálf ferð eða ekki það, og hættur. En Höfn var framundan og allir hlökkuðu til að koma þangað, grunaði ekki hvernig þar var. Og við stóðum við bæði borð, og horfð um til Sviþjóðar og Danmerkur, fögur hús og fagrir skógar, blíð og ljúf ,lönd með gott fólk. Æf- intýri fyrir okkur öll. OG SVO var lagzt að hafnar- bakkanum. Þar var múgur og margimenni. íslenzkir og danskir jBánar, hróp og söngur, hlátrar og -tár. íslendingar í landi og íslend- ingar um borð. Ég stóð kyrrlátur við borðstokkinn minn og vissi ekki fyrr en ég var kominn í faðm- inn ó ljóshærðri brosandi og tár- votri stúlku, sem ég þekkti efcki. „Elsku þú, vertu veikominn. En þú verður fyrir vonbrigðum hér.“ Aldrei séð hana fyrr. Dóttir manns er ég þekki hér, systir stúlku sem ég þefcki hér. HafiSi séð mig fyrir 7 árum. Það var nóg. OG SVO ruddust blaðamenn um borð. Ræða í landi, sem enginn heyrði og ræða skipstjórans, sem . alilir heyrðu, af iþví að hann réði yfir hátalara. Svo blaðasamtöl, ljósmyndir, vegabréfaskoðun, ys og þys, allt vitlaust. Skipið varð eins og ólgandi haf á svipstundu og að vörmu spori þutu piltar og stúl’kur úr landi um skipið þvert og endilangt með harðfisk uppi í sór og harðfisk í höndunum. En á stþk u stað stóðu landar og skoð uðu undrandi amerísku sígarett- urnar okkar, 460 sígarettur, sem ég átti, hurfu á svipstundu' — og þó hafði ég alls ekki tíma til að afihenda þær. Og hoffmeistarinn, þar var þröng við dyrnar. Og svo varð hlé milli storma og ég bröiti í land. En það er önnur sága, ef þetta er þá nokkur saga, aðeins slitróttir tónar. En músik gatnanna í KaupiTiannahöfn kemur á morg- un. Hannes á horninu. Reykjavík-Keflavík-Sandgerði Burtfarartími frá Reykjavík er ki. 1 e. h. og kl. 6 síðd. Bifreiðastöð Steindórs ð Þetta er hús Harry S. Trumans Bandaríkjaforseta í Independence. Trésmiðir og aðrir iðnaðar- menn eru í óða önn að dytta að húsinu, sem var byggt skömmu eftir heimsstyrjöldina fyrri. — Nágrannar og vinir forsetans gera sér vonir um, að hann muni dveljast þarna um stund í sumar. Sumarbústaður Bandaríkjafersetans ka á sfríðsámnum FRANSKIR tízkuhöfundar eru begar farnir að sýna í'-am á það, að þeir njóta stuðnings frönsku stjórnarmn- ar og að íranska þjóðin getur örugg vænzt þess, að tízku- framleiðsla land'sins verði á komandi' tímum‘, — og jafnvel furðu fljótt, — „númer eitt“ miðað við aðrar þjóðir, eins og hingað til. Stjórnin hefur nýlega skipað mann í nýstofnað embætti, — listiðnaðarráðunaut; — og siá sem fyrstur hefur verið skipað- ur x það er Roger Louis Dupuy. Hann fylgist, með hverri nýrri tízkusýningu, dæmir um <tfyrir- myndirnar, sem fram koma, og á að sjá um, að jafnan sé vel til alls vandað, sem tízkunni viðkemur og gerðar auknar kröfur á því sviði,' eftir því sem mögulegt er. Meðan stríðið stóð yfir, varð vízkugagnrýn'in, af skiljanlég- um ástæðum, að vera harla væg. En maður skyldi hafa það í huga, að á normal tím- um veitir “haute couture” Frakklandi mikla eftirtekt og skapað hinn mikla tízkuiðnað, sem þarfnast 400,000 manns. • í Parísarverksmiðjunum ein- um starfa 30.000 manns; af þeim eru 20,000 saumakonur, klæðskerar og teiknarar. Kostn- aðurinn við framleiðslu nýs tízkufyrirbrigðis er venjulegast mjög lítill í samanburði við þá fjárfúlgu, sem inn kemur frá þeim sem kaupa, þegar flíkin er komin tilbúin — ný — upp í hendurnar á þeim. Það er því auðséð, að hin nýja ákvörðun stjórnarinnar mun frekar miða að því, að fara verður sem hagkvæmleg- ast með þau hráefni, er til tízkunnar þarf, því hún þarf mikið, ef hún er einu sinni komin af stað. Áætlunin um að vernda hinn franska iðnað var þegar tekin strax eftir að Þjóðverjar her- Yf FTIRFARANDI grein, er þýdd úr enska blað- inu “Daily MaiP’ og er höf- undur hennar Joy Parry. Rekur höf. hér í fáum dráttum ýmsar tízkunýj- ungar frá Frakklandi og talar sömuleiðis um að- stæður franskra tízkuhöf- unda, á undanförnum árum, við þau kjör sem styrjald- arástandið liefur skapað og hafa verið síður en svo góð, að þess hafi ekki sézt merki á tízkunni sem öðru. námu París árið 1940. Þessi tilraun Frakka varð einnig til þess, að miklu færri en ella, voru látnir fara í nauðungar- vinnu til Þýzkalands. Frökkum hefur verið lagt það til lasts, að þeir sóuðu of miklu efni í það, sem þeir fram- leiddu og kynnu auk þess ekki að hagnýta sér vinnukraftinn á réttan hátt. Ef tíu franskar stúlkur unnu að því að sauma eina kápu á frú Göring, var hún líka betur saumuð og fallegri heldur en hún hefði orðið nokkurs staðar í Þýzkalándi. Eftir því sem efni til tízku- framleiðslunnar varð sjald- gæfara og óvandaðra, voru á yfirborðinu gerðar meiri kröfur á ýmsan hátt, til þess að leyna hinu raunverulega ástandi. * Þær tízkusýningar, sem nú standa yfir í Frakklandi, eru eftirtektarverðar fyrir það, hve allar tillögur og uppdrættir ebu hagkvæmlega upphugsaðir og gerðir, þrátt fyrir 'hin rýru efni, sem af er að taka. Það, sem ekki er úr gerfiefni, er t. d. látið vera á einkar áberandi stöðum, — og fer vel á því. Þeir, sem halda því fram, að franska tízkan í dag sé of yfir- borðsleg, íburðarmikil á leiðin- legan hátt, — jafnvel „O'f kven- leg,“ verða að hafa það í huga, að verksmiðjur, sem ekki hafa af of miklum efnum að taka, freistast einmitt til slíks, svo að hið raunverulega ástand sé sem minnst áberandi. Ef til vill hafa* franskir iðn- aðarmenn og ráðamenn á þess- um sviðum ekki farið rétt að riáði sínu hvað þetta snertir, undanfarin ár. E. t. v. hefðu þeir átt að framleiða minna, — en betra. i í raun og veru hefur þurft tiltölulega lítið af hxáefni til þess að „haute couture“-iðnað- rnn gengi sinn vanagang. Og auk þess er gaman að bera þetta saman við efniseyðslu í föt, sem svo algeng er meðal franskra kvenna á normaltím- um. Áætlað er, að franskar tízkuverksmiðjur hafi ekki notað nema tuttugasta partinn af því efnismagni, sem til var í landinu á árunum fyrir stríð. • / En ýmislegt virðist nú benda á, að tízkan muni verða ein- faidari — og jaf.nvel minna kostnaðarsöm, — en hún hefur verið. Kvöldkjólarnir hafa til dæmis breytt þó nokkuð um svip, — eru styttri og taka minna efni: — samt sem áður mjög fallegir, eins og blessuð tízkan er jafnan vön að vera. Hvað litaval snertir, er all- mikið lagt upp úr áberandi litasamblöndunum, — gult, grænt, skjallhvítt ásamt bláu af ýmsum tegundum eru mjög álgengir litir á tízkuklœðnaði kvenna. Ljósrautt er venju- legra en nokkur annar rauður litur. Randir og txglar eru mjög óalgeng fyrirbrigði í tízku- klæðnaði Frakka í dag. Sumar-. kjólarnir eru flestir einlitir. Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.