Alþýðublaðið - 12.07.1945, Page 7

Alþýðublaðið - 12.07.1945, Page 7
Fimmtudagur 12. júlí 1945. 7 ALÞYÐUBLAÐI0 Bœrinn í dag. Næturlæknir er. í Lækr.avarð- stoiunni, simi 5030. Næturvörður er í IngóJfsapóteki. Nasturakstur annast B. S. í. 1540. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. 20.20 Hljómplötur. 20.50 Frá útlöndum (Björn Franz son). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á bíó-orgel. 21.25 Upplestur: „Trygg ertu Toppa“, bókarkafli (Ragnar Jóihannesson les). 21.45 Hljómplötur: Annie C. Þórð- arson og Iðnaðarmannákór- inn syngja Rapsodiu eftir Bralims (söngstjóri: Róbert Abraiham). 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. Séra Árni Sigurðsson er farinn í sumarleyfi. Vottorð úr kirkjubókum hans eru afgreidd á Smáragötu 12, neðstu hæð, kl. 6—7 alla virka daga nema laugar daga. Tveir ísienzkir lislmál- araf ___ Framhald af 2. síðu ið mótív og við góðan tíma er vel hægt að skilja ekki þýðing arlausu hlið hinnar abströktu túlkunnar.“ — Ætlarðu að hafa sýningu heima? .,Ja, það var hugmyndin. Ég er hér með 40 myndir. Ég hygg, að ég muni ekki hafa sýningu fyrr en fer að líða að hausti og fólki fer að fjölga í bænum. — Svo vil ég dvelja heima um skeið og ferðast um. Það er orðið svo langt síðan ég hef uverið heima. —•' Ég veit, að ís- land mun gefa mér nýjar hug myndir o? aukinn þroska, eftir nazistaöldina í Danmörku, en meðan nazisminn batt okkur, ,óx hin innri þrá eftir frelsi og uppreisnarþrá okkar fékk nær- ingu. # Sigurður Sigurðsson listmál- ari, sonur Sigurðar sýslumanns á Sauðárkróki, er aðeins 28 ára að aldri. Hann er hár og festu- legur maður, dökkur á þrún og brá og hefur ákveðnar skoðan ir á hlutunum, Sigurður Sig- urðsson segir: „Ég fór utari 1939 og innrit aðist í Listaháskólann, síðan hef ég numið við skólann, en auk þess hef ég málað töluvert; aðallega í sveitum Danmerkur. Þá málaði ég og myndir frá ís- landi. Ég tók fyrst þátt í sýn- ingu 1943, haustsýningu lista- manna og komst gegnum hina ströngu gagnrýni. 1944 átti ég þrjár myndir á sýningu í Char-' lottenborg og í vor átti ég 5 myndir á sýningu þar., — Ég var ánægður með árangurinn, féxk tiltöliilega góða dóma fyr ir nýliða í öllum blöðum Kaup- mannahafnar. — Þá var mér og boðið að sýna 10—15 mynd- ir, án þess að þær kæmu til dómnefndar á haustsýningu núna, en bví boði gat ég ekki tekið, því að ég vildi fyrir alla inuni komast heim og mála heima og starfa að öllu leyti heima. — Ég vil og ég ætla mér að mála mitt eigið land og mitt eigið fólk.“ — Og hvað málar þu helzt? „Ég. mála landslagsmyndir og portrett. Ég er ekki af hin- um nýja skóla og er ég þó ekki á nokkurn hátt að gagnrýna han. Hvört tveggja á víst jafn mikinn rétt á sér,“ Þorsteinn Oddsson verkamaSur 85 ára 'í. Þorsteinn oddsson verkamaður, einn af stofn endum verkamannafélagsins Dagsbrún er 85 ára í dag. Nú dvelur hann hjá dóttur sinni og tengdasyni að Strönd á Stokks- eyri, en 'hér í bænum átti hann ’heima í fjölda mörg ár á Njáls- götu 29. Þorsteinn Oddson var einn af beztu og öruggus'tu félögum Dagsbrúnar um fjölda ára skeið og virkur þátttakandi í félögum Alþýðuflokksins. Gamlir sam- starfsmenn hans, félagar og vin ir senda honum nú hlýjar heilla- óskir sínar. Fyrsta millilandaflug íslendinga. CataEinaflugbátur- inn flaug í gær til Skotlands á @ klst. CATALINAFLUGBÁTUR Flugfélags íslands fór af síað kl. 7.27 í gærmorgun á- Ieiðis til Skotlands,- og mun hafa verið komihn þangað um kl. 1.30 e. h. Er þetta í fyrsta sinn, sem íslenzkri flugvél er flogið milli landa af íslenzkum flugmönnum. Flugbáturinn mun koma hingað aftur í dag. Flugfélagið stóð í sambandi v;ð áhöfn flugbátsins á leið- mni út og mun ferðin hafa gengið ágætlega. Lenti flug- báturinn eins og ráð hafði ver ið fyrir gart á sjóflugvélahöfn í Largs, Flugmennirnir, sem 1 fljúga Catalinabátnum þessa fyrstu 'reynsluför (millí landa, eru beir Jöhannes Snorrason og Smári Karlsson, en auk þeirra er loftskeytamaður, Jóhann Gíslason og vélamaður Sig- urður Ingólfsson. Ennfremur fóru með tveir brezkir flug- menn, annar laftskeytamaður og hinn leiðsögumaður, sem brezka flugmálaráðuneytið og, flugherinn lánuðu Flugfélag- :nu góðfúslega til að fara með þessa fyrstu för. Auk áhafnarinnar fóru svo fjórir farþegar til Skotlands með flugbátnum. Farþegarnir eru: Jón Jóhannesson stór- kaupm., Hans Þórðarson stór- kaupm., Jón Einarsson stór- kaupm. og séra Robert Jack. Eins og áður er sagt, mun ílugbáturinn koma til Reykja- víkur aftur í dag og verður þá hægt að skýra nánar frá ferðinni, þegar búið er að ná tali af flugmönnunum. Hjónaefni Síðasliðinn laugardag openberuðu irúlofurí sína ungfrú Guðrún Guð- mundsdóttir Öldugötu 32 og Gísli ! Guðlaugsson, Miðtúni 68. Prh. af 2. síðu. helst að annar 'hver maður sé milljóner. Þetta má ekki taka sem öfund, þótt ég j'áti það, að mér þætti gaman að eigá mikla peninga. Jú, mó: finnst vera mikil þreyting hér í öFu frá þvi ég var hei.ma síðast. Mér hefur alltaf fundizi í.sland veru töfra- land, þega'c éy hel verið 'fjærri. því, en svo er ég hef komið heim þá hefu'r það verið. ósköp blátl- áfram. þar til né; n’ú biriist það mér sem tafraland, 'þegar ég er staddur hér. Það er aðeins eitt, sem vantar hér ennþá; það er, að Þjóðleikhúsið verði fullbúið. Mér 'hefur altlaf sárnað, þegar ég hef komið heim, að sjá þetta veglega hus ófullgert.“ — Hvn r búizt þér við að halda konsert yðar? ,,Ég hef ekki l.eitað fyrir mér með húsnæði ennþá, en ég held ég kunni bezl við mig í Gamla Bíó, ef ég get fengið það leigt. Annars finrist mér það stór galli ! að ekki skuli vera hægt að fá | hér 'hús' til að baldu söngskemmt i anir i nema á nóttunni. Og mig furðar á vilja fólks, sem þarf að vakna snemma á morgn- anna, að það skuli leggja það á sig að fara á næturhljórnleika. — Siðar svngið þér svo úti á landi? ,,Það er ég ekki viss um, að ég geri að þessu sinni. Síðast þegar ég var hér, söng ég víða úti um land, og talidi það ekki eftir mór. Nú langai’ mig hins- vegar mest til þess að ferðast um landið, finna skyldmenni og vini, en taka mér frí frá söngnum.“ — Þér lofið þó landsmönn- um að heyra til yðar í útvarp- inu áður en þér farið? „Að sjálfsögðu myndi ég taka því með þökkum ef útvarpið byði mér að syngja fyrir landa mína og ekkert væri mér ljúf- ara að gera.“ — Syngið þér ekki. inn á plöt ur meðan iþér dveljið hér? „Nei, það gel ég ekki ger.t. Félag það, sem ég er .ráðinn hjá til að syngjia inn á hljóm- pftötur, leyfir ekki að ég syngi inn á plötur hjá öðru fima em því. Ég hef sungið inn á 7 plöt- ur, síðan ég var ihér síðast, þrjá dúetta, tvö ítölsk smálög og tvær ítalskar óperuaríur. Síð- ustu árin hefur ekki verið neiitt tekið inn á plötur hjá félaginu vegna styrjaldarinnar. Vélarnar sem notaðar eru við það, eru á- kaflega dýrmælar, og var þeim komið á öruggan stað til geymslu yfir stríðsárin." — Hvað hafið þér sungið í mörgum óperum við Konung- lega leikhúsið? „Þær munu vera orðnar ná- lægt 10. Meðal þeirra eru, Car- men, Rigoletta, Perlufiskar, Faust og Cavallera Rusticana.“ — Hafa starfsmeran Konung- lega leikhússins ekki. góð laun? „Jú, ef miðað er við vinnu- stundirnar, þá eru þau góð. Annas fer það nokkuð eftir flokkum. Það má segja, að það séu starfandi þrjár deildir eða þrjár listgreinar, það er dansinn, leiklistirin og óperan. Svo fá menn eftirlaun, þegar búið er að vinna vissan árafjölda. Há- markið i eftirlaun, eru 6—7 hundruð krónur á mánuði, enda sé • sá, sem þeirra launa nýtur búinn a.ð vera fastur stafsmað- ur í 15 ár. Elzti söngvarinn við óperuna núna er 65 ára og hann starfar ennþá. Hann heitir Niis ( Hansen og er sonur hans giftur dóttur Magnúsar, á Blikastöðum ég veit ekki nema hann búi þar j nú. Ég ímynda mér að Nils sé elzti starfandi söngvari heimsins Það væri gaman að endast einis vel og hann,“ sagði Stefanó að lókum og fylgdi blaðamönnun- um brosandi til dyra. Lagarfoss er á förum III NorSurlanda | 3 ÁÐGEBT er, að Lagarfoss leggi af stað frá Reykjavík áleiðis til Norðurlanda í kvöld. Skipið flytur vörur héðan til Austfjarða, en lestar þar aftur vörur frá Landssöfnúnarnefnd- inni, sem fara eiga með því til Bergen. Síðast þegar blaðið átti tal við skrifstofu Eimskipafélags- ins, var þó ekki alveg útfrá því gengið hvort skipið gæti farið í kvöld, en meiri líkur taldar íyrir því. Eins og áþur var sagt, mun Lagarfoss flytja vörur frá Landssöfnunarnefndinni til Noregs og fer því fyrst til Berg . en. Þaðan mun skipið svo fara til Kaupmannahafnar og Gauta borgar og taka vörur heim á báðum þeim stöðum. Á Lagarfossi er aðeins pláss fyrir 18 farþega og má því værita að það verði fullskipað báðar leiðir. Hins vegar mun skipið vera fullfermt vörum út, en ekki er vitað um það enn þá, hvernig gengur að fá vörur heim með því frá Kaupmanna- höfn og Gautaborg. H. C. Hansen frh. af 4. síðu. samtímis að færa landinu ný vérðmæti, hafði í för með sér alvarlega hættu á verðbólgu. Erfiðleikar þeir, sem fylgdu peningamergðinni voru að nokkru^ leyti. yfirunnir með nákvæmu eftirliti með verð- iaginu, og í sambandi við það hækkuðum sköttum og ýmsum öðrum ráðstöfunum, sem miðl- uðu að því, að binda pening- ana, svo sem töku ríkislána til lengri eða skemmri tírna. — Þessar ráð^tafanir gátu þó að- eins haldið verstu erfiðleikun- um niðri, án þess að bót yrði ráðin á til fulls Það verður að nota áhrifaríkari meðul til þess að leggja bönd á þessa 8 milljarða, sem hetfur verið kástað út meðan á hernáminu stóð, eða strika það alveg út. Hverjar ráðstafanir verða gerðar í þessu máli, er ekki annt að upplýsa neitt um að svo stöddu. — Við erum raun- verulega að hefja nýbyggingu, því að allt er í rústum. — Þú segir, að þér finnist eins og allt sé í upplausn. Fjárhags- kenfið er á ringulreið, en þjóð- in mun aftur byggja upp hið lýðræðislega samfélag sitt.“ vsv. Axlirnar á kjólunum eru yfir- leitt áberandí og fyrirferðar- miklar. Sömuleiðis eru föt stoppuð, ýmis konar listar (herðalistar o. fl.) eru algengir, bæði á fötum karla og kvenna. Hálsbhidi eru mjög skrautleg og algengt að eytt sé meira efni í þau en áður, — þrátt fyrir fataskömmtunina. Flihbar eru þannig í laginu, að reynt er að láta háls og andlitslag njóta sín sem bezt, hvernig sem lögunin er. Yfirleitt eru flibb- arnir hornlangir og breiðir upp. Hattar karla og kvenna eru minni en áður, — og er það, hvað kvenhattana snertir, e. t. v. hugsað út í sambandi við það, að fyrirferðarmiklir kven- hattar geta stundum órðið harla óþægilegir í þifreiðum þar sem lágt er undir loft,, — en það er það í flestum nýtízku- bifreiðum, þótt undarlegt kunni að virðast. Máiverkaverzlun opn- uS í Auslurslræli 12 T DAG verður opnuð sér- *■ stæð verzlún í Austur- stræti 12, anpari hæð. Er það málvérkaverzlun, sem Sigurð- ur Benediktsson hefur stofnað, Verða þarna seld málverk og vatnslitamýndir, eingögu eftir íslenzka myndlistamenn. Sigurður sýndi í gær blaða- mönnum nokkrar myndir, sem hann var búinn að koma þarna. fyrir. Voru það myndir eftir 14 málara. Sú dýrasta er eftir Kjarval og kostar 2500 kr. Hins vegar eru margar litlar og ó- dýrar myndir í verzluninni, allt niðúr í 100 krónur, þær ód.ýr- ustu. Alls voru þarna samankoann- ar 50 myndir. Verður þarna vettvangur fyr ir ísl. málara, að koma verkuna sínum á framfæri; milliliður xnilli þeirra og kaupendanna. — Hvað Sigurður það vera á- setning sinn, að myndir þær, sem hann fengi til sölu, væru við það hóflegu verði, að al- menningi væri unnt að kaupa þær til ýmis konar tækifæris- gjafa. Verzlunin þessi nefnist Lista- verk og verður hún opin dag- lega alla virka daga frá kl. 1—S. Þriðja sumarleytisferð Ferðafélagsins hefst á morgun UMARLEYFISFERÐIK Ferðafélag Islands, eru nú byrjaðar fyrir nokkru. Lagt var af stað í fyrstu förina þann 30. júní s. 1. Farið var norður í land og voru þátttakendur í förinni rúmlega fjörutíu. Ferð þessi stóð yfir í 9 daga og kom ferðafólkið aftur til bæj arins um síðustu 'helgi og lét mjög vel af förinni. Fékk það sólskin og veðurbliðu á Norð urlandi. Fárið var til Akureyr ar, Mývatns, Ásbyrgis, Detti- foss og til Axarfjarðar og víð- ar. í fyrradag lagði annar leið- angur af stað í 11 daga ferð. Farið verður alllia leið austur á Fljóisdalshérað og víða komið við á leiðinni, þátttakendur í þessari ferð eru 48. Þriðja sumarleyfisferðin, sem Ferðafélagið gengst fyrir, hefst á morgun, og er henni heitið um Vestfirði. Ekið verður bifreiðum að Kinnarstöðum í Þorskafirði en næsta dag farið ríðandi yfir Þorskafjarðarheiði vestur að Djúpi. Ferðast um Djúpið í 2 daga, -meðal annars komið í Vatnsfjörð, í Reykjanes, Æðey, Vfgur og í Kaldalón. Þá haldið til ísafjarðar-kaupstaðar, en þaðan með bifreiðum yfir Breið daisheiði og Gemlufeíls'heiði til Rafíiseyrarheiði og Rafnseyri, þaðan með bát um Arnarfjörð að Dynjanda og í Geirþjólfs- fjörð og til Bíldudals -um kvöld- ið. Farið sjóveg að Fossi en þaðan ríðandi yfir Fossheiði að Ilaga á Barðaströnd og að Brjánslæk um kvöldið. ■ Næsta dag farið inn Vátnsfjörð og dvalið í skógunum við vatnið þarin dag. Þá farið aftur að Brjánslæk og með Flóabátnum yfir þveran Breiðafjörð til Stykkishólnis með viðkomu I Flatey. Ekið úr Stykkishólmi til Borgárness eða til Akraness og sjóveg til Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.