Alþýðublaðið - 21.07.1945, Page 4

Alþýðublaðið - 21.07.1945, Page 4
ALÞYÐUBLAÐBÐ Laugardagurum 21. júií IS45 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pétursson. Súnar: Ritstjórn: 4901 og 4902 Afgreiðsla: 4900 og 4906 Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 40 aurar Alþýðuprentsmiðjan. HorgunblaSið vaknar upp vl vondan draum. MORGUNBLAÐIÐ virðist vera farið að hafa eitt- hvað óþægilega drauma; því að morgun eftir morgun hrekk- ur það upp með andfælum og talar óráð um jafnaðarstefnu og sósíalísma. Það heyrir í fréttunum á d&ginn og á kvöldin, að fólkið er aftur farið að knýja á úti í heimi um róttækar skipulags breytingar og bjóðnýtingu vissra mjög þýðingarmikilla auðlinda og framleiðslutækja í því skyni að jafna kjörin og tryggja þjóðirnar gegn nýrri kreppu og nýju atvinnuleysi. Mörg stórfyrirtæki í kolanámi og vélaiðnaði Frakklands hafa þegar verið þjóðnýtt. Og á Bretlandi verða kröfurnar stöðugt háværari um ' að hið cpinbera taki í sínar hendur rckstur vissra fyrirtækja og framleiðslugreina, sem auð- hringar hafa þegar einokað, en almenningsheill er undir komin, svo sem námurekstur, rafveitur og járnbrautarsam- göngur. Þannig kemur í ljós, að jafnaðarstefnan eða sósíal- isminn, sem íhaldið í öllum Jöndum hélt að væri. dauður, er ennþá bráðlifandi og meira að segja sókndjarfari nú, en nokkru sinni áður! Hvaða furða, þótt Morgun- blaðið sé farið að hafa dálítið órólegan svefn? Því að hver veit nema krafan um bæjar- útgerð í Reykjavík, til dæmis, fari að gera alvarlega vart við. sig á ný? • Því þykir Morgunblaðinu nú mikið við liggja; og vits- munaverur þess sitja með sveittan skallann við að telja fram ,,rök“ sín á móti úrræð- um jafnaðarstefnunnar. Fyrst er bá gripið til þeirrar eldgömlu blekkingar, að jafnað arstefnan vilji „koma öllum framleiðslutækjum í hendur hins opinbera.“ Þetta vita þó Morguriblaðsritstjórarnir ofur- vel, að hefir ekki við neitt að styðjast. Hinsvegar telur jafn- aöarstefnan það nauðsynlegt til þess að tryggja öllum at- vinnu og þjóðunum þar með viðunandi afkomu, að hið opinbera fái vaxandi hlutdeild í og eftirlit með rekstri þeirra fyrirtækja og atvinnugreina, sem þjóðarbúskapurinn * í hverju landi stendur og fellur með. En þá segir Morgunblaðið: „Slíkt skipulag hlýtur að hafa lamandi áhrif á athafnalöngun einstaklingsins.“ Já, finnst mönnum atvinnu- líf Hafnarfjarðar, til dæmis, þkki bera þess vott, að bæjar- útgerðin þar hafi orið til þess „að hafa Íamandi áhrif á athafna löngun einstaklingsins“- Eða Anna frá Moldnúpi: réf lil Ólais Jóhanns Herra ólafur JÓHANN SIGURÐSSON! Ég vildi mega þakka þér þann óverð- skuldaða heiður, er þú sýnir mér, að blanda minni ófull- komnu persónu inn í hávísinda lega ritgerð um konuna og skáld skapinn, sem þú skrifar fyrir útvaldar vinkonur þínar í maí hefti Melkorku 1945. Að vísu er þér nokkur vorkunn þar sem þú sýriist ekki vera annað en lítt þroskaður unglingur, ef dæma má af ritsmíð þessari. En ég hef áður gjörzt all djarfmælt og opinská, er ég skrifaði nokkur orð um bók þína „Fjallið og drauminn,“ því þrátt fyrir allt taldi ég mig þar standa andspænis karlmanni. Það er þó ekki ætlun mín að i'ara að biðja mér neinnar af-» sökunar á því, sem ég sagði þar, heldur vil ég þvert á móti lýsa því yfir, að ég mun hvorki láta þig eða aðra setja mér fyrir um það, hvaða ályktanir ég dreg af þvi sem ég les, og opin berlega er gefið út fyrir almenn ing, meðan skoðanafrelsi pg rit- frelsi er viðurkent í þessu landi. Annars þætti mér mjög fróð- legt að vita, hvað þú telur mig hafa falsað úr bók þinni, svo að ég hafi áunnið mér ríflegar fjársektir, eða tugthúsvist, það er að segja ef .siðmenning vor væri álíka og í öðrum menning- arlöndum. Hvaða lönd þú tekur í þeim flokki veit ég ekki.. Ég reyndi að fara samvizku- samlega með það, sem ég tók upp úr bók þinni. Yona ég að við samanburð geti það allt staðizt. Mér hefur aðeins tekizt að skýra það í fáum orðum, sem þú þurftir margar blaðsíður til. Er það gömul og góð íslenzk frásagnarlist, að vera stuttorð- ur og gagnorður (samanber Ara hinn fróða Þorgilsson). Ég skal í fullri hreinskilni segja þér og öðrum rithöfund- um, sem ekki eru það þroskaðir, að þeir þoli að lesendur líti hver sinum augum á bókmennt ir þeirra, að þið ættuð að láta fylgja þeim einskonar leiðar- v.hi, sem segði fyrir um það, hvað hugsa mætti í sambandi við eitt og annað, sem fyrir kæmi í bókunum. En það mundi reynast lítt þroskandi, allra sízt fyrir höfunda. En það er hreint frá að segja, að ef þú ætlast til af mér, að ég lífsreynd alþýðukona, ættuð ofan úr sveit, uppalin við lest- ur gullaldarbókmennta, í þrosk andi skóla allrar ærlegrar vinnu, utanbæjar og innan, ef að þú ætlast til þess að, ég taki allt fyrir góða og gilda vöru, sem þú skrifar, þá verður þú að venja þig á að húgsa af meiri rökfestu, en þú gerir í Mel- korkugrein þinni. Langar mig aðems til að benda bér, með vinsemd, á stærstu götin. Þar sem þú ert að benda mér alþýðukonu, á ýmsa eríenda höfunda, sem enginn sanngjarn maður getur ætlast til, að ég hafi tækifæri til að lesa, ætla ég að minna þig á, að lesa öll þau ósköp, er þú þykist hafa ráð á, af meiri skilning, heldur en það, serii þú hefur „gluggað11 í bibliuna og fræði Homers. Það má segja ,að kunnugum sé bezt að bjóða, þar sem vin- konur þínar eiga í hlut, því vart mun hægt að komast af rneð einfaldari biblíuskýringar en þær, sem þú gefur okkur —- að biblían sé eins og önnur austurlenzk helgirit og þjóð- sagnir, sem lýsi býsna marg- breytilegum konum. Undarlegt, að maður, sem vill láta bæði mig og aðra halda sig bókvísan, talar þannig um biblíuna, þessa bók allra bóka, sem átt hefur orð handa öllum mönnum við hin ólíklegustu tækifæri, jafnt spekingnum, sem hinum fáfróða. Ef nokkur bók er til, sem getur kallazt bók sannrar lífsspeki, þá ey það hin blessaða trúarbók vor, heúög ritning, þótt ég sé ekki bibliufróð, þá veit ég þó nóg til þess, að hún geymir upp- sprettu eilífs lífs í fagnaðar- erindi drottins vors og frelsara Jesú Krists, sem ég kann ekki að fyrirverða mig fyrir, fremur en Páll postulj. Ég tek mér ekki nærri, þótt þú sendir mér tón- inn fyrir að hlýða á guðsorð, nrér mun ekki reynast það ó- tfaustari leiðarvísir, en vin- konum þínum ritsmíðar þínar. Eihs og flestir íslenzkir ung- lingar hefi ég einhverntíma les ið Odysseifskviðu Homers í þýð ingu Sveinbjarnar Egilssonar. En ég varð alveg forviða, þegar ég las það í grein þinni að þú gazt Iátið anda þinn heillast af rokkhljóði Penelopu. Skárri er það nú næmleikinn! Ég man ekki betur en að Homer (eða hver það nú var, sem raunveru lega samdi Odysseifskviðu, það ódauðlega verk) — léti Pene- lopu vefa. Skáldið hefir kunn- að skil á vínnubrögðum, og veit að það þarf hugsandi höfuð til hvað sýnist þeim, ef þeir bera það saman við atvinnulíf-ið í Reykjavik, þar sem engin bæj arútgerð er, en hver togarinn eftir annan hverfur burt úr bænum, úr höndum hins marg lofaða einstaklingsframtaks? Ætli það geti ekki svo far- ið, að full þörf reynist á, áður en langt um I'íður, að bæjarút- gerð í Reykjavík bæti svolit- ið upp það einstaklingsframlak á sviði. útgerðarinnar og at- vinnulífsins yfirleitt, sem Morg unlblaðið taíar nú svo digur- barkalega um? / * „En“, segir mogunblaðið; „sósíalisminn hefir hættu í för með sér fyrir persónufrelsi. eip- staklingsins. Þegar hið opin- bera er orðið' aðalatvinnurek- andinn og aðalstjómandinn, er ekki lengur til nein trygging gegn þvi, að rikisvai'dið safn- ist á hendur örfárra ábyrgðar- lausra manna, sem síðan beittu því eftir sinni hentisemi.“ En, hvar er þá tryggingin gegn því i þeim lÖndum, þar sem allur atvinnurekslur lýtur alræði nokkurra auðm'anna eða auðhringa, svo sem i Þýzka- landi um það bil, er Hitler brauzt til valda með bófaflokk sinn? Ætli það hefði ekki ver ið bezta Iryggingin gegn Hitl- er og stjórn hans, að búið hefði verið að setja auðmenn og auðhringa Þýzkalands und- ir svolitið skarpara eftirlit hins opinbera, og þjóðnýta eitthvað af þeim fyrirtækjum, sem gerð voru að féþúfu fyrir hann og flokk hans í baráttunni um völdin? > Ef jafnaðarstefnan og þær skipulágsbreytingar, sem hún berst fyrir í því skyni að skapa öllum atvinnu og félagslegt ör- yggi, tryggir ekki frelsið og lýðræðið meðal þjóðanna, þá gera það áreiðanlega engir aðr- ir. þess að setja saman voð svo vel fari. Kemur þar til greina skapandi verkhyggni, sem get- ur reiknað og séð í hendi sér fyrir fram. Penelopa er orðin í vandræð um með að venjast hinum á- gangssömu biðlum, er sóttu að henni úr öllum áttum í fjar- veru Odysseifs, manns hennar. Settust þeir meira að segja að í höll Odysseifs sjálfs, og sóuðu eignum hans í ofdrykkju og ó- llfnaði. Jafnvel þegnar Pene- lópu eggjuðu hana að giftast, þar sem úti mundi um Odysseif. — Setti Penelopa þá upp lín- vef, sem hún sagðist ætla í ná- klæði handa hinum ríka Rake- mes, þegar banagyðjan vitjaði hans. Lézt hún vilja ljúka vefn um áður en hún hugsaði um að gifta sig. Óf hún nú á dag- inn en rakti aftur upp á nótt- inm við blys. Þannig blekkti hún alla í 3 ár. En þá kom þerna ein upp um hana. Er það nú ekki heldur klént að bera þetta allt afbakað á borð fyrir konur, sem hafa lesið Od- ysseifskviðu og kunna skil á vinnubrögðum ? Það er hvorki spuna hljóð, né vopnagnýr, sem skáldið vill túlka fyrir þjóð sinni. En í skáldverki þessu birtist allur goðaheimur Grikkja Það er trú og siðgæði, sem þetta á- gæta fornaldarskáld er hér að Augiýsingar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu, fyrir kL 7 að kvökii kenna samtíð sinni að elska Qg meta. Það er hinn þolgóði ráð- svinni Odysseifur, sem treystir guðunum og guðírnir elska, sök um hreysti hans og mann- kosta. A guðaþingi t.aka þeir ákvörðun að leiða hann heilaR heim, eftir 10 ára hrakninga á heimíeið frá Trójuborg. Kemst hann þannig til sinnar þreyj- andi og biðjandi Penelopu, sena heldur vill deyja, en þurfa að giftast öðrum, en hinum goðum líka Odysseifi. En það ætlar ekki að ganga þrautalaust, að hann fái Penelopu til að trúa því, að hann sé hinn rétti Odys seifur. Það tekst fyrst, þegar hann getur lýst hvílurúmi þeirra hjóna, sem hann hafði sjálfur gjört, með þeim hætti, að byggja svefriherbergið utan um lifandi eikarstofn, hola haniit og greipa gulli. Þetta leyndar- Framh. á 6. síðu. TÍMINN í gær gerir að um- ræðuefni j viðtal, sem Skúli Skúlasön átti við danska blað- ið „PoIiti.ken“, þegar Esja kom til Kaupmannahafnar, en í við tali þessu er farið hinum hörð ustu orðum um Gunnar Gunn- arsson skáld og honum m. a. borið á brýni, að hann sé land ráðamaður. Segir svo í þessari grein Tímans: „Einn meðal þeirra manna, sem fóru með Esju til Kaupmannahafn ar á dögunum, var Skúli Skúla- son ritstjóri. Birtist í danska blað i inu ,,Politiken“ viðtal við hann skömmu eftir komuna til Hafnar. Þetta viðtal hefir vakið mikla undrun og gremju þeirra íslend- inga, sem lesið hafa. Þar er með- al annars vikið að Gunnari Gunn arssyni ritliöfundi og viðhöfð þau ummæli, að hann sé ekki „nogen höj Stjerne“ í föðurlandi sínu og sú furðulega skýring gefin á því, að alþingi ákvað að veita hon- um einum sérstök rithöfundalaun á fjárlögunum, að „vi kunde jo ikke stemple ham som Landsfor ræder“. Fleira er í viðtali þessu, sem kemur vægast sagt mjög und arlega fyrir sjónir. Hér heima spyrja menn hvern annan í undrun, hvernig á því geti staðið, að kunnur blaðamað- ur eins og Slcúli Skúlason lætur hafa annað eins og þetta eftir þér. Þykir mörgum ótrúlegt, að hann hafi nokkurn tíma látið slík orð falla. En þá kemur til hans kasta að mótmæla kröftuglega, að sýna svart á hvítu, að ummælin séu að eins afbökun ófyrirleitins manns, sem hann hafi verið svo óhepp- inn að ei&a tal við. Öll íslenzka þjóðin dáir Gunrvar Gunnarsson einhuga og telur hann ágætasta rithöfund sinn, og hér myndi enginn leyfa vér að bregða hon- um um slíkar vammir, sem fylli- lega eru gefnar í skyn í hinu furðulegu viðtali Skúla Skúla- sonar við hinn danska blaðaínann, Það eru nú uppi þeir tímar, þeg ar það virðist helzta fangaráð ó- fyrirleitinna manna að bera land ráð á andistæðinga sína, svo sem dæmin sanna, og víg Guðmund- ar Kambans er okkur íslending- um eitt sorglegasta dæmið um. slíkar starfsaðferðir.“ Það fer ekki hjá því, að þessi ummæli „Politiken“ um Gunn ;ar Gunnarsson veki almenna gremju með íslendingum. Eta sér í lagi er það harmsefni, að íslenzkur blaðamaður skuli borinn fyrijr þessum ummæl- um, sem allir munu eindónxa um, að sáu með öllu tilefnis- laus og órökstudd. Og víst eru þau orð Skúla Skúlasonar um Gunnar Gunriarsson, sem „Politiken“ hefir eftir, ! ólík- leg til heilla fyrir norrænan. samhug. Elril l 4 ,ra Vörumóttaka til Súganda- fjarðar, Bolungavíkur og Súöa víkur fram til klukkan 11 ár- degis í dag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.