Alþýðublaðið - 21.07.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.07.1945, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 'Laugardaguriim 21. júlí 1945 Bréf um elliheimili fyrir íslendinga erlendis — Rödd um að þeir eigi að koma iheim — Blaðafulltrúi íslands á Norðurlöndum — Tillaga eins, sem nýkominn er heim. VALUR segir í bréfi til mín: ,Ég sá þess einhvers staðar getið að íslendingar í Danmörku hefðu áhuga fyrir því að koma upp elliheimili í Kaupmannahöfn fyrir .aldraða .íslendinga, .sem hvergi ættu höfði sínuí að að halla. í sjálfu sér er hér um göf- ugt starf að ræða, en mér finnst að þetta eigi þó ekki við. Ég tel að íslendingar eigi að koma heim og vera heima. Mér skilst líka að flestir þeirra þrái það, vilji fyrir alla muni komast heim til íslands ef þeir geta lifað hér. Eins finnst mér að gamla fólkið eigi að koma heim, en ekki setjast að í elliheimilinu, jafn vel þó að því sé komið upp af íslendingum og stjórnað af þeim EINHVER minntist á Betel Vest urýslendinga í þessu sambandi. En mér finnst að !þar sé allt öðru máli að gegna. Kanada er ættland þeirra landa sem þar búa. Þeir eru kanadiskir ríkisborgarar. ís- lendingar í Danmörku eru þar miklu fremur sem gestir en heima menn, já, jafn vel þó að um aldrað fólk isé að ræða. Þetta fólk á að koma 'heim. — Þó að ég hafi nú skrifað þér þetta álit mitt er þetta að sjálfsögðu einkamál ís- lendinganna í Danmörku, en mér fannst rétt að þessi rödd heyrðist að heiman.“ „NÝKOMIN HEIM“ skrifar mér á þessa leið: ,,Við, sem erlend is dveljum verðum oft áþreifan- lega varir við nauðsyn þess að ísland haldi meira uppi land- kynningu en raun er á. Kynning á íslandi og íslenzkum málum er af ákaflega skornum skammti til dæmis á Norðurlöndum — og það var mikill skaði að enginn blaða- fulltrúi skyldi starfa á Norður- löndum á stríðsárunum, sérstak- lega í sambandi við sjálfstæðis- málið.“ ÉG TEL að ríkisstjórnin eigi að fela góðum og hæíum manni blaða þjónustu við sendisveit okkar í ' einhverri höfuðborg Norðulanda. Slíkur maður getur hæglega séð um upplýsingarstarfsemi á Norð- urlöndum einn. Tel ég heppileg- ast að hann sæti í Kaupmannahöfn, annars kemur Stokk'hólmur að sjáifsögðu einnig til greina, en nú er mjög vaxandi áhugi fyrir ís- landi og íslenzkum málefnum í Svíþjóð, enda virðast viðskipti milli landanna muni vaxa mjög á næstunni.“ EF TIL VILL mun einhver segja að sendifulltrúar okkar á Norður löndum geti séð um slikt starf og diggi í hlutverki þeirra. En allir, sem til þekkja munu iþó vera á þeirri skoðun að heppilegast sé að fela' þetta starf manni með þekk ingu á blaðamennsku og upplýs- ingastarfi. Það verði til þess að starfið sé rækt af kostgæfni, enda hafa venjulegir sendifulltrúar í fjiölda mörgu öðru að snúast og þeir hafa öðrum hnöppum að hneppa en að vera að eltast við blaðamenn og hafa- jafn vel dag- legan félagsskap við þá, en það þarf blaðafulltrúi að gera. — Ég vænti þess að þú minnist á þetta í pistlum þínum, því að hér er um nauðsyríjamál að ræða.“ ÉG VIL taka undir iþetta. Land kynning okkar er ákaflega bág- borin. Við verðum að vísu að gæta mjög hófs í því að kosta dýra ut- anríkisþjónustu, en ég tel að þessi uppástu'nga bréfritara míns um að hafa einn blaðafulltrúa á'Norð- urlöndum sé mjög góð og gæti, ef vel væri á haldið, orðið til þess að færa ísland nær umheiminum, en, upplýsingastarf um land og þjóð, sem er isvo langt frá öðrum þjóðum, er brýn nauðsyn. Hannes á horninu. vantar til að bera blaðið til áskrifenda í eftirtalin hverfi MeðalhoH Lindargöiu Bræðraborgarsiíg TaiiH vs'ð afgreSt&slisna strax. Alþýðublaðið Sími 4900. iezf a8 loilfis í áifðnislata. Gittusf amerískum hermönnum. Þetta er hópur kvenna -frá Evrópu, sem gifzt hafa amerískum hermönnum og nú eru komnar vestur um haf. Sumar þeirra eru með börn á handleggnum. Myndin var tekin í Boston rétt eftir að þær komu þangað. Þær e.ru glaðar og virðast hyggja gott til glóðar- innar í hinum nýju heimkynnum. AstyrJaldartímum er gott skap mikils virði. Það hj áipar til að vinna styrj- aldir. Yfirherstjórn Þjóðverja komst að þessari niðurstöðu skömmu eftir fyrri heimsstyrj- öldina. Þá varð þeim Ííka Ijóst, hvers vegna þeir höfðu tapað stiriðinu. Höfuðniðurstaða þeirra eftir miklar hugleiðingar varð sú, að Bretar höfðu sigrað vegna þess, hversu þeir hefðu jafnan litið kómiskum augum á hvern einstakan ósigur sinn eða andstæðingsins. Ég leyfi mér að Segja, að í nýafstaðinni styrjöld hafi þeir oft og iðulega farið halloka fyr ir léttlyndri afstöðu Breta ti.l hlUtanna. Athugum þetta nán- ar. Ef einhver, sem gaman hefði 'af hagfræðilegum útreikning- um, tæki sig til og rannsakaði skrítlur þær, sem verið hafa á hvers manns vörum í Bretlandi, undanfarin sex styrjaldarár, og hlotið mestu vinsældirnar, er ég viss um, að meginþorri þeirra myndi vera þær, sem að meira eða minna leyti gera grín að yfirvöldum landsins. Ekkert virðist eiga jafn vel við kimn- isgáfu Englendingsins eins og reglulega viðeigandi skop um ráðamennina i landinu. Þetta gerir þá síður en svo ólög- hlýðna. Þetta er aðeins í nös- unum á þeim. Englendingurinn er einu sinni þannig gerður, að hann finnur hvöt hjá sér til a'ð storika þeim og hæða hvað eina, sem minnir á stjórn eða valds- mennsiku. Á fyrstu mánuðum styrjald- arinnar varð hvers kyns endur skoðunarstarfsemi einkum fyr ir barðinu á háðfuglunum- —- Sömuleiðis gaf skyndisókn Þjóð verja þá nokkuð tilefni til þess að skopsagnasmiðlr Englend- inga færu á slúfana. Áfergja Breta í það að sjá eitthvað skop legt við hlutina, varð jafnvel yfirsteirkari óttanum við há- vaða af sprengingum og ögrun um eyðileggingaraflanna. Sum- ar sögurnar voru ærið svæsnar Brezfk kímni er yfirleitt á mjög víðum grunvelli reist og teflir oft á tvær hættur, — ef svo má segja. Ef Englendingur seg ir skrítlu, leggur hann sig allan fram við túlkun hennar og er O ÖFUNDUR efíirfarandi E-JL greinar er Lester Powell, en greinin birtist fyrir skömmu í „English Digest“. Se'gir höfundur hér frá einkennum brezkrar kímni og nefnir nokkur dæmi til frekari skýringar. Greinin er örlítið stytt í þýðngunni. oft mjög opinskár. Á Bretlaads eyjum er hártogun eða undir- lægjuháttur sannarlega ekki , einkennandi fyrir fyudni manna. * Uppáhaldssaga min af leift- ursókn Þjóðverja, var mér sögð af bifreiðastjóra einurn í London, — og það merkilega er við söguna, að hún eir að öilu leyti. mjög sennileg. Sagan er þannig: „Kvöld eitt var ég á leið heim til mín, akandi í bifreið minni, þegar loftárásarmerki var allt i einu gefið. AMc komst i uppnám, skothvellir heyrðust úr öllum áttum, sprengjurnar féllu i óhugnanlegri nálægð. Slrætin voru mannauð . Lund- únabúar skildu svo sem, að göt urnar voru etkki sá réíti staður til að dvelja á, þegar svona stóð á. Ég hélt dauðahaldi *Um stýr- ið, og hjaxtað barðist í brjó.sti. mér. Ég var skelfdari en ég fái með orðum lýst. Svo var það, að ég ætlaði að beygja fyrir hornið á Hyde Park. Þá sá ég, hvar tröllsleg- ur náungi í meira lagi skugga- leguir vindur sér út úr horni. og gengur á veg' fyrir bifreiðina. Það skipti engum togum, — ég neyddist til! að stöðva bifreið- ina. Og hvað heidurðu að hafi skeð? Náunginn opnaði hurðina á bílnum mínum, glotti við tönn og mælti ögrandi. dimmum málrómi. — Heyrðu, lagsi! — Kannske þú akir mér, hérna kring um Iiayde' Park. Ég er ókunnugar götunum herna hjá ykkur i London!“ Þannig eru, nú sögurnar fólk.s ins Þetta er/fyndni alþýðunn- ar 'brezku. Hún sprettur upp ó- sjálfrátt af vörum hvers ein- asta manns. Engin reglla er hér til að fara eftir og iþvinga frásöguna eða innihald hennar. Sögurnar eru á ferð og flugi manna á miili- í sporvögn unum, neðanjarðarbyrgjuinum, biðröðunum fyrir utan verzlan irnar. Kímnisögurnar njót sín bezt, er þær eru sagðar fram munnlega," — þannig ganga þær frá manni til manns og breið- ast út eins og eldur í sinu. Tiíbúningur og utbreiðsla láímnissagnanna er algengasta og einhlitasta aðfetðm fyrir fjöldann ti;l þess að tjá einlæg usta hugsanir og viðhorf Bret- ijrr. eru ljos grundvallaralriði þeirrar listar að Kunna að „lifa lifinu“. Ekkert er óbærilegt, ef maður kann að hlæja. Þetta er einfallt spakmælá1, — en þó, nolkkuð djúptækur sann- leikur. Á veitfngastað einum í London sat uppgjafahermaður frá fyrri heimsstyrjöldinni og- þambaði bjór. Hann var klædd ur einkennisbúningi Heima- varnaliðsins og var búningurinn auðsjáanlega alltof stcr á mann- inn og ekki sniðinn á hann. Auk þess leit maðurinn á engan hátt hermannlega út. Eflir svolitla stund frá því maðurinn settist að drykkjunni, kemur unglingspiltuir inn i krána, spengilegur og fjörlegur i hreyfingum, klæddur her- mannabúningi, og biður um öl. Honum varð þegar starsýnt á náungann í víðu fötunum Og gat ekki á sér setið, togaði í aðra öxlina á jakkanum hans og hló við: „Heimavarnarliðsmaður, — er ekki svo? —Hvað á það að þýða, lagsi.?“ Heimavarnaliðsmaðurinn snéri sér hinn rólegasti við, leit á komumann háft og lágt, §aup gúlsopa úr glasinu sínu og sagði með allmiklum merkis- svip: „Hvað á það að þýða lagsi? — Huh! Ég get toara sagt þér það, að þið, tolækurnar ykkar, létuð hrekja ykkur í sjóinn hjá Dunkirk, — hreflcja ykkur í Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.