Alþýðublaðið - 21.07.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.07.1945, Blaðsíða 6
ALÞVPUBLAÐIÐ Laus úr íangabúðum. Myndin sýnir séra Martin Niemöller, hinn heimsfræga þýzka prest, sem í stríðslok var leystur úr fangabúðum Hitl- ers af Bandaríkjamönnum, eftir tíu ára dvöl þar. Niemöller sést á myndinni vera að tala við amerískan blaðamann. Framh. af. 5. síðu sjóinn af Grikklandsströndum, — og hrekja ykkur í sjóinn við Krít. — Alltaf er verið að hrekja ykkur í sjóinn. En ég hefi gerzl heimavarn- , arliðsmaður til þess að fyrir- byggja það, að þið verðið hrakt- ir í sjóinn hérna við strendur Englands. karlinn minn!“ • En sögur sem þessar sýna þó frekar einhliða svip af brezkri kímni. Kímni Bretans er eins og hið græskulausa gaman skóla- stráks, sem gefur kennaranum lángt nef, begar hann snýr sér úndam, — en meinar ekkert með því. Hann er jafnvís til að gera grín að sjálfum sér eins og kennaranum. í þessu ljósi sést höfuðeinkenni brezkrar fyndni, —- hæfiíeikinn til þess að gera grín að sjálfum sér. Einmitt þessi tegund af skopi er óskiljanleg Þjóðverjum. — Þeim er einlegi að taka sjálfa sig fjarska alvarlega. Þeir búa aldrei til skítlur um sjálfa sig, og skilja þess vegna ekki fólk, sem gerir sllkt. En hér er sagan ekki öll. Bret ar geta nefnilega gert grín að öðrum I'ika, — enda -yæri und arlegt, ef svo væri ekki. Náz- istaleiðtogarnir þýzku hafa fengið að kenna á því. Skop- teiknararnir brezku l'.aía ekki legið á liði sínu í því efni! Bg hugsa, að þeirra á moö-.I hafi Giles, hinum iþekkta -kopteikn ara brezka blaðsins ,.Daily E» press,“ orðið einna mest á- gengt. Hinar séúksnnitegu „apa“-myndir hans af Þjóðvei'j- um virðast hafa fallið Englend ingum einkar vel í geð og verið viðeigandi hugmyndum þeirra um nazistana. En samkvæmt minni skoðun er Nathaniel Gubbins einhver slyngasti skopsagnahöíundur Englendinga nú á tímum, — einkum í sambandi við það sem stríðið hefir gefið tilefni til að spinna sögur út af. Kímni. hans er kimni hins „úrilla smámenn is“, sem ekki getur sætt sig við hátt verð á varningi, skyld ur Heimavarnarliðsmanna, myrkvun, óbragðið af stríðsöl- i.nu, fæðis- og fataskömmtun- ina og hundrað annarrn hluta, - sem stríðinu fylgja. Á þessum vettvangi tekst Gubbins lang bezt upp. Hugmyndaflug hans er mikið, stundum býr hann til sögu<r, sem hann lætur ske í framtiðinni. Hann heíir samið heil þingtíðindi frá brezka parlamenntinu árið 1960. —- og það er sannarlega ekki leiðin- leg skrudda. Það yrði of langt máí að segja nánar frá þvi hér. Fyndni Englendinga á und- anföimum styrjaldarárum hef- ir verið svo margþætt, að ég ihugsa, að Þjóðverjar myndu ekki komast að neinni „sanmi“ niðurstöðu, þótt þeir færu að grufla- út í sálfræðilegar orsak ir ensku fyndninnar og draga ályktanir úl frá sínum eigin skoðunum og tilfinningum. En ef þeir gætu ei.tthvað lært af brezku lundarfari, þó ekki væri nema á sviði kímnisagna, myndu þeir að minnsta kosti engu tapa á tilrauninni. HÓSIÆDI vantar mig í HAFNAR- FÍRÐI frá 1. okí. í haust. i Mánaðargamli r r til sölu. Upplýsingar í hænsnabúinu í Vatnagörðum. ............ . Bréf til Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. frh. af 4. síðu. mál vissi enginn nema þau Penelopa og Odysseifur. Er þetta ekki fögur líking þeirrar ástar, sem engin getur gefið nema guð einn, og aldrei verður ötuð sauri kláms eða kjaftæðis óhlutvándra skraf- finna? Þetta fagra siðgæði og trú var það, sem skáldið vildi ■ gefa þjóð sinni í ódauðlegum óði. Aftur á móti fá hinir ófyr irleitnu biðlar, sem lifað höfðu í svalli og óhófi, á annarra eign um, illan dauða að launum. Þá langar mig að benda þér á málsgrein í ritgerð þinni, sem ég tel mjög hæpið að standist i'rá vísindalegu sjónarmiði: „Eldur hinnar blóðugu styrjald ar. sem nú er senn á enda liðin, hefir brennt sundur síðustu leif ar þeirrar kenningar, að kon- um sé fyrirmunað sökum áskap aðra líffræðilegra tálmana, að geta í einu og öðru gjörzt jafn okar karla!! Þótt þetta kunúi að þykja fagur gullhamrasláttur í aug- um lítt reyndra og lítt hugs- andi stúlkna, — einkanlega þeirra, sem hvorki hafa þurft að ofreyna líkama sinn við erfiðisvinnu eða hafa orðið snortnar af hinni. ódauðltegu ást, sem knýr lífið til þess að streyma fram í fljóti kynslóð- anna — hvað skyldu þær verða margar úr hópi vinkvenna þinna, sem biðu sig fram, til þess að leika hlutverk föðurins og eiginmannsins? Ætli að þær hikuðu ekki við, þótt þær ann- ars kynnu að vera all djarfar til sóknar á orrastuvelli lifs- ins? Skyldi læknisfræðin geta undirstrikað þessi vísindi þín? Ykkur prófessor Dungal virðist geta komið nokkuð vel saman urn biblíuna: Hvernig skyldi ykkur semja um kvenfólkið? Seinna stendur aftur skrifað: „Sérhver nútímarithöfundur, sem vill vera starfi sínu trúr, hlýtur að gjöra sér Ijóst að sögu persónur hans, bæði karlar og konur, eru ekki aðeins skynver ur, heldur líka kynverur. Ef hann lokaði augunum fýrir því, myndi hann afneita lífinu, eðli þess og löggjöfum, það er að segja: gera sig að fifli!“ Það er víst satt, að það sé hægara að að kenna heilræðið, en að halda það. Ég held að hér hafir þú sjálfur leikið fíflið, eftir þinni eigin umsögn. • Þar sem bú nefnir stjórnar- byltinguna frönsku og telur hana megin orsök fyrir aukn- um skilningi á rétti konunnar í þjóðfélaginu get ég ekki skilið, hvernig þú í bókmenntalegri greinargerð getur gengið fram hjá að minnast á þá ri.lhöfunda sem drýgstan þáttinn áttu í því að vekja frönsku þjóðina, og hvetja hana til átaka við ein- veldi og kúgun. Mundirðu ekki eftir Voltaire? Hann réðist þó á kiúkjuna, ekki þurftir þú að sniðganga hann fyrir það. En samt bvggði hann kirkju á garði sínum og vfir dyrum hennar stóð: ..Þetta hús byggði Voltaire guði 1761.“ Voltaire fyrirlfeit guðlevsi jafn nnkið og hjátrúarkreddur sam- tíðar sinnar. Hann var það sem kallað er ,,deist“ (eða á okkar rnálí guðstrúarmaður). Hann gat sagt þessi stóru og stoltu orð: „Ég á ekki veldis- sprota, en ég á penna.“ Hver vildi ekki geta sagt það sama? Svo er það Rousseau með all ar sínar fögru kenningar um fresi, jafnrétti og bræðralag. — Þessi maður, sem átti einkenni þess skáldaanda, sem Schiller lýsir svo fagurlega í kvæðinu „Die Teilúng der Erde“ (Skipt ing jarðarinnar). Hann átti lít- ið af heimsins auðnuláni. En guð gaf honum náðargjöf anda síns, svo að hann gat. hrært ; streng í hvers manns hjarta. Það' voru raunar prestar, sem uppgötvuðu, hvað bjó í sál þessa auðnulitla flækings, og hjálpuðu honum til þess, að verða það, sem hann varð. -— Prestar hafa jafnan reynzt fund vísir á góða eiginleika mann- legrar sálar, enda er það ekki neitt óeðlilegt, þar sem þáð er beint hlutverk. þeirra, að leita að guðsbarninu í manninum. Hin stjórnmálalega barátta Frakka kafnaði aftur í einveldi Napoleons og styrjöldum. Valt siðan á ýmsu, en var þó oftast einveldi allt til 187Q. En sá andi sem komið hafði hinni blóðugu byltingu á stað 1789 varð al- drei deyddur, því að andinn get ur alltaf svifið yfir allar hörm ungar „npp á hærri sjónartind.“ Þar bíður hann þeirrar kynslóð ar, sem vogar sér upp til hans. En heimurinn á í dag langt í land að komast upp á þann tind jafnréttis og bræðralags, sem Rousseau benti samtíð sinni á. Mér sýnist réttur lítils magnans fremur smár í þess- um friðvana heimi. Samt munu áhrif þess ‘ anda, sem sá dýr- mæti hvers einstaklings frammi fyrir föðurauga almáttugs guðs, ! hafa náð því valdi, sem aldrei verður brotið á bak aftur, jafn vel þótt bað sé hulið þorra manna, hvað það er í raun og veru, sem skapað hefir tilfinn- inguna fyrir persónufrelsi og rétt allra manna. En þessi andi er sjálfur Drottinn Kristur, upp til hans verðum við að sækja með Rousseau, og öðrum unn endum fegurðar og siðgæðis, ef við eigum að öðlast sælu hér í heimi. Guð lætur ekki að sér hæða. Mannsálin getur aldrei orðið sæl í þjónunstu þess illa, sem nær hámarki sínu í bróður vígum og yfirgangi hins sterk ari á hinum veikari. * Ég ætla ekki að benda þér á fleiri rithöfunda en ég hef nefnt því ég á enga skrá yfir rithöf- unda eða skáld. Gerir heldur ekki neitt til. Það er betra að lesa minna og lesa ekki alveg eins og páfagaukur. Ég ætla mér ekki að gjörast sá strákur, að svara persónu- legu klámi og kjaftæði, sem þú sveigir að minni fáskrúðugu persónu. En eitt er víst, að ef þú hefur ætlað að láta llíta svo út,- að_ég væri einskonar for- mælandi málaðra hirspurs- kvenna, þá mætti segja mér, að einhver, sem þekkti mig persónulega, þótt ekki væri nema þeir, sem ég hef róið með til fiskjar, brostu í kampinn og hugsuðu að eitthvað færi nú fleira eftir því. Það hefur sannazt á mér gagnvart fegurð armeðulunum að heilir þurfa ekki læknis. Ég hef aldrei alið þá vanmáttarkend, sem hlýtur að leynast bak við þykka húð af allskonar gerfilitum. — Ég hef láfið mér nægja með mitt Hollywood hár og „heilsu roöa á kinn“, þó allt eigi nú íyrir sér að grána. Þú gortar af trúleika þínum við hina íslenzku alþýðukonu, i baráttu hennar við erfið lífs- kjör. En ég skal segja þér í sinlægni, að þegar þú lætur Þórdísi á Rauðalæk setjast bak ám sínum, krossa sig og slkera ; þær síðan þá ert-þú að búa til i ámóta trúar þjóðarfarslýsingar og Kiljan, þegar hann lætur brjósmylking hins íslenzka landnema sjúga lúsuga tík. Ég þori að taka að mér að svara fyrir munn látinna og lif- andi húsmæðra .þessa lands, — að þótt þær hafi ekki talið eft- ir sér að gegna hvaða störfum, . sem nauðsyn hefur hvatt þær . LaugardagurLon 21. júlí 1945 til, þá eru þær svo fáar, — ef þær finnast annars nokkrar, sem fargað hafa sjálfar hús- dýrum sínum, að það getur varla talizt leyfilegt að slík dæmi lifi í bókmenntum, og gefur alranga hugmynd um hjartalag húsmóður tuttugustu aldarinnar. Ef þú ætlar þér að gjöra bar áttu allþýðukonunnar íslenzku á liðnum tímum, að yrkisefni þínu, og ætlar þér að vera því efni trúr, þá verður þú að læra að líta öðrum augum á íífið en ég hygg að þú gerir nú, eftir því hvar andi þinn á skjól í hinum pólitíska heimi. Annars getur enginn orðið sannarlegt skáld, sem bindur sig við að hugsa í flokkum. Mér þykir vænt um, að þú þykist allt í einu búinn að fá skömm á klámi. — Því saft að segja ertu enginn fagurfræðing ur í þeirri. grein. Minnsta kosti ekki frá kvenlegu sjónarmiði. Með ósk um, að þú nái.r meira valdi yfir hugsunum þínum, og getir framsett þær í heldur færri orðum til tímasparnaðar fyrir mig og aðra lesenaur þíoa. Anna frá Moldnúpi. eftir PEARL S, RUCK er sumarbókin. til notkunar í bifreið Buick eða einhverrar annarrar tegundar. Upplýsingar í síma 4906. Mbtningarspjðld Barnaspítalasjóðs Hrings ins fást í verzlun frú Ágústu Svendsen, Aðal stræti 12

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.