Alþýðublaðið - 24.07.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.07.1945, Blaðsíða 7
JÞriðjudagurinn 24. julí 1945 Bœrinn í dag. Næturvörður er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 830, Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.00 Fréttir. 20.20 Hljómplötur: Kvartett í a- moll eftir Schumann. 20.45 Erindi: Lönd og lýðir: Yfir moldum nazismans (Sverrir Kristjánsson sagnfræðing- ur). 21.10 Hljómplötur: Kirkjutónlist. 22.00 Fréttir. Skipafréttir Sandviken, skip, sem var með vörur til Eimskipafélagsins fór ihéðan á sunnudag. Einnig fór héð- an skipið Yemannu, sem • kom hingað einnig með vörur til sama félags. þá fór héðan sama dag, Saga, sænskt skip; sem var á leið til Siglufjarðar með tunnur og salt. Heimilisblaðið, 6. tbl., er nýkomið út, fjiölbreytt að efni og hið læsilegasta. Blaðið hefst á frásögn um .Jslandsferð fyrir 100 árum“, og er það önnur greinin í þeim flokki. Þá er Skuggsjá, fjölbr-eyttur og skemmti- elgur þáttur um nýjungar í vísind- oim og tækni o. fl. Einnig er í bilaðinu þátturinn ,,Blaðað í göml- um blöðum“, framhaldssagan, Maðurinn frá Alaska, krossgáta, skrítlur, myndir o. fl. FélagsSíf. ÆFINGAR í KVÖLD á Fram- vellinum. IV. fl. kl. 6.30. III. fl. kl. 7.30. — Mætið vel og stundvíslega. Stjómin. eftir PEARL S. BUCK er sumarbókin. Minningarspjöld Barnaspítalasjóðs Hrings ins fást í verzlun frú Ágústu Svendsen, Aðal stræti 12 ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 Árni B. Sigurðsson. / Arni 6. Siprðtson rakari á Akranesi. A RNI' B. SIGURÐSSON, rak ari, Suðurgötu 19 á Akra- nesi.’varð 50 ára 23. júlí. Þ.að er af því að Árni B. Sig urðsson stundar rakaraiðn nú sem stendur, að íþað orð er látið fylgja nafni hans, en áður hef- ur verið tengt við nafn hans: sjómaður, bakari, smi.ður og málari. Og sagan er ekki með þvi öll sögð, þvi verklegri fjöl hæfni þess mannS virðast eng- in takmörk sett. Leikni hans og dugnaður er frábær og ástund- un við hvert starf er ful'lkom- in. Raunverulega hefur Árni engá iðn íært, að ei.ns tekið til við hverja grein af annari, og þá þegar orðið fagmaður í bezta lagi. Það eru til nobkrir fjölhæf ir menn, sem almenninguir stenzt engan samanburð við; í þeirra hóp er Árni, þvi auk , þess,- sem áður ér á minnzt, leikur hann ser við heimilis- störfin, og vart mun nákvæm- ari móðir í meðferð barria en hann er, enda komu hæfi- leikar hans í ljós á þvi sviði er hann v.arð ekkjumaður. Árni er 50 ára, all hraust.ur og fullur áhuga, og ekki sizt i þá' átt, að prófa nýjar leiðir, svo sem það, að verða nú bóndi, hvað sem úr því kann að verða. En víst er það, .að Árni held- ur ekki kyrru fyrir meðan þrek pg iheilka varir. Árni á 9 börn, þar af 5 upp- komin. Árni á marga vini, sem áreiðanleg'a óska honum I'angr ar og gleðiríkrar framtiðar við þessi tímamót. S. O. Ný bók: Nótt 'Æ löílisrpói. BÓKAÚTGÁFA Pálma H. Jónssonar hefur nýlega sent frá sér snotra og skemmti- lega skáldsögu, er nefnist Nótt við Norðurpól og er eftir norska rithöíundinn Övre Rich- ter-Frioh. Þetta er ástarsaga og hetjusaga í senn, saga um ógn- i£, þrautir og þrengingar ann- ars vegar, en hetjulund, óst og karlmennsku hins vegar. Eftir miklar mannraunir og háska t.ekst ævintýramanninum og fullhuganum Jörgen Bratt að bjarga sjálfum sér og ástmey sinni úr öllum vanda og bætt- um, og sögulokin eru hin æski- • legustu bæði fyrir söguhetj- urnar og lesandann, þó að lengi hafi horfurnar verið harla tví- sýnar. Bókin er röskar 160 bls. að stærð, snotur að frágangi og. kostar kr. 15.00 heft og kr. 22.00 innbundin. Fyrsht bátarnir frá Sví- þjóð komnir. ' RÍR fyrstu bátarnir frá Svíþjóð eru komnir hingað til lands. Sá fyrsti kom til Siglufjarðar á laugardaginn, en hinir tveir komu hingað . til Reykjavíkur í gærmorgun. — Enginn þessara báta er ný- smíðaður — og því ekki meðal þeirra, sem Svíar smíða fyrir okkur fyrir milligöngu rákis- stjórnarinnar. Sænskir skip- stjórar munu hafa siglt bátun- um hingað heim ,en þeir eru að sögn taldir góð skip, en verð hvers þeirra mun hafa verið uín 120 þúsund krónur. Bátarnir, sem komu hingað eru 2 og 10 ára gamlir, um 72 smálestir að stærð. Þeir eru eign hlutafélaga hér í bænum. Báturinn, sem kom til Siglu- íjarðar er 70 smálestir að stærð. För bátanna hingað gekk mjög vel, enda hrepptu þeir gott veður. Voru þeir á 6. sól- arhríng á leiðinni. Fleiri bátar munu vera í bann veginn að koma hingað. Mæðrasfyrksnefml. Frh. af 2. síðu. starfsemi svo sem þörf væri á, enda ekki átt kost á því undan- farin ár að hafa lengri dvöl á Laugarvatni en vikutíma með slíkum kjörum. Það er því full- komin eining um það í mæðra- styrksnefndinni að breyta engu um það að dvölin þessa viku og ferðir verði ókeypis fyrir gesti hennar, en áherzla skal lögð á það að allar hvíldar- þurfa konur koma til greina, og vonar nefndin að engin kona líti á boð hennar til Laugar- vatnsdvalar sem nokkra ölmusu sem hún geti ekki verið þekkt fyrir að þiggja. Óskað er að (konur sem sækja vildu um þessa dvöl á Laugar- vatni, nú í síðari hluta ágúst- mánaðar, komi sem fyrst á skrif stofu mæðrastyrksnefndár. Sér- staklega væri. æskilegt að»fleiri þreyttar barnakonur gætu veitt sér þessa hressingu og reyndu i tíma að koma svo fyrir heim- iiishögum sínum að þær gætu farið í þessa orlofsferð. Nefndin tekur fúslega á rhóti umsóknum og bendingum um konur, sem æskilegt væri að bjóða. Skrif- stofan er opin alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 3—5 eftir hádegi. Mæðraheimilið :s Larfrækir eins og undanfarin ár sumar heimili fyrir mæður og ‘börn þeirra. Heimilið er nú i Þing- borg i Flóa og dvelja þar 14 mæður og 36 börn út júlí- mánuð. Skift verður um gesti í ýbvrjun ágústmánaðar. Nokkrar umsóknir hafa iþegar komið um dvöl á heimilinu í ágúst, en rúm er enn fvrir fleiri og eru konur sem vildu dvelja þarna i ágúst- mánuði. beðnar að snúa sér til skrifs tofu mæðrastyrksnefndar, sém opin er alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 3—5 é. h. Dvölin er ókeypis fyrir efnalitlar konur og ganga þær konur jafnan fyrir sem hafa mesta þörf fyrir hvíld og lak- astar ástæður. Konur sem eiga menn i sæmilegri atvi.nnu hafa þó getað fengið vist á heimilinu þegar rúm hefir verið, ef þær hafa haft þörf á því, og hafa þá greitt lágt gjald. Vegna þess að nauðsynlegt er að ákveða bráðlega hverjir af umsækjend- um geti komizt á heimilið i ágúst, eru iþær konur sem hafa hug á að dvelja þar beðnar að koma með umsóknir sínar sem fyrst og veitir skrifstofa mæðra styrksnefndar þeim altar upp- lýsingar.“ Innilegt þakklæti til allra er sýndu okkur samúð viS andlát og jarðarför Odds Björnssonar prentmeistara, og heiðruðu minningu hans á einn eða annan hátt. Vandamenn. Hjartanlegustu þakkir fyrir sýnda samúð við andlát SCristínar Ólafsdóttur frá Nesi. Börn hennar og ættingjar. Hjartans þakkir færum vér öllum þeim, er sýndu móður okkar, tengdamóður og ömmu, Ingiieifi SVlagnúsdóttur, vinarhug og hlýju í hennar löngu veikindum og heiðruðu útför hennar. Karlotta Friðriksdóttir, Ása Friðriksdóttir, Friðleifur FriSríksscn, Váltýr Friðriksson. * Tengdabörn og barnaböm. vantar til að bera blaðið til áskrifenda í eftirtalin hverfi 1 Meðallíoit Lindargöfu BræÖraborgarstíg TaliÖ við afgreiósiuna strax. Aiþýðubiaðið Sfmi 4900. Heima effir unniö sfríð. Það er Omar Bradley hershöfðingi, einn af frægustu hershöfð- ingjum Bandaríkjamanna og sá, er gekk Eisenhower næst að völdum, sem sést hér á myndinni heima í Ameríku eftir unninn sigur, með konu sína við hlið sér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.