Alþýðublaðið - 27.07.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.07.1945, Blaðsíða 2
2 , Miklir erfiSíeikar að fá fiugfar frá Svíþjóð fil íslands. Verst fyrir þá, sem koma frá Dan- mö'rku og Noregi. SENDIRÁÐ ÍSLANDS 7 Stokkhólmi hefur til- kynnt að það sé miklum örðugleikum bundJið að út- vega öðrum flugfar til ís- lands en þeim, sem fengið hafa fiugfar frá íslandi til Svíþjóðar. Erfiðast er að greiða fyrir þeim, sertx koma frá Danmörku og Noregi og er viðbúið að þeir þurfi að bíða talsverðan tíma eftir flugferð heim til íslands. Fundur í þingmanna- sambandi Norður- lastda í Kaupmanna- hðfn. INGMANNASAMBAND Norðurlanda heldur fund í Kaupmannahöfn 10.—11. ágúst Sækja fund þennan fjórir ís- Ienzkir alþingismenn þeir Bernhard Stefánsson, Guð- mundur í, Guðmundsson, Gunn ar Thoroddsen og Kristinn Andrésson. í för með þeim Vterður Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, skrifstofustjóri alþingis, og verður hann ritari nefndarinnar. Síðasti ráðsfundur •þing- mannasambandóins var háður í Oslo, en fulltrúafundur þess var fyrirhugaður á íslandi ár- ið 1940, en af honum gat ekki orðið vegna Evrópustyrjaldar- innar. 51 þáttfakandi frá 9 íþróftafé- lögum keppa á drengjameistara- ;v■ ■, ; ' [' ■■■'. . " •: .. . ■■'■'."■ . % •*• ■ ■ ■ ' ♦ Mótið verður háð á laugardag og sunnudag ------4------ DRENGJAMEISTARAMÓTIÐ í ár hefst klukkan 5 næst komandi laugardag og heldur áfram á sunnudag. Eru þátttakendur þess 51 frá 9 félögum og samböndum. Keppt verður í fjórtán greinum. Knattspyrnufélag Reykjavíkur sér um mótið að bessu sinni. í 10þ metra hlaupi eru sextán þátttakendur skráðir til leiks og má af þeim nefna sem lík- legasta til sigurs þá Hall Símonarson, Hauk Clausen og Örn Clausen frá í. R., Hall- dór Sigurgeirsson frá Ármanni og Braga Friðriksson, Björn Vilmundarson og Stefán Pét- ursson frá K. R. í 400 metra hlaupi eru skráðir sjö þátttakendur og munu þeir Hallur Símonarson Í.R., Sveinn Björnsson, KR og Svavar Gestsson, ÍR þar líkleg- astir til sigurs. í 1500 metra hlaupi eru skráðir átta þátttakendur og má þar telja láklegasta til sig- urs þá Stefán Gunnarsson, A., Gunnar Gíslason, Á., Aage Steinsson, ÍR og Einar Markús- son KR. í 3000 metra hlaupi eru skráðir átta þátttakendur, m. s. þeir Gunnar Gíslason, Á, Stefán Gunnarsson Á, Aage Steinsson, ÍR og Einar Markús- son KR. í 4x100 metra boðhlaupi keppa sveitir frá Ármanni og KR. í 110 metra grindarhlaupi eru skráðir sex keppendur, m. a. Ólafur Níelsen Á, Svavar Gestsson ÍR, Haukur Clausen ÍR, Björn Vilmundsson KR og Ásgeir Einarsson KR. í hástökki eru skráðir sex keppendur, þeir Kolbeinn Kristinsson, Selfossi, Árni Gunnlaugsson FH, Björn Vil- mundsson KR, Haukur Clausen ÍR, Örn Clausen ÍR og Halldór Lárusson, Aftureldingu. í þrísitökki keppa fimm, og munu þeir Björn Vilmundarson KR og Halldór Sigurgeirsson Á þar líklegastir til sigurs. í langstökki eru skráðir átta þátttakendur, m. a. Björn Vil- mundsson KR, Bragi Friðriks- son KR og Halldór Sigurgeirs- son Á. í stangarstökki keppa fjórir þátttak., tveir frá Selfos'si og tveir frá Hafnarfirði, og mun Kolbeinn Kristinsson frá Sel- fossi þar líklegastur til sigurs. í kúluvarpi eru skrásettir ellefu þátttakendur, m. a. Bragi Friðriksson KR, Vilhjálm ur Vilmundarson KR, Guð- mundur Guðmunclsson KR, Sigurjón Ingason, Hvöt, Ás- björn Sigurjónsson, Á og Hall- dór Lárusson, Aftureldingu. í kringlukasti eru skráðir tólf þátttakendur, og munu þar líklegastir til sigurs þeir Bragi Frlðriksson KR, Vilhjálmur Vilmundarson KR, Sigurjón Ingason, Hvöt, Ásbjörn Sigur- jónsson Á, Halldór Sigurgeirs- son Á, Örn Clausen ÍR og Sig- urður Kristjánsson FH. í spjótkasti eru skrásettif ellefu þátttakendur, og munu þar líklegastir til sigurs þeir Ifalldór Sigurgeirsson Áí Hall- dór Lárusson, Aftureldingu, Sveinn Halldórsson, Selfossi og Örn Clausen ÍR. í sleggjukasti eru skráðir fimm keppendur, þeir Pétur Kristbergsson FH, Guðmundur Guðmundsson KR, Þórður Sig- urðsson KR, Bragi Friðriksson KR og Sigurjón Ingason, Hvöt. Eins og sjá má, taka margir af efnilegustu drengjum lands ins þátt í móti þessu, en þó eru nokkrir fjarverandi eða komn- ir af drengjaaldri. Vestmanna- eyingar mæta t. d. ekki til mótsins og ekki Austfirðingar, en þeir hafa efnilegum drengj- um á að skipa. Tveir af efni- legustu drengjunum frá í fyrra eru komnir af drengjaaldri og taka því ekki þátt í mótinu, en methafarnir í stangastökki og þrístökki, þeir Torfi Bryngeirs- Framhald á 7. aíthi. ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagurinn 27. júlí 1945 Fiskiðnaður Islendinga og fram ViÓtal við Bergstein A. Bergsteinsson freðfiskmatsstfóra, nýkominn að vestan. IIIÐ íslendingar höfum * mjög góða aðstöðu til þess að geta framleitt fyrir freðfiskmarkaðinn, ef okkur tekst að ná jafnmikilli full- komnun í tækni og sérstak- lega útbúnaði varanna fyrir markaðinn og Bandaríkja- menn hafa. Hráefni okkar fiskurinn, kemur oftast nær alveg nýr í frystihúsin og það er mikils virði. Við verðum að aíla okkur allra fullkomn ustu tækja og vanda betur til umbúða og útbúnaðar var anna en við höfum áður gert.“ Þetta • sagði Bergsteinn Á. Bergsteinsson, freðflsksmat- stjóri í samtali við Alþýðublað- ið í gær, en hann er f yrir nokkru kominn heim frá Bandaríkjunum. Þar dvaldi hann í tæpa fjóra mánuði, ferð- aðist til allra helztu fiskveiði og fiskiðnaðarstaða á vestur- og austurströndinni og kynnti sér eftir föngum fiskiðnað Bandaríkjamanna, en þeir hafa eins og kunnugt er náð mikilli fullkomnun í hraðfrystingu og niðursuðu alls konar matvæla og þá ekki hvað sízt fiskjar og fiskafurða. Bergsteinn Á Bergsteinsson sagði ennfremur: „Ég fór út 15 marz fyrir at- beina atvinnumálaráðuneytisins og kom heim 6. júlí. Markmið með för minni var að kynnast, eins og mér væri frekasl unnt á nokkrum mánuðum, fiskiðn- aði Bandarikjamanna og þá í fyrstu röð því sem beinlínis sriertir starf mitt: vöruvöndun þeirra og útbúnaði hraðfrystra fiskiflaka, bera saman aðferðir okkar og fyrirkomulag og kynn ast nýjungum í verksmiðjunum vestra. Ég vona að árangur verði af för minni, svo að það sem ég kynntist og lærði geti orðið til góðs fyrir þennan þýð ingarmikla atvinnuveg okkar Islendinga. — Ég fór til þeirra borga, þar sem þessi iðnaður er stórfelldastur, en mér var að ýmsu leiðbeint af stofnun- inni: „Fish and wildlives ser- vice“, en hún hefur skrifstofur í öllum helstu fiskiðnaðarborg- um Bandaríkjanna. Aðallega var ég í New York, Boston og Gloucester á austuríftröndinni, en á vesturströndinni í San Pedro, Los Angeles, San Frans- isco, Astoria, Seattle, Chicagö o. s. frv. Annars kom ég og til ,margra annara borga, þar á meðal Washington. — í öllum þessum bæjum og borgum er mjög mikill fiskiðnaður. Sums- staðar er aðallega niðursuða fiskjar og fiskafurða, en annars staðar hraðfrysling. Ég kynnti mér hvorttveggja iðnaðinn eftir þvi sem föng voru á, en þó lagði ég að sjálfsögðu aðalá- herzluna á að kynnast sem bezt öllu því sem lýtur að haðfryst- ingunni. Hraðfrystingiin er að- allega í bæjum og borgum á vesturströndinni, á svæðinu frá Astoria og til landamæra Kanada. — Lengst vax ég í Boston, Glouchester og Seattle. Eins og ég hef drepjð á áður leggja Bandaríkjamenn ákaf- lega mikla áherzlu á snyrlilega Bergsteinn A. Bergsteinsson. meðferð vörunnar, og þá fyrst og fremst umbúðirnar, enda eru þær þannig, að þær tryggja vöruna gegn því að spillast, jafn vel þó að hún þurfi að flytjast langar leiðir og geym- ast. Þeir hafa íþað og ríkt í huga að umbúðirnar séu sem hag- anlegastar fyrir húsmæðurnar log leggja áherslu á að hús- móðurin geti, er hún gengur í búðir, farið í matvöruverzlun og keypt sér pakka af frystum fiski og látið hann í lösku sína, jafn vel hversu fín sem taskan er. .Er það yfirleitt skoðun Bandarikjamanna, að eftir styrj öldina þegar heimilislif og heimiiishald færist aftur í fast- ar skorður, þá muni kveða miklu meira að þvi en áður að húsmæður kaupi matvörur, sem eru næstum albúnar,. i umbúð- unum, á eldhússborðið. Þetta tel ég ákaflega mikilsvert og ég álít að á þessu verðum við ís- lendingar að hafa mjög vak- Framhald á Í. síðu. Ferðafélag Vesf- mannaeyjar efnsr tii farar á Kerlingarfjöfl. Félagið var stofnað fi vor og telur urn #® félaga. FERÐAFÉLAG Vestmanna- eyja var stofnað sl. vor og hefur það starfað í sumar. Fé- lagið hefur aðallega starfað aS því að efna til ferðalaga um úteyjar og hefur verið góð þáttitaka í þeim. Síðastliðinn laugardag efndii félagið til skemmtifarar fyrir félaga sína í Hvítanes, á Hvera velli og i Kerlingarfjöll. Tók fcrðin fjóra daga og var henni lokið að Selfossi. Fóru flestir þaðan heimleiðis til Eyja, en nokkrir fóru hingað til Rvíkur. í Ferðafólagi Vestmanna- eyja eru um 80 félagar, en stjórn þess skipa: Haraldur Guðnason formaður, Jónas St. Lúðvíksson ritari, Þorsteinn Johnson gjald'keri og með- stjórnendur Vigfús Olaf sscm og Hermann Guðjónsson. Frá íslendingum og féiagi þeirra í Van- eouver. ISLENDINGAFÉLAGIÐ f Vancouver fór í skemmti- för þann 17. júní í tilefni af þjóðhá'tíðinni. —- Fyrir milli- góngu L. H. Thorlákssonar vararæðismanns íslands þar í borg hafa ríkisstjórninni borizt kveðjur félagsins og heilla- óskir i tilefni dagsins. Kveð- ast íslendingar stoltir af þeim framförmn sem orðið hafa á. fyrsta ári lýðveldisins og þeirri viðurkenningu, sem ísland hafi hlotið. Einar Krisfjánsson óperusöngvarí sppr nú fyrlr brezka Hasin hefur átf helma í Hamhorg öll sfríös- árin eg alltaf starfað við éperur. |P NGAR fregnir höfðu bor izt af Einari Kristjáns- syni óperusöngvara í nokkur undanfarin ár, þar til síðustu daga* að faðir hans, Kristján Helgason verkamaður fékk nokkrar fregnir af honum með Esjufarþega og í g'ær um utanríkismálaráðuneytið. Einar Krisljánsson var bú- settur i Hamborg, er styrjöldin brauzt út og þar hefir hann verið búsettur síðan. Þegar hin mikla loftárás var gerð á þá 'borg og hún næstum því lögð í rústir var Einar með fjölskyldu sina í Tyrol. Síðan lenti Einar og fjölskylda hans í mikilli loft árás, stóð Einar á götu meðan loftárásin stóð, en kona hans og börn hans tvö voru í loft- varnaskýli. í þessari loftárás hrundi hús 'það, er Einar bjó í og hann missti alla búslóð sína. Er hann nú aftur búinn að koma sér upp heimili. Einar hefir ætíð síarfað á stríðsárunum sem fyrsti tenór óperunnar í Hamborg, en hún Einar Kristjánsson. hefír starfað þrisvar í viku. — Nú hefir Einar verið ráðinn til að syngja fyrir brez'ka hermennt í Norður-Þýzkalandi. Einar Kristjánsson mun ekki geta fengið brottfararleyfi frá Þýzka landi, eins og stendur, en 'harm mun þó hafa fullan hug á að koma heim til íslands, þó að ekki væri nema í stutta kynnis- för.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.