Alþýðublaðið - 27.07.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.07.1945, Blaðsíða 3
Föst ud a gu ri n ii 27. júlí 194? ALÞYÐUBLAÐIÐ Churchill fer, Atflee myndar nýja sljórn: kksins á Breflandi er einsdæmi r 1 B ■ flokkurinn fékk hreinan meirihlufa a pingi og myndar hreina flokksstjórn Féll. -Sir William Beveridge hinn Jpekkti hagfræðinguir, sem var í kjöri fyrir frjálslynda flokk- inn, en féll. Bandamenn gerðu enn í gær Sirikalegar árásir á japanskar borgir. F GÆR voru nn gerðar hin- '*■ ar hei'ftarlegustu árásir á Japanseyjar og tóku þátt í þeim f jölmargar flugvélar Bandaríkja manna og Breta. Er talið, að bandamenn hafi varpað niður um 3000 smálestum tundur- og i'kveikjusprengna og ollið feyki legu tjóni á verksmiðjum og öðrum mannvirkjum í thelztu hafnarborgum Japan. Það þótti tíðindum sæta, að Japanar reyndu að snúast til) mótspyrnu, og sendu þeir all- margar tundurskeytaflugvélar til árása á herskip bandamanna, sem sveimuðu úti fyrir strönd- ixmi. Bandamenn sendu þegar á- rásarflugvélar til móts við þær og tvístruðu þær flugvélahópum Japana og skutu margar þeirra niður. Tokio-útvarpið greinir frá því, að bandamenn hafi gengið á land milli Rangoon og Singa- pore. Sagði útvarpið, að þetta væri um það feil 1000 km. frá Singapore, en að hér væri ekki um mikinn mannafla að ræða. Herskip aðstoðuðu við landgöng una, samkvæmt fréttum Tokio- útvarpsins. Bandamenm hafa hins veg'ar 'kki staðfst fregnir þessar. GEORGE BERNARD SHAW, 'hlnn heimsfrægi brezki rithöfundur, varð 89 ára í gær. Bernard Shaw er, eins og kunnugt er, einhver alsnjall asti og fyndnasti. rithöfundur vorra tíma, mikilsmetinn hvar- vetna um heim. Flesiir ráSberrar (hurchlllstjórnarinnar féllu í kosflinguRum. --------«------- KOSNINGAÚRSLITIN á Bretlandi, sem kunn urðu í gær, leiddu í ljós stórkostlegri kosningasigur brezka Alþýðu- flokksins en dæmi eru til í nokkru landi áður. Fiokkurinn fékk hreinan meirihiuta á þingi, svo mikinn meira að segja, að hann hefir þar nú meira en 150 þingsætum fleira en allir aðrir flokkar samanlagðir. íhaldsflokkurmn, sem áður var langstærsti flokkur hrezka þingsins tapaði um það bil lielm- ingi þingsæta sinna og reyndist aðeins hálfdrættingur á við Alþýðuflokkinn í kosningunum. En segja má, að Frjáls- lyndi flokkurinn og aðrir smærri flokkar hafi þurrkazt út í kosningunum. Þeir hafa hver um sig ekki nema örfá þing- sæti. Kommúnistaflokkurinn fékk ekki nema tvö þingsæti. Þegar 'kosningaúrsMtin voru orðin kunn í gærkvöldi fór Winston Churchill strax á fund Georgs Bretakonungs í Buckinghamhöll og (l'agði fraim lausnar'beiðni sína og meðráð herra sinna, sem flestir höfðu fallið í kosningunum. Litlu síðar kvaddi konungur Olement Attlee, formann þingflokks brezka Ailþýðuflokksins á sinn fund, og fól honum að mynda nýja stjóm. Tók Atfclee það að sér. Heildarúrslit kosninganna Atkvæðatalnángin, sem hófst snemma í gærmorgun og var lokið seint í gær, leiddi í ljós, að þingsætafjöldi. flokkanna hafði orðið sem hér segir (tölurnar í svigunum sýna þingsætafjölda flokkanna við síðustu kosningar á Bretlandi árið 1935); Alþýðuflokkurinn: íhaldsflokkurinn: Þjóðlegir frjálslyndir: Frjálslyndi flokkurinn Óháðir: Óháði verkalýðsflokkurinn: Kommúnistar: Common Wealth: 386 194 14 11 8 3 2 1 (154) (387) (33) (21) (2) (4) (1) (0) Nákvæmar tölur voru enn ekki fyrir hendi í gærkveldi um atkvæðatölur flokkanna, en talið var, að Alþýðuflokkurinn hefði fengið um 11% milljón atkvæða, íhaldsflokkurinn um 8% milljón Frjálslyndi flokkurinn um 2 milljónir og aðrir flokkar miklu mmna. ftáSherrar* sem féllu í hinum gífurlega kosninga- sigri brezka Aliþýðuflokksins, misstu fjölmargir ráðherrar í stjórn Churchills þingsæti sín. Meðal þeirra eru: Brendan Bracken flotamálaráðherra og fyrrverandi upplýsingamálaráð herra, Hore Belisha, John Am- ery, Inid’landsmálairáðherra, Wormersley, Harold MacMill- an, Somers, Geoffrey Lloyd, Sir James Grigg, Llewellyn birgða málaráðherra, Duncan Sandys (tengdasonur Churchills), Sir Richard Law og auk þeirra þessir menn, sem allir eru kunn ir í brezkum stjórnmálum: Sir William Beveridge (úr Frjáls- (lynda iflokknum), Randolþh Churchill (sonur Winston Churc ihills), Sir Richard Ackland, að- alleiðtogi Common Wea'lth- flokksins. Það vakti og mikla athygli í kosningunum, að Sir Archibald Sinclair (íFrjálslynda flokknum) féll, en mjóu mun- aði, þar sem íhaldsmaðurinn, sem vann þingsæti hans hafði ekki nema 60 atkvæða meiri- hluta. Þá hafði. einnig Alþýðu- flokksframbjóðandinn -fleiri at kvæði en hann og munaði 6 atkvæðum. V Foringfar Aiþýðu* flokksins sigrocðu glæsiEega. Herbert Morrison, einn af atkvæðamestu mönnum Alþýðu flokksins brezka vann þingsæti í London, sem íhaldsmaður hafði áður skipað. Ernest Bev- ein, annar af forustumönnum Alþýðuflokksims, sigraði einnig Frarahaid á 7. síðu. Kemur. Clement Attlee, sem nú verður forsætisráðherra, i viðtali við blaðamenn. Fer Winston Churchill fráfarandi forsætisráðherra Bandaríkjamenii, Brefar og Kínverjar seffu Japönum úrsléfa- kosli Hóta heiftarlegri Beftárásum á Japan en Þjóðverjar uróu nokkru sinni fyrir. --------«--------- BANDARÍKJAMENN, Bretar og Kínverjar hafa s.ent Japön- um úrslitakosti, þar sem segir meðal annars, að ef þeir hætti ekki baráttunni, verði land þeirra fyrir verri og heiftar- legri árásum en Þýzkaland. Áskorunin til Japana er imdirrituð af þeim Truman Bandaríkjaforseta, Churchill forsætisráðherra og Chiang Kai-Shek, leiðtoga Kínverja. Þetta var tilkynnt í útvarpi frá London í gærkveldi og jafn- framt var sagt, að éf Japanar gengju ekki að þessum úrslita- kostum, myndu borgir þeirra Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.