Alþýðublaðið - 27.07.1945, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 27.07.1945, Qupperneq 5
Fostudagurinu 27. julí 1M5 ALÞYÐUBLAÐIÐ Sjötta grein ivars Lo-Johansson: Helskógurinn í Trandum í Noregi. I. Trandumskógurinn er helskógur Noregs. Þar voru um tvö hundruð Norðmenn líflátnir á hernáms- árum Þjóðverja, — frá því í apríl 1942 þangað til í október 1944, — myrtir af Stormsveit- armönnum og dysjaðir á við- bjóðslegan hátt. En eftir þann tíma voru Norðmenn úr Oslo og nó- grenni hennar skotnir í Aker- hus-kastala.. Líkunum var sökkt í Oslofjörðinn, þar sem ég dag nokkurn sigldi um á litlum vélbát ásamt nokkrum lögregluþjónum. í þeirri för sá ég yfirforingja Þjóðverja á þeim stað, Oscar Hans, sem stóð fyrir flestöllum aftökun- um, sem fram fóru á þeim slóðum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sigldi um Oslofjörð. Eg mun aldrei gleyma þeim degi. Sólin merlaði á firðinum. Á ströndinni lá fólkið í sólbaði. Spölkorn frá mér sat Oscar Hans, 35 ára að aldri, með hendur í járnum, -— glaður yf- ir því að fá tveggja tíma lausn úr klefanum til þess að njóta sólarinnar. Hann .virtist óró- ' le“gur og veiklaður, eftir fram- komunni að dæma. Skamm- byssuhlaupin voru umhverfis hann í þéttri röð eins og göt í schweizer-osti. — Þjóðverjinn í sínum græna einkennisbún- ingi var of dýrmætur til þess, að norska lögreglan vildi veita honum tækifæri til að kasta sér í sjóinn og drukkna. Annars er það ætlun mín að segja frá Trandumskógi hjá Gardermoen, sem er nokkrar mílur í norð-austur frá Oslo. Bíllinn stefnir aftur í áttina til Trandum og það er keyrt hægt. Á hernámsárum Þjóð- verja hafa smábörnin að sínu leyti tekið þátt í mótstöðu- hreyfingunni. Meðal annars hafa þau kastað miklu af nögl- um út k þjóðvegina, svo að hafa verður gæzlu við akstur- inn til þess að komast hjó því, að hjólbarðar bifreiðanna springi. Á styrjaldartímanum var hið stóra svæði umhverfis Garde- moen-flugvöllinn vandlega af- girt og lokað. Og jafnvel Trandumskógurinn hefur verið bannsvæði. Fólk, sem búið hefur í næsta nágrenni við skóginn, hefur jafnvel ekki haft hina minnstu hugmynd um það, sem þar hefur farið fram. Klukkutíma síðar, er ég sit á taii við norskar bændakonur, rétt hjlá skógarjaðrinum, verð- ur mér að orði: ,,Nú munuð þið líklega ekki ganga oftar til berja í Trand- umskógi?“ „Nei. — Að hugsa sér, — eins og þar var þó alltaf mikið um berin,“ svarar önnur þeirra og er hugsi. Það er hægt að greina ná- lyktina í margra kílómetra fjarlægð frá heískóginum, — og maður getur tekið stefnu þangað einungis eftir henni. Þetta er heitur dagur. II. Uppgröfturinn hefur staðið yfir um vikutíma, er ég kem þangað. Nú skulum við rifja upp og hugleiða, hvað þarna er að sjá. Búið er að opna 15 grafir. Hundrað fjörutíu og sjö Norðmenn hafa verið grafnir upp og fangar notaðir til verksms, norskir quislingar og þýzkir Stormsveitarmenn. — Norskir lögregluþjónar . hafa jafnan staðið vörð umhverfis og fylgzt með verkinu. Nokkr- ir fangar í Oslo hafa verið látnir bera líkin inn í Tík- geymsluna, —i þeirra á meðal Vidkun Quisling og ráðherrar hans, þeir Riisnes, Lippestad, Stang og ýmsir aðrir, sem ekki vantar til að bera blaðið til áskrifenda í eftirtalin hverfi Tungöfu. TaKiS afgreiSsluna strax. Alþýðublaðið Sími 4900. frömdu sjálfsmorð. Þeir hafa vérið -liátnir standa við líkbör- urnar í tuttugu mínútur. Eftir það hafa þeir verið sem allt aðrir menn. Quisling sagði, er hann sá niður í opnar grafirn- ar: „Þetta mun óneitanlega hafa áhrif á viðskipti okþar og við- horf til Þýzkalands.“ Riisnes sagði: .,Við höfum verið í þingum við sjálfan djöfulinn. Það er heppni, að við unnum ekki stríðið.“ Flestir hafa hinir seku ekki þótzt vita um það, sem fram fór í Trandumskógi. Þetta er snemma morguns. Sóliskinið er heitt í' skóginum. Hér vaxa mestmegnis greni og fura. Jarðvegurinn er svo þurr, að hann þyrlast upp við hvern minnsta vindgust. Veg- irmr í skóginum eru eyðilagð- ir eftir þýzka skriðdreka. Á einum stað í skóginum er staður, þar sem þýzkar skrið- drekasveitir hafa haldið æfing- ar. Við ’ göngum um skóginn. Rétt hjá skógarbrautinni liggja nokkrir skotnir Norð- menn, nýlega grafnir upp. Það hefur ekki verið hægt að koma því við að flýtja þá á brott sama daginn’ og þeir voru grafnir upp. Lík þessi líta allt annað en glæsilega út. Þau hafa legið í meira en ár í jörðu og allir geta ímyndað sér, hvernig lík eru eftir svo lang- j an tíma. Eg kem að gröf einni, sem ekki var grafin upp til fulls daginn áður. Þrjú lík liggja þar hálfuppgrafin með hend- urnar bundnar á bak aftur. Eg sé á brúnan hárlubba eins þeirra, sem enn er að mestu hulið sandi og mold. Allir þeir Nprðmenn, sem skotnir voru af > Þjúðverjum í Trandum, hafa verið fluttir þangað á vörubílum að nætur- lagi og verið hvaðanæva úr Noregi. Flestir hafa þó komið við í Akershus, Viktoria Ter- rase eða Möllergate 19, þar sem hendur þeirra hafa verið bundnar á bak aftur, reipum vafið um upphandleggina og brjóstið, — stundum bundnir tveir saman. Fjórir saman 'hafa þeir verið bundnir fastir við bílpallana á meðan ekið var til Trandumskógarms. aftur. Fœstir þeirramunu hafa vit- að, hvað beið þeirra. Þeim hefur verið stillt upp í röð við skógarjaðarinn og nafnakall viðhaft. Því næst hefur dauða- dómurinn verið lesinn upp fyrir þe:m og því bætt við,. að náð- un kæmi ekki til greina. Síðan hafa fjórir verið teknir frá í einu. Grafirnar hafa fyrir- fram verið tilbúnar. Föngun- um hefur verið stillt upp á grafarbarmana með hendur bundnar á bak aftur, en tólf manna aftökusveit hefur hieypt af byssunum og líkin fallið niður í opnar grafirnar. Það, að fundizt hefur sand- ur í lungum nokkurra Mkanna gsfur til kynna, að mennirnir hafi verið með lífi, er mokað var yfir grafirnar. Þetta hafa norskir læknar sagt mér. Aft- ur á móti hafa skórnir verið teknir af fótum þeirra dauða- dæmdu, sem haft hafa sæmi- iegan skófatnað. Þeir hafa ver- 'ö, látnir ganga berfættir til grafa sinna. Ai'tökurnar í Trandumskógi munu einkum hafa átt sér smð að vetrinum. Það hefur veitzt allerfitt að þekkja líkin. Helzt hefur það verið hægt af tönnum þeirra. Tannlæknar í flestum héruðum Noregs, þaðan sem Norð- manna er saknað, hafa sent skoðunarkort sín til rannsókn- ar við samanburðinn. Rahn- sóknardeild níkisspítalans norska kveður mikinn árangur vera af þessum athugunum. Með allmörgu móti hefur verið hægt að komast eftir því, hvers vegna þeir Norðmenn voiu skotnir, sem dysjaðir voru í Trandum. Úr gröf núm- er 4 hafa verið grafnir upp 18 Norðmenn, sem allir hafa verið skotnir í hefndarskyni vegna tveggja Þjóðverja, sem skotnir voru í Televág. Nokkrir hafa verið líflátnir í tilefni af líf- látstilræðinu við Hitler í fyrra, enda þótt þeir hafi vitaskuld ekki haft hið minnsta með það samsæri að gera. Fjöldamargir hafa verið teknir af handahófi úr fangahópnum. Ekkert rétt- arhald hefur farið fram yfi-r þeim og því engin skjöl til, er gefi til kynna fyrir hvað menn þessir 'hafi. verið ,,sekir“. For- ystumenn Þjóðverja hafa ofur einfaldlega barið hnefa í borð- ið og sagt: ,,Nú verðum við bara að skjóta einhvern!“ Einu sinni, árið 1942, voru 9 stúdentar settir í varðíhald vegna þátttöku í „ólöglegum" verknaði. Sjö þeirra voru dærndir til dauða, einn í ævi- langt fangelsi en einn var náð- aður. Af einhverjum misgán- ingi var frá því sagt í blaði, sem nazistarnir höfðu þó rit- skoðað, að átta hefðu verið dæmdir til' dauða. Þetta leiddi td þess, að sá áttundi var einn- ■ ig tekinn af líf. í annað skipti voru nítjáts dæmdir til dauða. Þá yar ein- uim bætt við í'hópinn af handa hófi, til þess að fylla tvo tugi. Þjóðverjárnir héldu svo mikið upp á jafnar tölur.--------- III. Hinar fimmtán fjöldagrafir eru að jafnaði í tíu metra fjar- lægð hver frá annarri og nokk- urn veginn í beinni röð út frá skriðdrekaæfingabrautinni. Á flestum þeirra hafa Þjóðverjar gróðursett smávaxnar greni- plöntur til þess að hylja stað- ina. Sandvöllurinn er næsta sléttur og troðinn. Taki mað- ur í einhverja greinina fylgir hríslan öll með. Þetta er sem samfelld almeaningsgröf. Á hverjum degi eru að jafn- aði tólf menn hafðir við upp- gröftinn. Hér um bil helming- ur þeirra eru Þjóðverjar, hinn helmingurinn norskir quis- i.ngar. Þarna sér maður andlit, sem maður kannast við. Meðal Þjóðverjanna sé ég Oscar Hans, Max Sörensen, Miiller og doktor Rietz, ýfirlæknirinn á Grini. í hópi Norðmanna er einnig þekktur nazistalæknir, doktor Engh. Daglega er skipt um þá menn, sem látnir eru grafa upp líkin, — en döktor Engh hefir boðizt til þess að vinna að uppgreftrinum á hverjum degi. Lögreglubílarnir aka í áttina til skógarins. Á leiðinni þang- að vita fangarnir að jafnaði ekki, hvaða verk þíður þeirra þar. Þeir eru teknir beint úr fangelsunum og eftir standa klefarnir tómir og þöglir. Bif- reiðar lögreglunnar nema staðr ar í fjarlægð frá gröfunum. — Maður sér hörkusvipinn á and- litum fanganna. Það er hægt að lesa út úr honum, hvern hug þeir bera með sér. Það er ekki ólíklegt, að Þjóðverj- arnir búist við dauða sínum, er þeir sjá framan í tuttugu norska 'lögregluþjóna og 'heima- varnarliðsmenn með hlaðnar byssurnar við hlið sér. Áhorfendurnir eru sjaldnast mjög niargir. Oslo-blöðin hafa þarna enga sérstaka fréttarit- ara, en Norsk telegram-byra hefur þar einn, Þarna er einn- ig franskur blaðamaður og tveir kvikmyndatökumenn, sem ætla sér að kvikmynda, það sem sjá má í þessum norska Buchenwald. Þeir, sem vinna að upp- greffrinum, eru látnir hafa skóflur og haka. Þeir eru látnir ganga í einfaldri röð,— hver á fætur öðrum. Á midan og eftir ganga lögregluþjónar og menn úr heimavarnarlið- inu, allir undir vopnum, því nú eru fangarnir ekki bundnir. Röð fanganna gengur fram hjá nýlega tæmdri gröf og spurninguna um það, hvort hún bíði þeirra, má greinilega lesa út úr svipnum á andlitum þeirra. Svo er komið á áfanga- staðinn Krækluleg grenihrísl'a er slitin upp. Svæðið, sem grafa á, er afmarkað með Fraxnfe. á 6.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.