Alþýðublaðið - 27.07.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.07.1945, Blaðsíða 6
ALÞYÐUSLAÐIÐ Föstudagfuvitin 27, júlí 1945 Sigraður kappi. Þetta er Max Schmeling. hinn frægi þýzki hnefa'leikari, sem var um skeið heimsmeistari i íþrótt sinni. Schmeling var tekinn j til fanga af Bandarikjamönnum i Hamlborg, og sést hann hér vera að gefa sýnishorn af nithönd sinni. Úr álögum. frh. af 4. siðu. lagið er svo gjörbreytt, að við, !hin nýkomnu botnum víst ekki neitt í þvi, fyrr en við höfum fengið starf og kaupgjald í sam ræmi við það. Það hefir færzt myndarbragur yfix bæinn á margan hátt á stríðsáru'num, en hann er samt enn á gelgjuskeiði og kemur manni oft fyrir sjónir eins og telpa, sem fengið hefir laglegan fermingjarkjól og þyk ist vera ósköp fín, en steypir sér svo allt i einu kollhnís af eintómri ærslalöngun og barna skap. — En þrátt fyrir smávegis mis- fellur, sem heldur geta aldrei horfið með öllu, er gaman að dáðst að ölium þeim afrekum, sem unnin hafa verið á síðustu árum. Og ég fyrir mitt leyti er glaður og öfundarlaus yfir þeirri auðsæld, sem hér ríkir. Ef rétt er á henni haldið, hlýt- ur hún að koma allri þjóðinna Myndaspjald HallveigarslaÖa af hinni föigru höggmynd ,VERNDINf‘ eftir Einar Jóns 5on fæst í bókabúðunum. Sömuíleiðis í skriístcsfu KYENNFÉLAGASAM- BANDS ÍSLANDS, Lækjarg. 14 B og hjá fjáröfl'U narr. efnd Hallve igarsta ða. Tilkynnmg: 6295 er símanúmer mitt íram- vegis. Fatapressan P. W. Biersng Afgreiðslan: Traðakots- sundi 3 (tvílyfta íbúðarhúsið). að notum, og um það er mest vert. Ekki dylst mér heldur, að ýmsir örðugleikar eru fyrir stafni. En ef þjóðin er sam- huga, mun hún sigrast á þeim öllum. Það er eflaust gott fyrir oss að fá tækifæri til að sýna, að vér erum ekki aðeins færir um að auðgast á böli. annarra þjóða. Vandamálum ófriðarins er ekki lokið, þó að vopahlé sé komið á i Evrópu, og þau verða e. t. v. enn þá nær- göngulli við oss í framtíðinni en hingað til. Þá er gott að vera sterkur og geta tekið mannlega á móti,. Auk þess hefir stríðið ekki aðeins fært oss gróða, heldur lika tjón. Þegar mér verður gengið niður að 'hö'fninni í Reykjavík, þykist ég sjá, að skip unum hafi heldur fækkað en fjölgað. Og eldri og lakari eru þau orðin. Eins gengur það orð, að sveitirnar séu í mestu nauð um vegna fólkseklu, en vélarn- ar ekki heldur til, sem taka við1 starfi vinnufólksins. Gróði stríðsáranna er því ekki veru- 1 legur gróði, fyrr en búi.ð er að , endurnýja og auka framleiðslu j tæki.n, svo að aflföst þeirra j verði meiri og larðbæraii en i nokkurn tíma fyrr. Þróunin frá því hámarksverði, sem nú er á vörum og vinnu, til verðlags, sem gerir oss samkeppnis- færa á erlendum markaði einn ig á friðartímum, hefir að sjálf- sögðu ýmsa erfiðleika í för með sér. En sú er ósk min og vona, að allar stéttir innan þjóðfé- lagsins eigi þann skilning og þá sanngirni, sem lausn þess- ara vandamála krefst af þeim. Niðurlag á morgun. Baldvtn Björnsson piisminr látinn. AU3VIN BJÖRNSSON gullsmiður lézt að heimili sínu, Hatfnarstræti 4 24. þ. m. að kvöldi. Hafði hann legið í tvo mánuði. Baldvin Björnsson varð 66 ára að aldri. Hann var einhver mesti listamaður í sinni iðn. — Málaði hann og allmikið og eru myndir hans víða til. Helskógurinn í Trandum Framh. af. 5. síðu snæri. Fangarnir, sem valdir hafa verið til starfans, hefjast handa við uppgrötftinn. Þjóðverjarnir fara úr hinum grænu einkennisbúningum sín- um og vinna berár ofan mitt- is. Þeir eru þreklega vaxnir og vöðvasterkir. Norsku fang- arnir eru miklu veiklulegri. Maður heyrir skelli í hökum og skóflum. Það eru einu hljóðin í kyrrlátum skóginum. liitinn er gífurlegur. IV. Einn af norsku læknunum, sem eru í rannsóknarerindum í Trandumskógi, sýnir mér velkta blaðaúrklippu með kvæði. Úrklippan fannst í frakkavasa eins fangans, sem lá skotinn í gröf sinni. Það er sjómannakvæði og er á sænsku. Erindin eru alls fimmtán að tölu og ég set hér lokaerindið: Varför klaga uppá livet, nár himmelen ár blá, och nár solen den skiner sá klar. Vi ha gungat uppá havet sá det gungar nár vi gá. Tack och lov för allt det sköna som finns kvar. Það lætur sem ötfugmæli í eyrum manns, að þess konar kvæði skyldi finnast í vasa dáms manns. Maður verðUr svo utan við sig af öllu því athyglisverða, sem hér er að sjá, að manni finnst að lokum fáltt eitt öðru merkilegra. Eg stend kyTr og horfi á grafarana Himininn er heiður og blár. En hann er það ekki lengur fyrir þá, sem nú liggja í gröfum sínum. Fyrsta daginn, sem uppgröft- urinn fór fram, voru fangarn- ir látnir vera berhentir við starfið, en síðan hafa þeir ver- ið látnir hafa gúmmíhanzka á höndunu-m, sem þeir setja reyndár ekki upp fyrr en þeir byrja á sóðalegasta verkinu. Hættan á því, að upp gætu komið sjúkdómar hefur verið geysimikil og norsk yfirvöld hafa ekki viljað hætta á, að slíkt kæmi fyrir. Þarna er mergð flugna og amiarra skorkvikinda. Um há- degisbilið er þarna 30 stiga hiti. Sumum verður svo ógiatt, að þeir kasta upp. Eg spyr norskan lögreglu- þjón, hvað hann haldi um flugurnar í sambandi við sjúk- dómshættuna. Hann ypptir öxlum og svarar: „Eg veit sveimér ekki. Það voru nú 'hraustir menn, sem voru grafnir hér.“ Svarið er þó ekki alls kostar rétt. í gröfinni, sem einmitt er verið að grafa, finnst lík af rnanni með spelkur um fót. — Menn gera sér vonir um, að frekar sé hægt að hafa uppi á honum vegna spelkanna. Hægt er að sanna, að hinn látni hef- ur verið borinn á börum frá Grini-sjúkrahúsinu. Börurnar hafa verið settar niður við grafarbarminn, áður en skot- inu var hleypt á þann, sem á þeim lá. Gröfin ,er grafin til fulls. — Þarna liggja líkin í röð með hendur bundnar á bak aftur, og eru sum þeirra bundin saman, tvö og tvö. Sum liggja í hrúgu. Mörg hafa fengið s'kot í hnakk- ann. Þau hafa bindi fyrir aug- um. Gröf þessi er þriggja ára gömul. Byrjað er að hefja líkin upp úr gröfinni. Fötin valda því að mestu, að holdið .tollir við bein- in. Börurnar standa á bersvæði, þar sem sandrokið er einna mest. Fangarnir bera líkin í átt.ina þangað eftir barrlaginu á skógargötunni. Síðan eru bör- urnar með líkunum settar inn í bifreiðarnar Lögregluþjónn- inn skrifar töluna 147 í bókma sína. Hér er maður staddur mitt í helvíti Trandumskógar. Trandum er á leiðinni til Eidsvoll. Norsk stórskóld munu vissulega taka Trandum sér sem yrkisefni. Sumir gera ráð fyrir því, að minnismerki verði reist í Trandum. Ekki hef ég neitt á móti því. Trandum mun ekki gleymast. Enda þótt maður hvíli vanga sinn við skrautblóm og ilmandi íöðu í marga málna fjarlægð frá Trandum, gleymist manni ekki sá staður. Þess er engin þörf að dylja sannleikann í slíku máli. Flugnasveimurinn er í huga mínum um nætur, bæði í vöku og svefni. Það er eins og þær sitji ennþá á buxnaskálm- unum mínum og skónum. Eg sé þær ennþá fyrir mér, hvar bær fljúga í stórhópum, hvar- vetna, þar sem verið er að gratfa upp Norðmeninina, sem margir hverjir hafa legið þrjú Bamalöskur Brunabílar Barnabeizli Barnamái Barnarullur Barnastraujárn Barnastraubretti Barnaþvoftabretti Barnagöngustafir Barnagjarðir K. Elnarsson & Björnsson h.f. Bankastræíi 11. , Tómata ^ Á hvers manns disk ^ S frá $ S . S S SÍLD&FISKS ár í gröfum sínum. Nályktin er fyrir vitum mínurn dögum saman. Það liggja þúsund ár millum Hjörungavág og Trandum. Ma-ður vonar, að þeir, sem lát- :ð bafa lífið í Trandumskógi, hafi tekið dauða sínum hreysti- lega. I Trandum eru merki þess, hvernig lffskjör f.ólkisins í Noregi voru á árunum 1940— 1945. Og þar eru líka merki dauðans. Trandum mun ætíð verða mmnzt í Noregi. Clark Gable aftur farinn að lelka. Myndin sýnir hinn fræga kvikmyndaleikara, sem til skamms tíma var í Bandaríkjahernum við kvikmyndatöku í Hollywood Clark Gable sést á miðri myndinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.