Alþýðublaðið - 27.07.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.07.1945, Blaðsíða 7
Föstudagurimi 27. júlí 1945 ALÞYÐUBLAÐBÐ Bœrinn í dag. Næturlæknir er í nótt í Lækna varðstofunni, simi 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki. Næturakstur annast Litla bílstöð in, sími 1380. ÚTVARPIÐ: 8,30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hódegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Harmónikulög. 20.00 Fréttir. 20.25 Útvarpssagan: „Jónsmessu hátíð“ eftir Alexander Kiel land( Sigurður Einarsson). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett í Es-dúr, nr. 20 eftir Mozart. 21.15 Erindi Í.S.Í.. Frjálsar íþróttir (Þorbjörn Guðmundsson Wlaðamaður). 21.15 Hljómplötur: Frægir söng- menn. 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutónleikar (plötur): a) Fiðlukonsert eftir Max Bruch. b) Skozka symfónían eftir Mendelssohn. 23.30 Dagskrárlok. Ólafsvaka 29. júlí. Færeyingafélagið gengst fyrir Ólafsvökuhátíð hér þ. 29. júlí. — Safnast Færeyingar saman við Iðnó kl. 3 þann dag og fara skrúð göngu suður í kirkjugarð að graf reitum færeyiskra sjómanna. Kl. 6 verður svo samsæti að Röðli. Japaoar vilja, að Svisslendingar gæti bagsmuna þeirra í U. S. A. T APANAR hafa rætt um ^ það við stjórnina í Sviss, að. hún tæki að sér að gæta hagmuna Japana í Bandaríkj- unum, en áður önnuðust Spán- verjar þessi störf. Hins vegar hafa Svisslendingar sett þau skilyrði, að fulltrúar þeirra geti óhindraðir heimsótt ameríska stríðsfanga í Japan, eða löndum þeim, sem Japanar hafa nú á valdi sínu. Kjólðfalfínda 5 litir. Verzhmin Unnur (Horni Grettisgötu og Bar- ónsstígs). Á Landsspítalann vantar starfsstúlkur nú þeg- ar eða 1. ágúst. Upplýsingar hjá forstöðukonunni. Utbreiðið Ilpýðoblaðl Kosningaúrslifin á Breflandi íslemkur listamaður fær viðurkenningu í Bandankjunum. PENNELL-SJÓÐURINN í Washington hefir fyrir nokkru veitt Halldóri Péturs- syni verðlaun fyrir myndina „Fighting Horses“, er hann sendi á hina árlegu myndasýn ingu, er haldin er í Ibókasafni Bandaríkjaþings til minningar um einn frægasta dráttlista- manin 'Bandaríkjanna, Pennell. Flteslir þekktuslu dáttlista- menn Bandaríkjanna sendu myndir á þessa sýningu. Af um 1100 myndum, er sýningar- nefndinni voru aðeins 335 myndir valdar úr til sýningar, og af þeim hlutu 35 verðlaun. Tvær af myndum Halldórs Pét urssonar voru teknar á sýning una og er það í sjálfu sér mik- ill heiður, því að ekki má sýna nema tvær myndir eftir hvern listamann. Er þetta i sjálfu sér mikil viðurkenning á hæfileik um Halldórs. Myndasýningin hófst þann 1, maí og sténdur yfir til 1. á- gúst. Kjarfan Jóhannsson ryður meli Géirs Gígju í 1000 metra hlaupi. Ainnanfélagsmöti í- þróttafélags Reykjavíkur, sem háð var í fyrrakvöld tókst hinum únga og efnilega iþrótta manni í. R., Kjartani Jóhanns- syni. að hrinda meli Geirs Giju í 1000 metra hLaupi, en það hef ir staðið óhaggað í fjölda mörg ár, þrátt fyrir ítrekaðar tilraun ir fjölda margra ágætra hlaup- ara tiT þess að hrinda þvi. Kjartan- hljóp vegalengdina á 2 mín. 38.4 sek., en met Geirs var 2 mín. 39 sek. Qskar Jónsson sem varð annar í keppninni hljóp úegalengdina á 2 mírí. 40.7 sek. ’ Frh. aí 3. síöu. glæsilega og hafði 5000 atkvæða meirihlut.a um fram íhaldsmann inn, sem keppti við hann, en áður var talið tvísýnt, að Bev- ein gæti náð kosningu í þessu kjördæmi. Ernest Bevin var fyrrum hafnarverkamaður í Bristol, en hefir reynzt einn at- hafnamesti og traustasti starfs maður í brezku stríðsstjórnlnni eins og kunnugt er. Churchilli hélt sínu þingsæti, eins og búizt var við og svo gerði Anthony Eden. Clemenl Attlee, leiðtogi Al- þýðuflokksins brezka á þingi, sem nú mun verða forsætisráð- herra, er 62 ára að aldri', hæg- ■látur maður, sem ekká ber mik ið á, en er skarpskyggn og glögg ur og lætur ekki sinn hlut eftir neinum, þegar því er að skipta, enda reynist hann harðskeytt- ur nú í kosni ngahríðinni. Gert er ráð fyrir, að h.ann muni nú fara til Potsdam-ráðstefnunnar sem forsætisráðherra Bret- lands. í gærkvöldi flutti Atllee stutta ræðu þar sem hann sagði mðal annars, að Alþýðuflokk- v urinn hefði gengið . til þessara kosninga með ákveðna stefnu- skrá, sem miðaði að alhliða um- bótum, en í utanrikismálum myndu Alþýðuflokksmenn enn sem fvrr vinna að þvi, að sig ur ynnist á Japönum sem skjót ast og þetta hefðu kjósendur Bretlands skilið, sem nú hefðu kjörið Alþýðuflokkinn til valda á Bretlandi, Óvænt úrslit. Kosningaúrslilin eru sögð hafa komið stjórnmálafréttarit urum nokkuð á óvart, þeir hef ðu ekki búizt við slikum sigri Alþýðuflokksins, þótt þeim væri Ijóst, að tvísýnt væ-ri um úrslitin. Þá hhefir það og vakið nokkra athygli, að kommúnistar fengu ekki nema tvo þingmenn kjörna William Gallacher, sem þar var fyrir og annan í viðbót. Loks bendir það á hina greini legu stefnuhreytingu í brezkum stjórnmáluiji, að Alþýðuflokkur inn skuli hafa unnið mörg kjör dæmi í Birmingham, sem til iþessa hefir verið talin háborg íhaldsmanna á Bretlandi, borg Chamberlain-ættarinnar. Þá er þess og getið sem dæmi upp á kosningaósigurinn, að í kjördæmi Attlee, munu fjórir af hverjum fim mkjósendum hafa greitt honum atkvæði, Japöitum seftir úrslifa kosiir. Frh. af 3. síðu. vera lagðar í rúst. Japanar verða að_ ákveða, hvað þeir vilja, hér er engrar undankomu auðið. Annað hvort alger upp- gjöf nú þegar, eða borgir Jap- an verða lagðar í rúst með öllu. Hins vegar er Japönum heit- ið, að þeir fái málfrelsi og ýmis leg réttindi, innan þess ramma, sem bandamenn setja. Pofsdam-ráðstefnan á að byrja aftur í dag. TT OTSDAM-ráðstefna mun *• hefjast aftur í dag, að því er Lundúnafregnir sögðu í gær kvöldi, en þá var allt á huldu um það, hverjir færu þangað af hálfu Bretlands. Má vænta þess, að Altlee, sem hefir verið . falið að mynda hina nýju stjórn Bretlands, eftir hinn mikla kosn ingasigur Alþýðuflokksins, fari þangað sem einn af „hinum þrem stóru. “ Myndin sýnir þjóðhátícaarhöld íyrir fráman konungshöilina í Aþenuborg Fremst á mynd- inni sjást tvær grískar blómarósir. Þjóðhátíð í Aþenuborg Viðfal við Bergstem Bergsteinsson Framhald af 2. síðu andi auga. Umbúðirnar eru svo þýðingarmiklar, þó að sjálf- sögðu verði ætíð að keppa að 'þ.ví áð ná sem allra mestri- full komnun í framleiðslu sjálfrar vörunnar. Þá vil ég geta þess, að Banda ríkjamenn eiga mjög mikið af aliskonar vélum og tækjum sem spara vinnukraftinn og auð velda vinnuna. Þarna er lika atri'ði, sem við þurfum að til- einka okkur í fiskiðnaði okkar. Ef okkur tekst það óttast ég ekki um framtíð hans, einmitt vegna þess hversu vel 'við stönd um að vigi hvað sjálft hráefn- ið snertir.“ — Er mikið af nýjum vélum í fiskiðnaði Bandaríkjanna? „Já, allmi'kið, vélar, sem viS höfum enn ekki fengið, en nauð synlegt er fyrir okkur að fá. Sjálfar frystiyélarnar eru eins og þær sem við 'höfum en svo eru ýmsar aðrar vélar, sem ekki er hægt að telja upp.“ — En í niðursuðunni? „Já, einnig. í þeiirri grein er einnig sama stefnan: Fagrar og handhægar umbúðir, vinnu- sparandi tæki, sem ger.a alla framleiðsluna auðveldari o. s. frv.“ — Hvað er að segja um hag- nýtingu fiskúrgangs ? . „Ég sá hvergi, í öllum þeim mörgu verksmiðjum sem ég heimsótti, að hent væri einu einasta heini úr fiskinum. AUt er hagnýtt, allt er gert að vöru til að selja. Úr því, sem við telj um úrgang, eru búnar tili margs konar vörur og svo að ég nefni eitthvað, þá framleiða Banda- ríkjamenn úr úrganginum með al annars mjöl, límefni, olíur o. s. frv. — Þessi framleiðsla er ekki ómerkilegt atriði í þess- um iðnaði, eins og bezt sést á því, að sjálf fiskflöki'n eru, þegar miðað er við þyngd fiskj .arins, þegar hann kemur úir sjónum, að eins 40 — 50% þyngdarinnar.“ — Er markaður fyrir hrað- frystan fisk eða aðrar íslenskar fiskafurðir i Bandaríkjuinum? „Það er mitt álit að i Banda- ríkjunum gætum við fengið mjög góðan markað fyrir fiskaf urðir olckar, að eins ef vel er að því unnið að koma vörunum k markaði'nn.“ — Þú hefur hitt marga ís- lendinga i Boston? „Já, þeir eru þar margir og íslenzku sjómennirnir, ekki sízt togaraski.pstjórarnif, eru annálaðir fyir dugnað og fyrir- hyggju. Annars hitti ég og alil marga námsmenn. Ég kynntist og ýmsum frumkvöðlum í fisk- iðnaði Bandaríkjann.a fyrir utan þá stofnun, sem ég hafði mest samband við — og allir reynd ust mér hið bezta. Vinátta í garð íslands er mjög áberandi.“ Drengjamótið. Frh. af 2. siðu. son Vestmannaeyjum og Stefán Sörensen, Þing., taka efcki þátt í mótinu. Mótið hefst eins og fyrr get- ur klukkan 5 á laugardag, en undanrásir í 100 metra hlaup- inu fara fram kl. 2 sama dag. Undanfásir í 400 metra hlaup- inu fara fram sem síðasta grein á laugardag, en úrslit þess hlaups verða hins vegar á sunnudag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.