Alþýðublaðið - 28.07.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.07.1945, Blaðsíða 5
Laugardagur 28. júli 1945. ALÞYÐUBUÐIÐ 5 UM tannlækningastofumar og sumarfrí tannlækn- anna — Menntamaður, sem er nýkominn heim segir álit sitt um ísland, sem ferðamannaland — Bréf um hrein lætið í mjólkurbúðimum. ALiLUR TANNLÆKNIR hringdi til mín úr sumarfríi sínu á Þingvöllúm og kvaS það alrangt aff tannlækningastofa sín væri ekki opin. Fullyrti hann einn ig aff einhverjar fleiri tannlækn- ingastofur væru og opnar, þó aff flestir tannlæknar væru ef til vill í sumarfríi. ÞAÐ ÉR ÞVÍ EKKI algerjega bannað að fá tannpínu, en þó er það heppilegast fyrir fólk að fara sparfega í það, að minnsta kosti fyrst um sinn — meðan sumar- fríin standa. Annars vil ég segja það enn einu sinni að menn í sömu atvinnugrein eiga að skipuleggja sumarfrí sín betur en þeir gera. Það er ófært að sumar starfs- greinar falli alveg niður svo vik- um skiptir. í GÆR FÉKK ég til dæmis bréf um blikksmiðjurnar. Samkvæmt þessu bréfi er aðeins ein blikk- smiðja í gangi af sex sem starfa í bænum og í þessari einu, sem á að heita starfandi eru aðeins þrír menn við vinnu, hinir eru 1 fríi. iÞað er vitanlega sjálfsagt að allir fái sumarfrí -— og það er ekkert við því að segja, þó að verksmiðjur eða verkstæði loki alveg og gefi öllu starfsfólki sínu frí í senn. En að allar eða nær allar verksmiðjur í sömu grein loki á sama tíma er alveg ófært. UNGUR MENNTAMAÐUR, sem er nýkominn heim sagði við mig: ,,Hvernig í ósköpunum ætiið þið nú að fara að? Á næstunni flykkist hingað mikill fjöldi er- lendra ferðamanna. Það er meira að segja verið að undirbúa fyrstu skemmtiferðina tii íslands frá Eng landi. Og við höfum svo að segja ekker.t til þess að geta tekið á móti ferðamönnum." — Hann sagði ennfremur: „ísland á bókstaflega ekkert hótel, sem getur tekið á móti venjulegu skemmtiferða- fólki. Hótel Borg er að vísu nokk uð stór, en þar er allt dirnmt og drungalegt, úr sér gengið og í hálfgerðu lamasessi.“ HANN HÉLT ÁFRAM: „Hér er engin starfandi ferðaskrifstofa eng fcn opidber stofnu'n til þess að sinna þessum málum, engin upp- lýsingastarfsemi, engin útgáfa á bæklingum um íslenzk miál. Þetta ©r furðulegt ástand, iþégar þess er gætt að ferðamannastraumurinn er að hellast yfir ísland — og við liggjum steinsofandi og hrjót- um.“ ÞAÐ ER MIKIÐ til í þessu — og ég hefi oft minnzt, á þetta og hvatt til þess, að hafizt væri handa um að víð yrðum svo vel búin að hægt væri að taka á móti ferða- mönnum, þegar þeir fara að koma hingað — Menn þurfa 'ekki að halda, að ferðamannastraumurinn haldi áfram hingað til lands. Ferðamennirnir koma að vísu —- í byrjun — en þeir munu hætta því, þegar við erum búnir að auglýsa ræfildóm okkar nóg. En sú auglýsing verður sannar- lega dýr fyrir okkur! HEIMISFAÐIR SKRIFAR MÉR eftirfarandi bréf: „Það er búið að rífast svo mikið.um alít skipulag- ið á dreifingu þess afl- og lífgjafa mannfólksins, sem nauðsynlegast- ur er þeirra allra, þ. e. mjólkur- innar, að það virðist sem að bera í bakkafullan lækinn að bæta þar við. Get ég þó ekki látið hjó líða að minnast á eitt atriði', þetta varðandi, sem ég held að ekki •hafi borið á döfina til þessa.“ „SVO ER MÁL MEÐ VEXTI að afgreiðslustúlkur í mjólkurbúð um voru skyldaðar til að hnýta skuplu um 'höfuð sér. Átti skupl- an að hylja hárið og varna þvi að úr því hryndi ofan í mjólkina ýmislegt það sem í hárinu dylst og hvorki þykir til þrifnaðar né holl ustu. Voru menn yfirleitt hrifnir af ráðstöfun þessarri og hugðu gott til glóðarinnar. Held v ég þó að ekki hafi menn órað fyrir því, að skuplan yrði svo misnotuð sem nú skal greina:“ „ÉG KEM INN í MJÓLKUR- BÚÐ. — Snotur stúlka afgreið- ir. —■ Ég horfi á eftir henni, sé hana lyfta lokinu af mjólkurbrúsanum og um leið sé ég eins og silfurglitrandi regn fella niður yfir mjólkur'brúsann. Ég athuga þetta nánar og sé að skuplan er bundin þannig að allt hárið á framhöfðinu er framund- an en dulan hengd neðan í neðstu og öftustu flétturnar á kolli snótar innar. Ég sé, að lögregluákvæðun- um er fullnægt og geng þeyjandi út.“ Hannes á horninu. Nýjðsfar fréttir, bezlar greinar og skemmfilegasiar sögur fáið þér í [) Albyðublaðinu Símíð í 4900 og gerist áskrifandi. Ráðstefnan í San Francisco. Þessi heildarmynd af raðstefnu hinna samemuðu .þjúða í San Francisco var tekin af hljóm- sveitarpalli óperuhússins þar í borginni, en þar var ráðstefnan haldin. — Niðri sitja fulltrúar hinna' sameinuðu þjóða. Blaðamenn sitja í stúkunum, en áheyrendur og gestir á svöluntun, þ. e. á tveimur efstu hæðum óperuhússins. Londou P G DVALDI hátt á fimmta ár í loftvarnabyrgjuim. All- an þann tíma dvaldi hvorki ég né konan mín eina einustu nótt heima á heimili okkar. Hið örlagaþrungna laugar- dagskvöld sem Þjóðverjar hófu loftárásir sínar á Lundúna- borg í því skyni að gjöreyða henni smátt og smátt, lejtaði um þúsund manns athvarfs í kjallara kirkjunnar minnar. — Þetta fólk missti heim.ili sín í loftárásinni. Við hjónin settumst að hjá því daginn eftir, og fluttumst svo að segja í kjallara kirkj- unnar. Fjöldi þeirra, sem þarna dvuldu á stríðsárunum. var nokkuð misjafn, en ég man ekki eftir, að nokkra nótt hafi dvalið þarna færra en 100 manns, og á þeim tíma sem loftárásarhættan var hvað mest, reyndist tæplega kleift að hýsa alla þá, sem leituðu þarna hælis. Eg mun varla þurfa að taka það fram, að engum okkar fannst sem n'ein veruleg fórn væri færð eða frammistaða okkar væri neitt sérstaklega hetjuleg. Þarna voru jafnan næg verkefni fyrir höndum og við vorum glöð yfir því að geta lagt krafta okkar fram við að leysa þau af hendi. Það varð að útvega fjöldanum nægan mat, hlynna að fólkinu á\sem beztan REIN SÚ, sem hér fer á eftir, er samin af presti einum í Lundúnum, dr. W. E. Sangster, og birtist hún fyrir skömmu í Sunday Em- pire News. vikublaði, sém út er gefið þar í borg. Segir höf- undur hér frá lífinu og að- búðinni í loftvarnabyrgjun- um á undangengnum hörm- ungaárum. hátt og við varð koníið, og síð- ast en ekki sízt: glæða lífs- löngun þess og taLa kjark í það. Manni gleymast flest eigin hagsmunamál hversdagsins, — svo ég tali nú ekki um áhyggj- ur út af smámunum, — þegar maður hefir síóra fjölskyldu til að hugsa um, — og- það jafnvel fleiri en eina. En sér- hver hlýhugur sem öðrum var sýndur, var jafnan endurgold- inn í ennþá ríkari mæli. Mér eru sannarlega minnis- stæðir þeir dagar, sem útlitið var einna svartast. Þá hélzt fólkið ekki við í rúmunum; — hristingurinn var stundum svo geysimikill, að því fannst þægi- legra að hvíla á gólfinu. Þá þurfiti oft að beita stökustu að- gætni til þess að sandpokarnir, er hafðir voru fyrir gluggun- um og til styrktar veggjum, yrðu ekki morandi af lús; sömuleiðis þurfti oft að beita brógðum og jafnvel ganga hart að fólki til þess, að nauðsyn- legasta hreinlæÚs væri gætt. Sérhver, sem þarna dvaldist, var annað hvort heimilislaus eða lamaður á taugum; margir voru hvorttveggja. Sumir voru þelr einu, sem eftir lifðu af f jölskyldum sínum. M.argix höfðu misst limi. Enda þótt ég rifji upp hin óteljandi atvik, srnærri og stærri, sem ég man eftir frá þessum löngu árum loftárása og hörmunga í Lundúnaborg, get ég ekki nnunað eftir því, að nokkru sinni bæri á ósigurör- væntingu hjá nokkrum einasta einstaklingi. Ekki einum ein- asta. Eg hef átt tal við tugþús- undir fóllcs, sem dvalið hefur í loftvarnabyrgjum hingað og þangað í London, oft á þeim augnablikum, er hurð skall nærri hælum og dauðinn var á næstu grösum. Vitaskuld var yfir ýmsu að kvarta og misjöfn þolinmæði sýnd af hverjum einum einstaklingi. Samt sem áður horfðu menn fram á við til lokatakmarksins, — sem nú hefur náðst, Menn þr-áðu frið- inn. Samtök okkar til liðveizlu og Framh. á ö. siöu. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.