Alþýðublaðið - 31.07.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.07.1945, Blaðsíða 2
*W ALt»YDUBLAQIÐ ÞriSjudagur 31. júlí 1945. teknir voru hafa nú verið látnir lausir Magnúsi Kjartanssyni stud. mag. var sleppt úr varðhafdi á iaugardagmn - -------«-------- MAGNÚS KJAETANSSON stud mag., sem var einn þeirra fimm íslendinga, sem teknir voru fastir um borð í Esju innan daiiskrar landhelgi sunnud. 1. þ. m. og fhitt- ir aftur til Kaupmannahafnar, hefur nú verið látinn laus. Var honum sleppt úr haldi síðastliðinn laugardag. Virðist þá komið skýrt í ljós að að minnsta kosti þrír þeirra manna sem teknir voru úr Esju hafi verið alsaklausir. Áður höfðu verið látnir lausir Sigurður Kristjánsson verk- fræðingur og Leifur Jóhannsson rakari. — Enn eru í haldi í Danmörku þeir Ólafur Pétursson, skrifstofumaður og Hin- rik Guðmundsson verkfræðingur. Er þess að vænta að málum þeirra verði flýtt. Talið er að þremenningamir komi heim með Lagarfossi. Methafarnir af drengjaméiinu. Ólafur Nielsen, Magnús Þórarinsson, Björn Vilmundarson. Drengjameistaramótið s Þrjú ný drengjamet voru sett á mótinu ---------------------©»----- Ármann fékk firnni meistara, en K. R. fjóra DRENGJAMEISTARAMÓTIÐ var háð á IþrÓttavelUnum á laugardag og sunnudag. Var árangur í flestum greinum mjög góður og ágætur í sumum. Þrjú ný drengjamet voru sett á móti þessu. Ólafur Nielsen, Á., setti nýtt drengjamet í 110 m. grinda- hlaupi, hljóp á 16.8 sek., Magnús Þórarinsson, Á., í 400 ip. hlaupi, hljóp á 54.0 sek. og Björn Vilmundarson, KR., í þrístökki, stökk 13.55 metra. Um helgina fengu skip ágæi kösl fyrir ausian. --------+--------- Skip á ’leiðinni fil Raufarhafnar méð afla og önnur að norSan á miðlsi. --------+-------!- Frá. fréttaritara AIþýðub 1 aðsins. Neskaupstað í gær. ■ Q VO virðist sem Austfirðir séu að fyll'ast af síld. Að vísu er k-J enn elcki vitað hvort síldin er komin á miðin í stórum torf- um, en þegar hafa bátar fengið allmikinn afla og gamlir menn telja, að allt hendi til þess, að miklar síldarvöður verði fyrir Austfjörðum á næstunni. Úrslit í einstökum greinum urðu sem hér segir: 100 metra hlaup: 1. Bragi. Friðriksson, KR. 12.1 2. Haukur Clausen, ÍR., 12.1 3. Björn Vilmundars., KR. 12.1 Halldór Sigurgeirss. Á, 12.2 1500 metra hlaup: 1. Stefán Gunnars., Á, 4:29.8 2. Gunnar Gíslason, Á, 4:31.0 3. Aage Steinsson, ÍR, 4:37.6 Kringlukast: 1. Sigurjón Ingason, Hvöt 38.44 2. Kristinn Alberts. Þing., 37.44 3. Haukur Aðalgeirss. ÍR, 36.65 Langstökk: 1. Björn Vilmundars., KR, 6^.36 2. Halldór Liárus., Afture., 6.13 3. Óli P. Kristjáns., Þing., 5.9,1 110 metra grindahlaup: 1. Ólafur Nielsen, Á, 16.8 2. Björn Vilmundars., KR, 17.8 3. Haukur Clausen, ÍR, 18.3 Afrek Ólafs er nýtt drengja- met. Fyrra metið, sem var 17.5 sek. átti hann sjálfur, setti það á liðnu vori. 4X100 metra boðhlaup: 1.. Sveit ÍR, 47.2 2. Sveit Ármanns 47.3 3. B-sveit KR, * 50.0 A-sveit KR. missti boðið og kom ekki að marki. 3000 metra hlaup: 1. Stefán Gunnarsson, Á, 9:36.6 2. Gunnar Gíslason, Á, 9:45.6 3. Aage Steinsson, ÍR, 10:09.2 Kúluvarp: 1. Vil. Vilmundars., KR, 14.23 2 .Sigurjón Ingason, Hvöt, 13.29 3. Kristinn Alberts., Þing., 13.14 Stangarstökk: 1. Kolbéinn Kristins., S., 3.00 2. Sigursteinn Guð.,' FH, 2.90 3. Guðni Halldórsson, S., 2.80 400 metra hlaup: 1. Magnús Þórarinssön, A, 54.0 Frb. á S. sáðv Fáheyrð spellvirki í kirkiugarðinum í Fossvogl. Eins og hrjálaður maður hafi farlð um garöinn. p* ÁHEYRÐ spellvirki voru framin í kirkjugarðinum í Fossvogi um síðustu helgi. Virðist brjálaður maður hafa farið um þennan reit óður af skemmdarfýsn. Þegar verka- menn, sem vinna í kirkjugarð- inum komu í hann á mánudags morgun urðu þeir þess varir, að vestanvert í garðinum höfðu verið unnin margskonar spell- virki, en þar var allt með kyrr- um kjörum á laugardag, er þeir hættu vinnu og hafa spell- virkin því verið framin á þess- um tíma. Steingirðing utan um leiði 'hafði verið brotin með þeim hætti, að hent hafði verið grjóti í hana. Gler i tveimur kössum hafði verið bro'tið og mynd af barni verið tekin úr öðrum kass anum og færð yfir á leiði er- lends hermanns. Trékross hafði verið brotinn á öðru leiði. Tveir trékrossar á leiðum erlendra hermanna höfðu verið rifnir .upp og færðir yfir á leiði ís- lendinga. Númeraspjöld á göt- um í grafreit erlendra her- manna höfðu verið rifin upp og færð til. Kransar höfðu verið Framliald á 7. síðu. Alþýðufiokkurinn brezka bræðra- flokki til hantingfu Qtefán jóh. stefáns- SON, formaður Alþýðu- flokksins hefur sent bróður- flokknum brezka, „Labour Party“ svohljóðandi heilla- óskaskeyti af tilefni kosn- ingasigursins: „Hjartanlegustu hamingju- óskir af tilefni hins glæsi- lega kosningasigurs. — AI- þýðuflokkurinn.“ Til Seyðisfjarðar eru komin allmörg skip með 400—100,0 mál síldar og er verksmiðjan þar orðin troðfull. Hún bilaði eitthvað smáveg'is í gærkveldi, en mun komast fljótt í lag og getur þá hafið vinnslu. Línuveiðarinn Magnús rakst á síldartorfu og kastaði í hana hér út af Norðf jarðarhorni í nótt og fekk um 800 miál. Þá fékk Gunnvör og 250 miál og Sæfarinn 100 mál. í morgun var lítiíl bátur út af Vattarnesi með net og rakst á síldartorfu, kastaði í hana og fylltust netin á sviþstundu. Fékk hann 17 tunnur síldar. Sagt er að skip hafi fylíit sig hér fyrir utan og séu þau nú á leiðínni til Raufarhafnar með afla sinn. Ennfremur segja iréttir að norðan að fjöldi skipa þaðan sé á leiðinni austur á bóginn. Alla síðustu viku fengu skip smáslatta sunnan Langaness — og þó að útldt sé.fyrir síldar- afia á þessu mslóðum né, má vel vera að sú von bregðist. Brezki fiofinn yfir- gefur ísfand. B. C. Watson aö- míráíl hafSi kveöjyboö í gær. B REZKI FLOTINN er að yfirgefa ísland. B. C. Watson aðmíráll hafði hoð inni í gær fyrir ríkisstjórn- ina, bæjarstjórn og ýmsa aðra gesti og kvaddi þá ís- land. I ræðu, sem aðmíráll- inn hélt hyllti hann ísland með fögrum orðum og kvað sér hafa þótt vænt um land- ið og þjóðina allt frá því, er hann kom hingað fyrst, sem skipbrotsmaður. — Þakkaði hann þjóðinni fyrir gott sam starf. Að lokum hrópaði að- mírállinn og liðsforingjar hans húrra fyrir íslandi. Olafur Thors forsætisráð- herra ávarpaði aðmírálinn og kvað brezka flotann hafa unnið mikið og glæsilegt starf frá hækistöðvum sín- um á og við ísland. Kvað hann og yfirmenn brezka flotans hafa sýnt mikla lip- urð og alúð í viðsfeiptum þeirra við þjóðina. Að lok- um hrópuðu gestirnir undir forustu forsætisráðherra húrra fyrir hrezka flotan- um, aðmírálnum og frú hans. Nýtt- stórhýsi í Reykjavík: BúnaSarbankans við áusfur- sfræfl 5 ferSur AfgreiösEysallr veröa á 1.' hæ® ©g verður gengið í þá frá Ausf urstræfi ©g Hafitarstræti AFIN ER BYGGING stór- mJt hýsig vi§ Austurstræti handa Búnaðarbanka íslands. Var byrjað á uppgreftri fyrir bygginguimi í síðustu viku og gengur starfið mjög vel. Gunnlaugur Halldórsson arkti- tek<t hefur gjört teikningarnar að húsinu og sneri Alþýðublað- ið sér til hans í gær og spurði hann um bygginguna. Hann sagði m. a.: „Það var byrjað að grafa fyrir hyggingunni í síðast lið- inni viku og miðar verkinu mjög veJ áfram. Þetta verður mi'kið stóiihýsi handa Búnaðarbanka íslands og á að standa við Aust- urstræti 5, á lóð, sem nær bæði að Austurstræti' og Hafnar- stræti. Byggingin verður 430 grunniflatarmetrar, eða um 7700 temngsmetrar og 5 hæðir, auk kjallara. Á fyrstu hæðinni verður af- greiðslusalur bankans, með að- alinngangi frá Hafnarstræti, svo að hægt verður að ganga inn í aifgreiðshisalinn frá háð- um götum. Á fyrstu hæö verður einnig bókhald bankans. Frh. á 7. síðu. Hý saga eflir Vicki Baum byrjar í Al- þýSublaéiBu í dag. var í Vinar- |WT Ý framhaldssaga byrjar í Alþýðublaðinu í dag. Er hún eftir hina heimsfrægu og » vinsælu skáldkonu Vicki Baum, og nefnist „Það var í Vínar- borg.“ Þeim mörgu, sem muna hina ágætu framhaldssögu „í straumi örlaganna“ eftir Vicki Baum ekki alls fyrir löngu, rnunu vissulega ekkí láta hjá líða, að fylgjast með þessari nýju sögu -j. hennar frá úpphafi. Kammermúsikklúbburinn heldur fyrstu hljómleika sína í listamannaskálanum í kvöld kl.' 9.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.