Alþýðublaðið - 04.08.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.08.1945, Blaðsíða 3
ILaugardagfur .4. ágúst 1945 ALÞTÐUBLAOIÐ Stjórn Atllees nú fullskipuð. Fyrsta þtng norræna þingmannasam- bandsins síSan tyrir stríð. __ VerHuB' í fóaupmanna- höfn dagarta 10. og 11. ágúst. Frá fréttáritara Alþýðublaðsins KHÖFN í gær. WT ORRÆNA þingmannasam- -*•bandið heldur þing í Kaup- mannaliöfn 10. og 11. ágúst og fflunu taka þátt í því 65 full- trúar frá öllum Norðurlöndmm Er þetta fyrsta reglulegt þirig þess síðan árið 1938. Þá var það haldið í Stokkhólmi. Formaður hins danska fuil- frúahóps á þinginu verður H. P. Hansen, sænska fulltrúah'ópsins Georg Andrén prófessor, norska fulltrúahópsins Christian Stray hæstaréttarlögmaður, finnská fulltrúahópsins Voien Maa prófessor og íslenzka fulltrúa- hópsins Gunnar Thoroddsen prófessor. Mörg þýðingarmikil miál verða til umræðu á þinginu, þar á meðal sameiginlegur, nor- rænn ríkisborgararéttur og ’þáttur Norðurlanda í aiþjóða- samvinnu. Þi.ngið verður haldið í Kristj ánsiborgarhöli. OVE. Sróðlr Hillers iátinn 'Reyndist alsaklaus. FRÁ LONDON er tilkynnt, að bróðir Hitlers, Alois Hitler, að nafni, sem handtek- inn var í Hamborg, hafi verið látinn laus af brezkum yfir- völdum. Það varð upplýst, að Alois Hitler hafði ekkert unnið fyrir nazista, lifað vammlausu lífi og verið með öllu óvitandi um aðgérðir nazistaleiðtoganna. — Hann er raunar ekki albróðir Hitlers, heldur hálfbróðir hans. Rak hann áður veitinga- hús í Ber'Jín Japanar búas! wi inn- rás í þessum mánuSi. mf| ACARTHUR gaf í gær ■* -* út tilkvnningu frá bæki- stöð sánni, að á sjö mánuðum þessa árs hefðu Bandaríkja- menn og Bretar eyðilagt fyrir Japönum 2800 flugvélar og ▼arpað niður um 100 þús. smá- lestum sprengna, ýmissa teg- unda, Útvarpið í Tokio hefur til- kynnt, að búast megd við inn- rás bandamanna þá og þegar, ýafnvel núna í septembermán- uði. Hann birti í gær nöfn 14 nýrra ráðherra til vibótar vi þá fyrstu 7. -------4—.... J©lisi Isaacs er vinsiytnálaráöherra, Shinwell eldsiieytisráSherra og EIBen Wilkinson menntamálaráöherra. ATTLEE, forsætisráðherra Bretaí birti í gær nöfn 14 nýrra ráðherra í stjórninni, til viðbótar þeim sjö.. sem áður hefur verið tilkynnt um, en þeir voru, eins og menn muna: Attlee for- sætisráðherra, Morrison varaforsætisráðherra, Bevin utanríkis- málaráðhei-ra, Sir Stafford Cripps viðskiptamálaráðherra, Ar- thur Greenwood innsiglisvörður konungs, Hugh Dalton fjár- málaráðherra og Jowitt dómsmálaráðherra. Mánar um Potsdam* ráöstefnunas Landamæri Póllands verða fluff vestur að T NÁNARI fregnum af úr- slitum ráðstefnimnar í Potsdam er sagt, að þar verði Þýzkaland algerlega afvopnað og hernaðarverkstæði þeirra og smiðjur eyðilagðar. Reglu- gerðír og lög, sem nazistar settu, verða úr gildi numin. — Þá verður Þýzkalandi hannað að framleiða vopn og hergögn, en einvörðungu landbúnaðar- afurðir fyrst í stað. T>á segir ennfremur í álykt- un Potsdamfundarins, að Pól- land eigi að fá væna sneið af Þýzkalandi og að landamæri Póllands verði flutt vestur til Oder. Þar að auki eiga Pól- verjar að fá Slésíu, auk Danz- ig og sunnanverðs Austur- Prússlands. Norðurhluti Aust- ur-Prússlands með höfuðborg- inni Königsberg mun eiga að innlimast í Rússland. Frakkar vllja slíla stjörnmálasambandi Utanríkismálanefnd franska þingsins hefur ákveðið að slíta stjórnmálasambandi við stjórn Francos á Spáni. Þetta var tilkynnt í brezka útvarp- inu í gærkveldi. Hýft dagblað kemur úl í Berlín. T> YRJAÐ er að koma út blað í Berlín, á vegum Þjóðverja' sjálfra. Nefnist það „Der Ber]iner“. Kemur það að sjálfsögðu út undir eftirliti bandamanna. ** Nöfn þessara ráðherra voru tiikynnt í gær: A. V. Alexander, flotamála- ráðherra Emanuel Shinwell, eldsneytis- málaráðherra Hann mun eiga að fjalla um þjóðnýtingu kolanámanna í Bretlandi. Ellen Wilkinson, menntamála- ráðherra. Hún er önnur konan, sem hefur tekið sæti í brezkri stjórn. John Isaacs, verkamálaráðh. Addison lávarður, samveldis- miálaráðherra. Hann var áður leiðtogi Alþýðuflokksins í M- varðadeildinni. George Hall, nýlendumálaráðh. Patrick Lawrence, Indlands- mál'aráðherra. Jack Lawson, hermálaráðherra. Alfred Bames, stríðsflutninga- róðherra. Tudor Eade, innanríkismála- ráðherra. Sir Ben Smith, matvælaráðh. Aneurin Bevan, heilbrigðis- málaráðheria. Tom Williams, landbúnaðar- ráðherra. Noel Baker, ráðherra án stjóm- ardeildar. Laval fyiir rétti PIERRE LAVAL, fyrrum forsætisráðherra Fraklca vár leiddur fyrir rétt í gær í París. Var honum laumað inn í réttarsalinn með öruggri lögrégluvemd, en þúsundir manna biðu fyrir utan, en rétt- arsalurinn var þéttskipaður. Sagði Laval meðal annars, að hann hefði persónulega verið á móti styrjöld, en hún hefði verið óumflýjanleg, sér í lag eftir að Þjóðverjar tóku Austurríki árið 1936. Þegar Laval gekk fram hjá Pétain marskáiki, er þess getið í frétt- um blaðamanna, að Pétain hafi ekki litið við honum. Framhaldi þessara réttar- halda eð beðið með mikilli ó- þreyju. Alflee forsætisráðherra á kosningafundi. Mynd þessá, sem tekin er/fyrir alllöngu, sýnir Clement Attlee, nú- verandi forsætisráðherra Bretlands á kosningafundi, þar !sem hann er að ávarpa mannfjöldann, sem safnazt hefur saman fyrir neðan ræðupallinn. Fultfrúar frá mörgum löndum * á þingi danska Álþýðuflokksins -------*------ Það hefst í Kaupsnannahöfn 19. ágúst ©g á aö standa í fjóra daga. ------«------- Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í gær. FLOKKSÞING DANSKA ALÞýÐUFLOKKSINS hefur nú verið kallað saman í Kaupmannahöfn 19. ágúst og mun standa í fjóra daga. Mun það setja svip á þetta þing flokksins, að það verður sótt af mörgum gestum frá Alþýðuflokkum ná- grannalandanna. Nú þegar er vitað, að frá Sviþjóð koma á þingið Per Al- bín Hansson forsætisráðherra, Gustav Möller félagsmálaráð- herra, Torsten Nilsson sam- göngumálaháðherra og Wailin, gjaldkeri sænska Alþýðuflqkks ins. Frá Noregi koma Einar Ger- hardsen, forsætisráðherra og Haivard Lange, sem á sæti í miðstjórn norslka Alþýðu'flokks ins. Frá Finn'landi koma Fager- holm, forseti finnska þingsins og Varjonen, ritari finska Al- þýðuflokksins. Frá Islandi kemur Guðmund ur I. Guðmundsson, alþingis- maður og gjaldkeri íslenzka Al- þýðuflokksins. Frá Hollandi koma Koos Vorr ink, formaður hollenska Ai- þýðuflökksins og Wounderiberg, ritari flokksins. Frá Bretlandi koma Harold Laski prófessor, fformaður mið- stjórnar brezka Ajþýðuflokks- ins, Morgan Philips, ritari fflokks ins og Wilfred Burket, þingmað ur. Frá Frakklandi koma Daniel Mayer, ritari franslka Alþýðu- flokksins og hin gamli austur- ríski brautryðjandi, Grumlbach. Frá SvissMndi getur eng- inn komið sökum erfiðleika á að fá vegabréf. Á flokksþinginu verða rædd mál danska Alþýðuflokksins, þar á meðal hugsanleg samein- ing hans og ■ Kommúnistafflokks ins svo og kosningástefnuskrá ílokksins. Líklegt er og, með tilliti til hinna mörgu gesta íúá öðrum löndum, að rædd verði alþjóða mál jafnaðarmannahreyfingar- ar, þar á meðaii endurreisn Al- þjóðasambands jaffnaðarmanna, sem lítið hefur getað starfað' á ófriðarárunum. Þá þykir og líklegt, að þýð- ingarmiklar ákvarðanir verði teknar varðandi heimsþing verkalýðsfélaganna í París í september. A það þing mun Danmörk senda marga fulltrúa, með forseta danska Allþýðusam bandsins Ejler Jensen í broddi fylkingar. OVE. Slettinius. Þessi mynd sýnir Eduard R. Stettinius. fyrrverandi utanrík- ismálaráðherra Bandaríkjanna. Nú mun hann stjórna nefnd þeirri, sem Bandaríkin senda á hdð nýja þjóðabandalagsþing.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.