Alþýðublaðið - 04.08.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.08.1945, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. ágúst 1945 ALÞYBUELADIÐ Nes við Seltjöm. — Gamla konan er gengin. — Hvað verður um Nesstofu. — Tillaga til þeirra, sem ráða. — Um umferðina. — Káðlegging til vegfarenda. GAMLA KONAN í Nesi er gengin.. Fyrir nobkruxn árum heimsótti ég hana og skoðaði hina frægu Nesstofu. Kristín gamla sýndi mér hana og ég hef sjaldan lifað kyrrlátari stundir, magnaðri minningum og sögum, en meðan ég dvaldi í þessu gamla setri. Þar var raunverulega allt saga, trað- irnar heim, hlaðið, inngangurinn í stofuna, stofan sjálf og hver stoð hennar- og svo gamla konan frá fyrri öld, lítil og nett við Seltjörn- og þó sérstaklega þegar hún leit til sjávarins og minntist á það, að hann væri að eyða landinu henn- ar. HVAÐ VERÐUR NÚ um Nes við Séltjörn? Bg hef engan spurt um það fyr. En í sögu íslands á þetta gamla höfuðból margar síð- ur og þá fyrst og fremst í sam- bandii við eina göfugustu stétt landsins, læknastéttina. Þar sat höfuðsmaður þeirra manna okkar sem stundáð hafa líknar- og hjálp arstörf, þegar veikindi og sóttir hafa steðjað að. Þar var fyrsta lyfjaibúð landsins. — Auk þiess er Nesstofa út af fyrir sig forngrip- ur. Það sjá þeir bezt sem heim- sækja hana. ÞAÐ ER KANNSKE ofmælt, en mér finnst að Kristín í Nesi hafi búið í Nesstofu í öld og hún og Nesstofa voru eitt. Það var ekki ástæða til þess að hreyfa við neinu meðan gamla konan lifði þar. Nú er hún búin að hafa vista- skipti, komin til vina sinna annars staðar og hætt að ferðast um stof- una sína, — Þess vegna vil ég leggja ti'l, að ríkið eignist Nes við Seltjörn og geri það að bústað landlæknis og minjasafni fyrir læknastéttina. ÉG SKÝT ÞESSU >að eins fram til þess að réttir aðilar geti um þetta hugsað og tekið sínar ákvarð anir. Vel getur líka verið að þetta hafi borið á góma hjá þeim ,og málið sé í athugun. — En mér gengur aðeins til að þáttur Nes- stofu í sögu landsins sé ekki graf inn. Allt sem snertir sögu okkar og starf í liðnum öldum hefur miklu meira gildi fyrir framtíð okkar en menn gera sér kannske ljóst í fljótu bragði. Og umhyggja okkar fyrir því skapar festu í þjóð Æélagið og menningu okkar- sem er lífsnauðsynleg. INGIMAR VILHJÁLMSSON SKRIFAR: „Nú á þessum slysa- tímum, þegar margir óvanir eru með ‘bíla, vil ég gefa vegfarend- um dálitla bendingu, til að forðast slys. Þegar gangandi maður fer þvert yfir götu, þá metur bílstjóri eða hjólreiðamaður hraða hins gangandi manns og fer fyrir fram an hann eða aftan, eftir aðstæðum. Venjulega er betra að fara fyrir aftan hann, því að þá er útilokað kápp milli hins gangandi og ak- andi, en það er hættulegt." „HINUM GANGANDI er eðli-s legt að halda hinum sama hraða, en hinn akandi er háðari umferð- inni hvað hraðan snertir, af þvi að hraði hans er mikið meiri. í því tilfelli, að gangandi manni sýn ist ökutæki stefna á sig, er hættu- legt fyrir hann að stanza, því að þá getur fát • komið & hinn ak- andi svo að (hann veit ekki hvoru megin hann á að fara og ekki orð ið nógu fljótur að ákveða sig og verður svo að hemla á síðasta augnabliki, en þá getur það orðið of seint. 'Þess vegna vil ég segja þetta til gangandi fólks: Gangið í sömu átt og með samá hraða, þeg ar þér gangið yfir götu, en ef að þér sjáið yður það ekki fært þá farið ekki yfir götuna, fyrr en gott tækifæri kemur. Hannes á horninu. á ísafirði hcfir nýlega stækkað, svo að blaðið flytur nú tvöfalt meira efni en áður. Jafnframt hafa verið gerðar þær breytingar á blaðinu, að það flytur miklu fjölbreyttara efni én áður og við hæfi lesenda hvar s sem er á landinu. Blaðið leggur sérstaka áherzlu á að fylgjast vel með þvi, sem gerist á hverjum tíma og hefir í því skyni tryggt sér aðsfoð manna í Reykjavík. Blaðið flytur ítarlegar fréttir af Vestfjörðum, og er því nauðsynlegt öllum Vestfirðingum. Flugsamgöngur við Vestfirði tryggja að blaðið kemst reglulega og fljótt til kaupenda hvar sem er á landinu. Skutull hefir komið út í 22 ár og jafnan getið sér orð fyrir einarðlegan málflutning. SKUTULL á erindi til allra landsmanna. Hringið í síma 5020 og gerizt áskrifendur að Skutli. Jikrtfianlnil Alþýðablaðsta er 49i. 5 Þjálfun kínverskra hermanna Amerískir herforingjar starfa nú ötullega að því að þjíálfa kínverska hermenn og búa þá undir úrsiitaþátt frelsisstríðsins gegn Japönum. Hér á myndinni sést hópur kínverskra her- manna við líkamsæfingar. WT Ú, þegar styrjöldinni. er | liokið, mun Kína í fyrsta skipti fá verulega hentugt tæki færi til að eflast, tæknilega og menningarlega. Þau stjórnmála legu umskipti, sem hljóíast af uppgjöf Þýzkalands í vestri og Japans í austri, munu óefað leiða af' sér nauðsyn þess, að í’ Austurlöndum rísi eitthvert ríkjanna upp yfir hin og verðí þeim öflugri. Enda er ekki hægt að koma við því endurreisnar- starfi í Austur-Asíu nema með slíku móti. Þetta sterka ríki, sem tilvalið er tili að bafa for- ustuna, — er Kína. Með tilliti til jafnaðar og jafnvægis á við- skiptasviði allra ríkja, er ein- ungis hægt að skapa viðunandi ástand með því einu, að frjó- söm lönd, sem að miklu leyti eru óræktuð, en íbúarnir virð- ast alltof margir, séu hagnýtt til hins ýtrasta og fólkinu veitt skilyrði til að lifa. Það land, sem mest og bezt þarf að hag- nýta fram yfir það sem nú er gert, og sem í ibýr þjóð, sem. ekki nýtur sín, er einmitt Kína. Kina þarf eíkki hvað sízt að éfLa og bæta sljórnartfar sitt og það þarf að fylgjast að með viðskiþtalegum og tæknilegum umibótum. Gera má ráð fyrir, að í því efni muni Kína að miklu leyti taka Bandarikin til fyrir- myndar. Einhvern veginn hefur það verið svo fram á seinasta ára- tug, að viðskipti Bandaríkja Norður-Ameríku og Kína hafa verið furðu lítil. Ýmislegt haml aði því, t. d. einangrunarstefn- ur, sem réðu mikliu lengi vel meðal beggja þessara ríkja. Fyrst Iþegar Sfandard Oil Co. hóf sölu á olíu til Kína, lyftist brúnin á amerískum iðjuhöld- um og kaupsýslumönnum og gerðu þeir sér þó nokkrar von- ir um, að sameiginleg viðskipti ríkjanna myndu aukast. Hawai-eyjar og Filippseyjar komu inn í umræður manna um þetta mál og þóttu einkar hent- ugir viðkomustaðir fyrir skip, JL¥ ÖFUNDUR eftirfarandi greinar er E. M. Fried- wald. Greinin er þýdd úr enska fímaritinu „World Di gest,“ en upphaflegú birtist hun í franska Lundúnaritinu „La Franee Libre.“ í grein þessari er sagt frá möguleik um Kína til þess að verða stórveldi á nútímamæli- kvarða, Greinin er stytt í þýðing- unni. -------- ■______' ________i er sigldu milli Bandaríkjanna og Kína. Þó hefur það farið svo, að viðskiptin við Kína hafa ekki numið nema 3 eða 4 hundraðs- hlutum af viðskiptum Banda- rí&janna við önnur ríki á und- anförnum 40 árum. Samt sem áður hafa verið mikil og góð skilyrði til viðskipta við Kína, en sém hafa verið ónotuð svo að segja fram til þessa, hvað sem siðar verður. Það var vegna þess að Banda ríkin héldu áfram að vera Kín- verjum ferkar hliðholl og rufu ekki. stjórnmálasamband sitt við Chungking-stjórnina, að Japanir réðust á Pearl Hailbor. Og nú er svo komið, að vöxtur og viðgangur Kína upp í það að verða eitt af fremstu stór- veldum heims, er ein af líkleg- ustu afleiðingum Kyrrahafs- styrjaildarinnar. * Nú er ekki. úr vegi að virða það fyrir sér, á hvaða hátt Kína getur fyrst og 'fremst orðið stór veldi á nútímavísu. Vitaskuld er ekki auðvelt fyrir ríki að verða að stórveldi. Hugsunar- háttur og menning þjóðarinnar, sameining um innanlandsmál og stjórnarfarsfyrirkomulag eru atriði, sem allt hvílir á. Ef allt þetta er á því stigi sem kallast má fullkomið á nútímavísu, er ekkert því tilfýrirstöðu, að hverju ríki standi til boða a§ þróast út á við og inn á vi.ð svo að segja ótakmarkað. Aftur á móti getur heilu stórveldi hnign að ef ei.tthvert hinna áður- nefndu atriða er ekki í lagi. Sem dæmi má nefna ftalíu. Fyrir sex árum síðan var hún stórveldi, sem ó alheimsmæli- ikvarða mátti sín jafn mlikið meðal þjóðanna og t. d. Sovét- ríkin. Nú er Ítalía e'kki í stór- veldatölu lengur. Forustan beindi athöfnum iþjóðarinnar inn á rangar brautir. Undan- farin styrjöld hefur sýnt mönn um til fuUs, hverskonar hugar far, sameining og stjómarfyr- irkomuilag reynist bezt, er á hólmdnn er komið. Stærð ríkianna og mann- fjöldi he'fur fyrst og fremst geysimikið að segja, ef til þess kemur að. eitthvert ríki verði áhrifamikið meðal annarra ríkja. Að því viðbættu, að fjár hagur 'þess sé góður og tæknin á háu stigi, er ríkið mjög vel á vegi statt. Einkum er það hag fræðilega hláðin, sem þarna kemur til miála. Nú á dögum verður stórveldi að vera í senn mikið iðnaðarríki og landbún- aðurinn mikill. Til þess að þetta geti tekizt, verður landið aS vera frjósamt og innihálda nóg af kolum. Til þess að leggja grundvöll að stórfelldum nýtízkuiðnaði er ekki. nóg fyrir eitt ríki að eig* einhverja gnægð af olíu (eins og til dæmis Mexico, Vene- zuela, Rumenía, Persía o. fl.). eða mikinn skipastól (eins og t. d. Noregur) né heldur miklar járnnámur (Svíþjóð t. d.). Bæði England og Þýzkaland sýna, að þjóð, sem ekki á sér- lega mikinn skipastól, olíu og járn t. d„ getur byggt upp geysimikinn iðnað, ef nóg er tift af ’kolum í landinu. Nú skyidi enginn halda, að ég álíti ekki skipin, olíuna og járnið miiriis Wk. á 6. sftSu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.