Alþýðublaðið - 04.08.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.08.1945, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 4. ágúst 1945 Brúðkaup hiá Louis Bromtield. Nýlega héldu þau Humphrey Bogarth leikari og Laureen Bacall brúðkaup sitt á heimili ameráska skáldsagnahöfund- arins Louis Bromfield (í miðið) í Mansfield í Oklahoma. Á myndinni sést brúðurin vera að skera brúðkaupskökuna. á hvaða leil er Kina! og tækni ætti að vera hægt að éfla iðnaðinn tiitölulega jafn mikið á næstu fimmtán tii tutt ugu árum. Ekki vantar mann- aflið. Aftúr á móti er landið það rriikið fátækt af hfáefnum, — einkun kolum, — að til vand ræða horfir. Þó verður að hafa það í huga, að auðæfi landsins Chafa enn ekki verið könnuð til ful'ls, ög stór landiflæmi þar eru, landfærðilega séð, lítt þekkt, hvað þe'tta sneriir. Að svo miklu leyti sem vitað er, nema kolaauðæfi. Kína samt sem áður 240.000 milljón tonn um. Það er því ríkara en Stóra Bretland hvað þetta snertir, sem inrii'heldur aðeins 190,000 milljón tonn. Kína er þó fá- tækara af kolum en Bandarík- in, Rússland og Canada. Meira en helmingur þessara kola í Kína liggur í nbrður hluta landsins, Shan-si, en næstum því þriðjungur í er svoriefndu Shen-si-héraði. Koli.n eru yfir léitt af mjög góðri tekund. Kola vinns'Ian er tiltölulega lítil. Hún er ekki- meira en sem nemur einum sjöundahluta samanbor- ið við Þýzkaland eða England. Enginn mun 'halda iþví fram, að Kína sé orði.ð stórveldi nú þegar. Samt ' sem áður hefur Kína meiri skilyrði en öll önn- ur ríki, að undanskildum Sovét rikjunum og Bandaríkjunum, til þess að verða eitt af fremstu stórveldum heims. Fram til þessa hefur Kína fyrst og Tremst skort vilia til þess að verða stór veldi,. Japan gat á iæpum fjórum áralugum komizt í stórvelda tölu. enda þótt Japanir byggju við mi'klu lakari skil- yrði en Kínverjar, — einungis af því þeir höfðu vilja til að korna sér áfram. Á öðrum fjöru tíu árum tókst þeim að eflast svo, að þeir leýfðu sér að bjóða bæði Bretum og Bandaríkja- mönnum byrginn. Það er skoðun mín, að meira liggi við að endurreisa iðnað bg viðskiptalífi Kína á næsfcu áxum, heldur en leggja út á þá vafa- sömu braut að hjálpa Þjóðverj um til að rétta vi;ð sem fyrst. — Frarnh. af. 5. síðu vert. Síður en svo, Þessir hlut- ir ha'fa geysimikið að segja, — en þá er lika ekkerl þyí til fyr- irstöðu, að stórfé'lldur iðnaður geti blómgazt. • Kína og Mansjúría -eru til samans að flatarmáli sem helm ingur Evrópu og íbúarnir eru í foáður ríkjunum samanlagt jafn margir og í allri Evrópu. Landsskilyrði í Kína eru að öllu leyti mjög góð. Landamæri ríkisins eru mjög hentug. Að sunnan og austan liggur landið að sjó, en í vestri og suð-vestri markast landið af regi.nstórum fjallahring. Það er t. d. einung- is fhá norðri, að hægt væri að báðast með landher inn í Kína. Hvað lífsviðurværi íbúanna snertir, er landið algjörlega fært um að faéða þjóðina og meira en það, samt sem áður býr fólkið við mjög léleg kjör. Það verður að auka landbúnað inn til muna, ef vel á að fara. Aðeins þrír fimrntu hlutar hins ræktanlega lands eru nú rækt- aðir. Og afurðir hins ræktaða lands eru tiltölulega miklu rýr- ari en þær gætu verið, bæði. mið að við flalarmlá i’æktaða lands ins og vinnuaflið. Áhöld öll eru frekar gamaldags og verður að taka upp miklu vélrænni vinnu brögð í framtíðinni, þegar tækn in' eykst í landinu. Sökum þess að Kínverjar hafa að miklu leyti flúið úr hin um frjósömu héruðum í aust- ur- og suðaustur-hlutum lands ins til vesturhlutans, hafa þeir allmikið stundað nýrækt í vest lægari ræktarlöndum, sem áður vöru mikið til ónotuð. Það verð ur ekki í efa dregið, að Kína er svo frjósamt ‘land, að það gæti algjörlega fætt kínverku þjóðina, enda þátt henni fjölg- aði til muna frá því sem þún er nú og gerði jafnfram meiri kröfui' til lifsins en hún hefur gert hingað til. * Veikleiki Kína liggur í því, hversu iðnaður landsins er á lágu stigi. Áttatíu hundraðs- hluti þjóðarinnar stunda land- búnað. Með nýtízku aðferðum Rógur kommúnisfa ... frh. af 4. síðu. breyta sinni afslöðu. þrátt fyrix áleitni kommúnista. Það fór því svo, að Faxaflóafélög- in fjögur sömdu sérstaklega. Við teljum það happ fyrir sjómenn, að svo tókst til, því að við trúðum ekki fulltrúum Al- þýðusambandsins. þeim Jóni Rafnssyni, Kristjáni Eyfjörð, Páli í Sandg., Kúldinn reikna ég ekki með, til þess að fara með jafn þýðingarmikið mál fyrir alla sjómannastétt lands- ins. Og að samningarnir eru all- góðir — eða eins og Jón Rafns- son segir í Vinnúnni, „(þótt margt gott megi um þá segja,“ er það ekki Jóni Rafnssyni og féiögum hans að þakka. Það kenndi reynslan okkur við samningaborðið. Vð erum þess íullvissir, ef þeir hefðu verið einráðir við þessa samninga- gerð hefðu samningarnir orðið að mun lakari fyrir sjómanna- stéttina, en raun varð á. TiiSögur okkar. Kommúnistar hafa básúnað í skrifum sínum og með venju- legri rógmælgi meðal fólksins, að við hefðum með tillögum þessum verið að lækka kjör síldveiðímanna í landinu. Áður en við sömdum okkar tillögur, leituðum við fregna hjá formanni Jötuns í Vestmanna- eyjum, kommúnistanum Sig- urði Stefánssyni, um það, hvaða nýjar tillögur þeir hefðu á prjónunum umfram samning- inn, er þeir gerðu sumarið 1944, sem útgerðarmenn höfðu þá sagt upp. Kvað hann þær engar vera, nema eina, sem við tókum upp í okkar tillögur. — Tillögur okkar voru samdar sem samræmingartillögur við þau beztu síldveiðikjör, sem um hafði verið samið, og þó í ýmsum atriðum ofar þeim, og í einstökum atriðum mjög veru lega. í einu atriði höfðum við ekki þeirra töl-u fulla, <á skipum 70—100 rúmlesta, á afla upp að 125 þús. (í Vestm.eyjum 135 þús.) er niunaði 3/100. úr heilu prósenti. En eftir að aflinn var orðinn 125 þús. (Ve. 135), var talan til hvers manns jiöfn á báðum stöðunum, 2.47%. Það er aumt síldveiðiár, sem skip aíf þessari stærð nær ekki þessu aflaverðmæti sem við var miðað. í Vestmannaeyjum var ekki og er ekki enn skip af þessari stærð og liðurinn því ó- raunhæfur, ekki eftir honum farið. Á Akureyri og Siglufirði er hið sama að segja. Þar voru á- kvæði til í samningum, sem ekki var farið eftir.. Yfirleitt voru tillögur okkar að mun hærri en giTti á hinum stærri skipum norðanlands. Hins veg- ar voru þau dæmi, að það sem var skilyrði samkvæimt einni greininni var lækkað með á- kvæðum annarrar greinar. — Sllkar fyrirmyndir gátum við ekki notað. Samanburði til rökstuðnings þessu get ég ei komið að í þessari grein. Það mundi taka alltof mikið rúm, en ekki skal standa á mér að gera það, ,þó síðar verði. Það upplýstist einnig við samninga- borðið, að formaður Sjómanna- félagsins á Ákureyri hefði sum- part gefið einstökum útgerðar- mönnum undanþágur frá þess- um „háu“ kjörum og sunrpart þolað það átölulaust, þótt samningarnir væru brotnir í \ þessu efni. Nei, tillögur okkar voru ekki til þess að. lækka kjör sjó- manna eins, og rógtungur kom- múnista halda fram, heldur urðu þær til þess að hækka kjör sjómanna um land ailt. — og ýtarlegri og fullkomnari samningar en kommúnistum hefur hugkvæmst að gera, þar sem þeirra áhrifa hefur gætt. Pá&9 SGin varS aS samkoinuSagS. Það sem varð að saxnkomu- lagi voru ekki tillögur komm- únista og ekki heldur tillögur okkar eins og þær voru lagð- ar fram. En hverjir urðu fyrstir til að láta undan síga. Voru það full- trúar Faxaflóafélaganna eða voru það sambaridsfulltrúarnir? Sáttanefndin mundi geta upp- lýst það, ef hún mætti mæla. Ef til vill geta sambandsfull- trúarnir hrist upp í heilabúi sínu og minnst eins og annars í þessum viðskiptum. En vita mega þeir það, að við Faxa- flóafulltmarnir áttum og oft erfitt að verjast uppköstum vissra mánna á ti'llögum' sínum —- og ágætri lyst vissra manna á tillögum, sem frá okkur bár- usl í gegnum hendur sáttanefnd ar. En frá sáttanefnd 'komu til- lögur, sem sam'bandsfulltrúarn- ir létu sér sæma að kingja, en við neituðum að taka í samn- ingana, svo sem reknetaveiði- kjörin við Faxaflóa, sem eru :mun lakari en samningur Akur nesinga hljóðar og við vildum fá viðurkenndan, en „skinnin“ sáu fyrir því. Eða „tvílembinga kjörin“, sem kommúnistar sömdu um, en við neituðum að taria í okkar samning, þar sem þeirra kjör eru lækkuð miðað við hringnótaskip frá því, sem . giTt hefur undanfarin ár. Þá er byggðabannstillagan, sem þeir lögðu mikið kapp á að fá sam- þykkta. Eina tillögu áttu kom- í múnistar 1 samningunum, sem hafði ekki verið tekin með hjá okkur, og var réttmæt. Eri húri var þannig úr garði gerð, að okkur þótti skömm að, að láta hana standa í okkar samn- ingi. En ákvæðið er svohljóð- andi: ,, . . . Séu háðnir aðstoðar- menn við matreiðslu eða í vél, skulu þeir hafa hálfan háseta- hlut og greiði þeir hálfan fæð- iskostnað sinn móti út'gerðinni." Þetta gildir að vísu ekki mörg skip, en sem aðstoðar- maður í vél verður að vera fullgildur maður og sem að- stoðarmatsveinn þrekmikill unglingur, og ekki er nú hfátt risið á koonmúnistum þarna. En þessi tillaga þeirra bendir í þá átt, hvers konar tillögur hefðu verið fram bornar og sanrfi- þykktar, ef beir hefðu fengið að ráða og verið einir um samningagerðina. Að lokum þetta: Sjómanna- stéttin íslenzka hefur fram að þessu og mun einnig í fram- tíðirini vera þess minnug, að kjör hennar hafa ekki og munu ekki 1 framtíðinni skapast fyr-. ir atbeina ,,sprellikarla“ og póiitískra angurgapa, eins og Jóns Rafnssonar, eða hlaupa- gikkja einhverra „Kúlda“. Hin fjölmenna sjómannastétt sunn- anlands og samtök hennar, hafa verið og munu verða í náinni íramtíð sá brimbrjótur, sem öldurnar brotna á og smáfélög- in úti um land geta hafst við í lygnum sæ. Og sunnlenzka sjó- mannastéttin er glöð yfir því, að geta stutt stéttarbræður sína á þann hátt í minni fiskiver- um úti um land, og svo gerði hún nú í síljdvei.ðisam!nmgun- um síðustu. Sigurjón Á. Ólafsson. Myndaspjald Hailvðigarslaða af hinni fogru höggmymd ,VERNDIN“ eftir Einar Jóns 5on fæst í bókabúðunum. Sömuleiðis í skrifstoÆu KVENNFÉLAGASAM- BANDS ÍSLANDS, Lækjarg. 14 B og hjá f járöfluinaimefnd Hallveigarstaða. SJötug í dag: Guðjónía Siígsdéttir ANN 4. ágúst verður Guðjónía Stígsdóttir, til heimilis að Skeggjagötu 25 — sjötug. Ævi Guðjónínu hefur verið viðburðarík. Ung flutt- ist hún til Reykjavákur og gekk þar að allri vinnu,, hvort heldur voru saumar eða fisk- verkun. Mun hún engum hafa gefið eftir með afköst, vand- virkni né trúmennsku. Var það engum heiglum hent að stunda slíka vinnu, þá við slæm skilyrði, lítið kaup og misjafna trúmennsku yíir- manna, við verkafólkið. Skömmu eftir að Guðjónía fluttist til Reykjavíkur, giftist hún manni sínum, Kriistófer Jónssyni og eignuðust þau sex 'börn, sem öll eru á lífi. Krist- ófer heitinn stundaði alla tíð sjómennsku og unnu þau þann ig bæði. En meðan börnin voru í ómegð, missti Guðjónía mann sinn og lenti því á henn- ar herðum að koma börnun- um upp, sem hún hefur gert með sóma og myndarskap. — Voru það oft erfiðir tímar fyr- ir einmana ekkju að boma upp öllum þessum barnalióp, án allrar aðstoðar eða hjálpar frá ■hi.hu opinbera. Mun slíkt ekki vera almennt, þótt margt al- þýðumanna hafi barizt í bökk- um og þraukað í lengstu lög. Seinni árin, eftir að börnin komust upp, befur hún unnið heimilisverkin og haldið heim- ili fyrir börn sín, sem öll hafa dvalið heima þar til þau gift- ust. Hefur hún ætíð verið þeim hin sama góða móðirin og amrna barnabarnanna, þótt hópurinn hafi stækkað og tvístrast. Guðjónía er ern og fylgist vel með öllu, enda vinnur hún enn öll heimilisstörf. Leggur hún sig mjög fram um að fylgjast með öllum nýjungum í heimilisháttum og tileinka sér hið bezta í því efni. Hin ein- læga og hreina trú hennar og traust til alls, sem gott er og fagurt, hafur verið henni ljós í iífsbaráttunni. Guðjónía ér enginn veifi- skati í orðum eða hugsunum. Heldur hún fast á sinni skoðun og er þá aldrei myrk í máli, en þó orðvör og tekur alltaf tillit til skoðana annarra. Hún hefur ætíð verið tilbúin að rétta þeim hjálparhönd, sem þess hafa þurft’ og á vegi hennar hafa orðið. Býst ég því við, að þeir verði margir, sem senda henni hlýjar og heillaríkar óskir á þessum merkilegu tímamótum í ævi hennar. Við, sem höfum þekkt Guðjóníu og notið hjálpsemi hennar og ástríkis, munum seint gleyma henni, og ætíð minnast hennar sem góðrar og mifeilihæfrar konu. Guð blessi framtíð hennar. Vinur. Hallgrímssókn Messað á morg'un í Áusturtoæjar skólanum ktt. 11 f. !h. Séra Sigur- jón Ámason.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.