Alþýðublaðið - 11.08.1945, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 11.08.1945, Qupperneq 4
4 ALÞYDUBUÐIÐ Laugardagur 11 ágást 1945. fUj>ijtotbUðt5 tttgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pctursson. Símar: Ritstjórn: 4901 og 4902 Afgreiðsla: 4900 og 4906 Aðsetur í Alþýðuhúslnu við Hverf- isgötu. Verð í iausasölu: 40 aurar Alþýðuprentsmiðjan. Frelsið í Rússlandi KOMMÚNISTAR hér á landi og erlendis gera mikið að því að lofsyngja hið dásamlega frelsi, sem ríki í Rússlandi. — Hafi einhverjir lítilsigidir Rússa dindlar orðið til þess að taka undir þennan óð, hafa kommun istar rokið upp til handa og fóta, þýtt áróður þeirra á fj ölmargar tungur og lagt sig alla fram um að slá þessa menn, sem annað hvort eru skynlitlir sakleysingjar eða málaiHðsmenn kommúnista, til iriddara, eins og sagan af djáknanum af Kantaraborg sannar gleggst. En hafi einhverj ir orðið til þess að láta í ljós gagnstæða skoðun, hafa komm únistar veitzt að þeim með fúk yrðum og Iygum, sem einkenna málflutning þeirra allan. Aðbúð erlendra blaðamanna' í Rússlandi mætti vera hlutlaus um mönnum sönnun þess, að því fer alls fjarri, að í Rúss- landi ríki frelsi og lýðræði. — Hvað eftir annað hafa borizt fregnir af því, að Rússar hafi bannað erlendum fréttariturum að ferðast um í löndum þeim, sem herir þeirra hafa náð á vald sitt, svo og að ferðast um heima í Rússlandi. Hins vegar hafa Rússar sótt það fast, að frétta- riturum blaða þeirra og útvarps væri leyft að ferðast um i lönd um þeim, sem herir vesturveld anna ráða yfir. Hefur hinum rússnesku fréttariturum reynzt j þetta auðsótt, svo og að starfa j að viid sinni í heimalöndum Engilsaxa og annarra lýðræð- isþjóða. * Allþýðubl'aðið flutti í þess ari viku ummæli brezka frétta ritarans heimsfræga, Pauls Wintertons, um kjör og starfs- skilyrði erlendra fréttaritara í Rússiandi. Hefur Winterton dvalizt langdvölum i Rússlandi og varið talinn mjög vinsamleg ur Rússum. En rússnesku stjórn arvöldin hafa lagt áherzlu á að •torvelda honum og samherjum hans störf sín. Winterton kemst þannig iað orði, að rússneska ritskoðunin geri erlendum frétta riturum ókleift að starfa í Moskvu. Erlendu fréttaritaram ir í Rússliandi telja starf sitt þar vonlaust og fýsir að kom ast þaðan brott hi.ð fyrsta. — Winterton sá sér ekki annað fært en hverfa brott frá Rúss- landi, og hafa velflestir hinna erlendu fréttaritara í Moskvu farið að dæmi hans. Winterton gefur þær upplýsingair, að rúss neska ritskoðunin geri það að verkum, að ómögullegt sé að birta óhlutdraegar lýsingar af afstöðu Rússa til Breta og þess eem hinir síðar nefndu hafi lagt af mörkum í styrjöldinni. Sama gildir um ástandið í Eystrasalts tríkjunum, PólandÍ!, Rúmenííu og öðmrn þeim Iöndum, sem Rússaa: hafa á valdi sínu, svo og um meðferð stríðsfanga og Ottó Ámasoa: L a n d s h ö f n Eftii’farandi ■ grein, sem er svar við greinum þeirra Boga Sigurðssonar og Frið- þjófs Guðmundssonar um hina fyrirhuguðu landshöfn á Snæfellsnesi, var skrifuð fyrir alllöngu, en birting hennar hefur dregizt af sér- stökum ástæðum. VO virðist sem grein mín um landshöfn á Snæfells- nesi, sem birtist í Alþýðublað-. inu 13. maí, hafi ekki með öllu verði að smekk Sandaranna. Bogi. Sigurðsson, oddviti og kennari á Hellissandi, gerir at- hugasemd við hana í Alþýðu- blaðinu 19. maí og 15. júli bir.t- ist í sama blaði nokkurs konar árétting eftir Friðþjóf Guð- mundsson óðalsbónda í Rifi Bogi byrjar á að neita því harðlega, að sandfok eigi sér stað í Rifi, og vitnar þar til ummæla vitamálastjóra, Axels Sveinssqnar. Nú vil ég aðeins spyrja Boga: Hvað er það, sem þú veður af og til í ökla, allt frá Forvaða undir Ólafsvíkur- Enni og út á Melanestá? Þetta skyldi nú ekki vera sandur eft- ir allt saman? Bogi hefur tjáð mér í samtali, að hann hafi fundið mölina fjúka í andlit sér, þegar hann hefur verið á ferð á þessum slóðum í sunn- anroki. Það ér merkilegur sand- ur, sem situr kyrr, þegar mölin fýkur. Sandfokið á þessum slóðum er svo þekkt, að vita gagnslaust er að neita því, enda treystist Friðþjófur sýnilega ekki til þess. Bogi hefði heldur átt að segja, að þetta gerði hvorki til né frá, og er ekkert við því að segja, þótt hann kunni að hafa þá skoðun. Boga finnst það broslegt, að ég bendi á, að allt þurfi að reisa frá grunni í Rifi, þar sem þar er nú aðeins einn bóndabær. Hitt finnst mér mun broslegra, að hugsa sér hafskipahöfn án húsa og annarra mannvirkja, eins og Bogi virðist gera. Eg hygg, að því yerði ekki neitað, að við slíka höfn, sem hér urn ræðir, hlyti að myndast bær á skömmum tíma, ef hún reyndist þeim kostum búin, sem til er ætlazt. Ég sé enga skynsamlega ástæðu til að ætla, sjómennirnir notuðu hinar göll uðu bátakvíar í Ólafsvík og í Krossavík, ef góð höfn væri í Rifi. Ólafsvík myndi því logn- ast út af á skömmum tíma, en öðru máli gegnir um Sand, vegna legu hans. Nú naá segja, að ekki sé verra, að fólkið byggi yfir sig í Rifi en annars staðar, en að þvi tilskildu þó, að ekki séu lögð niður verðmæti á öðr- um stað vegna þess. Bogi hefur ekki heyrt talað ■urn Töskuboðann og telur, að ég hafi fundið hann. Við skul- um heyra, hvað Friðþjófur seg- ir um þetta. Hann neitar að vísu í fyrstu, að um nokkurn boða sé að ræða þarna, en þó stendur eftirfarandi í grein hans: „ . . . en hallar álíðandi til austurs og myndar hala, sem við köllum Töskuhala eða Töskuboða“. Þetta er orðrétt áframhald af lýsingu hans á skerinu Tösku. Ég veit -ekki, hvort þetta er nægileg sönnun fyrir Boga, fen vafalaust fyrir aðra. Bogi hefur það eitt á móti' hafnarstæðinu í Ólafsvík, að hafnargarðarnir verði dýrir, sem ég og benti á. En í lok greinarinnar leggur hann hafn arstæðið í Ólafsvík að jöfn við hafnarstæði á Beruvík, Önd- verðarnesi og fleiri stöðum yzt á Nesinu. Allir sjá, að þetta er firra, beinlínis út í hött, enda hefur vitamálastjóri þegar á- kveðið, að hafnarstæðið 1 Ólafs vík skuli athugað um leið og hafnarstæðið í Rifi. Mér þykir leitt að þurfa áð minna Boga kennara á það, að það sem sett er innan tilvitn- unarmerkja, bera að hafa orð- rétt eftir, en það láðist Bóga í grein hans 19. maí. , Grein Friðþjófs fjallar að mestu um að sýna fram á, að ég gefi villandi lýsingu af inn- siglingunni í Rif, og óskar, að ég halli mér ^ð símtólum Ól- afsvíkinga, og þakka ég auð- mjúkega bendinguna. Ég leyfi rnér að birta hér á eftir orð- rétta umsögn okkar beggja um innsiglingu þessa, og er þá hægt að sjá, hvað ber í milli. Um- rnæli Friðþjófs: „Við komum úr fiskiróðri og höldum upp Ól- afsvíkina þar til Búrfell er ■ komið nálega hálft fram fyrir Hreggnasa, þá beygjum við í suðvestur og höldum beint á Búrfell. Þeirri stefnu höldum við þar til yddir á svokallað Hjarta í Enninu við Ennisjað- arinn, þá beygjum við í norð- vestur eða höldum beint undan Ennisjaðrinum í Ósinn.“ Um- mæli min: „Skip, sem koma að vestan verða að fara fyrir aust- an boða þenna, beygja fyrir sunnan hann til suðvesturs og síðan til norðvesturs, ör- skammt frá landbrotinu, til hernám Rússa á Þýzkalandi. I Einu fréttaheimildir erlendu j blaðamannanna í Moskvu eru rússnesku blöðin og gömul ein tök af ferðabók Baedeckers. — Rússnesku stjórnarvöldin láta Tassfréttastofuna annast dreif ingu frétta og örfáar aðrar frétta stofur, en þessari stefnu þeirra til grundvallar liggur tortryggni þeirra í garð útlendinga. , * Áróðursmenn kommúnista munu efalaust svara þessum upplýsingum hins heimsfræga, brezka fréttaritara á þá iund, að hann sé „Rússahatari“. Þeir munu, ef að líkum lætur, telja sig mun fróðari um ástandið í •Rússlandi en Paul: Winterton og aðra þá, sem dvalizt hafa langdvölum í ríki Stalins og og kveða upp dóma um rússnesk viðhorf á grundvelli reynslu sjálfra sín. En hlutlausum mönnum mun efalaust finnast 'þessar upplrýsingar athyglis- verð sönnun þess, að í Rúss- landi ríki ekki frelsi og lýð- ræði, heldur harðstjórn og ein- ræði. Málfrelsi, ritfrelsi og skoð .anafrelsi er þar óþekkt fyrir- bæri. Kjör og starfsskiíyrði hinna erlendu fréttaritara í Rússlandi minna á aðbúð þá, sem erlendir fréttaritarar urðu að una í Þýzkalandi, ítalíu og Japan á árunum fyrir heims- styrjöldina. Hugarfarið er hið sama, þótt einræðisserkurinn sé annars vegar brúnn en hins veg ar r.auður. , ❖ Það gefur að sjálfsögðu að skilja, hvers konar ,,frelsi“ starfsmenn rússneskra blaða og útvarps muni una fyrst búið er að erlendum fréttariturum þar í landi á þann þátt, sem Paul Wintertón lýsir. Það er „frelsi“ skiilyrðislausrar þjónustu og hlýðni við stjórnarvöldin. Það er „£relsi“ þrælsiundarinnar og þrælsóttans. í Rifi þess að komast' inn, fyrir Tösk- una.“ Svo einkennilega vill til, að stefnan er mörkuð nákvæm- lega eins eftir áttum hjá báð- um, enda engin tilviljun, þar sem báðar lýsingarnar eru rétt ar. Friðþjófur sér ástæðu til að geta nákvæmra miða, og gefur með því í skyn, að illa geti farið, ef út af er brugðið, enda er það svo, t. d. Hjartað má ekki ganga undir Ennisjað- arinn, áður en beygt er, því að þá er komið upp í landbrotið, eins og ég bendi á. Hitt er svo annað mál, hvað Friðþjófi bóknast að kalla hreina ' og beiria leið. Friðþjófur bendir á það, að bátar hafi snúið frá lendingu í Ólafsvík og lent í Rifi. Ég veit ekki dæmi þessa. Hitt er rétt. að í sunnanrokum drógu bát- arnir ekki alltaf heim, og lentu þá út með, eins og það er kall- að, það er hvar sem að landi kom og lendandi var, allt frá Bótinni, rétt utan Ólafsvíkur, og út á Sand, og þá vitanlega eins í Rifi, þegar þar að kom. Einnig var stundum hleypt í Rif, þegar ekki tók heim. Af þessum sökum þekkja sjómenn irnir mjög vel til Rifsleiðar, fyllilega eins vel og Friðþjóf- ur,- En hvernig vill Friðþjófur skýra það, að’1 mörg dæmi eru til þess, að bátar,- sem urðu að snúa frá lendingu á Sandi vegna landbrims, fóru ekki í Rif, heldur til Ólafsvíkur, þótt þangað væri mun lengri leið. Og . hvernig vill Friðþjófur skýra það, að þegar Vörin, sem er við Snoppuna norðanverða, varð ónothæf vegna stórgrýtis, sem barst í hana, I lagðist Rif sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, , verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu, fyrir kl. 7 aS kvöldl að mestu niður sem vetrai'ver- stöð, en úr Vör þessari var út- ræðið áður. Þótti gömlu mönn- unum Rifsleiðir ekki fýsilegar? Friðþjófur minnist á klapp- irnar í Ólafsvíkurhöfn rétt eins og þær bæti upp alla galla sandsins í Rifi. Ég vil í tilefni af þessu minna á, að bátakví þessi' var hugsuð sem bátakví, byggð sem bátákví og hefur notagildi sem slik. Ég vil enn- fremur geta þess, þótt ég hafi gert það áður, að frá því að kví þessi varð nothæf, hefur hún verið notuð af bátum þeim, sem hafa stundað dragnót á sumrum við norðanvert Nesið, jafnt bátum frá- Stykkishólmi, Akranesi, Reykjavík og Suður- hesjum sem heimabátum, þrátt fyrir klappirnar og ýmsa fleiri galla. En þessi kví er ekki hið fyrirhugaSa hafnarstæði og þar eru ekki xlappir til fyrirstöðu. Loks má geta þess, að verði byggð hafskipahöfn í Ólafsvík, vex notagildi þessarar kvíar því meir, sem því verki^ miðar iengra áfram. Ég legg nú frá mér pennann og bíð rólegur úrskurðar verk- fræðinganna. Ottó Árnason. JÓÐVILJINN flylur i gær forustugrein, sem ber heit- i.ð Varanlegur friður? Er þar meðal annars komizt aþ orði á þessa lund: „Öllum er Ijóst, að varanlegur Æriður verður ekki tryggSur nema komið verði í veg fyrir að ein- .stök ríki víglbúist. En er það mögu legt og þá livernig? Bandamenn hafa ákveðið að eyðiieggja allan hergagnaiðnað Þjóðverja og all- an þann iðnað, sem auðvel't er að breyta í ihergagnaiðnað. Ugglaust verður farið eins með Japani. Þetta eru réttmætar ráðstafanir. En skammt ná þær til ,að tryggja friðinn, meðal annars af því, að enginn getur sagt í dag hverskom ar iðnaður hentar hernaði framtíð arinnar, og ekki er það útilokað að jafnvel hermimdar þjóðir, geti fundið upp 'hernaðartækni, sem geri allt, sem áður var þekkt á því sviði úrelt og einskis-' virði, og fyrr ,en varði gæti islíkar þjóðir orðið hernaðarlega voldugar. Og þó ekki tækist nú svona til, ber ekki að gleyma því, að meðan fjögur eða fimm heims- stórveldi og nokkrir tugir smá- iþjóða vígbúast, getur alltaf svo farið að veður gerist válynd." Og síðar segir svo í sömu grein Þjóðviljans: „Varanlegur friður verður ekki byggður á afvopnun hinna sigruðu o£ samningum sigurvegaranna u*a vígbúnað, þétta er aðeins þáttur í friðarstarfinu, þáttur, sem ekki m'á gleyma, en út af fyrir sig verður hann ekki haldreipi hins varan- lega friðar. Nei, það eru orsakir stríðanna, sem verður að uppræta ef friðurinn á að vinnast." Þetta er óneitanlega fallega mælt áf Þjóðviljanum, en því miður virðist mjög á það skorta, að þessari stefnu sé fylgt. Hins vegar er lögð á það áherzla að lima sundur ríki og beita þjóðir ofríki og kúgun. Eða finnst Þjóðviljanum, að þessi stefna hans eigi upp á pallborðið bjá húsbændum hans austur í Rússíá? * Tíminn í gær minnist á kosn ingarsigur brezka Alþýðuflokks ins svofelldum orðujn: „Síðan kunnuigt varð um kosn- ingaúrslitin í Englandi hafa blöð og flokkar hér lagt mikið kapp á að telja fólki. trú um einhvenn. skyldeika, sem væri á milli jafnað armannaflokksins ibrezka og stjórn arflokkanna hér, auk þess, sem þeir hafa hver í sínu lagi reynt eftir beztu getu að nudda sér utan í hann. En þessa kpaugilega við- leitni á sér þó litla stoð í raun- veruleikarvum. Hér er allt á sandi byggt. Jafnaðarmanhiaflokkurinaa brezki gekk til' kosninganna með mjög rækilega stefnuskrá, þar Framh. á 6. síSu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.