Alþýðublaðið - 11.08.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.08.1945, Blaðsíða 5
JLaugardagur 11. ágúst 1945. ALÞYOUBLAÐm 5 Smátt og smátt eru hömJurnar afnumdar. — En hvenær kemst á símasamhand niilli lands og skipa við strendur þess? Mikil eftirspurn eftir farmiðiun til Svíþjóðar — Bréf um gisti- og greiðasölustaði og annað um símaskrána. Þættir úr ævisöðu Clwrchilb - SMÁTT OG SMÁTT er allt að færast í friðarhorf — og þó ®r enn langt þangað til að hömlur ófriðaráranna hverfi með öllu. f gær var tilkynnt að ritskoðun á bréfum í London til og frá ís- landi hefði verið afnumin. Þetta eru gleðitíðindi fyrir marga. Enn er alger ritskoðun í Danmörku og Noregi og má búast við að hún verði enn um nokkurt skeið. HVE NÆR verður símasamband opnað milli lands og skipa við strendur landsins? Allt eftirlit með blöðum, ritskoðun á br.éfum og skeytum og yfirleitt aliar hömlur hafa nú verið afnumdar 'hér fyrir löngu. Hið eina sem eftir' er er bannið við talsambandi milli manna í landi og á skipum sem eru við strendur landsins. Margir bíðá eftir því að þetta bann verði upphafið og 'einnig á þessu sviði verði Ihægt að taka upp „normal“ ástand. CM ÞESSAR 'MUNDIR átti að hefjast hið almenna farþegaflug Svía frá íslandi til Svfþjóðar. En síðast >er ég vissi í gær var flug- vél Svíanna enn ekki komin úr Æör sinni til Bandaríkjanna, en gera má ráð fyrir að hún fari héð- an strax og hún kemur að vest- an. Fjöldi manna haifði toeðið um £ar með flugvélinni til Sviþjóðar og ekki gátu nærri al.lir fengið far sem Iþess óiskuðu. Það er þeg- ar sýnt að aðsóknin verður svo mikil að ekki verður hægt og full nægja. henni. MARGIR HAFA spurst íyrir um það hvort ekki sé toægt að fá blöð frá Svilþjóð loftleiðis. Þetta er mjög erfitt vegna þess hversu burðar- gjaldið er toátt. Blöð, sem í Stokk hólmi .kosta 15—20 aura myndu kosta hátt á aðra krónu hér. Eft- ir því sem ég hefi heyrt er þetta Iþó í athugun hjá þeim sem ráða yfir þessu flugi og ekki þarf að efast'um að það'yrði vel þegið að fá sænsk blöð hingað ioftleiðis, því að fólk er sólgið í Norðurlanda /wi6k/ Ól /joA/t CácF blöð, jafn vel margra mánaða göm ul frá Danmörku eru lesin hér þangað til ekkert er eftir af þeim. FERÐAMAÐUR skrifar mér þetta bréf: ,,Nú fyrir skömmu ferð aðist ég um Norðurland og kom á nokkra greiðasölustaði og fannst 'skorta mjög' á að sumir þeirra geti heitið það með réttu. Skal ég greina dæmi: Við vorum 5, -saman í bíl og komum k,l. að ganga tvö síðdegis að greiðasölu'staðnum við Ásbyrgi og báðum um.mat, var okkur sagt .að það væri ekki hægt. Fórum við þá út að Skinpastöðum og settumst í grasið og snæddum úr pokum okkar' það sem til fannst. Lögðum svo- leið okkar að Kópaskeri og fehgum þar virðulegar móttökur hjá káupfélagsstjóranum Birni Kristjánssyni. Um kvöldið fórum við áleiöis inn með Axarfirði I og vestur um sveitiha, komum kl. að ganga níu um kvöldið að gisti- og gireiðasölustaðnum. Lindarbrekku. Báðum þar um mat fyrir okkur fimm, ien fengum það svar að ekki væri hægt að selja okkur þá mat, 'þar sem við hefðum ekki pantað hann fyrirfram og von væri á •—- að mig minnir 19 marnis — sem pantað hefðu mat. Þótti okkur þetta súrt í broti, því við gerðum engar fcröfur um neinn sérstakan mat. Urðum við svo að aka til Hú'savík ur um kvöldið og 'fengum ágætis viðurgjörniing á öðru hótelinu þar. þó seint væri orðið. ÉG HELD ég mu(ii það hétt að bæði þessi hótel þar austur, hafi auglýst í útvarpi um að þau seldu gre'iða, en án þess þó að -geta um ■að pant.a þyrfti fyrir fram. Þetta verð ég hér-með að átelja mjög og vona að Iþetta sé ekki víða hér é voru landi, sem -slíkur álappa- skapur á sér stað, og vil ég gefa þeim bendingar, 'sem þarna fara um að panta mat fyrir fram, þar sem nefndir greiðasölustaðir hafa auðsjáanlega gleymt að tilkynna þetta almenningi. En meða.1 ann- ars, hverjar eru þær lágmarkskröf Fraimh. á 6. síðu. FTIRFARANDI grein, sem fjaljar um lífshætt ur þær, sem Winston Churc- hill, fvrrverandi forsætisráð- herra Breta hefur ratað í, er þýdd iir sunnudagsblaði danska blaðsins Politiken. BbI að angitsa í AlþýSubiafflna, MYNDIR af Winston Churc- hill sýna okkur hann venjulega sem aldurhniginn stjórnmálamann, klæddan síð- jakka eða venjulegum jakka- fötum, með vindil í munnvik- inu, en góðlátlegur kímnisvip- ur leikur um feitt andlit hans. Er maður virðir fyrir sér slíka rnynd, á maður örðugt með að gei’a sér í hugarlund, að sá mgður hafi lifað áhættusömu lífi. Hann ber frekar á sér öll einkenni borgarabrags en her- mennsku. og'af útliti hans gæti enginn ráðið, að hann hefði í æsku hlotið mjög stranga her- mennskuskólun. En svo er það samt, bað var að ættarvenju með fjölskyldu hans, að sonar- sonur jarlsins af Marlborough menntaðist til hermennsku. Hinn ungi Churchill valdi sér meira að segja þá grein þeirr- ar mentunar, sem hættulegust var, er hann gerðist .riddaraliði. Ýmsar þær riddaraíþróttir, sem .við nú teljum meðal sýningar- lista, voru þá álitnar sjálfsögð kunnátta hvers riddaraliðs- 'manns. í endurminningum sín- um segir Churchill til dæmis frá því, er hann varð að hleypa hesti sínum yfir hindranir, hnakklaust og með hendur á baki. Þegar hann var undinfor- ingi, mjög ungur að árum, lét hann hvorki heryfirvöld né yf- irmenn sína í friði. með bænum sínum um að fá leyfi til þess að taka þátt í nýlendustyrjöldum þeím, sem öðru hverju geisuðu á útjöðrum hins brezka heims- veldis, og ekki hætti hann fyrr, en hann fékk vilja sínum fram- gegnt. Hinn frægi fyrrverandi for- sætisráðherra Englands hefur fjórtán sinnum lent í lífshætt- um. Hugrekki hans, heppni og hamingja hafa samt alltaf borg ið lífi hans. Lesandanum til yf- irlitshægðar, tölusetjum við þessar fjórtán hættur, um leið og við segjum nokkru nánar frá öllum aðstæðum og atvik- um, sem liggja að hverri ein- stakri þeirra. 1. Winston Churchill var aðeins fjögurra ára að aldri, er hon- um var bjargað frá bráðum bana, eða alvarlegum slysum að minnsta kosti. Hann var þá í írlandi, erí það var á þeim ár- urn, er Fenierskærurnar geis- uðu þar í .landi Dag nokkurn var hann á reið á litlum asna, sem hann átti, eins og dagleg venja hans var. Skyndilega sá hann og barn- fóstran, sem með honum var, n.álgast hópraðir dökkklæddra rnanna. Héldu þau bæði, að þar væru hinir óttalegu Fenierar á ferli, seinna upplýstist að þetta var aðeins veiðiliðahersveit að æfingum. En hver svo sem. á- stæðan var, fóru leikar þannig, að asninn trylltist, drengurinn féll atf baki og fékk hættulegan hedahristing af byltmnni. — Þetta voru, segir hann, fyrstu kynni mán af rrsktim fitjórnmál- urn. Hrakiallabáikur og heija u Winston Ohurchill, fyrrverandi forsætisráðherra Breta má vissu- .lega kalla í senn hrakfallabálk og hetju eins og fram kemur í meðfylgjandi grein ,um mannraunir hans. Átján ára að aldri dvaldi hann í vetrarleyfi sínu í Bourne mouth hjá lafði Winborne frænku sinni.. ' Dag einn var hann í eltinga- leik með yngri bróður sínum og frænda. Þeir eltu hann, en hann reyndi að komast undan þeim, og stökk fram af brú, sem lá vfir gjá eina, í því trausti, að hann myndi koma mjúkt niður á greinar furutrjáa,' sem uxu þar niðri. En í stað þess kom hann niður á grýttan gjárbotn inn og var báð um það bil níu metra fall. í þrjá daga lá hann meðvitundarlaus, og ekki komst hann aftur á skrið fyrr en eftir fulla þrjá mánuði. Sökum ofdirfsku þéssarar hlaut hann ævilöng meiðsli, þar eð aunað nýra hans rifnaði • við' bvltuna. Beztu skurðlæknar Lundiúna'borgar, sem að beiðni föður hans komu hraðfari til Bournemouth, gerðu allt sem þeim var unnt til að bjarga lífi haus. — Ég á það hæfni skurð- læknanna og óbifandi vilja- þreki mínu að þakka, segir hann í æviminningum sínum, að ég er á lífi og segi lesend- um frá atburðinum. Samt leið ekki nema ár frá þessu heljar- stökki mínu og þangað til ég lenti aftur í bráðri lífshættu. ' 3. Áðoir en hann stóðst próf í Sandihurst, sem hann áður hafði fallið við, dvaldi hann eitt sum- ar í Sviss. Einu sinni fór hann þar á báti út á vatn ásamt fé- laga sínum til þess að fá sér bað. En á meðan þeir léku sér á sundinu, rak bétinii undan fyrir straumnum. Þegar þeir urðu þess varir syntu þeir á eftir honum, en vindsveiparnir hröktu hann til í hvert ski-pti, sem þeir reyndu að ná hand- festu á borðstokki hans. — Ég þreytti nú sundið upp á líf og dauða, segir hann. Tvisvar sinnum munaði aðeins hálfum metra, að ég næði til hans, en í bæði skiptin hrakti stormur- inn hann frá mér. En þegar ég var alveg að þrotum kominn, tókst mér þó að ná taki á hon- um, með því að taka á því síð- asla, sem ég átti til. 4. / Næst komst hann í lífshættu á Kúba, árið 1895, í styrjöld- inni, sem Spánverjar háðu þar við innlenda uppreisnarmenn. Churchill fékk léyfi til þess að vera með í þeirri styrjöld sem undirforingi fjórðu riddaraliðs- cleildar. Nokkrir uppreisnar- menn höfðu lagzt í launsátur í skógárjaðri og hófu þaðan skot hríð ■ á hersveitirnar. Hestur einn, sem stóð rétt hjá Churc- hill, féll fyrir riffilkúlu. — Meðan ég horfði á það, sem fram fór, segir hann, gat ég ekki varizt þeirri hugsun, að kúlan, sem hitti hestinn, ihlyti að hafa farið um það bil fet frá höfðinu á mér. 5- í Pathaner-uppreisninni ind- versku 1897, sá Churchill einn hina innfæddu uppreisnarmeon ráðast að særðum, enskum liðs- foringja og höggva hann sverði hvað eftir annað. Churchill bar stórt, egghvasst riddarasverð Framhald á 6. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.