Alþýðublaðið - 14.08.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.08.1945, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBUÐ99 J»riðjudagw 14. ágúst 1945 Útgefandi: Alþýðuflokkurlnn Eitstjóri: Stefán Pétnrsson. Símar: Ritstjórn: 49#1 og 4902 Afgreiðsla: 4960 og 4906 Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. VerðJ lausasölu: 40 aurar Alþýðuprentsmiðjan. Hrun hins gula her- veldis ÞAÐ hefir orðið skemmra milli hins þýzka nazistarík is Jiér í Evrópu' og hins gula herveldis í Austur-Asíu, en menn óraði fyrir., Flestir munu hafa ætlað, að. vörn Japana yrði bæði íöng og hörð, þótt vonlaus væri. En nú hafa þeir séð þann kost vænstan að biðj ast friðar aðeins þremur mán- uðum eftir að Þýzkaland Hit- lers hrundi undan höggum bandamanna bæði úr vestri og austri. * í styrjöldinni við Japan hef ir þó ekki verið um neina slíka samvinnu bandamanna að ræða. Það má heita svo, að sókn in gegn þessu ægilega herveldi í Austur-Asíu hafi hvílt á Bandaríkjunum einum; því að til skamms tíma hafa Bretar ekki getað barizt gegn því á öðrum vígstöðvum en í Burmá, en Rússar hins vegar fram á síðustu stundu haft hlutsleysis- og griðasáttmála við Japans- keisara eins og við Hitler forð um. JÞví stórkostlegra er það af- rek, sem Bandaríkin hafa unn ið með því að leggja Japan að velli svo að segja ein síns liðs og samtímis því, að þau urðu að hafa milljónaher í Evrópu og sjá honum fyrir flugvélum og aðflutningum sjóleiðis yfir Atlantshaf. Skref fyrir skref hafa herskip Bandaríkjanna og sprengjuflugvélar á Kyrrahafs vígstöðvunum nálgast hið mikla eyríki í Austur-Asíu; hver Kyrrahafseyjan, hver stiklan eftir aðra hefir verið tekin, og með hverjum mánuði, sem hef ár liðið, hafa loftárásirnar á iðn aðarmiðstöðVar sjálfra Japans- eyja orðið ægilegri og ægilegri án þess, að herskip eða flug- vélar Japana fengju við neitt ráðið. Það er augijóst að það eru þessar loftárásir, sem hafa bugað Japana, — iþó að hið nýja, óhugnanlega vopn, kjarn orkusprengjan, sem tvisvar sinnum var reynd á japönsk- um borgum í vikunni, sem leið, hafi tvímælalaust orðið því valdandi, eins og líka viður- kennt hefir verið af sendiherra Japana í Stokkhólmi, að öll von hefir nú skyndilega verið gefin upp um frekari vörn. Stríðsyfirlýsing Rússa á hend ur Japönum á síðustu stundu hefir ekki orðið þeim til álits auka úti um heim. Hún minnir allt of mikið á árás þeirra á Pólland í upphafi styrjaldarinn ar, þegar herskarar Hitlers höfðu að mestu lagt það að velli, eða stríðsyfirlýsingu Mussolinis á hendur Frökkum, þegar þeir höfðu verið sigrað ir af Þjóðverjum sumarið 1940. Nokkurn úrslitaþátt í því að knýja Japani til uppgjafar hef ir stríðsyfirlýsing Rússa og inn rás í Mansjúríu og Kóreu ber- sýnilega ekki átt. En greinilegt Nokkur höfuðalrlði úr kosninga slefnuskrá brezka Alþý „Verkamannaflokkurinn . . . gekk til kosninga með frjáls lýnda stefnuskrá, en án öfga.“ Morgunblaðið 29. júlí 1945. ÞESSI ummæli Morgunblaðs ins um stefnuskrá brezka Alþýðuflokksihs, eða Verka- inannaflokksins, eins og það kallar hann, -— í hinum nýaf- stöðnu kosningum á Bretlandi, eru vel þess virði að íslenzkir lesendur leggi þau sér vel á minni. En samtímis þurfa þeir þá, að fá ofurlítið sýnishorn af þessari stefnuskrá. Því skulu hér teknir upp nokkur höfuðatr iðin úr henni, eins og hún er sett fram í aðalkosningariti brezka Alþýðuflokksins, „Let us face the Future. A Declara- tion of Labour Policy for the Consideration of the Nation.“ Þar stendur: Atvinna fyrir alia „Allir flokkar þykjast vilja tryggja atvinnu fyrir alla. All ir eru þeir reiðubúnir, að lofa því að gera þetta með því, að efla kaupgetu þjóðarinnar og jafna heildartekjur hennar með íhlutun hins opinbera. En sam komulagið um þetta er á enda, þegar að því kemur að ákveða, hve- langt hið opinbera skuli fara inn á svið einkaframtaks- ins til þess að ná þessu tak- marki. í raun og sannleika er það hvort takast megi að tryggja atvinnu fyrir alla komið undir því, hve vel hinu opinbera tekst að sameina framlag og framtak einstaklingsins og framtak hins opinbera á sviði atvinnulífsins. Andstæðingar okkar væru reiðulbúnir til að beita ríkis- íhlutun í því skyni að styðja einkaframtakið, þegar það væri búið að steypa þjóðinni út í stórkostlegt atvinnuleysi. En reyndist einkaframtakið ekki fært til þess, að yfirstíga krepp u með ríkishjálp, sem það myndi áreiðanlega ekki reynast fært um, — þá vilja andstæðing ar okkar hins vegar ekki draga af því þá sjálfsögðu ályktun, sð auka verði framtak hins op inbera á sviði atvinnulífsins. Þeir segja: „Atvinnu fyrir alla. Já, ef við getum tryggt hana án þess, að fara of langt inn á svið einkaframtaksins.“ En við segjum: „Atvinna fyrir alla, hvað sem það kostar, og það alJVeg eins, þótt við yrðum að láta hið opinbera blanda sér mjög ákveðið í atvinnulífið . . . Það er að greiða „frelsi einka- framtaksins“ fyrir hina fáu of dýru verði, ef milljónir eiga að iifa fyrir það við atvinnuleysi og neyð.“ Opinber atvinnu- rekstur og eftirlit „Alíþýðuflokkurinn (The La- bour Party) er jafnaðarmanna- flokkur og er stoltur af því. Lokatakmark hans innanlands er Hið sósíalistíska samfélag Stóra-Bretlands (The Socíalist Commonwealth of Great Brit- ain) — frjálst, á lýðræðisgrund velli, öflugt, framsækið, með hag almennings fyrir augum, — auðlindir þess skipulagðar í þágu brezku þjóðarinnar. En sósíalistískt samfélag verður ekki til á einni nóttu, það skapast ekki við neina skyndibyltingu. Meðlimir Al- þýðuflokksins hugsa á raunhæf an hátt, og það gerir brezka þjóðin yfirleitt. Það eru til undirstöðufram- leiðslugreinar, sem eru full- þroska, og meira en það, til þess, að vera gerðar að almenn ingseign og stjórnað með beina hagsmuni þjóðarheildarinnar fyrir augum. En það eru til margar smærri iðngreinar, sem gera gott gagn eins og þær eru reknar nú, og mega því haldast þannig. Það eru loks til stórar iðn- greinar, sem ekki eru full- þroska til þess, að vera gerðar að almenningseign, en engu síður verður að nota, undir hagsýnu eftirliti til að fullnægja þörfum þjóöarinnar, og ekki má hald- ast uppi að vinna gegn almenn ingsheill með þjóðhættulegum einokunarvinnubrögðum og auðhringasamtökum í því skyni að auka eigin gróða á kostnað alls almennings. Út frá þessum sjónarmiðum leggur Alþýðuflokkurinn fyrir þjóðina eftirfarandi markmið sín á sviði framleiðslunnar: 1. Opinber rekstur eldsneytis framleiðslunnar og orkufram- leiðslunnar. í meira en aldar- fjórðung hefir kolanámugröft- urinn, sem framleiðir dýrmæt asta hráefni landsins verið í öngþveiti í eigu og rekstri, mörg hundruð sjálfstæðra fé- laga. Sameining þessarar fram leiðslu í höndum hins opinbera mun spara mikið og gera það unnt að taka upp nýjustu fram leiðsluaðferðir og auka öryggið í hverri kolanámu landsins. Op inber rekstur á gas- og raf- magnsveitum mun gera þetta hvort tveggja ódýrara, fyrir- byggja óþarfa eyðslu af sam- keppnisástæðum, opna leiðir til samræmdra tilrauna og fram- fara á þessu sviði svo og endur skipulagningar á dreifingu ork unnar eftir því sem henta þyk ir. Aðrar framleiðslugreinar munu hagnast á því. er, að gjarnan vilja þeir vera með við skiftingu herfangsins og endurskipun landamæra í Austur-Asíu að stríðinu loknu. * Mörg vandamál er eftir að leysa þar eystra, þó að Japan hafi nú verið lagt að velli, ef xriðurinn á að verða varanleg- ur. Og léttara verður varla að leysa þau eftir íhlutun Rússa. Það er að vísu ekki endilega víst, að fyrir Rússum vaki, að færa beinlxnis út landamæri sán á meginlandi Austur-Asíu. Fréttin, sem barst í gær um það, að kínverskir kopamúnist- ar væru farnir að hugsa sér til hreyfings og boðuðu sókn inn í Mansjúríu til móts við rauða herinn, gæti máske bent til nins, að eitt léppríkið til ætti að koma upp austur þar á kostn að Kína, sem nú loksins eftir átta ára styrjöld við Japan væntir þess að fá frið til að græða sár sín og safna kröft- um á ný. Mætti þá fara svo, að friðurinn yrði valtur í Austur- Asiíu, þó að Japan sé að velli lagt. Og fyrir framtíð mannkyns- ins verður það máske engu síð- ur örlagaríkt, hvað upp af rústum ófriðarins rís í Austur- Asíu, en hér vestur í Evrópu. 2. Opinber rekstur samgöngu kerfisins innanlands. Samhæf- ing samgangnanna innanlands á járnbrautum, vegum, í lofti og eftir skipaskurðum er ekki mögulég nema allt þetta sé sam einað. Og ef slík sameining ætti sér stað án þess, að hið opin- bera tæki reksturinn í sínar hendur, myndi það þýða stöð- uga baráttu við sérhagsmuni eða ’algera einokun einstakl- ings, eða einstaks félags, sem hafa myndi í för með sér mikla hættu fyrir allar aðrar atvinnu greinar. 3. Opinber rekstur járn- og stáliðnaðarins. Einkafyrirtæki í þessari framleiðslugrein með einokunaraðstöðu hafa ;haldið uppi háu verði og starfrækt af- kastalítil en kostnaðarsöm fyr- irtæki. Því aðeins, að hið opin bera taki við rekstri þessarar framleiðslu af einokunarfyrir- tækjum einkaframtaksins geta afköst hennar vaxið. Þessar framleiðslugreinar á að taka í hendur hins opinbera til þjóðnýtingar gegn sanngjörn um bótum fyrir núverandi eig endúr þeirra, og starfrækja með sem mest afköst fyrir aug um í þágu neytenda samtámis því, að lífskjör og vinnuskil- yrði verkalýðsins , sem í þeim vinnur, séu sem bezt tryggð. 4. Opinbert eftirlit með ein okunarfyrirtækjum og auð- hringum með það fyrir augum að auka afköst framleiðslunn- ar í alþjóðarþágu. Þjóðskaðsam leg vinnubrögð í því skyni að draga úr framleiðslunni skulu bönnuð. 5. Ákveðinn og hnitmiðaður stuðningur útflutningsins. Við myndum beita ríkisstyrk í hvaða mynd, sem nauðsynleg- ur reyndist, til þess að rétta við útflutninginn og gera honum unnt að greiða þau matvæli og hráefni, sem Bretland getur ekki án verið, ef það á að geta lifað og dafnað. En ríkisstyrk- ur yrði veittur með skilyrðum — þeirn skilyrðum, að um ÍLíf- vætílegan útflutning væri að ræða. Þeim, sem liggja á liði sínu eða spilla fyrir, verður að Auglýsingar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu, ffyrir ki. 1 a$ kvöidl^ kenna að lifa. í þessu efni mega engin mistök verða. 6. Sköpvui öflugs eftirlits með framleiðslu og verðlagi til tryggingar því, að það sé fram- leitt, sem fyrst og fremst þarf að framleiða á meðan millibils astandið milli stríðs og friðar varir, og að sérhver borgari landsins hafi sómasamlega af- komumöguleika. Það verður að veita forgangsrétt til notkunar hráefna, það verður að halda í skefjum verðlagi á matvælum, heimili handa alþýðu manna verða að sitja í fyrirrúmi fyrir skrauthýsum, nauðsynjar. al- mennings fyrir munaði hinna fáu. Við viljum ekki örstutta uppgangstíma með eftirfarandi kreppu eins og eftir síðustu styrjöld; við viljum ekki tryllta verðhækkun og verðbólgu með eftirfarandi hruni og almennu atvinnuleysi. Það er ekki nema ■um tvennt að velja: Nauðsyn- legt eftirlit með atvinnulífinu — eða hrun.“ Þannig hljóðuðu nokkur höf uðatriðih í kosningastefnuskrá brezka Alþýðuflokksins, sem færði honum hreinan meiri- hluta í brezka þinginu. Þessi stefnuskráratriði hefðu nú máske ekki verið talin með öllu öfgalaus í Morgunblaðinu, ef þau, eða hliðstæð stefnuskrár atriði. hefðu verið borin fram við kosningar af Alþýðuflokkn um hér á landi. En það er gott að hafa orð Morgunblaðsins fyr ir því, að brezki Alþýðuflökk urinn hafi borið fram „frjáls- lynda stefnukrá, en án öfga.“ Það er ekki óhugsandi, að það verði við tækifæri minnt á þau ummæli. MORGUNBLAÐIÐ minnist í Reykjavxkurbréfi sínu á sunnudaginn á síðustu viðburð ina í Austur-Asíu ■— kjarnorku sprengjurnar og stníðsyfirlýs- ingu Rússa á hendur Japönum. Fer það fyrst nokkrum orðum um hið nýja vopn Bandaríkja manna, en segir síðan: „Skömmu síðar en ógnarsprengja sú, er að framan getur, tféll á jap- önsku borgina barst sú tfrétt, að Rússar hefðu sagt Japönum istríð á hendur. Bandamenn hatfa síðan lýst ytfir, að það hatfi fyrir alllöngu ver ið ákveðið með samkomula'gi bandamanna, að Rússar segðu Jap önum stríð á hendur. brátt fyrir það ritfjast við þessa frétt upp ledkur ítala gegn Frökkum, ■þegar Þjóðverjar ihötfðu komið Prökkum á kné. Musisolini lét þá orð tfalla eitthvað á þá leið, að hann vildi ekki að Ítalía sæti að- garðalaus hjá nýsköpun Bvrópu. En allir vissu að hann átti við það eitt, að Ítaía vildi fá eitthvað af slátrinu á sinn disk. \ , íslendingar áttu eitt sinn kost á því, að verða á óheinan hátt hlut takandi í slátri. f>að var þegar al- þingi var boðið að lýsa yfir stríði á hendur Mönduivéldunum, þegar Þýzkaland var raunverulega fall- ið. Alþingi haíði ekki gieð á að sparka í bandingjann, alveg án til- lits til sektar hans.“ Rétt er nú það. En til voru þó þeir menn á alþingi, eins og 'kunnugt er, sem vildu vinna það til, að gera þjóð okkar að stríðsaðila á sáðustu stundu, til þess að verða „hluttakandi I slátrinu" eins og Morgunblað- ið kemst að orði. Og nú geta menn séð, hvaðan iþeir bafa haft ,,línuna“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.