Alþýðublaðið - 21.08.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.08.1945, Blaðsíða 2
2 ismm ALÞYBUgLAÐiÐ \ Þriðjudagur 21. ágúst 1945. íyrsta íslenzka farþegaflugið til Norðurlanda ------»■ -.. Flugbátur FiugféSagsins flýgyr £ dag fil SkotBands og Ðasimerkur með 1® farþega -------♦--------- CATALINA flugbátur Flugfélags íslands á að fljúga í dag til Skotlands og Kaupmannahafnar. Er þetta fyrsta flug fslendinga með farþega tii Dan- merkur eða Norðurlanda. Farþegarnir með flugbátnum til Skotlands eru 5 að tölu: Brynhildur Sörensen, fulltrúi, Axel Axelsson, kaupmaður, Eirílcur Hjartarson, kaupmaður, Stefán Eggertsson prestur og Sigurgeir Sigurjónsson lögfræðingur. Til Kaupmannahafnar verða og 5 farþegar: Fríða Svane frú, Ingeborg Johansen frú Kaj Ólafsson, matsveinn, Lárus Gunnlaugsson, kaupmaður og Skafti Þóroddsson. Áhöfn flugvélarinnar verða 5 menn, tveir flugmenn, Jó- hannes Snorrason og Magnús Guðmundsson og loftskeyta- maður, vélamaður og siglingafræðingur. — Flugbáturinn flýgur héðán til bæjarins Largs, sem er skammt frá Glas- gow í Skotlandi. Þar mun hann verða í nótt, en fljúga síðan á morgun til Kaupmannahafnar. Talið er að hann verði tun 8 tírna til Skotlands, en um 7 til Danmerkur. Hefur Flug- félagið fengið leyfi fyrir þessar flugferðir til Kaupmanna- hafnar. — Frá Kaupmannahöfn mun flugbáturinn taka 12— 15 farþega. * BræðslusíldarafSinn 450 þús. hekfólíltar — 1290 þús. í fyrra ---------------- > BúiH a® saifa 45 S78 funnur síSdar -------4.------- UM SÍÐUSTU helgi nam bræðslusíldaraflinn hjá síldarverk- smiðjunum 450.599 hektólítrum og er það nálega þrisvar sinn um minni afli en á sama tírna í fyrra, en þá var hann orðinn 19. ágúst 1290.205 hektólítrar. Hins vegar liefur nokkuð verið salt- að af síld síðustu tvær vikur. Um helgina sem leið var búið að salta samtals 45.678 tunnur síldar á landinu. Hefur bræðslusíldar- aflinn aukizt um 60 þús. hektólítra síðastliðna viku. Aflahæsta síldveiðiskipið er n,ú Dagný frá Siglufirði, með 6045 hektólítra. Annað í röð- inni er Freyja frá Beykjavík, þriðja Snæfeil frá Akureyri, fjórða Eldborg frá Borgamesi og fimmta Narfi frá Hrísey. Bræðslusí'ldaraflinn skiptist, sem hér segir milli verksmiðj- anna. talið á hektóliitrum. H. f. Ingólfur, Ingólfsfirði 38467, Djúpavík, Djúpavík 44905, Rík i,s verksmi ð j urn ar, Siglufirði 133329, Sildarverk- smiðja Siglufjarðarkaupstaðar 20161, H. f. Kveldúlfur, Hjalt- eyri 81163, Sildarbræðsíustöðin Dagverðareyri h. f. 21031, Rík- isverksmiðjan, Raufarhöfn 97272, H. f. Síldarbræðslan, Seyðisfirði. 14271. Hin einstöku skip hafa aflað, sem hér segir, bræðsluaflinn tal' inn í hektólitrum,, i svigum salt síldaraflinn talinn i tunnum. BOTNVÖRPUSKIP: íslendingur, Reykj avík 2791 (203), Óláfur Bjarnas. Akranesi 4333. GUFUSKIP: A'lden, Dalvik 3811 (147), Ár mann, Reykjaýík 2580 (159), Bjarki, Siglufjörður 3264, Eld- ey, Hxúsey 3074 (506), Elsa RÍeykjavík 2496 (514), Huginn, Reykjavik 4754 (24), ,Jökull Hafnarfjörður 3039, Sigríður, Garður, 1174 (159). Framhald á 7. #á®u. Guðjón Magnússon, K. V. meistari í lug- þrauf _____ Seffi iiýft mef í stang arstökki, 3.67 metra EISTARAMÓTINU Iauk á sunnudag með keppni í síð ara hluta tugþrautarinnar. Fóru leikar bannig, að meistari í tugþraut varð Guðjón Magnús .son, K. V., sem hlaut 4862 stig. Guðjón setti í keppni þessari nýtt íslandsmet í stangarstökki, stökk 3,67 metra. Næstur Guðjóni varð Jón Ó1 afsson, K. R., sem hlaut 4835 stig, þriðji Brynjólfur Jónsson, K. R., sem hlaut 4771 stig, íjórði Jón Hjartar, K. R., sem hlaut 4597 stig og fimmti Sig- fús Sigurðsson, Selfossi, 4337 stig. Fyrra metið í stangarstökki átti Guðjón sjálfur, 3,65 metra, sett í bæjarkeppni Hafnfirðinga og Vestmannaeyinga í Hafnar- firði í fyrrahaust. Er þetta nýja met Guðjóns ágætur áranguf, þegar að því er gætt að það er unnið eftir keppni í tveim öðr- um greinum og við mjög óhag- stæð veðurskilyrði. ---------4--------- Mjólkursölunefnd, mjélkurverölagsnefnd, kjöf verðlagsnefnd og verðlagsneSnd garðávaxfa afnumdar ---------4---------.i RÍKISSTJÓRNIN gaf út í gær ný hráðabirgðalög, sem mæla svo fyrir, að stofna skuli 25 manna stjórnskipað bxinaðarráð til að hafa með höndum verðlagsmál landbúnaðarins og gera tii- lögur um reglur um gæðaflokka og verðflokkun landbúnaðaraf- urða, ákvörðun verðjöfnunarsvæða, vgrðjöfnunargjalda og hag- nýta verkun og meðferð landbúnaðai'afurða. Jafnframt afnema bráðabirgðalögin lögin um mjólkursölu- nefnd, mjólkurverðlgsnefnd, kjötverðlagsnefnd og verðlagsnefnd garðávaxta. Bráðabirgðalögin fara í heild hér á eftir: Forseti íslands gjörir kunnugt: Landbúnaðarráðherrsr hefur tjáð mér 'að með því að í lög- um nr. 42, 1943, um dýrtíðar- ráðslafanir sé ákveðið, að með- an ófriðarástandið haldist skulá verð á landbúnaðarvörum á- kveðið í samræmi við vísitölu framleiðslukostnaður landbún- aðarafurða, en lagaákvæði þetta sé nú úr gildi fallið við lok styrjaldar’innar og beri því fyrir 15. septemfoer n. k. að á- kveða að nýju verð landfoúnað- arafurða, sé nauðsynlegL að koma nú þegar nýrri skipan á þessi mál. Jafnfram þyki rétt, til þess að tryggj,a fýllsta sam- ræmi í verðlagi Íandbúnaðaraf- urða að breyta gildandi lögum á þann veg að einn aðili. ákveði útsöluverð mjólkur, kjöts og garðávaxta í stað jþeirra þriggja nefnda, sem nú ákveða verðið. Með því að ég fellst á að forýn nauðsyn sé á því að verðla'gn- ingu landbúnaðarafurða sé nú þegar skipað með lögum gef ég út bráðafoirgðalög samkvæmt 23. gr. stjórnarskrárinnar á þessa leið: 1. gr. Landbúnaðarráðherra skipar til eins árs í senn nefnd 25 manna, er nefnist „Búnaðar- ráð“. Nefndin skal skipuð bænd um eða mönnum, sem á einn eða annan hátt starfa í þágu landhúnaðarins. Heimilt er að tilnefna jafnmarga varamenn.' Ráðherra tilnefnir foi'mann ráðsins og kallar hann það saman ti'l fundar í síðasta lagi 5. september ár hvert. Það er boi'garaleg skylda að taka sæti í búnaðarráði og mæta á fund- um þess, nema lögleg forföll hamli. 2. gr. Fundir húnaðárráðfe eru því aðeins lögmætir, að all- ir nefndarmenn eða varamenn þeirra séu mættir. Nú stendur svo á, að hvorki aðalmaður né varamaður geta mætt á fundi og skipar þá ráðherra mann í þeiri'a stað, meðan á forföllum stendur. 3. gr. Á 1. eða 2. fundi sín- um sfcal búnaðarráð kjósa 4 menn í nefnd, er nefnist „Verð lagsnelfnd landbúnaðarafurða“. Nefndarmenn skulu að jafnaði vftldir innan vébanda búnaðar- ráðs, en heijnilt er þó að víkja frá því, ef heppilégra er talið. Verðlagsnefnd skal kosin meiri hluta kosningu og er enginn lög Lega kjörinn nema hann hafi hlotið atkvæði meiri hluta bún aðarráðsmanna. Ef ekki næst meiri hluti ’við endurtekna frjálsa kosningu, skal kosið hundinni kosningu milli þeirra, er flest hafa fengið atkvæði. Kjósa skal tvo menn til vara í nefndina og taka þeir þar sæti í forföliuim aðalmanna. 4. gr. Búnaðai'ráð gegnir enn- fremur iþessum störfúm: 1. Gerir tillögur til landbún- aðarráðuneytisins um setning reglna um gæðaflokkun og verð flokkun landfoúnaðarafurða. 2. Ákveður verðjöfnunar- svæði samkvæmt 1. gr. laga nr. 1, 7.janúar 1935 og verðlags- svæði. samkvæmt 9. gr. laga nr. 2, 9. janúar 1935. 3. Ákveður verðjöfnunar- gjald á kindakjöt, mjólk og mj ólkurafurðir .■ 4. Stuðlar að hagnýtri vei'k- un og meðferð landbúnaðaraf-. urða og hagkvæmri nýtingu markaða fyrir þær, jafnt innan Iiands sem utan. 5. Verðlagsnefnd landfoúnað-r arafurða skal skipuð fimm mönnum. 4 kosnum samikvæmt ákvæðum 3. gr. laganna, en for maður búnaðarráðs er sjálfkjör inn formaður néfndarinnar. For maður kveður nefndina til funda og stjórnar störfum henn ar. 6. gr. Störf verðlagsnefndar eru: 1. Að ákvéða verðlag á land foúnaðarafurðum á innanlands- markaði. (kjöti allskonar, mjólk og mjólkurafurðum, garðávöxt- um). 2. Að annast aðrar fram- kvæmdir, sem hingað til hafa verið í höndum mjölkursöiliu- nefndar, mjólkurverðlagsnefnd ar, kjötverðlagsnefndar og verð lagsnefndar garðávaxta, sbr. þó ákvæði 4. gr. 7. gr. Verðlagsnefnd ræðxxr isér framkvæ'darstjóra og annað starfsfólk. Framkvæmdarstjóri sér um daglega afgreiðslu mála og annast önnur störf, ér verð- lagsnefnd felur honum. 8. gr. Á fundum verðlags- nefndar ræður afl atkvæða úr- sljtum. 9. gr. Allur kostnaður, er leið ir af störfum húnaðarráðs og verðlagsnefndar greiðist úr rík issjóði, eftir reikningi er ráð- therra úrskurðar. 10. gr. Með lö.gum þessum eru Frainihídd á 7. síðu. i herra í Kaup- | itiaonahöfn Jakob Möller. JAKOB. MÖLLER alþingis- maður var skipaður sendi- hei'ra í Kaupmannahöfn á rík- isráðsfundi í gærmorgun. —■ Mun serídihfei’rann fara áleiðis til Kaupmannahafnar næstkom andi laugardag, en hann á einn ig sæti í nefnd beii’ri, sem fer !utan sama dag til viðræðna við dönsk stjórnarvöld. Jakob Möller hefur um fjölda ára haft mikil afskipti. af íslenzkum stjórnmálum. Enn mun( ekki ákveðið hvaða dag hinn nýi sendiherra tekur við embætti sínu. Dauðaslys í Hafnaffirði í gærmorgun IGÆRMORGUN vildi það slys til í Hafnarfirði, að máðvir féll niður í lest á skipi, sem hann var að vinna við og beið bana af nokkru síðar. .Maður þessi hét Sæmundur Sigurðsson til héimilis á Haðar stíg 6, Hafnarfirði. Var hann að vinna við útskip un á ísuðum fiski i skipið Balt- hara. Mun slysið hafa borið að með þeim hætti að krókur úr uppskipunarvindu hafi kráekst í iúguhlerá, sem Sæmundur stóð á. Lyftist hlerinn upp og hrapaði maðurinn af honum nið ur í lestina. Mun höfuðkúpa Sæmundar hafa bi’otnað og auk þess hafði hann lemstrast mikið að öðru leyti. Sæmundur lézt rúmum tveim klukkustundum eftir að slysið skeði. Fyrjfa MíertSin kring- um Snæfellsjöfeul Frá fréttaritara Alþýðu- blaðsins á Sandi. O ÍÐASTLIÐINN laugardag ^ var bifreið ekið frá Sandi fyrir framan Snæfellsjökul og er þetta í fyrsta sinn, sem sú Frh. á 7. síðu. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.