Alþýðublaðið - 23.08.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.08.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. ágúst 1945 ALÞYÐUBLAeie 5 Fótabað í Norður-íshafinu — Talað við sólskríkju. — Aug- un hvíld við Trausta — Dvöl í Skotti — Stúlkan í rósótta kjólnum- aum eftir skemmtiferð. EG FÉKK fyrir fáum dögum bréf frá ,Heröi,“ nýkomnum úr sumarfríi. Hann hefur margt litið og margt reyní — og hann er svo fjörugur að maður fylgist með honum, syngur með honum, hiær elskar og þráir. — Mér líkar við svona menn. Hérna er bréfkafl- inn hans. „ÉG KOM norður á Melrakka- sléttu. Þar eru nú margar blóma rósir, rjóðar og sællegar. Mér hafði verið sagt að á Slótt'urini byggi feitt fólk. Ég hield að það sé saltt. Ég yfirgaf bílinn við Harð bak (bær) og rö'lti norður Hraun- .toafnatangann. Hann er nyrzti tangi landsins. í landafræðinni minni var að vísu kennt, að Rifs- tangi væri nyrztur.’ Nú eru menn fallnir frá því. — Og nú var ég lokisins að ná takmarkinu, sem ég Ihafði sett mér _ fyrir sunnan. Að fara norður á nyrzta odda lands- ins og fá mér fótabað í íshafinu. ÞAÐ VAR STÓRGRÝTT undir fótum, malarhnullungar. Ég kom brátt á áfangastaðinn. Ég snarað- 3St úr sokkunum og naut þess góða stund, að láta fæturna hanga norð ur af nyrzta hjara landsins. Það var ekki svo kalt. Kaldari var tjörnin á Ásbyrgi. Framundan var endalaust haf. Að baki Sléttan lág og ljót. Ég rek hendiná í spýtu. 3Hún er sívöl, ormétiri og sævelkt. Svo langt sem augað eygir má sjá rekavið. Það er geysilegur .reki á Sléttunni. Alls staðar eru staurar. Og þarna var einn iheljar- mikill gaur. Kannske var hann au'stan úr Rúésíá. Við fáum ýmist ll'egt þaðan, þó lítið beri á. BÓNDINN HAFÐI auðsjáanlega ógjarnan viljað missa þetta búsí- lag. Staurinn var tjóðraður í löng um og sterkum Bretavír. Ég reynd^’ að ná utan u-m hann. En hann var sverajú en konsan mín. Það var ekki viðlit að hendurnar næðu sam an. Nokkrir girðngarstaurar í þess :um, hugsaði ég. En Sléttulbúar stelja mæðiveikivörnu'num staur- ana fyrir kr. 3,25 að sögn. ÉG FÓR nú að líta. betur í kring um mig. Þarna voru tjöld, skúr- ar og menn. Ég gekk þangað. „Góðan daginn“. „Dag.“ , Hvað eruð þið að gera hér?“ „Við vorum að steypa þennan vita“ sögðu þeir með þessu venjulega látleysi verka maninisins og bentu á heljarmikia byggingu, sem stóð þarna á möl- inni. „En bvaðan ert þú o'g hvað ertu að flandra?“ „Ég er að sunn an.“ „Þeir eru farnir að leggja land iUtndir fót, þarna fyrir sunnan. Fjórir komu ríðandi norður Sprengisand og komu hingað í bíl frá Ásbyrgi, bara til þess að baða sig hér í sjónum. Þeir óðu víga- lega þarna fram á oddann. En það var kalt og hryssingslegt veður. Svo stóðu þeir bara þarna, óku sér öllum- og fóru svo heim, án þess að baða sig. Þeir geta logið að öðrum en okkur að þeir bafi baðað sig í Norður-íéhafinu.“ Ég fékk mér þó alltaf fótabað, hugs- aði ég, en lét ekki á neinu bera og sagði. „O, já. Þeir eru sérvitrir jþarna fyrir sunnan.“ ÉG KOM í SKÚRINN. þarna var ráðskona. Snyrtillega umgeng ið og myndarlegt. Ég fékk mikið kaffi í stórt mál. Gott brauð og fínar kökur. Þetta voru Skagfirð- ingar og Færeyingar. Ég rabbaði lengi við fólkið. Það var ánægt og virtist una sér vel þarna. Svo kom háttatími. Fólkið lofaðí mér að vera um nót.tina. Ég var! einn í tjáldi. Svaf á strigapokum og tepp um á , milli kaðalsrúllna, hlífðar- fata og ails konar dóts. Mér leið vel. Einn lánaði mér svefnpokann sinn. En svo var það Sólskríkjan. Hún var ósköp kát. Hún hélt fyrir mér vöku. Ófrúlegt en satt. Hún hafði yndi af því, að setjast á mæni <ás tjaidsins og renna sér niður. Mér fainnst þetta svo nýstár.legt ög kyndugt að ég var ekki vitund vondur. En svo fór ég út og sagði ósköp folítt við þær: „Elskurnar mínar, lofið þið mér nú að lúra í friði.“ Þá skríktu þær, skelli- hlógu. „Svo þið ihlægið við fleir- um en Páli Ólafssyni." „Lofum engu. Lofum eigu,“ svöruðu þær. Enda héldu þær áfram alla nó.tt- ina. Ég svaf í dúrum. ÉG FÓR Á FÆTUR með fójk- inu. Það hefir þann starfa á sumr- in að byggja vita. Göfugt starf en oft erfitt. Volksamt og hættuiiegt. Stundum hefir það komist í hann krappann. Það segir fátt um það fóikið. En sjórinn hefir situndum sópað öllu lauslegu af skerjunum, þar sem það var. Menn hafa feng ið ókeypis bað. En það er önnur saga. Klukkan er komin. Merrn ganga til starfa. Ég kveð þetta á- gæta fólk og stika inn Sléttuna. Þarna var gott að koma og gaman. „KASTAÐU STEINI Á DYS- INA,“ var kallað á eftir mér. j Hvaða dy.s?“ „Hún er þarna, j sérðu“. Spölkorn frá mér, sá ég Ihvar all umfangsmikil grjóthrúga var. Þetta er stór dys. Hlaðin upp, sívöl. Meira en mannhæðar há og tveir til þrír metrar í þvermál. Auðséð var að ekki hafði verið vanrækt að kasta á hana steini. Venjur haldast. Ég bætti einum við, kvaddi Þorgeirsdys og hélt svo áfram. KRÍAN ER ÁLEITIN. Frek og illa uppalin. Betra að hafa ekki sparilhattinn. Veður er gott. Fjöru grjótið óslétt og i:llt að ganga á því. Fyrir vestan mig teýgir Rrifs- tanginn sig norður. Bærinn Rif blalsir . við. Þar fæddist Jón Thrausti, ailþýðuiskáldið vinsaala. í einhverri örgustu harðinðasveit landsins. Og á þessum bæ þarna, Skinnalóni, var hann niðursetning ur. Hérna á Sléttunni lifði hann margt, sem síðar varð ívaf óhugn- an’legustu lýsinga hans. Og þarna íhyllir undir Rauðanúp. Jón flækt- > ist þangað. Hann átti um tíma heima á Núpsklötlu, litlu harðinda koti við sjóinn. Úti í hafi við Núp inn, stendur drangurinn staélti og stöðugi. KLETTURINN TRAUSTI, sem Jón kenndi isig við. Honum þótti vaent um Núpinn, þrátt fyrir haustbrimin og voðamyndir vetr- arins. Hann málaði sjálfur bæinn, Núpinn og Trausta. Málverkið sá ég hjá Leifi Kalda'l gullsmið. Ég hrekk upp úr þessum hugleiðing- um. Bílskrölt. Bíllinn stansar. Bíl- stjórinn er hálf vandræðalegur. , „Þér pöntuðu of seint. Allt fu'llt.“ „Ekki Iþó skottið? “ ,,Nei.“ Þá fer ég í skottið. Ég hef verið til sjós fyrr. Það glaðnar yfir bílstíjóran- um. Það er þó alltaf munur þegar menn eru ekk með neinar sere- Framhald á 6. síðu. Karl Harx Hof í Wien. Þessi glæsilega bygging er af . verkamannabústöðunum, sem stjórn jafnaðarmanna í Wien byggði' á árunmm 1920—1930 og kenndir voru við hinn fræ'ga brautryðjanda jafnaðarstefnunnar, Karl Marx. í þessari byggingu, einin bjuggu um 1600 manns, en margar aðrar stórbyggingar voru 'á þeim árum reistar yfir fjölskyldur verkamanna í Wien, enda var bæjarstjórn jafnaðarmanna þar viðbrugðið um stórhug og myndarskap. Endurreisn Austurríkis. AÐ ER HÆGT. að banna starfsemi austurríska jafnaðarmannaflokksins og levsa hann upp, en stefnan mun alltaf lifa!“ ’ Þannig akrifaði „Social- Demokraten" þann 16. febrúar 1934, þegar jafnaðarmanna- flokkurinn í Austurríki, höfuð- vígi hinna vinnandi stétta varð fyrir barðinu á aðgerðum hins .einræðishneigða Dollfuss. Saga hinna alþjóðlegu verka lýðssamtaka frá upphafi er í serm glæsileg og óglæsileg, — þar er greint frá sigrum og töpum. Þrátt fyrir lokaósigur- inn mun barátta austurríska verkalýðsins gegn einræðinu, arið 1934, vera éinhver glæsi- legasta blaðsíðan í þeirri sögu. Það var heiðarlegt tap. Og blóði hins austurríska verkalýðs var ekki úthellt til einskis. Þrátt fyrir ofbeldi af hálfu þeirra Dollfuss og Hitlers, héldu hinar vinnandi stéttir Austurríkis áfram að standa saman um hugsjónir sínar og fiokksstefnu. Og nú er svo kom- ið, að jafnaðarmannaflokkur- inn hefur með höndum foryst- una í endurreisn landsins. Árásirnar á verkálýðssamtök in árið 1934 voru af hálfu gft- urhaldsins hinar sviksamleg- ustu, og bitnuðu í fyrsta lagi á hinum vinnandi stéttum,. og í öðru lagi á Austurríki sem r.’ki. Allt. frá hruni austurríska keisaradæmisins prið 1918, höfðu afturhaldsöflin í landinu borið hatur til jafnaðarmanna. Enda þótt samstarf og samhug- ur væri lífsnauðsynlegur til þess að hið litla ríki með að- eins 7 milljónir íbúa, en allt of stóra höfuðborg gæti borið sig, sáu afturhaldsöflin sóma sinn í' iþví að gera ekkert til þess að sameining tækist um innanlandsmál, né styrktu verkalýðshreyfinguna. Frá sér numdir af sigri Hitl- ers í Þýzkalandi árið 1933, hrgðu hinir kaþfólsku og fasist- isku menn í Austurríki sér gott til glóðarinnar á komandi tím- um. Dollfuss vann sigur, — en hann hafði komið af stað ólgu, sem hann ekki réð við, er til . kastanna kom. GREIN SÚ, er hér fer á eftir, er skrifuð af Ernst Christiansen og birfist í danska blaðinu „Social- Demokraten“ fyrir skömmu. Fjallar hún um endurreisn Austurríkis og segir í fáum dráttum frá viðburðum þar í landi á síðustu árum. Nokkrum mánuðum síðar efndu áusturrískir nazistar til óeirða. Dollfuss lét lffið í þeim átökum, — en Hitler tókst þó ekki að koma ár sinni fyrir borð í landinu í það skiptið. Mussolini sendi ítalskar her- rveitir 'á göngu upp eftir Brennerskarðinu. Og að lokum í'ékk Schussnigg því framgegnt að verða éftirmaður Dollfuss. Schussnigg var heldur lengi að átta sig á því, að til þess að vernda sjálfstæði landsins gegn nazismanum þurfti hann að hafa náið samstarf við verka iýðinn. Hann var hikandi í við- skiptum við verkalýðsöflin. H’tler var alltaf vel á verði, — og árið 1938 kom hann því í kying, að Austurríki, var sam- einað Þýzkalandi, — sem hluti af „hinu þriðja ríki“. Musso- iini lét sem ekkert væri; og í tilefni af undanlátsseminni sendi Hitler honum svohljóð- andi skeyti: „Þessu skal ég aidrei gleyma!“ Innlimun Austurríkis var hið íyrsta af hinum stóru skrefum llitlers í áttina til heimsyfir- ráða. Með yfirráðum nazismans í landinu var loku fyrir það skotið, að þaðan heyrðist nokk- uð um stjórnmál, nema svona undir og ofan 'á. Svo mikið varð þó uppvíst, að verkalýðurinn í Vínarborg var ekki búinn að gleyma jafnaðarmannastjórn- inni, sem eitt sinn var, né held ur hinum miklu byggingarfram kvæmdum og tryggingalöggjöf- inni, sem bá komust á. Með Moskva-ráðstefnunni ár- ið 1943, komst Austurríki skyndilega á vettvang umræðn anna á nýjan hátt. Stórveldin ins sem sjálfstæðs ríkis og á- litu þetta atriði sem keppa bæri að. Oefað hafa stórveldin þrjú að miklu leyti séð sér hag í sliku, — en þetta varð til þess, að austurríska þjóðin öðlaðist nýja von. Hin eðlilega ósk Þjóðverja um að hnýtast fast- £.ri böndum þýzkumælandi bjóðum eftir ósigurinn 1918, hafði orðið til þess, að tilraun- Þjóðverja í bá átt í Austuríki, verkuðu ill-a á meginþorra þjóð arinnar og jafnvel efldu sjálf- stæðishneigð hennar meira en nokkuð annað. Og Moskva-ráð- stefnan veitti sjálfstæðisþránni nýja von. Um leið og hinir rússnesku herir sóttu fram í áttina til Vín arborgar í marz og apríl síð- astliðnum, breyttist draumur- inn um sjálfstætt Austurríki í veruleika. Verkalýður Vínar fann betur til stéttarskyldu sinnar en nokkru sinni fyrr. Hann gerði uppreisn gegn naz- isium og reyndi jafnframt að íyrirbyggja það, að nazistarnir gætu eyðilagt hina fögru borg. Fréttariturum „Pravda“ ,og ,Rauðu stjörnunnar“ hefur orð ið tíðrætt um vaskleika mót- stöðuhreyfingarinnar í Vínar- borg gegn nazistum; og rússn- eski marskálkurinn Tollrichin minntist á hana í dagskipan sinni. * Það er mótstöðuhreyfingunni að þakka, að nazistum tókst ekki að gera Vínarborg að orr- ustuvélli með þeim afleiðing- um, sem slíkt hefði haft í för með sér. Borgin hefur þb ekki farið varhluta af skemmdum. Fréttaritari „Isvestija“ skrifar: „Aðalgata borgarinnar er hvarvetna lokuð af rústum hruninna húsa. Margar bygging ar eru eyðilagðar meira og minna. Að utan virðist óperan vera óskemmd. Það er fyllt upp í veggskotin, o,g þar hafa verið útbúin smávirki fyrir vél byssur. Hin heillega fprhlið hl'fir þó nærri eingöngu rúst- unum einum, sem að baki henn ar eru. Annað stærsta leikhús borgarinnar er einnig gjöreyði- lagt. Við reyndum margsinnis að komast inn í það, en reykur- inn stóð út um alla glugga og Framh. á b siöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.