Alþýðublaðið - 23.08.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.08.1945, Blaðsíða 6
« ALÞYÐUBLAÐtÐ Finimtíjáagur 23. ágúst 194S> Kaupum hreinar iéreflstuskur iA'.i. álþýðupresiSsmiðjait h. I. EIANNES A HORNHCU Framh. af. 5. síðu nooníur, Harni befir þótzt sleppa billega. ,,Og það verða nógir til þess að angra þig í dag,“ sagði ég. Það stóð ekki á því. Stanzað. Tvser stúlkur önnur lítil, hin. stór en báðar í góðum holdum koma í skottið til mín. „And'skotans eymd' er þetta,“ segja þær. Svo sögðu þær ekki meira allan tímann. Tóku að æla. Ég var stirður og óþjáll. Sagði ekkert. Svo fóru stúlkurnar „Far vel,“ sagði ég. MAÐUR, KONA, BARN. En það ekki fjölskylda,“ sagði bílstjórinn, og vildi gera gott úr öllu. Bí- sperrtur bóndi með mjólkurbrúsa milli fótanna, leit n'eyðarlega til niín í skottið og sagði: „Er maður- inn svona fjandi leiðinlegur." Ég brosti uppgerðarbrosi en hugsaði hónum þegjandi' þörfina. ,Farð,u bölv. . Stúlkurnar gerðu enga tilraun til þess að leiðrétta þenn- an misskylning. „Við bíðum eftir betri bíl“, sögðu þær hortugar. Svo var ekið áfram. Ég tók mjólk urbrúsa og setti hann yfir æluna úr stúlkunum. Sat á honum. Bíll- inn hossaðist. Ég hentist til og frá. Vegurinn yfir Sléttuna hefir árum saman Verið einn versti vegur landsins, AFTUR ER STANZAÐ. Falleg stúlka. Og önnuy miklu fallegri. Báðar í skottið til mín. Ætli það sé mikið af þessu hénna hugsaði ég. Falleg var hún. Og augun, guð almáttugur! Það fór um mig ann arleg tilfinning, gömul. Ég varð allur mýkri á manninin. „Hér eí sæti fyrir aðra og fyrir yður líka. Gerið svo vel.“ „Takk.“ Og bíll- inn hossaðist. Við hlógum. Brúnu augun tindruðu.. Svo hætti ég að ihlæja. Én þær hlógu. Sú fallega æjaði og hló. Ég varð hissa. Hún hló. Stóð upp. færði sig settist svo aftur. Alltaf á iði. Kannské var hún ein af þessum óeyrnu’ Hvað var þetta? Ég varð smeykur. Var hún að hlægja að mér? Var ég þá svona leiðinlegur? ,,Æ, æ, ó, ó.“ Hún stundi og hló. Ég skoðaði mig í laumi, fötin mín. Hafði ekki kon an á Rautfanhöfn sagt að þetta væru fallegustu föt, sem hún hafði séð? ÉG LEIT UPP. Hún var lögst í kjöltu stallsystur sinnar og veltist um. Svo settist hún á hendur sín ar. „Ó, það er ég viss um.“ „Viss um hvað“ greip ég fram í. „Að ég er”. Ertu hvað. „Öll bólgin og marin, helaum. Mér er svo illt í rassinum. Ég var á hestbaki í all- an gærdag. Ég er óvön. Varaði mig ekki é því.“ — Mér létti stór um. Þetta var það þá. Við hlóg- um öll. Ég hæst. Þið hefðuð átt. að sjá hana, 'þar sem hún íá! Hún var svo innilega aum —- í rassin- um. ,í amerískum kjól, rósóttum, umdurfögrum — með rasesæri! vr« SUNGUM. Fórum með jkvæði. Gleymdum veginum, eymd unum og sársaukanum, öllu. Ég fór með ,,Ásrún,“ kvæðið hans Am ar. „Við ætluðuðum okkur að byggja brú” o. s. frv. Þær voru hrifnar. Pallegt ástarkvæði. Já, inndælt var saman að dreyma. En svo stanzaði bölvaður billinn. Þær fóru. Ég rétti ósjálfrátt út hönd- urnar. En þær fóru samt. Og ég sat eftir einn, aleirun. Þær vinkuðu. „Við erum bara hálfnaðar með sumarfríið," sögðu þær. Bíllinn skrönglaðis af stað. „Hvað heit- irðu? Hvert ertu að fara? Hvar áttu heima?“ Þetta kallaði ég. En ekkert dugði. Þær heyrðu ekikert. Og ég sat eftir og söng saknaðar- ljóð í fulla klukkustun. Fyrst af tilfinningu. Svo eins hátt og ég gat, unz röddina þraut. Já, lífið er hverfult! Ekki sázt á sumarferða- lagi. Og alltaf þegar ég sá falleg* hús með tveim trjám eða fleir- um fyrir framan, eða fallegan bæ undir fallegu fjalli, með iðjagræn túni, hugsaði ég. Skyldi hún eiga heima hérna? Ó, ef ég færi nú fram hjá þar, sem hún á heima.“ 4. árshrodur presta og keunara nyrðra Framliald af 4 síðu. formi og lagt var fyrir alþingi 1941. (Flm. Guðbrandur Björns son. Kristján Sigurðsson). 4. Fundurinn vill vekja sem almennasta eftirtekt á uppeld- ismálatímaritinu ..Heimili og skóli“, sem norðlenzkir kennar- ar hafa gefið’ út um skeið og telja má hið vandaðasta rit að efni og frágangi. — Er á alla skorað, sem vel vilja í uppeld- ismálum þjóðarinnar, en eink- um þá, sem ábyrgð bera í þeim efnum, svo sem ríkisstjórn, fræðslumálastjórn, presta og kennara, að styðja rit þetta sem bezt með fé, efni og útbreiðslu. (Flm. séra Friðrik A. Friðriks- son). 5. Fundur presta og kennara, haldinn að Hólum í Hjaltadal 11. ágúst 3 945, telur ástand það, sem nú ríkir meðal þjóðar- innar í áfengismálum, með öllu óþolandi, enda er nú svo kom- ið, að allur borri manna telur hér mikinn þjóðarvoða á ferð. Skorar fundurinn því á þing og stjógn, að láta lögin um héraða- bönn koma strax til fram- kvæmda, svo að reynt verði og séð, hvað þjóðin vill í þessum efnum. (Flm Pétur Sigurðs- son). 6. Fundurinn telur dýra- verndunarmálið mikilvasgt mannúðar og uppeldismál, og álítur það mikilsverða skyldu allra uppalenda, að vinna fyrir það má-1 í lífi og starfi. (Flm. Jón Þ. Björnsson). 7. Fundurinn ákveður að skipa þriggja manna millifunda nefnd lil að íhuga,,hver þörf er á því að gefa út leiðarvísi fyrir mæður, er innihaldi vers og bænir, sem kenndar séu börn- um, einkum innan skólaskyldu aldurs. (Flm séra Friðrik A. Friðriksson og Kristján Sigurðs son). Þórir Berpson sextuyur ÞORSTEINN JÓNSSON — lengi starfsmaður í Lands hanka Ísíands — er sextugur í dag. Hann er fæddur að Hvammi í Norðurárdal hinn 23. dag ágústmánaðar árið 1885, sonur Jóns Ó. Magnússonar prests og konu hans, Steinunnar Þor- steinsdóttur og eim þeir bræður Þorsteinn og Magnús Jónsson prófessor og dr. theol. Faðir þeirra varð prestur að Mæli- felli í Skagafirði, og þar ólst Þorsteinn upp, en árið 1907 varð hann starfsmaður i póst- húsinu í Reykjavík, og hér hef ur hann verið búsettur síðan. Ilann vann í sjö ár í pósthús- inu, en síðan í Landsbanka ís- lands í 29 ár — eða frá 1914 til 1943. Hann er kvæntur frænku sinni, Gróu Árnadótt- ur prests á Kátfatjörn; Þor- steinssonar, og eiga þau hið prýðilegasta heimili. Þorsteinn er ágætur starísmað- ur, samvizkusamur og glöggur. Hann er ekki aðeins fáskiptinn um annarra hag4 heldur að því er heita má hlédrægur. Hann er hið mesta prúðmenni í fram komu og umgengni og því vin- sælt af samstarfsmönnum sín- um, en hann er hins vegar ekki maður, sem margir geta talið náinn vin sinn. Hann mun frek ar fámáll, þar sem margir tala, en vinum sínum og þeim, er eiga að meira eður minna leyti svipuð áhugamál, er hann mjög skemmtinn, og glöggt auga hef- ur hann fyrir skoplegum hlut- um. Hann fytgist vel með mik- ilvægum málum og á sínar sjálfstæðu skoðanir um það, sem almennt varðar miklu, en veifar ekki skálm á orrustu- velli dægurmálanna. Hann er glöggur á bókmenntir, og um þær hefur hann stundum skrif- að — og þá emkanlega urn það, sgern honum hefur getizt vel að, og er þetta í samræmi við gerð mannsins yfirleitt. Munu ailir, sem Þorstein Jónsson þekkja, óska honum alls hins bezta á sextugsafmælinu, en hins veg- ar mun þeim ekki gefast kost- ur á að árna honum alls góðs með handábandi, þvi að órjúf- anlega trúr, ólyst sinni á stássi og stússi mun hann ekki verða í Reykjavík í«dag. En nú verð ég að víkja nokk uð að Þóri Bergssyni. Hann ér alþjóð kunnari en Þorsteinn Jónsson, og ég hef sjálfur þekkt Þíri Bergson miklu lengur en Þorstein. Svo lítt hefur annars Þor- steini Jónssyni ve-rið um það gefið að skrevta hatt sinn með fjöðrum frá skáldinu Þóri Bergssyni, að þá er birzt höfðu hér og þar á prenti sögur eftir skáldið í 28 ár og sögunum var safnað saman í bók, vissu það mjög fáir af lesendunum hve Þórir Bergsson var nákominn Þorsteini Jónssyni starfsmanni í Landsbanka íslands, og ennþá mun það »svo, að atlmörgum góðvinum Þóris Bergssonar meðal almennings úí um land sé það ekki kunnugt, hver hann er í hinu borgaralega lífi. ftyrsta saga Þóris Bergssonar, sem kom fyrir almenningssjónir var prentuð í Skírni árið 1911. Hún heitir Sisíga Gunna. Næsta aldarfjórðung — eða vel það — birtust svo sögur eftir þennan höfund á víð og dreif í tíma- ritnm, unz út var gefin fyrsta fcókin frá hans hendi, en alls eru bækur hans orðnar þrjár, Sögur 1939, Vegir og veglcvs- ur, allstór saga, 1941 og Nýjar sögur 1944. Allar þessar tillögur og á- lyktanir voru samþykktar í einu hljóði. Þórir Bergsson. Sigga Gunna, hin stutta smá saga í Skírni, vakti þegay a't- hvgli þeirra manna, er fylgd- ast vel með því, er gerðist í heimi íslenzkra bókmennta. Hún þótti óvenju vel skrifuð og vel gerð, og hún átti sinn sér staka svip. Enda var það svo, að í þessari sögu komu fram ó- trúlega mörg af þéim- eigind- ura, sem einkenna skáldskap Þórir Bergssonar allt til þessa dags. Ég hef tekið ’pað fram, að Þor steinn Jónsson sé prúður mað ur og ekki hávaðasamur, og það er og svo, að yfirleitt gengur ekki mikið á í sögu Þóris Bergs sonar. Jafnvel bá er hann lýsir vofveiflegum atburðum, verð- ur hann aldrei gný- eða gust mikill, og oftast er eitthvað hljóðlátt við heildaráhrif sagn- arna, og þó eru þessi áhrif svo drjúg, að heildarsvipurinn verð ur tíðum minnisstæðári en per sónurnar, og samt eru þær yfir leitt dregnar skýrpm dráttum. Lesandinn finnur það, að á bak við rás viðburðanna, per- sonusköpun og gerð sagnanna er sjálfstæður persónuleiki, ó- háður kreddum og smásmuga lega mótuðum dægurstefnum, en þó engan veginn ágengur, ankannalegur eða eða utan við hið gróandi líf alls þorra manna — höfundur. sem rýnir af dul- inni eftirvæntingu í örlagalet- ur mannanna og óljósar og tor ræðar rúnirnar á lögmálstöfl- 'jm tilverunnar. Sko, stundum kímir hann lítið eitt, oft vottar íyrir þjáningarkenndri óró í svipnum, en oftast er það væmn islaus hlýja og alvara, sem er laus við beiskju. Þegar við lesum sögur Þór- is Bergssonar, þá tökum við iljótlega eftir því, að höfundur mn hefur glöggt auga fyrir ör lagavaldi þeirrá atvika og at- burða, sem geta í flj-ótu bragði virzl ósfcöp smávægilegir, ósköp hversdagslegir og eru máski yf irleitt taldir bað, og enn fr.em ur sjáum við, að honum er ljóst, að stundum er svo sem einhver hn'in öfl ráði á skapastundum mannanna — eða að nrinnsta xosti ekki beir siálfi». Það er svo einnig auglióst af sögúm hans, að hann gerir sér mjög glögga grein fyrir því, að þótt lífskjör og lífsskilyrði séu ær ið veigamiklir bættir í mögu leikum manna til hamingju og iifsnautnar, þá séu þau þar um sízf. öllu ráðandi.’ Slíkum höf- undi verður hin hljóðláta ihygli mjög svo eiginleg, hin háværa málsrannsókn með brauki. og bramli svo víðs fjarri, hið ytra £ lrrúö svo lítilmótlegt, en tján ing atriða hins innra samheng is svo veigamikil. Hin góðlát- ■lega kimni, hlýjan og samúðin verðá honum tiltæk og dulúðg samþjáning eðlilegur og áhrifa ríkur þáttur í sköpun viðhorf- anna, en aftur á móti dómgim in, hundskan, spottið og glað- klakkið honum fjarlæg og 6- geðsleg fyrirbrigði. Stíll Þóris Bergssonar er í hinu fyllsta samræmi við það, sem hér hefur verið sagt um eig; indi hans og áhrif sem rithöf- undar, eðlilegur, látlaus, en innilegur, og ber ekki með sér við fyrstu syn, hve vandlega hann er íhugaður og samhæfð- ur sfninu — ekki hve hann er snar þáttur sjálfs efnisins, ligg ur mér við að segja, og fáir skrifa nú jafn Ijóst og hreint og eðlilegt mál og Þórir Bergssom F"á hvaða sjónarmiði sem við lítum á skáldskap hans, verð ur það ekki sagt, að hann hafi umgengizt listina gálauslega. Það er ákaflega misjafnt, hvað menn endast, líkamlega og andlega, þó að þeir tóri. Sumir skrimta sem skuggi af sjálfum sér árum og jafnvel árptugum saman, aðrir lifa virkilega fram í andlátið — eins og þar stendur. Það mun að vonum svo, að líkamlegt þrek og heilsa Þóris Bergsson ar sé ekki svo sem þá er hann hálfþrítugur kom í fyrsta skipti. fram á vettvang íslenzkra bók- rnennta, en andlega er hann enn. þá á blómaskeiði, og honum mun gefast meira tóm til skáld- skapariðkana nú en áður. Mynd hans hefur þegar mótast skýr og sérstæð, og hún mun geym ast í myndasafni íslenzkra bók mennta. En þó að svipurinxi> breytist ekki aðverulega héðan af, þá mun óhætt að ætla, að drættirnir eigi ef.tir að verða enn dýpri og eftirminnilegri Þakka þér fyrir hið liðna, Þórir Bergsson — og gefist bér enn þá mörg ár — giftudrjúg þér og þínum og íslenzkum bók menntum. Guðm. Gíslason Hagalín. Framh. af. 5. síðu dyr og allir viðir voru ennþá logandi. Reykinn úr húsunum lagði út á torgið umhverfis, — Ráðhústorgið, — og blandaðist reyknum frá þinghúsinu, sem exnnig var að brenna. Ráðhúsið er meira og minna eyðilagt eft- ir loftárásir og annars konar nernaðarátök. Nazistar fóru ránshendi um náttúrugripa- og’ listasöfn borgarinnar og húsin voru notuð fvrir hermannahæki stöðvar. Hin fræga dómkirkja hafði orðið fyrir skemmdum; þar var fjöldi gluggarúðna brot inn. Húsin umhverfis voru. brunarústir einar. Augustin- kirkjan var gjöreyðilögð. Hið heimsfræga Albertina-safn hafði einnig orðið fyrir skemmd' um og margar beztu myndirnar varu eyðilagðar.“------— (Framhald á morgun). skðp í Eoglandl síð- I SÍÐUSTU viku seldu ís- * lenzkir togarar afla sinn f Englandi fyrir 75.56(5 sterlings pund. Salan skiptist sem hér seg'r milli hinna einstöku skipa: Venus frá Hafnarfirði, er se.di 3566 kit fyrir 12.499 ster lingspund. — Hinir togararnir voru þessir: Kópanes, er seldi 3084 vættir kit fyi'ir 8.315 pund. Vörður 3658 vættir fyr ir 8.483 pund. Júní 3643 vættir fyrir 8.839 nund. Belgum 3.200 vætir, fyrir 8.811. Hafsteinn 1.370 kit fyrir 6.483. Foi’seti 2.825 kit íyrir 9.218. Gylfi 3877 vættir fyrir 4 860 og Venus, er seldi Austuxlandsfisk, mest megnis þorsk, 3.566 kit fyrir 12.499 sterlingspund.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.