Alþýðublaðið - 20.04.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.04.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið • n rr.1 Gelið út af A.lþýðufloklínum. 1920 friðjudaginn 20. apríl 87. tölubl. Duglegur seudisveinn getur fengið atvinu nú þegár. Samband ísl. Samvinnufél. Alþýdubladið er ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins! Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Vilhjálmur fyrverandi keisari. Keisarinn „dvelur", eins og kunnugt er, í Amerongenhöll í Hollandi. Hefir hann eigi verið Hollendingum neinn hamingju- gestur; hafa þeir stöðugt átt í fitistöðum út af honum, en hafa þó setið við sinn keip og ekki framselt hann ennþá Baudamönn- um. Grunur hefir leikið á um það, &ð keisarinn og krónprinsinn ættu nokkurn þátt í óeirðum þeim, og gagnbyltingatilraunum, sem gerðar hafa verið í Þýzkalandi upp á sfð- kastið, og hefir sérstaklega kveðið við þann tón hjá hollenskum Kommúnistum. En stjórnin hefir varið hann og sagt að ennþá hafi ekkert sannast, er bendi til að ■ Vilhjálmur eða krónprinsinn sonur hans hafi verið við æsing- arnar riðnir, en þó hafi lögreglan haft skipun um að hafa stöðugar gætur á frámferði þeirra. Hversn lengi Hollendingum tekst að geyma keísarann, skal ekki sagt, en vart mun hann hverfa til Þýzkalands aftur, eins og nú standa sakir. X Ný bók. Æfidagbók. Útgefandi Pétur G Guðmundsson. Fjöldi manna byrjar einhvern tíma að halda dagbók og rita í hana það h :lzta, sem við ber. Einstaka maður heldur því áfram alla æfi, en hinir eru þó margfalt fleiri, sem hætta við það af ýms- um orsökum. Sumir nenna því ekki, þegar til lengdar lætur, aðr- ir finna ekki það form, er bezt hentar, og bækurnar eða blööin, sem ritað var á, hafa verið óhent- ugar. Og jafnvel þótt menn hafi haldið dagbók alla æfi, hafa bæk- urnar víst oftast farið forgörðum fyrir vanhyggju þeirra, sem fengu þær í hendur eftir lát mannanifa. Getur það og nokkru valdið um, að bækurnar munu ekki hafa ver- ið nógu vandaðar og vel lagaðar til geymslu. AUir sjá hvílíkur feikna fróð- 'eikur fer forgörðum á þennan hátt. Mundi ekki mörgum þykja gaman að vita þó ekki væri nema nokkur áreiðanleg drög úr Iífi helztu forfeðra sinna og ættmenna, og þá einkum þ^irra, sem eitt- hvað kvað að eða vo?u sérkenni- legir? En þeim mun bezt trúandi til að rita rétt viðburði æfi sinsxr ar. Og engurrt er hægt að treysta betur til að skýra rétt og áreið- anlega frá viðburðunum en þeirn, sera lifðu þá sjálfir. Því eru dag- bækur, ritaðar jafnótt og viðburð- irnir gerast, einnig afarmikils virði fyrir sagnfræðinga og sagnaritara. Þær sýna einnig hvernig atburð- irnir litu út frá þeirra sjónarmiði, er tóku þátt i þeim, og hjálpsti mjög til að skilja mennina, en það er eitt þýðingarmesta atriðið fyrir sagnfræðingana. Án þess að skilja mennina, verða viðburðirnir aldrei skildir til hlítar. Þá mundi það koma £ veg fyrir margs konar óvissu í sögunni, ef menn tækju alment upp þann góða sið, að halda œfidagbœkur. Sagnfræðingar nútfmans þyrftu ekki að skattyrðast út af fæðing- arári Jóns Arasonar, ef hann sjálf- ur hefði ritað helztu atriði æfi sinnar, og það skrif væri enn til. Og svo er um ótalmargt fleira. Hér kemur nú bók, sem ætlað er að bæta úr þessu, og er mjög líklegt að það takist. Hún er ætluð til að rita í hana helztu viðburði æfinnar, jafnótt og þeir gerast. Formið á bókinni er að mínu áliti mjög heppilegt. Hverju ári er ætluð ein opna, og er það rúm, sem hverjum mánuði er ætl- að, aðgreint, og mánaðanöfnin prentuð fyrir framan á annari blaðsíðunni, en ef það reynist of lítið, má skrifa yfir á hina blað- síðuna. Neðst ér nokkurt rúm til að rita í það, sem ekki er bund- ið við mánuði, svo og heildar- yfirlit yfir árið, ef vill. — TitiF- blaðið er prýtt hsglegri teikningu eftir Ríkarð Jónsson. Þar er eyða fyrir nafni eigandans. Bókin er mjög snotur að útliti og öll hin eigulegasta. Hún er prentuð í Gutenberg, og er pappírinn hinn vandaðasti og sömuleiðis frágang- ur allur. Enginn efi er á þvf, að bók þessi verður mikið keypt og ndk- ið noíuð. Bókin er tilvalin tæki- færisgjöf. Hún á fyrir sér að fylgja eigandanum alla æfi og verða því kærari, sem lengra líð- uir, og minna því nær daglegá á gefandann tlim notkun bókarinn- ar farast útgefanda svo orð í for- mála hennar: sRitaðu — eftir minni og heim- ildum — í dagbókina það, sem

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.