Alþýðublaðið - 06.09.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.09.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudagurinn 6. sept. 1945 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Heimsókn í þorpið, sem etuliðið breytti í stórborg, en er nú aftur orðið að smáþorpi. — Eftirtektarverð um- mæli gamla prédikarans í setuliðsvinnunni. Harold Laski prófessor uns efnr kosmnga Þetta er Clement R. Attlee, forsætisrá’ðherra brezku jafnáðar- mianniastj ómaPinnar. HÉR ER SÍÐASTI pistillinn frá Herði: „Reyðarfjörður er fal- legur fjörður. Mér eru minnisstæð kvöldin þar. Fjörðurinn ðjúpur og lygn. Fjöllin há og tignarleg. Himinninn lieiður og blár. Kyrrð og ró ríkir í þorpinu. Fólkið er eins og umhverfið, rólegt og alúð- legt. Fólkið má muna tvenna tím- ana. Fyrir fáum árum var gerð innrás í þetta ágæta þorp. Fyrst erlent setulið, síðar innlent. Her- menn með allt sitt hafurtask. Sunnlendingar og aðrir landshorna menn. Og hermennirnir settu á þorpið sína bletti og við vorum hálfgerðir heimagangar í húsun- um. Og fólkið hvarf í mannþröng- ina og lífði sínu nægjusama lífi, eins og ekkert hefði í skorist. ÉG STALDRA VIÐ á götunni, hjá barnaskólanum. ^Hlusta. Eng- ir hermenn lengur. Enginn her- mannabíll. Enginn flugvélagnýr. Engir Norsarar. Enginn hermaður að sækja þvott í hús. Ekkert þramm. Ekkert ástand. Allt á bak og burt. Ég geng að bröggunum við veginn. Þar bærist ekki líf lengur. Braggaborgirnar auðar. Er þetta satt? IÞvílikur munur fyrir litla íslenzka þorpið. Ég hitti mann. „Og þið eruð búnir að missa allt ástandið," segi ég. ,,Já, það er allt farið. Ég er feginn“, og hann andvarpar. „Nú kannast maður við sig,“ sagði þessi ungi maður. Og nú klappa litlir fætur lagða þorps veginh. Barn kemur hláupandi. Og'þarna reikar kusa gamla, falleg og. gljáandi. Enginn ys og læti í kvöldfegurðinni. En1 sá munur. ■ ÉG VAR í innlenda setuliðinu. Við komurri margir saman að sunn an, með Tordenskjold, norska skip inu. Við byggðum þessa bragga- borg. Þennan glugga smíðaði ég. Gat það verið? Og ég skellihló þarna í hálfrökkrinu. Gervismið- ur. Það eru margar kyndugar minningar tengdar við það orð. Sumir af okkur voru í Kaldað- arnesi. Verkamenn þar. Mér er minnisstæður atburður. Amerískur verkfræðingur var sendur til okk ar úr Kaldaðarnesi. Ilann þekkti okkur aftur. Hann brosti fínt, þeg ar hann sá, að búið var að gera okkur, þessa luralegu, þungu verkamenn úr Kaldaðarnesi, að gervismiðum hér á Búðareyri. En hann sagði ekkert, þessi skemmti- legi, greindi Ameríkani. Það var okkur til happs!! OG HÉRNA úti í náttúrunni borðuðum við góða matinn hans Gunnars. Lágum úti um allt. Já, Gunnar var góður kokkur. Hér sváfum við. Ilér geymdum við verkfærin okkar. Sumir söfnuðu heilmiklu af verkfærum. Fengu æði. Hér lærði maður að þekkja mörg verkfæri og nota þau. Kannske hefðu sumir unglingar aldrei uppgötvað, að þeir voru afbragðs smiðir, ef þeir hefðu ekki verið í setuliðsyinnunni. En sum- ir fengu líka að vita, að þeir voru veraldarinnar mestu klaufar. Ég var einn af þeim. Og hvar eru verkfærin nú? Hamarinn týndur. Öxin brotin. Hitt selt. Ég keypti bækur í staðinn. GILIÐ. Ó, gamla góða gil. Hérna sváfum við í vinnutímanum. Þá var það siður. Hér vakti ég vin minn eftir • tveggja tíma svefn. Vaktaskipti. En stundum kúrðum við líka velvakandi hérna í þessu gili. Leituðum verndar. HÍupum í dauðans ofboði hingað. Flugvélar. Þjóðverjar. Morðvargarnir. En á- rásin var ibara gerð á Breiðdals- vík. Og sprengjan féll niður á Seyðisfjörð. Já, guð mátti vita, hvar hún kæmi niður. SVO VAR ÞAÐ Vestur-íslend- ingurinn. Árekstur. Loftslagið átti illa við hann. En vinnuaðtferðirn- ar áttu verr við hann. Hann hafði dvalið um lengri tíma í þeirri Ameríku, þar sem öll tæknin var. Mikil viðbrigði. Hann' var með hugann í Ameríku, en dvaldi á ís- landi. Annað um'hverfi. Aðrir sið- ir. „Svona á ekki að vinna,“ sagði hann. En menn hlógu. Skopuðust. Tveim skoðunum laust saman. Og hann hrökklaðist auðvitað burt. Kom aldrei aftur. Og þá var það sem færeyski Götu-götu-predikar- inn (hann var frá Götu í Færeyj- um), Jústi gamli, laumaði út úr sér þessum spekinnar orðum, sem ég hef haft fyrir ellefta boðörð síðan: „Man skal fölge Lands Skik eller Land fly“. ÉG GENG LENGI fram og aft- ur um þorpið. Rek ofan af lífsins snældu. 'Og enn stendur Péturs- borg, gamla, ljóta, skakka húsið. Fátækt fólk. Ekkja og börn. Það fylgir því mikil ábyrgð, að láta fólk búa í slæmum húsakynnum. Hér voru fötin okkar þvegin. Hér átti drengurinn heima, sem ég gaf litla hallamálið mitt, daginn, sem ég fór. Hann varð glaður við. En honum varð á að leggja það á hús gaflinn. Ég gleymi því aldrei. Hús ið hallaðist svo mikið. Drengurinn. þagði góða stund. Horfði á mig og sagði: „Ég ætla að laga þetta, þeg- ar ég er orðinn stór.“ Svo fór ég. Nú er hann orðinn stór. „Hann er í síldinni“, sagði fólkið. HÉR ER BÚIÐ að byggja sím- stöð og gistihús. Nokkuð svo gott! En ef ísland á að heita menning- land, ef landið okkar á að verða ferðamannaland, verðum við að taka matartilbúnlnginn alvarlega til athugunar. Sömuleiðis aðbúnað allan. Það má ekki vanta snaga. Ekki spegill. Kunningi sagði mér þessa sögu. Það vantaði snaga í herbergið, þar sem þeir gistu, hann og vinur hans. Svo fóru þeir til Seyðisfjarðar. Komu aftur í Gistihúsið. Þá tók félagi hans upp úr vasa sínum nagla og negldi í vegginn. Svo hengdu þeir föt sín á naglana. En það er ekki víst að allir athugi þetta eða nenni þessu. „HÉR ER SVO TOILET“, sagði ein sæt og prúð stúlka við mig. Og sjá, þegar ég kom inn, sá ég hvar ryðhaugarnir hengu utan á vatns- kassanum. Hvílík snyrtimennska! En fyrirgefið. Ég ætlaði ekki að fara að tala um gistihúsin. Nóg er búið að jagast um þau. Ég veit hvar hundurinn liggur grafinn. Á- byrgðin er hjá þeim, sem leyfin veita. Ekki nógu niiklar kröfur gerðar. Sama máli gegnir um marga sérleyfishafa. Alltof litlir bílar. Nóg um þetta. Ekkert af þessu átti við Reyðanfjörð. ÞAÐ ER LÍKA FALLEGT á Reyðarfirði að morgni dags. Ég vakina snemma. Sama ládeyðan. Sama kyrrðin og friðurinn. Eldur ársólarinnar ljómar upp allan Framhald á 6. síðu ÞAR TIL FYRIR nokkrum vikum síðan voru þei!r mann ekki marigir í heimmum, sem vLsu nokkuS um líf og starf Harolds Laski prófessors. F<n fyrir svo sem hSfum mán- uði var hann gestur í Kaup- mannahöfn í tiléfni af flokks- 'bingil danska Albýð,uflökksins, þá nýlega ■ orðinn firægur úr kosningabaráttunni í Bretlaindá, þar sem ChurchiHi og Lord Eeaverbrook hjálpuðust ósjálf- rátt að tii þess, að kynna hann kjósendum Stór'a-Bretlainds og óiium umh'elmi. Og við hinn stórkostlega kosningasigur brezka Albýðuflokksins varð Las-ki prófessor heimskuninur maðúr. Hartn er formaður mdð- stjórnar brezka Alþýðuflókksins í ár. eú héfur um laingt skeið verið andfegur leiðtogi hans, sér stakl'ega á fræðilegu sviðáL Þeg- a:r Churchill flutti hflaia frægu kesniingaræðu sína þar, sem hann reyndi að hræða br-ezka kjósendur með yfirvofandi sósí- alistískri Gestapo á Bretlaindi, bætti Lord Beaverbrook iþví við ræðu, sem hann flutti skömmu síðiar, áð það væri Laski pró- fessor, sém verða myndi höfuðs maður þeirrar Gestapo. Meðan Laski prófessor var staddur í Kaupmamnahöfn sem g-estur á bingi danska Atþýðú- flokksilns, átti Social-Demo- kraten, aðalblað danskra jafn- aðarmanna, athyglisvert viðtal við hamn, og fer bað hér á eftiir (3 o c i a I-D e m o k r a ten 19. ágúst 1945): tirezka AlþjpyflollkS" insc Brezki íhaldsfl'okkurinn þurfti á einhverri grýfu að halda í kosningabaráttumii, og ég var vallin'n til þess að vera hún, siegir Laski prófessor. — Br það svo áð skilja, að þér séuð fjandmaður Chur- chills? — Nieþ.það er langt fró því. Eg hef mikið áliit á honum. Hann Harold Laski prófessor, forimaður miðstjórnar bpezka Al'þýðuf'lokksins. hefur verið g’æsitegur fordngd brezku þjóðarinnar í stríðinu. Það er skoðnri ajl'ls brezka Al'- þýðuflokksins. En brezka þjóð'- in gerði skarpan. greinarmun á honum s'em s.'ikum og sem for- ustumanni íhaMsflokksins. Og þegar Churchill boðaði í nafni Ihaldsflokksins, að nú skyldi aftur snúið til hess, sem áður var fyrir stríðið, ,þá sagði brezka þjóðin nei. Það, sem áð- ur var, — það var atvinnuleysi, vond húsakynni, illa skápulagt atvinnuilíf og efnalegt öryggis- leysi. Endurmimningin um allt þetta vár svo rí!k í huga fólks- .ins, að menn af öllum stéttum fylktu sér um Alþýðuflokkinn "í kosningunum — bæði ti'l sjáv- ar og sveita, í iðnaði og verzl- un, samgöngum og handverki, og ekki sízt hermennárnir. Af hinum nýkosnu 390 þingmönn um brezka Alþýðuflbkksins eru 128 úr hernum. Það eru miemn, sem hafa verið á vigstöðvun- um. Þeir vilja koma heim, — en ekki heim ti' hins gamTa Englands, sem Churchill taTaði um. Enginn skyldd meta of lítils þýðingu hersins í þeim kosindng- um, sem eru nýafstaðúar, segir Laski prófessor Brezki herinn í dag, llíkist í mörgu hinum lyð- veldissinnaða Púritanaher Cromwells. Hann er hugsandi her. Hann hefur fræðslustarf- semi sín á meðal og ræðir dæg- .urmálin. Og útkoman af um- ræðum hans hefur orðið sú, að hermennirnir hafa • liagzt á vinstri sveif í stjórnmálunum. — En er brezki Alþýðú- flokkurinn þá undir það búinn, að ráða fram. úr hinum rnáklu vandamálum? — í sögu brezka Alþýðu- flokksins er runnið upp nýtt tímabiL Þar til 1929 rak hann •urnbótapólitík á sviði þjóðfélags málanna. Nú er han.n undir það búinn, að framfylgja stefnu, sem hlýtur að leiða til gerbreyt- inga á sjálfu þjóðskipulaginu. IVÍeð þjóðnýtmgu bankanna og kolanámanna fnunum við leggja verulégan hiúta atvinnulífsins undir sósíalismann. í stáð ‘þess að prédika hann, viljum við nú gera halnm að verulteika. — Hve langt muai verða giengið á Bretlasndi í þjóðinýt- ingarátt? - — Það ákveður hin nýja jafn- aðarmannastjórn. Við Bretar er.um raunsæir menn; en það eru hugsjónár, sem ráða igerðum Al- þýðuftokksins. Hið gamla skipu- lag er gjaMþrota, og við verð- um nú að gera mjög erfiðá til- raun. Eg treysti því, að hún muni takast. En við erum lýð- ræðiissinnar og munum haldía á- fram, að vera það. Þegar Eng- landsbanki og brezku koTanám- urnar hafa verið þjóðnýttar, kernur röðin að samgöngukerf- inu, járn- og stáTiðnaðinum og raforkuframíeiðslunni. Þa®, sem ekki á aH þfóSnýta. — • Verður þá ékki gengið uia of rnn á svið einkafr'amtaksins? — Nei, langt frá því. Við skorum á atvinnurekendur, að gera allt, .sem þeir geta, til þess, að rétta þjóðina við. Við bjóðum þeim stuðning hins op- ínbera — aðeins með því skil- yrði, að frami'eiðsl'ain verði auk- in, að vóTar og verkfæri verði varðveitt og endurnýjuð og að verkamönnum verði séð fyrir. sæmilegum iífskjörum. Eg hvet ekki til þjóðnýtimgar undír öll- um kringumstæðum. Eg er til dæmis aíveg andvígur þvi, að dagblöðin og bóka- oig blaðaút- gáfufyrirtækdn verði gerð að opinberrii eign af því, að ég tdO fulTkomlega frjálsa gagnrýnll vera eina af höfuðstoðum lýð- ræðisins. t — Hvað teljið þér nauðisyin- legast, að þjóðnýtingunni und- ansldlinni? — Það nauðsynlegasta af öEUi á Bretlandi í dag er, að byggjá ný íbúðarhús. Við verðum að byggja 7—8 millTjónir nýnra í- búðarhúsa á næstu 20 árium. — Snertir stefnuskrá brezika ATþýðuflokksins ekki einnig ónnur lönd hihs brezka heims- Framhaldl á 6. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.