Alþýðublaðið - 28.11.1945, Side 5

Alþýðublaðið - 28.11.1945, Side 5
Miðvikudagur, 28. nóv. 1945. ALÞYPUBLAPIÐ 5 MALGAGN SAMBANDS DN-GRA J AFNAÐARMANNA RITSTJÓRN: STJÓRN S. U. J. Vöxfur Alþýðuffokks- ins. Unga fólkið cg stjórnmálin Sjáv arútvegurinn og nýt- ing fiskafurðanna Felag ungra jafnað- ARMANNA í Reykjavík hefur haldið uppi mjög marg- háttaðri og öflugri starfsemi á liðnu hausti, og hefur mikill fjöldi ungra manna og kvenna skipað sér í raðir þess. Félag ungra jafnaðarmanna í Hafnar- firði hélt fjölmennan aðalfund fyrir helgina, og víða úti á landi undirbúa samtök ungra jafnað- armanna þróttmikið félagsstarf. Hinn glæsilegi kosningasigur lýðræðissinnaðra sósialista í há- skólanum hefur fært háskóla- 1 borgurunum heim sanninn um það, að Alþýðiuflokkurinn muni í framtiðinni hafa á hendi for- ustuna gegn íhaldinu í háskól- anum, og orðið frjálslyndu fólki, er nemur við þessa æðstu menntastofnun þjóðarinnar hvöt þess að skipa sér undir rnerki hans. Þannig á AlþýSu- flokkurinn miklu og vaxandi fylgi að fagna meðal æsku lands ins. Ungir jafnaðarmenn um land allt munu láta hinar tvennar kosningar sem í hönd fara, bæjarstjórnarkosningarnar i vetur og alþingiskosningarnar á komandi sumri, mjög til sin taka og vinna ötullega að fram- gangi Alþýðuflokksins. Báðar þessar kosningar munu reynast mjög þýðingarmiklar fyrir æsku landsins, þar eð nú eru í und- irbúningi margháttaðar fram- farar í atvinnulífi landsins og á öðrum sviðum þjóðlifsins. Æska landsins hefur sér í lagi ástæðu til þess að fagna aukn- ingu atvinnutækjanna og ný- sköpun atvinnulífsins, því að í hennar hlutskipti fellur fyrst og fremist að njóta þessa í framtfð- inni. En hún gerir sér einnig ljóst, að ekki er allt fengið,' þótt atvinnutækjunum fjölgi og atvinnulífið færist í nýtt og betra horf. Hún gerir sér glögga grein fyrir nauðsyn þess, að stjórn og rekstri hinna nýju at- vinnutækja verði hagað þann veg, að til heilla horfi fyrir hinar vinnandi stéttir til sjáv- ar og sveita, en ekki auðsöfnun- ar fyrir fáa, útvalda einstak- linga. Atvinnutækin eiga að tryggja efnalega afkomu o.g ör- yggi fjöldans, sem verðmætin skapar, en ekki færa auðjöfr- unum aukinn stórgróða. Æska landsins minnist kreppunnar og atvinnuleysisins á árunum fyrir styrjöldina. Og hún er staðráð- in í því að láta viti fortiðarinn- ar sér að varnaði verða. Þess vegna fylkir hún sér um Alþýðu flokkinn og tileinkar sér úrræði hans. Alþýðuflokkurinn hefur á- vallt látið málefni unga fólksins mjög til sín taka. Barátta hans hefur jafnan miðað að þvi að búa íslendingum farsæla fram- tíð. Honum er það að þakka, að æska landsins í dag nýtur marg- háttaðra hagsbóta og réttinda, semi horfnar kynslóðir fóru á mis. Þó eru þær framfarir, sem leitt hafa af starfi og stefnu Alþýðuflokksins til þessa, smá- vægilegar miðað við það, sem vinnast mun, þegar Alþýðu- flokknum auðnast að ná meiri- hluta og steypa íslenzkt þjóðlíf í mót starfs síns og stefnu. ❖ Stjórnmálatburðir þeir, sem gerzt hafa í Norðurálfu á liðnu sumri og hausti, færa mönnum ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja, hvilik lifæð íslenzkra atvinnuvega islenzki sjávarútvegurinn er. Af verð- mæti heildarútflutningsins hef- ur þáttur útflutts fiskjar og fisk afurða verið mjög stór, eða numið allt frá 80r/ og upp fyr- ir 907i árlega. Því er það ljóst, að á fiskveiðum grundvallast utanrikisverzlun íslendinga að verulegu leyti. Hinir tveir aðal- atvinnuvegir íslendinga, land- búnaður og iðnaður, gegna hvor um sig allt öðru hlutverki en að standa undir utanrikisverzlun- inni, þótt þeir að vísu séu nauð- synlegir landsmönnum og reynd ar nauðsynlegir til þess að í landinu verði lifað menningar- lifi. Eitt af höfuðvandamálum þeim, sem úrlausnar biða, er því að skipa málum sjávarút- vegsins þannig, að hann verði áfram fær um að gegna hinu stórvægilega þjóðhagslega hlut- verki sínu. Því að það er sannast sagna, að enda þótt gildi sjáv- arútvegsins fyrir þjóðarbúskap inn sé almennt viðurkennt, þá er rekstur þessa atvinnuvegar með öllu óviðunandi eins og sakir standa. Ber margt til þess. Ýmislegt það, sem sjávar- útveginum er áfátt eins og sak- ir standa, er okkur að visu ó- viðráðanlegt. Má þar til nefna skipaskortinn. Engin leið hefur fram að þessu verið til þess að endurnýja þau fiskiskip, sem Is- lendingar misstu í nýafstaðinni styrjöld, en í djarflegar fram- kvæmdir hefur þegar verið ráð- izt til þess að bæta þar um. En hinu má ekki gleyma', að það er ekki nóg að afla skipanna og rífa með þeim fiskinn upp úr sjónum. Hins verður jafnframt að gæta, að aflinn nýtist sem bezt og verðmæti hans verði sem mest. Það er einmitt þessi leið sjáv- arútvegsins, sem íslenzkir út- vegsmenn hafa vanrækt. Við mættum muna eftir þeim tim- um, þegar saltfisksmarkaðurinn i Suður-Evrópu hvarf að mestu úr sögunni á skömmum tima i síðustu kreppu. En skyldu menn almennt muna eftir þvi, hverjir það voru, sem komu með beztu úrræðin til þess að halda lifinu í sjávarútveginum? En þau voru i því fólgin, að fitja upp á nýj- um framleiðsluaðferðum og vinna markaði fyrir aðrar fisk- tegundir og afurðir unnar úr þeim, t. d. ufsa og karfa, sem áður hafði verið varpað fyrir borð úr togurunum. Auðvitað var það að frumkvæði Alþýðu- flokksins, að tilraunir voru gerð ar í þessu skyni, sem gáfu góða raun og drógu úr því áfalli, sem loikun saltfisksmiarkaðisins var. Nú eru að vísu allt aðrir tím- ar. Verðið á fiski er sæmilegt og fiskurinn nær eingöngu fluttur út frystur. En þótt verð- ið sé i augnablikinu nægilega hátt til þess að gefa góðan arð, þá megum við ekki láta af þeim sökum blekkjast til þess að halda, að þessi fiskverkunarað- ferð verði til frambúðar, a. m. k. megum við ekki láta hjá líða að framkvæma rannsóknir til þess að komast að raun um, TÍTUPRJÓNAR hvort verðmæti aflans yrði ekki gert meira með öðru móti. Á sviði fiskirannsókna og vís- indalegrar hagnýtingar fiskjar og fiskaíurða erum við íslend- ingar harla skammt komnir. Það er hins vegar ljóst, að eigi okkur að vera mögulegt að standast harða samkeppni um fiskmiarkaði, þurfum við á öllu okkar að halda og megum ekki láta undir höfuð leggjast nein- ar framkvæmdir á þessu sviði, þvi að þær þola enga bið. Þess vegna er það krafa allra íslend- inga, sem af alvöru og festu gera sér ljósa grein fyrir nauð- syn framkvæmda á þessu sviði, að hið allra fyrsta verði hafizt handa, og lágmark þess, sem framkvæma þarf, telja ungir Alþýðuflokksmenn eftirfarandi: 1. Að keyptir verði til lands- ins hið fyrsta og mögulegt er nýtízku diesiltogarar, svo að ‘gengið verði sem fyrst úr skugga um það, hvor tegund toigara hentar betur stað- háttuim hér, olíu- eða kola- kyntir. Mörg rök hnígá að þvi, að diesiltogarar muni hafa ýmsa kosti fram yfir þá tegund tog- ara, sem hingað til hefur verið í notkun hér á landi. Það er því með öllu óverjandi, að gera ekki þegar gangskör að því að fá úr þvi skorið. Þeir tímar geta komið fyrr en varir, að sjávarútvegurinn geti ekki beð- ið eftir því að verið sé að gera tilraunir á þessu sviði, og því er nauðsynlegt og raunar sjálf- sagt að framkvæma þær nú þeg- ar. 2. Hafizt sé nú þegar handa um visindalegar rannsóknir, með aðstoð hæfustu kunn- áttumanna á hverju sviði, á þvi, á hvern hátt afli hinna íslenzkú fiskiskipa verði bezt nýttur, með það fyrir augum, að gera verðmæti hans sem mest og afkomu út vegsins þar með svo góða, sem auðið er. Er þar einkum um að ræða tilraunir með niðursuðu, flökun og hrað- frystingu aflans i stórum stil, og yfirleitt ekkert tæki- færi látið ónotað til þess að ganga úr skugga um, hver vinnsluaðferð aflans er heppilegust frá þjóðhags- legu sjónarmiði. Það má sannarlega ekki seinna vera, að íslendingar hefj- ist nú handa um þessar rann- sóknir. Við eigum nú þegar álit- legan hóp manna, sem sérmennt un hafa hver á sinu sviði um meðferð fiskjar og vinnslu fisk- afurða,' og ekki er að efa að muni verða hinir nýtustu, fái þeir einungis aðstöðu til þess að framkvæma rannsóknir sín- ar í þágu sjávarútvegsins. Við hcifum vissulega ekki efni á því að sóa ef til vill milljónum ár- lega fyrir eintóma fáfræði um það, hvað okkur muni vera fyr- ir beztu, þegar við þar að auki getum á engan hátt afsakað okkur með fáfræðinni, þar eð við höfum nóga menn til þess að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir á þessu sviði, aðeins heim sanninn um það, að jafn- aðarstefnan á sér mikla fram- tið í hinum frjálsu löndum álf- unnar. Víða hafa jafnaðarmenn þegar náð hreinum meirihluta, og hvarvetna eru þeir í öruggri sókn til sigurs. Hin sama mun þróunin verða hér á landi á kom andi árum. Alþýðuflokkurinn mun eiga vaxandi fylgi að fagna með þjóðinni. Og æskan, sem um þessar mundir fylkir sér undir merki hans, miun tryggja honum framtíðarsigur. OFLOF ER SAMA OG HÁÐ Ungir íhaldsmenn þylja viku- lega í æskulýðssíðu Morgunblaðs- ins lofgerðarsöng um stjórn íhalds ins á Reykjavík, sem helzt minnir á það, þegar heittrúarmenn kyrja sálma sína. Þeir telja úpp þær framfarir, sem gerzt hafa hér í bæ á liðnum árum, þrátt fyrir stjórn íhaldsmeirihlutans, og reyna að telja fólki trú um, að þær séu stjórn Bjarna Benediktssonar og trúarsystkina hans að þakka. Ganga þeir meira að segja svo langt í þessum seinheppna mál- flutningi sinum að halda því fram, að Reykjavík myndi hafa farið á mis við rafmagn og kalt og heitt vatn, ef íhaldið hefði ekki stjórn- að hænum. Skrif Morgunblaðsins eru oft illskiljanleg sökum þess, hversu skriffinnar þess standa á lágu gáfnastigi. Þeir, sem lesið hafa Morgunblaðið á liðnum árum, hafa sex daga vikunnar gist grasgarð þann, sem „fjólupabbi“ og sveinar hans rækta og hirða. Og ungir íhaldsmenn leggja til skemmti- lega fjólu í blómabeð hans síðast liðinn laugardag, þegar þeir velja aðalgrein síðu sinnar fyrirsögnina: Eins og eftir lofárás .... Góðviljaðir menn munu að sönnu eiga hægt með að skilja, að hér sé um prentvillu að ræða, sem teljast megi smávægileg. En sé betur aðgætt, má segja, að þessi fyrirsögn sé táknræn. Ungir í- haldsmenn hafa sem sé með skrif- um sínum í Morgunblaðið að und- anförnu haldið uppi furðulegri lofárás á íhaldsmeirihlutann í bæjarstjórninni. Þeir hafa rembst við að gera úlfalda úr mýflugu og telja bæjarbúum trú um, að japl og jaml og fuður íhaldsmeirihlut- ans sé heimsmet í dugnaði og stjórnvizku. En auðvitað dettur eng um manni í hug, sem fylgzt hefir með bæjarmálum Reykjavíkur, að taka þessi skrif Heimdellinga al- arlega. Skyldi Bjarni Benediktsson og systkin hans í íhaldstrúnni ekki minnast þeirra spekiorða, þegar þau lesa þessar skemmtilega vit- lausu greinar Heimdellinga í Morgunblaðinu á laugardögum, að oflof er sama og háö? SÉR GREFUR GRÖF . . . Annar ræðumaður Heimdellinga á bæjarmálafundi æskulýðsfélag- anna á dögunum bar fram þá heimskulegu fullyrðingu, að Al- þýðublaðið hefði haldið því fram, að hitaveitan, vatnsveitan og raf- veitan væru „plágur Reykjavík- ur“. Þennan þvætting flytur svo æskulýðssíða Morgunblaðsins nú fyrir skömmu og sýnir það bezt, hversu andlega fátækir Heimdell- ingar eru í sambandi við umræð- urnar um bæjarmálin. Björgvin Sigurðsson mun hafa lesið Alþýðublaðið með sama hætti og fjandinn biblíuna, þegar hann taldi sig finna þennan vísdóm. Al- þýðublaðið hefir sem sé aldrei haldið þeirri firru fram, að hita- veitan, vatnsveitan og rafveitan, væru „plágur Reykjavíkur“. Hinu hélt það fram og sízt að tilefnis- lausu, að skortur sá á heitu og köldu vatni, svo og rafmagni, sem Reykvíkingar hafa iðulega átt við að búa liðna vetur, væri „plágur Reykjavíkur“. Hefði Björgvin Sig- urðssyni vissulega verið nær aff þegja um þetta atriði, en að minna á syndir íhaldsins varðandi stjóm þessara mála með hinni sein- heppnu tilraun sinni til útúrsnún- | inga á ummælum Alþýffublaffs- ins. Og skriffinnar Heimdellinga við Morgunblaðið eru ekki lán- samari en það, að þeir hafa álp- azt í sömu gröfina. EINAR „RÁÐHERRA“ KOMINN HEIM Einar Olgeirsson er nýlega kom- inn heim úr Rússlandsför sinni, og hefir Katrín „meykóngur“ Thor- oddsen vikið af þingi, en þar haffft hún sama hlutverk og sýningar- líkan í búðarglugga í fjarveru Einars. Einar mun liafa sagt kommún- istum ferðasögu sína á fámennum fundi í stórum sal hér í bænum skömmu eftir heimkomuna. Þjóff- viljinn gat þess daginn eftir, aff ferðasagan hefffi veriff afburffa snjöll, en hins vegar gaf hann les- endum sínum engar upplýsingar um það, hvaða „línu“ Einar hefffi fengið austur í Rússíá, og því síff- ur að hann minntist á það, hvort Einar hefði fregnað nokkuð um samastaff eða líffan Jósefs Stalins. Ekki minntist blaðskrípiff heldur á þaff, hvort Einar hefði gefiff sam- herjum sínum upplýsingar um þaff, hvaða ráðuneyti hann hefði'þótzt skipa í ríkisstjórninni, þegar liann ræddi við dúsbræffur sína riti í Noregi. ER STALIN í NURNBERG? Um þessar mundir fara fram réttarhöld yfir þeim forustumönn- um nazista, sem lífs eru og til hef- ir náðst, í borginni Niirnberg í Þýzkalandi. Hefir hinn þýzki verjandi nazistaforingjanna til- kynnt, að hann muni fara þess á leit, að ýmsir brezkir og amerísk- ir áhrifamenn verði leiddir sem vitni við réttarhöld þessi. Eins óg kunnugt er, hefir allt veriff á huldu um samastað Jósefs Stalins aff undanförnu. En ekki mun ólíklegt, aff af honum frétt- ist innan skamms, sé hann lífs og heill heilsu, því aff verði nefnd til- mæli verjanda nazistaforingjanna tekin til greina, er fátt líklegra en hann mæti sem vitni við rétt- arhöldin í Núrnberg, og þá senni- lega í fylgd með Molotov, og gefi þar upplýsingar um stjórnmála- afstöffu Görings og Ribbentrops, meðan griðasáttmáli þeirra Stalins og Adolfs sáluga Hitlers var í gildi forðum daga, sællar minning ar. ef við fáum þeim verkefnið. Þetta mál þolir enga þið, og ungir jafnaðarmenn munu setja stolt sitt í það, að knýja þetta mál fram á hverjum þeim vett- vangi, sem þeim er auðið að láta til sin taka. Hér hefur aðeins verið drep- ið á tvö stórmál. Ekki svo að skilja, að skórinn kreppi ekki víðar að. Reynslan sker úr því, hvort þjóðin ber gæfu til að velja sér þá forustu, sem ekki lætur þessi og önnur vandamál aðalatvinnuvegarins undir höf- uð leggjast. Hún á um þrenns konar forustu að velja: Þá, sem fyrst og fremst hugsa um stund arhagnað eigenda framleiðslu- tækjanna. Þá, sem „er sama“ um allt annað en að sýnast með því að flytja óraunhæfar og ó- framkvæmanlegar tillögur í tíma og ótíma. Og að lokum þá, sem ávallt hafa sýnt það með afskiptum sinum af sjávarút- vegsmálum og öðrum álika mik- ilvægum málum, að velferð al- mennings er ávallt höfð í huga, sjónarmiðið það eitt, að auka velferð lands og þjóðar um leið og öryggi einstaklingsins er tryggt svo sem auðið er.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.