Alþýðublaðið - 30.11.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.11.1945, Blaðsíða 4
ALÞVÐUBLAÐiÐ Föstudagur, 30. oóvember 1945. í (Uf><|5iibUM5 ÍHgefandi: AlþýCanokkurinis ' Ritstjóri: Stefán PétnrsvMi. Símar: Ritstjórn: Í901 og 4 302 | Afgreiðsla: *»»• og «9*6 Aðsetnr í Alþýðuhústnu viS Hverf- isgötu Yerð í lausasölu: 40 aurar AlþýðuprenLsmiðjan. Umræður um ríkisút- varplð á alþingi UMRÆÐURNAR, sem fram fóru uim hlutleysi ríkisút- varpsins í sameinuSu þingi í fyrradag, voru lærdómsríkar um margt. Tilefni þeirra var þingsálykt .uinartillaga, sena Jónas Jónsson fluttii og rniðar að því, að herða eftirlit með erindaflutningi og frétta í útvarpinu svo, að fyr- irbyggð verði önnur eins mis- ixotkun þessarar stofnunar til áróðurs fyrir einn pólitíska'n flokk í landinu og erlent stór- veldli, sem bann virðlist telja sér skylt að starfa fyrir, og raun hefir orðið á undanfarið. * Hin harða gagnrýni á frétta- og erindaflutning ríkisútvarps- ins í seinni' tíð, sem fram kom hjá ræðumönnumi allra flokka annarra en kommiúnista, sýnir, að ekki muni hafa verið of djúpt tekið í árina í greinum þeim, sem Alþýðiublaðið hefir á u'ndanfiörnum mánuðum hirt um misnotkun kommúnista á þessari alþjóðarstofnun; enda mun það mála sannast, að því- líkur undirróður fyrir einn stjórnmálaflokk og eitt stór- veldi í útvarpi, sem er ríkisút- varp, bafi ekki þekkzt í neinu landi iheims, nemia þeim, sem nú eru svo ógæfusöm, að vera her- setin af Rússum. Það miátti líka heyra á til- svörum hins fcommúnistíska mennt'amáiaráðherra í umræð- umum um útvarpið á alþingi, að hann fann sig furðu ber- skjaldaðan í vörninni fyrir framferði og trúnaðarbrotum flokksmanna sinna við þessa þýðingarmiiklu stofnun. Eigin- íega hafði hann ekki tannað fram að færa þeim til varnar, en skæting .um það, að Framsókn- armenn hefðu ekki verið hetri, meðan þeir réðu mestu við rík- isútvarpið og rökstuddi hann það með bréfi frá útvarps- stjóra, seml menn tamlálaráð- herrann hefir bersýnilega pant að, en útvarpsstjórinn verið svo þægur að láta hann fá til notk- unar og afsökunar fyrir kornm únista í þessum umræðum um ríkisútvarpið á allþingi. Myndi 'það einhvern tíma hafa þótt forspá, að kommúnist ar teldu sér sæmandi að afsaka þannig vinnubrögð sín með for- dæmii Framisóknar. En allt er hey í harðindumi . * Sá þáttur, sem snerti útvarps stjórann og þréif hans til komm únistaráðherrans í þessum um- ræðum á alþingi er annars kapí tuli út af fyrir sig og lítið fræki legur fyrir þann embættis- miann. Það 'hefir að vísu lengi verið á almannavitorði, að núverandi út varpsstjóri væri ekki merki- legri persóna en gengur og ger- ist; en flestum þingmönnum blöskraði þó, þegar þeir heyrðu bréf það, sem hann hefir látið Sigurjón Á. Ólafsson: Farmannadeilan on kommúnistar. O G LOFAÐI ÞVÍ í grein minni á þriðjudagirin um sjómannafélagsfundinin', að gera fyllri grein fyrir ýmsu því, er rithöfundur Þjóðviljans skýrir ranglega frá. En um leið verð óg að draga fram í dagsljósið, hvað vakti fyrir kommúnistum í andstöðu þeirra gegn sam- komuiagi í deilunni. Kröfur þær, sem lagðar voru fyrir útgerðarmenn, voru yfir- leitt samnefnari af ’kröíum farmanna. Einstaka menn inn- an farmannahópsiins vildu hafa I kröfurnar hærri, sérstaklega . mánaðarkaupskröfuna. Voru I Það einkum kommúnistar, sem j beittu sér fyrir því. En yfir- j gnæfandi meiri hluti starfandi farmianna veitti stjórn félagsins með almennri atkvæðagreiðslu, Íullt umboð til að undirrita samninga á grundvelli þeirra tillagna, er frarn voru bornar og . þar með samþykktar af þeim. Hið sama gerði félags- fundur mótatkvæðalaust þ. 27. sept., þar sem mættir voru 120 menn, þar af langflestir’ far- menn. Féíagsstjórnin hafði tvö- falt umiboð ásamt 8 manna nefnd. skipaðri farmönnumi, er höfðu það hlutverk, að vera stjórninni til ráðuneýtis við samningana. Sáttasemjari fékk mál þetta strax til meðferðar 21. sept. og kallaði til fyrsta fundar 24. s. m. Þan-n 17. október skipar ríkisstjómin þá Guðmund í. Guðmundsson bæjarfógeta og Gunnlaug Briemi, fulltrúa í stjórnarráðinu, til aðstoðar sátta semjara í sáttanefnd. Ýtarleg tilraun mun hafa verið gerð tií þess innan ríkisstjórnarinnar, að fá ráðberra kommúmsta til þess að tilnefna mann frá sér í sáttanefndina; en favað, sem valdið hefir, kom enginn úr þeirra hópi í nefndina. Hitt er vitað, að ráðherrar kommúnista hafa verið mjög hvetjandi þess, að skipa sáttanefndir, þegar vinnudeilur hafa verið, sem þeirra menn hafa verið for- göngumenn í. Sáttanefndin hafði mjög erf- itt verk að leysa. Vitað var, að efni, m-eðal aimars til þess að geta komið sökinni yfir á Sjó- mannafélagið og þá menn, sem þvi stjórna. Sjómannafélag Reykjavíkur stóð því í brjóst- vörn, eins og oftast áður, gegn þeirri tilraun atvinnurökenda, að knýja .fram kaiuplækkun. Sáttanefndin hafði því ekfci getað umdirbyggt tillögu sína fyrr en 21. þ. m. eða rúmum miánuði eftir að faún tók til starfa. Get ég vel skilið þá örðugleika, er hún átti við að stríða, eins og allt var í pottinn búið. Að kvöldi þess 21. lagði hún tillögu sína fyri-r okkur 12, sem siamningsumiboðið höfðum — einn okkar manna var farinn af landi burt — rnieð þeim sk-il- yrðum, að við segðum já eða nei við henni; og um leið var upplýst, að samgöngumálaráð- herra og öll ríkisstjórnin hefði fállizt á hana fyrir hönd Skipa- útgerðarinnar. Það var því ekfci um það að ræða, að fresta á- kvörðun um þetta mál til fé- lagsfundar. Tillagan var því samlbykkt með 8 atkvæðum gegn 2 kommúnistumi; 2 sátu hjá. Það var okkar skoðun, að tillagan fæli í sér svo góð kjör, að m'ikiH ábyrgðarhluti væri áð neita henni eins og komm- únistar vildu, en þeir mundu hafa orðið á móti hvaða tillögu, semi fram hefðd komiið og við talið aðgengilega. Það er vitað, að sjómenn telja árangur samninganna góð- an eftir því, sem málefni stóðu til, og þeir, sem telja sig til kommúnista í hópi óbreyttra liðsmianna, tóku einnig undir bað. Allt fleipur Þjóðviljarit- höfundarins um, að stjórnin hafi á f.undinum þurft að verja gerðir sínar í móli þessu, er staðleysa. Gagnrýni á samning- unum var af hálfu þeirra tveggja manna, sem töluðu á fundinuim, frekar veigalítil og án rafca. Þá eru það ósannindi, að ég faafi vitnað í kjör norskra sjómanna til stuðnings samin- insu'num. lÉg benti aðeins á eitt atriði, sem varðaði þrískiptu vökuna í samfaandi við það, Eimskipafélag íslands vildi J sem gilti annars staðar á Norð- helzt ekkert samkomulag nema * urlöndum. 'þá það eitt, sem benda mætti á sam kauplækkun, miðað við aðrar stéttir. Sjómenn áttu þar með að gerast brau'tryðjendur almennrar kauplækkunar í landinu. Kommúnistaleiðtog- arnir mundu ekki hafa fellt .tár, þótt Eimskipafélagið hefði feomið fram vilja sínum í því Að sjómenn hafi með samn- ing.um þess'um náð verkamianna kaupi, er eins og allt annað hiá þessum greinarhöfundi. Ég gæti vel unnt verkamönnum þess, að meðaltekjur þeirra næðu meðaltekjum farmanna; en því miður er kaup verka- mianna ekki svo hátt, að slíkt sé mögulegt, og annað 'hitt, að þær eru ótaldar viixnuistundirnar, sem falla úr á mánuði hverjum hjá fjölda verkamanna, þótt vinna sé sæmilega mikil. — Þessa- blekkingu' þýðir ekkj greinarhöfundi Þjóðviljans að bera á borð fyrir neinn mann, svo að henni sé trúað. Það, sem dleilt var á okkur fyrir af kommúnistanum Braga, og að nokkru leyti einnig af hinum ræðumanninum, var það, að við hefðum ekkd leitað að- stoðar Alþýðusambandsins í deikrnni. Þessu svöru'ðum1' við á þessa leið: 1. Sjómannafélag Reykjavíkur h-efir frá fyrstu tfð ekki þurft að biðja um aðstoð annarra félaga, þegar það hefir háð deilur. Það hefir ávallt verið veitandi, en ekki þiggjandi gagnvart verkalýðsfélögun- um fram á þessa tíma. 2. Við stjómendur félagsins og farm'eninirnir sjálfir, gerðu sér ljóst, að verkfallið hlyti að standa nokfcuð lengi. Sjómennirnir fóru því flest- ir til vinnu, sem þeinn,' stóð til boða. Aðrir sneru sér strax að náimá, svo sem sjó- F. U. J. F. U. J. F. U. J.-FÉLAGAB! Þið, sem faafið orð- ið 21 árs á þessu ári, ættuð að koma í skrifstofu félags- ins og athuga, hvort nöfn ykkar eru í kjörskránni. Skrifstofan er opin dag- lega frá 1—7 e. h. Stjórnin. mannaskól'anemendur úr hópi farmanna1. 3. Svo lengi sem sáttamefndin, er starfaði í umboði ríkis- stjórnarinnar, var að vinna að sættum, og hafðá ekki 1-agt fram tillögu í málinu, var það mjög óviðeigandi og ef til vill varhugavert af okkur, (svo ekki sé meira sagt), að stofna til víðtækra verkfalla áður en sáttatillaga kom fram; en það mundi hafa torveldað starf nefnd- arinnar stórlega. 4. Við teljum, að ekki eigi að stofna til víðtækra satenúð- úðairverkfalla, fyrr en öll sund eru lofeuð, til viðunandi lausnar, án þeirra. Því Framhlad á 7. #íðu. Hugheilar pakkir færi ég öllum þeim, sem hafa sýnt mér samúð á ýmsan hátt á 65 ára afmæli mínu 27. þ. m. og ber þá sérstaklega að nefna háttvirta bæjarstjórn Hafnarfjarðar, er heimsóttu mig og færði mér höfðinglegar gjafir. — Einnig er skylt að nefna stjórn Karlakórsins Þrestir, sem einnig komu á heim- ili mitt og ‘færðu mér gjafir. Hér skal einnig þakkað herra biskupinum í Landakoti og prestum hans þar og á Jófríðarstöðum fyrir gjafir og annan sóma mér og konu minni auðsýndann, fyrr á þessu ári og í öðru tilefni. Friðrik Bjarnason. fetraiMkaefni svört og grá. Get afgreitt nokkra frakka fyrir jól. Guðmundur Ben|amínssonv Ajðalstræti 16. núverandi yfirmiann sinn í ráð herrastól hafa sig til þess að skrifa honum um einn af fyrr- verandi ytfirmönnum hans þar. Það er ekki anniað vitað, en að útvarpsstjórinn hafi alla tíð verið furðu þægur þjónn hvers þess ráðherra, sem yfir hann hefir verið settur, — einnig þess, sem hann nú ber sökum til þess, að þjónkast núverandi menntamálaráðherra og bera bla-k af yfirgangi og áróðri flokksmanna hans, kommún- ista, við ríkisútvarpið. Að minnsta kosti varð á sínum tima' 'harla lítið um mótstöðu af hálfu útvarpsstjórans gegn því, að ríkisútvarpið vær-i misnotað, — rétt eins og nú fyrir komm- únista — til einhliða pólitísks áróðurs fyrir Framsókn og Sjálf stæðisflokkinn, þegar þjóð- stjórnin var að rofna tfyrir tæp- um fjórum árum, og fjórum framsóknar- og íhaldsráðherr- um, sem eftir sátu, var hleypt í útvarpið til að tflytja þar póli- tískar árásarræður gegn fráfar andi ráðherra Alþýðuflokksins, sem hinsvegar var meinað að taka til máls á sama vettvangi til þess að bera hönd fyrir höf- uð sér. Það er náttúrlega ágætt hjá út varpsstjóra, að iminna nú á slík an yfirgang v-ið ríkisútvarpið áð ur fyrr. En óneitanlega hefði það verið viðkunnanlegra, að það væri ekki gert til þess að afsaka trúnaðarbrot og áróður komm- únista við ríkisútvarpið nú, og að útvarpsstjórinn sjálifur hefðd þá að minnsta kosti sýnt ein- hvern lit á því, að S'tanda á móti þeim yfirgangi Framsóknar við útvarpið áður fyrr, sem hann nú er að lasta. Umræðurnar um ríkisútvarp- ið á alþingd í fyrradag, sýna, að iþað er sannarlega kóminn tími til iþess, að taka í taumana við það áróðurslið komimúnista, sém nú veður uppi við þessa stofnun í skjóli útvarpsstjóra. Sími Sölunefndar setúliðsbFfreiða er 4 © 3 7 Sjóvinnunámskeiðið Allir þeir, sem óskað íhafa þátttöku í sj6- vinnunámskeiði því, er Reykjavíkurbær heldur fyrir sjómenn og aðra, sem táka vilja þátt í því, eru beðnir að mæta á neta- verkstæði mínu, Ánanaustum, mánudaginn 3. desember næstkomandi kl. 2. e. Jh Jóhann Gíslason.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.