Alþýðublaðið - 13.12.1945, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 13.12.1945, Qupperneq 2
2 ___ _________________ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. des. 1945. Slorathyglisverðar umræður á alþingi í gæn lllsherjaratkvæðaireiðsla verkakveona hðfst í gær. ...-.—.- GreiSið atkvæði strax í dag og segið nei við ofbeldi kommúnista. \T ERKAKONURNAR í Verkakvennafélaginu " streymdu í skrifstofu félagsins í gær til þess að greiða atkvæði í allsherjaratkvæðagreiðslunni um of- beldistilraunir kommúnistaklíkunnar. Það er auðséð á blaði kommúnista í gær að Kommúnistaflokknum er mjög illa við þessa atkvæðagreiðslu. Þeir óttast að í ljós komi, að fylgi þeirra sé stórlega minnkandi í bænum og að minnsta kosti verkakonumar sýni ljóslega að þær séu þeim andvígar. Allsherjaratkvæðagreiðslan heldur áfram í dag kl. 3—10, en á morgun er síðasti dagur. Munið, reykvískar verkakonur, að taka þátt í at- kvæðagreiðslunni og krossið við nei á báðum stöðiun, — nei og aftur nei! Handrít, sem legið hefur í 140 ár komið út i mikilli bók. Ferðabók Sveins Pálssonar, sem lýsir nátt- úru íslands, þóóháttum og siðum. tazista hér fjrlr strið. ------— Dr. Gerlach var sendur hingað tll aS sfofna og sfjérna fimmfu herdeild. ------«------- Sfakfc Hermann Jónasson aðvðrunum sendi- herrans í Khöfn undir sfói! INGSÁLYKTUNARTILLAGAN um landvistarleyfi nokkurra útlendinga var til umræðu á fundi samein- aðs alþingis í gær, og gaf Finnur Jónsson dómsmálaráðherra stórathyglisverðar upplýsingar um víðtæka njósnarstarf- semi þýzkra nazista hér á landi fyrir stríð í umræðum þess- um. Má meðal annars ráða af gögnum, sem fyrir liggja, að dr. Gerlach, fyrrverandi sendiherra Þjóðverja hér á landi, hafi komið hingað þeirra erinda að stofna hér og stjórna fimmtu herdeild, og að koma hans hingað hafi verið að ráð- um áhrifamanna nazista, svo sem Himmlers og Ribben- trops. Þá kom og í ljós við umræður þessar, að Sveinn Björnsson, sendiherra fslands í Kaupmannahöfn fyrir stríð sendi þáverandi forsætisráðherra, Hermanni Jónssyni, ítrekaðar aðvaranir um njósnarstarfsemi nazista hér á landi, en máli þessu hefur verið haldið leyndu fyrir þjóðinni þar til nú, að Finnur Jónsson af- hjúpaði það á alþingi í gær. T DAG kemur á bókamark- aðinn enn ein ágætisbók. Þessi bók var rituð á árunum 1791—1794, en hefur aldrei verið prentuð fyrr. Hér er um að ræða Ferðabók Sveins Pálssonar, hið merkilegasta rit og fróðlegasta um þjóð- og landshætti á íslandi á 18. öld. Þeir Pálmi Hannesson, Jón Eyþórsson og Steindór Stein dórsson færðu ritið í íslenzk- an búning, en útgefandi er Snælandsútgáfan. Er mjög vel vandað til útgáfunnar. Á hlaðamannafundi í gær skýrðu þeir Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson frá sögu rits ins og fer útdráttur úr frásögu þeirra hér á eftir: Handritið að Ferðabók Sveins Pálssonar er á annað þúsund blaðsiður í arkarbroti, ritað á dönsku. Þegar frá er talin jarða bók Árna Magnússar og Páls Vídalíns er það stærsta ritverk ið, sem samið var um ísland og íslendinga á 18. öldinni. — En það hefur sætt þeim undarlegu örlögum að liggja gleymt og grafið í nærri heila öld. Jónas Hallgrímsson keypti það fyrir 5 ríkisdali árið 1842 og seldi síðan Bókmenntafélaginu fyrir sama verð. Sennilega hefur Jón- as bjargað því frá glötun, en Þorvaldur Thoroddsen varð í raun og veru til þess að draga það fram í dagsljósið, vekja at- hygli á hinu merkilega rann- sóknaxstarfi Sveins Pálssonar og meta það að verðleikum. Þorvaldur Thoroddsen mun vera eini maðurinn, sem hefur lesið ferðabók Sveins Pálssonar í heild, þangað til að byrjað var að fjalla um hana til undirbún- ings þessari útgáfu, sem nú ligg ur fyrir. Það er meðal annars glöggt dæmi um fátækt og getuleysi okkar íslendinga, að þetta mikla ritverk um land og þjóð í lok 18. aldar, skuli hafa legið sem falinn fjársjóður í háKa aðra öld. Blöð þess eru nú tekin að gulna og letrið að mást. Eftir svo sem 50—100 ár mun hand- ritið orðið lítt læsilegt. Nú þeg- ar er ekkert áhlaupaverk að lesa það. Á árunum um og eftir 1930 tók ungur kennari, Har- aldur Jónsson (nú hreppstjóri í Gröf í Breiðuvík á' Snæfells- nesi), sér fyrir hendur að skrifa það upp. Fyrir hvatningu og nokkurn fjárstyrk Tauk hann verkinu alveg og vann það af prýði. Um ©fni bókarinnar og út- igláfiuna verður þetta saigt í fá- ium orðum: Sveinn ferðaðiist (hiér ó landi með styrk frá densika Náttúrufræð afélaiginiu á árun- um 1.791—'1794. Hann ritaði fferðasögu dína og lýsti athug- un.um síínium í daigfbókarformd. En inn í dagjbókina ihefur ihanin islkrifað allmargar ritigerðir í smáköfLum. í útgáfunni íhafa dajgbæfcurnar verið prentaðar fyrst, þá ritgerðirnar dregnar isaman í ‘heiltí oig lofcs erui ýms- ar isundurlausar atihuganir um igrasafræði, jarðfræði, dýralif oig sjúJkidómia. Er allýtarleg grein gerð fyrir þessu öllu í for miála hólkarinnar og stuttur inn igangur ffylgir auk þess, hverju daighófcarári og ihelztu rit|gerð- unum. 'Framan við ihófcina er stutt ævisaga Ihiöfundarins, oig Framihald á 7. síðu. Sigurður Bjarnason fylgdi þingsályktunartillögunni úr hlaði og gagnrýndi það, að Finn ur Jónsson dómsmálaráðherra hefur ekki veitt landvistarleýfi Þjóðverjum, sem dvöldust hér á landi fyrir stríð, en teknir voru til fanga, er Bretar her- námu landið. Voru menn þessir hafðir í haldi á Bretlandi til ófriðarloka, en nú mun í ráði að senda þá til Þýzkalands, ef þeir fá ekki landvistarleyfi hér. Er sú málaleitun, að veita mönn um þessum landvistarleyfi, rök- studd með því, að þeir eigi hér konur og börn. LandvistarSeyfi fyrir Þjóðverja? Finnur Jónsson rakti gang þessa máls í langri og ýtarlegri ræðu. Hann gat þess, að þrjátíu þingmenn hefðu sent honum á- skorun um að veita Þjóðverjum þessum landvistarleyfi, en hann hefði ekki orðið við þeim til- mælum og myndi ekki verða við þeim að minnsta kosti í bráð, nema alþingi lýsti yfir eindregn um vilja sínum þess efnis. Gat hann þess, að ríkisstjórninni væri um það kunnugt, að Þjóð- verjar hefðu rekið hér víðtæka njósnarstarfsemi fyrir stríð, sem vissulega hefði getað orðið ör- yggi landsins skaðleg, og þegar lægju fyrir þýðingarmiklar upp lýsingar varðandi þetta mál. Dómsmálaráðherra minnti á njósnarmálin, sem enn hefðu ekki verið rannsökuð til hlít- ar, þótt telja mætti víst, að þess yrði skammt að bíða, að þau kæmu til dóms, en þeim væri þannig varið, að Þjóðverj- ar hefðu á styrjaldarárunum reynt að fá allmarga íslendinga erlendis til þess að fara hingað og reka hér njósnir. Mun þess- ari starfsemi nazista hafa ver- ið stjórnað af dr. Lotz, sem dvaldist hér íyrir mörgum ár- um og þóttist um skeið fást við refarækt að Kræklingahlíð í Eyjafirði. Gat dómsmálaráð- herra þess, að íslendingar þeir, sem nazistar hefðu reynt að fá til njósnarstarfa hér, haldi því fram, að þeir hafi gengizt undir þessa kvöð til þess að komast hingað til lands og losna undan yfirráðum nazista, en hefðu aldrei ætlað sér að reka erindi nazistanna um njósnir. En hvort sem sú staðhæfing er rétt eða ekki, sannar þetta, að nazistar hafa rekið víðtækar njósnir hér á landi. Aóvörunarbréf sendi- herrans í Khöfn. Þá ræddi dómsmálaráðherr- ann um bréf, sem Sveinn Björns son, þáverandi sendiherra ís- lendinga i Kaupmannahöfn, ritaði ríkisstjórn íslands 1939 og 1940 varðandi njósnir Þjóð- verja hér. Voru bréf þessi rit- uð vegna samtals yfirmanns dönsku leynilögreglunnar við sendiherrann, þar sem hann gaf þær upplýsingar, að uppvíst hefði orðið um víðtæka njósnar- starfsemi Þjóðverja í Kaup- mannahöfn. Voru þræðir þess- arar njósnarstarfsemi raktir til stjórnarvalda nazista í Berlín. Voru njósnarar þessir ýmist danskir eða þýzkir málaliðs- menn nazista. Höfðu þræðir þessarar njósnarstarfsemi einn- ig verið raktir hingað til lands og þótti ástæða til þess að ætla, að Þjóðverjar rækju víðtæka njósnarstarfsemi hér á landi. Bauð danska ríkislögreglan ís- lenzku ríkisstjórninni samvinnu sína til þess að komast fyrir mál þetta og mæltist til þess, að hún sendi lögfræðing eða lögreglumann til Danmerkur til samstarfs við ríkislögregluna þar. Lagði yfirmaður dönsku rikislöigregluininar 'álherzLu á, að vandað yrði sem bezt val á manni þessum og taldi, að hann yrði að dveljast í Danmörku í þrjá mánuði að minnsta kosti þessara erinda. Alls skrifaði sendiherrann ríkisstjórninni fjögur bréf varðandi þetta mál, þrjú árið 1939 og eitt árið 1940. Var meðal annars upplýst í bréf um þessum, að njósnir Þjóð- verja hér á landi væru reknar í hernaðarskyni og að meðal Framíhald á 7. síðu. Rógur Þjóðviljans um Verkakvenna- félagið Framsókn slaðlausir slafir JÓÐVILINN í gær ræðst með fúkyrðum og lygum að Verkakvennafélag- inu Fraomsókn í tilefni af alls herjaratkvæðagreiðslunni, sem fram fer í félaginu vegna krafna hinnar kommún- istísku Alþýðusamhands- stjómar um, að félagið sam- einist öðru félagi, sem komm únistar ráða yfir, og að því verði skipt í deildir eftir kokkabók kommúnista. Stjóm Verkalkvennafélags fe Framsóknar tekur fram í tilefni af þessum níðskrif- um Þjóðviljans, að hverri félagskonu Framsóknar vom á sínum tíma sendar tillög- ur þær, sem allsherjarat- lcvæðagreiðslan stendur um. Félagskonur hafa því átt þess fullan kost að kynna sér mál þessi til hlítar, og em fullyrðingar l^ommúnSlsta- blaðsins því algerlega úr lausu lofti gripnar. Kommúnistar sjá fram á, hvert svar verkakvennanna verður við tilraunmn þeirra til að eyðileggja samtök þeirra, og af því er gremja og hvatvísi iÞjóðviljans sprottin. Verkakonumar (nnnu svara rógi og níði kommúniistablaðsins með því jð fjölmenna til allsherjarat kvæðagreiðslunnar og slá ó- rjúfandi skjaldhorg um fé- íag sitt og málstað þess í bar jittunni gegn ofsóknum og jinræði kommúnista. » 11 þúsuid fcrónur söfn uðust III vetrarhjálpar innar f gærkveldi. H ÚMAR 11 ÞÚSUND KRÓN 111.1(1. söfnuðust til vetrar- hjálparinnar í Reykjavík í mið hænum og vesturhænum í gær kveldi. (í fyrra safnaðist á sama svæði um 14 'þúsiUtnd kriónur. í auistuhbænum qg útihverfum sem saffnað verður í i ikvöld, siöfnuðust í fyrra 2:8 Iþúsund kiróniur. Heildarúfgéfa af þjóð- sðgnm Ólafs Davíðs- sonar komin út. O ÓKAFORLAG Þorsteins M. Jónssonar á Akureyri hefur sent frá sér nýja útgáfu af þjóðsögum Ólafs Davtíðsson- ar. Er þetta mikið verk í þrem- ur bindum og em þau samtals yfir 1400 blaðsíður. Útgáfu Iþesisa (hefir Jónas J. Rafnar og Þorsteinn M. Jóns- son búið undir prentun. Er ritinu. sfcipt niður í flokka, sem 'hver her sérstakt nafn, en á hverjum. ÆLokki 'eru imiargar frásagnir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.