Alþýðublaðið - 28.12.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.12.1945, Blaðsíða 5
Föstudagnr 28. des. 1945. ALÞYDtJSLAPgD 5 Óvenjuleg jól. — Vorþeyr í vetrarnótt. — Met útvarps- ins. Hvað fékkstu í jólagjöf? — Er nægur friður um jól- in? — Minningar, sem eru mikils virði. — Hækkandi sól. ETTA VORU óvenjuleg jól, ekki aðeins vegna þess, hvað þau stóðu raunverulega í marga daga, heldur fyrst og fremst vegna veðurblíðunnar alla jóladagana. Þegar ég leit út um gluggann minn á jólanóttina, teygði mig út í nótt- ina, gat ég alls ekki fundið neitt vetrarkul. Ég gat ekki betur fund- ið en að vorþeyr væri í loftinu. — Það voru margir óánægðir með þetta góða veður. Menn söknuðu snjóarins. Mönnum finnst alltaf vanta eitthvað um jólin, ef ekki er snjór. GAMALL MAÐUR sagði við mig á jóladag: „Það er hætt við, að það verði hart vor fyrst að vet- urinn er svona mildur.“ Hann tal- aði ef til vill af gamalli reynslu, eða hann er eins og þeir vitru, að gera alltaf ráð fyrir því versta, því að það góða skaði ekki. En margt er breytt (hjé okkur — og ekki sízt veðurfarið. Það hefur jafnvei breytzt svo mjög í minni tíð, að það er óþekkjanlegt. Vel má því vera, að við fáum einnig gott sum- ar, þó að vetur sé góður — og þannig fáum við gott ár. ÞAÐ Á EKKI síður að geta þess, sem gott er en iþess sem miður fer. — Ég 'hygg, að Ríkisútvarpið hafi slegið met með jólavökunni á ann- an. Ég segi fyrir mig, að ég minn- ist þess ekki, að hafa haft jafn- mikla skemmtun — (á ég ekki fremur að segja unun?) af útvarp- inu og það kvöld. Með fyrsta er- indinu, bernskuminningum frú Guðrúnar Sveinsdóttur, var at- hygli manns þegar vakin. Þetta var framúrskarandi góður og skemmtilegur þáttur, og mér datt í hug, er frúin hafði lokið lestri sínum1: Það er furðulegt, hvað við eigum mikið af góðu efni í fórum okkar, sem ekki kemur fram. Er- indin voru öll hvert öðru betra, þó að mér fyndist erindi frú Guðrún- ar bezt, enda stendur þetta efni mjög nærri hjörtum okkar. ÉG HYGG, að erindi Gísla Hall- dórssonar hafi vakið menn til um hugsunar um hörmungarnar í kringum okkur. Efni þess var um jól hans í Berlín á friðarárum, þegar fjölskyldurnar áttu heimili — en hvernig halda menn, að jól- in séu nú í (borgum Evrópu? Lúð- víg Guðmundsson gaf okkur hug- mynd um það með sínu erindi. Manni fannst, meðan hann var að tala, eins og þar stæði maður, sem hefði sér meira af hörmungum og eymd en við hin öll gætum gert okkur nokkru hugmynd um. — Ég vil þakka útvarpinu fyrir þessa stund, og þá ekki síður ölluim þeim, sem voru 'gestir í útvarps- sal þetta kvöld. ÉG FÓR um bókabúðir seint á aðfangadag, var að leita að jóla- skrauti, pappír til að hengja í loft, en fekk ékkert, allt uppselt. Ég talaði við nokkra bóksala. Bók- salan var áreiðanlega ekki minni núna en undanfarin ár, geysilega mikið var selt af bókum, en held- í ur virtist fólk veigra sér við að kaupa dýrustu bækurnar og þó seldist itöluvert af þeim. Allmikið af bókum var uppselt, og þar á meðal jafnvel nokkrar, sem komu þt fyrir fáum dögum, svo var til dæmis með Káinn, en ef til vill ' gat forlagið ekki kiomið meiru á markaðinn, því að bókbandið 'hafði ekki undan. FYRIR LÖNGU eru bækur orðn- ar algengasta jólagjöfin, enda eru fáar jólagjafir jafngóðar, hand- hægar og heppilegar. Ég hygg, að þau séu ekki mörg heimilin í Reykjavík, sem ékki hafa séð nýja bók um þessi jól. Þó rakst ég á eitt slíkt heimili. Þau eru því til. En þau ættu ekki að vera til. PRESTARNIR TÖLUÐU allir um frið á jólunum. En er friður á heimilunum á jólunum? Er ekki of mikill ys og þys? Fólk hefur það fyrir sið, að bjóða heim til sín á þessari hátíð. Það er að vísu góður siður og nauðsynlegur siður undir mörgum kringumstæðum. En er ekki of mikið gert að þessu? Er ekki nauðsynlegra, að foreldrar lifi í kyrrð með börnum sínum á þess- ari hátíð. HLUSTIÐ Á ÞÁ, sem segja endurminningar sínar um jól í bernsku. Lesið það, sem menn skrifa um sama efni. Beztu minn- ingarnar eru frá friðarjólum á heimilunum hjá palbba og mömmu. Slíkar minningar eru mikils virði fyrir alla og þær gleymast aldrei á ihverju sem veltur. Þær eru eins og helgidómur. Ég held, að friður sé ekki nógur á jólunum hjá okkur. NÚ ER SÓL HÆKKANDI, stytztur dagur var 22. desember — og af því að það er alltaf gam- an að geta hlakkað til einlhvers, þá segi ég: Desember er bráðum bú- inn og næstum komið fram í jan- úar. Ég hugsa, að það verði alls enginn vetur í vetur, að vorið verði gott og sumarið verði gott. Við Við sleppum haustinu. Hannes á horninu. vantar nú þegar til að bera blaðið til áskrif- enda í eftirtalin hverfi: Vesturgata Austurstræti Hverfisgata Bræðraborgarstígur TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA. — SÍMI 4900. Alþýðublaðið. Kirkjan stóð eftir. Mynd þessi er frá Varsjá, eftir að nazistarnir þýzku höfðu varpað sprengjum sínum á borg- ina og lagt hana mest alla í eyði. Flest hverfi borgarinnar hrundu til grunna, en kirkja þessi stendur enn í miðbiki borgarinnar. Kaþólskur söfnuður stendur að kirkju þessari. FerödSo^ri Jörge , Peíersen uin Mið-Evrópu: með hiD, dl lissrifaá og tii baka m Uasbora til Kaopiaannahafnar. A LÞÝÐUBLAÐIÐ birtir í dag lokaþáttinn úr frásögu Jörgens (Volla Petersen) af ferð þeirra Lúðvígs Guð- mundssonar um Mið-Evrópu í haust. Segir sá þáttur frá dvöl þeirra Íí Frankfurt am Main, ferðinni niður með Rín til Köln, stuttum krók, sem þeir lögðu á leið sína þaðan til Belgíu og Hollands, og heimferðinni um Hamborg til Kaup- mannahafnar. FRANKFURT AM MAIN er, eins oig búast má við, hart ileikin íborig. Þau bús, sem ekki hafa skemmzt við sprengjuó- rásir, 'hafa brunnið af; vöildum í'kveiikjiusprengna. Þegar 'við liit- um |n.n í siumiar, virtist þær heik leigar, en er nánar 'var að gætt, kom oft 'í Ij'ós, að ytri veg.gir húsanna stóðu einir eftir, igólf, stigar og allur i'nnaniviður var hrunninn. Frankfurt er aðalborgin' á ameríska svæði'nu oig hefur iBandaríkjaherinn lagt lundir sig fjölda byggi'niga. Borgin er járn- brauta- og samgöngumiðstöð iS'Uð'V'8i5tiurJÞýzkalands. Á aðal- jiárnibrautarstöðinni gefiur að láta flóttafólk saman komið frá öltl- um héruðum landsins. Veigna íþess, hvað járnbrau'tarfexðir eru 'óreiglubiund'nar, verður flóttafólkið stundum að bíða í iFrankfurt, dögum saman, án iþess að komast áfram leiðar sinnar. 'Húsnæðiseklan í iborg- inni er gífurleg og allar hygg- ingar, sem hæfar 'iværu til af- nota sem gistihús, eru inotaðar í þ'águ Ba'ndaríkjaihersins; er því ófoleift að útvega fl'óttaif'ólk- inu næturg'istingu. Það hefst 'þvií við í forsölum járnbrautarstöð'v arinnar og neða'njarðarloftvarn- arskýilunum í kring um istöðina. •Gólfin í ibiðsölunum' eru á 'bverri nóttu þéttskipuð flótta- fólki, sem liggur hvað innan um annað, hermenn í rifnum ein- k’ennis'búninigum, fconur o,g karlar, uniglingar og jafnvel smábörn, sem vafin eru inn i alls foonar teppi og tusfour, tií iþess að forðast foulda. Sfoiptist fólkið á um að vaka og gæta farangursi'ns, sem myndi óðar verða stolið, ef allir svætfu. Þýzki rauði kro&sinn gerir allt, sem unnt er, til þesis að igreiða tfyrir flóttafólkinu, en fjöldimn er svo igífurlegur, að (hjálpar- starfseimi'm 'hrdkkur lhverg& nærri til. Fyrir miLliigöngu Quai’tering and Accommodation Otffice var okkur útvegað herbergi á Hotel Excelsior. sem ætlað er liðsfor- ingjum, er aðeins hafa stutta viðdvöl. Þessi ágæta stofnun veitti okkur einnig að.gang að Commanding Generals Mess, sem er matarstaður liðsforingja þar, í borginni. Bandaríkja- mönnum hefur tekizt að búa ved um, sig í Frankfurt, hvergi á ferð okbar sáum við aðrar eins ignæigtir matar semi þar. Til dæmis fenigum við þar tí morg- uinverð stórt glas atf appelsínu-, oítrónu- eða grapefriuit-satfa, corn filakes með rjóma, egg og bacon oig s'vo hv'eitibrauð og á- vaxtamauk eins og hver vildi hatfa með kaffinu. Allur var maiturinn fyrsta flokks amenísk vara. Meðan við dvöldum i Frank- furt, kynntist ég brezkum liðs- f'orinigja, sem. starfaði í UIN(MRA. Við ræddum stundum um dag- inn og 'veginn. Hainn hafði dval- ið i Þýzkalandi árin 1929—36 og hélt því fram, að Þjóðverjar, að því er hann bezt þekkti til þeirra, hefðu ekkent lært atf ný- afstöðnum ósigri sínum. Virti hann Þjóðverja fyrir dugnað þeirra á mörgum sviðum, en þótti leitt tiil 'þess að vita, að striíðsfíkn þjóðarinnar leiddi hana hvað eftir annað í ógæfu. Taldi hann, að jafnvel rústir hinna versf útleiknu iborga igætu efcki sannfært þá um, að það foorgaði siig ekki að foyrja stríð aftur. Dvaldi foann einmitt í Þýzkalandi um það foil, er Hitler ibrauzt til valda, og undr- aðist nú mjög, að einmdtt sama; fólfcið, sem þá var áfoafast að reyna að sannfæra hann um á- igæti hinnar nýju stefnu, skyldi nú neita harðast fyligi síniu við Hitler. Hernámissvæði Bandaríkja- naanna liggur að mestu deyti um auðug landfoúnaðarhéruð, og ma'tvælaástandið er því foetrai þar en í 'Þýzkalandi yfirleitt, og t. d. mun foetra en matvælaá- standið á forezka svæðinu, endai nær brezka svæðið aðallega yf- ir iðnlhéruð. Skilyrðin eru því 'betri iþar tfyrir framleiðslu byigg- ingarefna. Afleiðingin er sú, að á 'brezka svæðinu er unnið af 'kappi að því, að endunbyggja borigirnar, svo að hægt verði að sjá áhúun'um fyrir nauðsynleg- U'stu húsakynnum. Vinnuað- 'ferðirnar á forezika og ameriska svæðinu eru einniig með mjög ó'líkum ihætti. Þegar Banda- rikjamenn íáta hreinsa til í borgunum, eru steinahaugarnir af 'götunum ruddir upp. í húsa- tóftirnar; Bretar aftur á móti dáta hreinsa sjá'lfar rústirnar og ihlaða síðar heilum múrsteinum á torgunum þar til á þeim þar.f að halda tid endurlbygg- inga. Upp á síðkastið hafa vönu- S'kipti 'átt sér stað, þannig, að Bretar láta Bandaríkjamönnum í ité steinlím cg öninur 'ibygging- arefni og ,fá matvörur í staðinn., og reynast þessi vöfcuskipti vel. ■Einn daginn fórum. vrð til Bad Hamburg, sem er aðad!mið- stöð ritskoðunar og annars eftir lits Bandarikjamanna i Þýzka- landi. Vinna þar mlSng hundruð •manna við mangvísleg eftirlits- sitörf. Eru sérstakar deiildir fyr- ir: kvikmyndir, 'bæfcur, blöð, ileikrit, útvarp og ó.tal fleira. Framhald á 6. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.