Alþýðublaðið - 29.12.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.12.1945, Blaðsíða 5
alþyðublaðið Laugardagur 29. des. 1945. Skammarbréf til mín og Reykvíkinga frá síldarkerl- ingu á Siglufirði. — Beðið um boðsferð í Rauðarárholt göturnar þar. Skip bjargar flugvél Snerana d nóvemlber varð amertísik farþegaflugvél að nauðlenda á Kyrrathafi, 700 mílur norð- austur af Ha.waieyjum, en amerísfca björigunarsfcipinu „San Paoblo“ tókst að bjarga heuni og farþegunium. Myndin var tefcin, þegar björgunarsfcipið <var að niáiiga&t fluigvólina. Stjórnmálaástandið á Spáni SÍLDARKERLING á Siglufirði hefur sent mér dálítið skammabréf. Þau er ég óvanur að fá og þykir því vænt um er það kemur fyrir að þau koma. Tilefnið er klausa, er ég birti fyrir nokkru um gjafaböggla til Danmerkur og sagði ég þar, að hinn mikli fjöldi gjafabögglanna sýni, hvað Reyk- víkingar séu gjafmildir. SÍLDARKERLING MÍN segir í í bréfi sínu: „Það er ekki ofsög- um af því sagt, bve miklir menn þið eruð þarna í Reykjavík. — Nei, þið sendið 450 pdka af gjafa- bögglum. — Það er isvo sem engin hætta á að slæðzt hafi með böggl- ar utan af landi, — nei það er lítið um höfðingsbraginn þar. — Sama sagan hefur dreifzt út um land þegar safnað 'hefur verið á undanförnum árum, að allt sé frá Reykvíkingum — enda hefur ekki verið látið svo lítið, að senda fé- lögum úti á landi, sem sent hafa í þessar söfnunarmiðstöðvar í Reykjavík, neina viðurkenningu (kvittun) fyrir móttöku, Þið hafið einir safnað í Landsspítalann m. m.“ „HVAÐ ER ÞAÐ, þó að nokkrar flíkur komi úr smáþorpum, nei ekki til að hafa orð á blessaður — eða sendir séu peningar til kunn ingja í Reykjavík og þeir annazt að kaupa og senda böggla til ein- hverra ættingja. Þetta er hverf- andi, sjálfsagt sem títuprjónshaus hjá henni Hallgrímskirkju ykkar tilvonandi.“ FRÁ ÍBÚA í Rauðarárh'olti hef ég fengið eftirfarandi bréf: „Það verður ekki séð af ástandi gatn- anna og umferðaröngþveitinu hér í holtinu, að bæjarstjórnarkosn- ingar séu framundan, eða að blaða mönnum og öðru stórmenni hafi verið boðið í bíltúr hérna um holtið. Vildi ég nú mælast til þess, Hannes minn, að þú gengist fyrir því að ein slík för yrði farin bráð- lega. EN VEGNA ÞESS, að hér er illt yfirferðar, vildi ég með línum þessum gefa (þér dálítinn leiðarvísi um hverfið hérna. Ég hugsa mér þá, að förin yrði hafin einhvers staðar úr miðbænum, um hina „Bollalögðu“ Hverfisgötu og ekið í Þverohlt. En þar taka við hinar „pollalögðu eltki Bollalögðu göt- ur.“ Eins og einhver fyndinn ná- ungi hérna í nágrenninu komst nýlega að orði. LÍKLEGA VÆRI skynsamleg- ast að vera í vel lokuðum bíl, því að hér eru víða pollar og gusurnar ganga hétt. Eftir að hafa ekið nokkuð suður eftir IÞverholti, kem- ur þröngt sund, gegnum það er ekið í Meðalholi. Þar yrði hyggi- legast að hægja mjög ferðina, því að auk pollanna standa þar bílar beggja megin á götunni, einkan- lega kvölds og morgna, en gátan er sjö — 7 — metra breið á milli girðinga, þó að hún sé ekki nema 4 ára gömul. ÞÁ TEKUR EKKI betra við, þegar halda skal í Stórholtið því að þangað verður ekki komizt nema um mjótt sund, sem er fimm — 5 — metrar milli girð- inga og liggur af Meðalholti. Þetta .sund kvað annars vera ætl- að til þess að komast um það á flag nokkurt, sem liggur milli Meðalholts og Háteigsvegar og okkur hefur verið sagt, að ætti að að verða barnalsikvöllur, og for- maður byggingarfélags verka- manna sagði okkur á aðalfundi þess síðastliðið vor, að bæjaryfir- völdin ætluðu að gera það að leik- velli í sumar. FLAG ÞETTA hefur þó ekki einu sinni verið sandborið ennþá, sem ekki ihefði þó haft svo ýkja- mikinn kostnað í för með sér og eru ýmsir hér að geta þess til, að þau börn þeirra, sem ekki eru enn þá komin á barnaskólaaldur verði orðin hæruskotin áður en hafizt verður handa um þessa leik- vallargerð: En sem sagt: Þetta áð- ur áminnsta sund væri igott til síns brúks, sem sé að vera gang- stígur á barnaleikvöll með því að banna um það bílaumferð, en beinlínis síórhættulegt fyrir þá miklu bílaumferð sem nú er þar vegna byggingarframkvæmda, sem hafa verið og eru enn við Stórholt auk venjulegrar umferðar. ÞESS VEGNA væri nefnd sú, sem skipuð var til þess að gera tillögur um livernig komið yrði í veg fyrir umferðarslysin nauðsyn- leg með í förinni. Hún gæti kann- ske líka komið auga á einhvern stað hér í holtinu, sem nota mætti fyrir bílastæði og ýtt á eftir bæj- aryfirvöldunum að ákveða þann stað, áður en hver blettur er út mældur í byggingarlóðir. Auk þess kynni nefnd þessari lí'ka að detta í hug að hrista svo svefnmókið af SPÁNSKUR NÚTÍMASAGN- FRÆÐINGUR hefur kom- izt svo að orði, að „ekkert sé eins og það á yfirborðinu sýn- ist vera“ á Spáni. Þessi orð hafa aldrei átt betur við en einmitt nú hina síðustu mánuði. Spánskar borgir eru bjartar, hreinar og þar virðist allt vera í góðu lagi; í búðunum eru næg- ar birgðir af matvælum og öðr- um varningi, sem ekki hefur sézt í löndum Evrópu á ófriðar- árunum. Merki skorts og al- menningsótta eru líka minni en fyrr, enda þótt þau séu langt frá því að vera horfin með öllu. En er þessi ytri mynd að ölíu leyti sönn? Spánn vorra daga ber sannar- ; lega ekki svip þess, að þar fari fram þjóðernissinnaður áróður af hálfu stjórnarinnar. Þaðan af siður bera útlagarnir vitni um hann sem kvalastað. Skilj- anlega hafa spönsk stjórnmál tekið á sig þá mynd eftir borg- arastyrjöldina, að þau eru álit- in bein afleiðing hinna róstu- sömu daga, sem hún stóð yfir. Sporin, sem borgarastyrjöldin lét eftir sig, eru skýr, en þau eru villandi, og engum ráðlegt að fyllgja þeim eftir. Niu ár eru liðin síðan valdataka Francos hófst með uppreisn, og meira en sex ár síðan hann bar full- an sigur af hólmi í þeirri við- ureign. Síðan hefur margt breytzt. Foringinn hefur stjórnina á hendi og nýtur jafnframt stuðn- ings ýmissa klikna, sem starfa saman, — ekki fyrst og fremst vegna sameiginlegs málstaðar, heldur sökum sameiginlegs ótta; Falangistarnir, herinn, kirkjan, og helztu auðjöfrarnir, ásamt stöðugum þýzkum áhrifum, halda uppi sameiginlegum stuðn ingi við Franco, því að hræðsl- . an við nýja byltingu er ríkj- andi hjá öllum þessum aðilum. Nákvæm rannsókn leiðir í ljós, að þessi ótti er mestmegnis ó- þarfur; það sem kemur honum af stað er hin illa samvizka Francosmannanna ásamt póli- tískri forheimskun spánskra yf- irstéttarmanna. * Höfuð stjórnarinnar er For- tf’^.REIN SÚ, sem hér fer á eftir, er þýdd úr brezka tímaritism „The Economist“ »5 er höfundur hennar ó- kunnúr. Segir hér að nokkru frá innanlandsástandinu í stjórnmálum Spánverja, eins og þau koma höfundi fyrir sjónir nú. Greinin er örlítið stytt í þýðingunni. inginn sjálfur, sem í flest öllu hefur tekið sér foringjatiktúrur Hitlers til fyrirmyndar. Hann treystir sjálfum sér fyrst og fremst; hann leitar mjög sjald- an ráða hjá samstarfsmönnum sínum, en kemur þeim oft á óvart með óvæntum dómum og ákvörðunum. Hann er sannfærð ur um heilagt hlutverk sitt, sem sé innifalið i ,,frelsun“ Spánar og því, að sitja sem lengst að völdum. Næstir í valdastiganum eru falangistarnir, sem er eini stjórnmálaflokkurinn á Spáni. Hann á átta ráðherra af þrettán, sem sæti eiga í stjórninni, og á að gizka 100 000 launaða emb- ættismenn innanlands, sem margir hverjir eru ýmist for- stjórar gróðabrallsfyrirtækja eða glæpahyski eftir fyrirmynd stormsveitanna. Á Spáni er litið um iðnað og verzlun, en aftur á móti varla sá einstaklingur til, sem ekki þarf að greiða þunga skatta, ýmist beina eða óbeina; þar að auki fær flokkurinn opinberan fjárstyrk, sem nemur um 200- 000 000 pesetum. í staðinn hjálpar falangistaflokkurinn til við að „halda uppi reglu“ með tilstyrk fyrrverandi liðsmanna úr Bláu herdeildinni. Framkvæmdavald spönsku stjórnarinnar notar sér lögregl- una óspart. Landið er enn þá „í hernaðarástandi“, — þ. e. a. s. að það er einu stigi fyrir neðan siðmenningarreglur heiðarlegr- ar baráttu. Vopnuðu sveitirnar, einkum sjálfur herinn, hafa verið meg- in stoðir Franco-stjórnarinnar. Nákvæmlega helmingi allra rík isteknanna er varið til herþjón- ustunnar, — en ekki nema % hlutar fara samt til hersins. Inn an hersins eru miklar skipting- ar millum háttsettra og lágt- settra. Hershöfðingjarnir, sem alls eru yfir sex hundruð, eru þekktir að harðýðgi; allmargir yngri liðsforingja hafa komizt til mannnvirðingar sökum fram göngu sinnar í borgarastyrjöld- inni; filestir lálita Iþó, að lýðraeð- isandi sé ríkjandi innan hers- ins. — Nú sem stendur er það samt tilfellið, að þar eru það hershöfðingjarnir, sem einna mestu ráða, — og sömuleiðis á vettvangi stjórnmálanna. Ráð- stefnur þeirra með Don Juan eru varla leynilegar lengur, — eða yfirstéttar andúð þeirra á falangistum og hershöfðingjan- um Franco, — sem mesta lukk- una hefur gert í nýlendum Spánverja, en síður í heimalandi sinu. Hershöfðingjarnir aðhaf- ast þó ekki annað en að bolla- leggja og velta vöngum yfir erf- iðleikunum og — þótt undar- legt sé — því áliti, sem þeir eftir allt njóta meðal fólksins. 'Þeir eru dæmið per excellence um þann ótta, sem heldur Franco í sessi. Hershöfðingjarn- ir gætu bundið endi á sitjórn falangistanha, en þeir óttast, að á þeirri stundu, sem falangistun um yrði steypt af stóli, myndu vinstri-öflin láta til sin taka. * Kirkjan hefur fylgt ýmsum og mismunandi stjórnmálastefnum að málum og hún er nú einn stúðningsaðili Franco-stjórnar- innar. Kirkjan á samt mikinn þátt í óbeit aimenníngs á fal- angistum. Þetta skilja kirkju- leiðtogarnir, eða eru að minnsta kosti farnir að skilja það, — en það er með þá eins og hers- höfðingjana, að þeir óttast upp- reisn fjöldans. Kataloníu-ið j uhöldar nir sem eitt sinn voru meginstoð lýð- veldisins, hafa andúð á Franco. Samt viðurkenna þeir i öðru orð inu, að einmitt falangistarnir haldi iðnverkamönnunum við vinnuna, komi í veg fyrir verk- Framíhald á 6. síðu. þessum sömu forr-áðamönum bæj- Fhh. á 6. síðu. vantar nú þegar til að bera blaðið til áskrif- enda í eftirt'alin hverfi: Auðarstræti ¥esturgata Austurstræti Hverfisgata Bræðraborgarstígur TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA. — SÍMI 4900. Alþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.