Alþýðublaðið - 18.07.1946, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.07.1946, Blaðsíða 5
Fimmtudagur, 18. júli 184$. ALÞYÐUBLAÐIÐ 9 Bidault eftir forsetakjörið Ómerkilegar myndir á bókum. — Kvenþjóðin og á- fengið. — Grasaferð á Reykj anesfj allgarð. — Fróð- leg furðusaga. Austfirðingur SKRIFAR: „Ég er reið, meira að segja íokreið. Útgefendur bóka leyfa sér að skreyta kápu misindis bók- mennta með nöktum kvenlíköm- um. Konan, sem er móðir eigin- kona, unniista, henni er misþyrmt, þarna á hinn viðbjóðslegasta hátt. Ég mótmæli þessu og ég veit að ég geri það í nafni allra siðlátra kvenna. Ég er ekki að lengja dálk- ana þína með að orðlengja þetta meira. Myndirnar tala sínu máli.“ „SVO FÁEIN ORÐ til kynsystra minna víðvíkjandi áfengisnautn- inni og afleiðingixm hennar: Vitið 5þið að það er á okkar valdi að út- xýma þessu þjóðarböli. Aðferðin er augljós. Látið þið herrana eina um, að igera sig að skepnum. Verið þar „sterkara kynið“. Verið hvergi þar sem áfengi er haft um hönd. Setjið íþau skilyrði' fyrir iþátttöku ykkar í ölium félagsskap og samkvæmum, að áfengi sé ekki motað. Gangið all ar sem ein, út af þeim samikiom'um þar sem ber á áfengi og eíðast en ekki sízt, trúið ekki, þið ógiftu kon ur, íþeim manni fyrir framtíð yfck- ar sem er vínhneigður. En reynizt manninum yðar vel, alið upp í sameininigu hraust og þróttmikla kynslóð og þá mun ofcfcar kæra ís- landi vel £aírnast.“ GAMALL SMALI skrifar: „Fjallagrös eru holl til manneld- is o-g þjóðleg fæða. Hinni margum- töluðu endurreisn í þjóðlífi okkar fylgir það að margan langar að ieita aftur í fortíðina og tafca upp góða þjóðlega liáttu í orði og at- faöfnum. Þar á meðal neyzlu fjalia grasa. En því faamlar að lítil ráð- eru til þess að eignast 'grösin önn- ur en að kaupa þau í lyfjabúðum- um, en þær verzlanir forðast al- þýðan meðan auðið er.“ „NÁTTURULÆKNINGAFÉLAG IÐ hefur farið á igrasafjöll og ef ég man rétt faefur það farið alla leið inn í Þjófadal í leit að fjallagrös- um, og er það langt sótt iþótt góð séu grösin og óþarfiega langt þeg- ar þess er gætt að í nágrenni Reykjavíkur er afburða gott graisa land, og að faægt er að komast þang að á bíl svo að segja alla leið. Elestir Reykvíkingar faafa farið austur yfir fjalil eða að minnsta kosti upp á Kol'viðarhól og upp í Skíðaskálana í Hveradölum en á þeirri leið er þétt af fjailagrasa gróðri.“ „AUSTUR FRÁ VÍFILFELLI gengur fjallarani, sem heitir Sanda dalahnúkar. Þessi fjöll ná austur að Svínahrauni, en norðan í þeim eru fagrir .grasigrónir dalir með aldvængshryggjum á milli. Það eru Sandadalirnir. Næsti hryggur inn er litla bæjarleið frá Suður- landsveginum á hægri hönd þegar kamið er upp af sandskeiðum á austur leið. Hann heitir Þórisham- ar. Vegurinn upp í Jósepsdal liggur sem kunnugt er af Suðurlands- brautinni efst í Tóhel 1 uVötnunum og upp að Þórishamri og upp með hamrinum. Norðan í Þórishamri er nyrsti Sandadalurinn en aðaldalur •inn er á milli Þórishamars og Sanda dalahnúkanna. í syðri Sandadöl- unum og á ósunum á milli þeirra er fjallagrasasvæðið.“ MEST ERU F5ALLAGRÖSIN í iþeim' dalnum, sem iiggur á milli austasta hnúfcsins og Svínahrauns. Þar á mosatægingunum eru undra verð uppgrip af fjallagrösum bæði iskæðagrösum og iklóung. Fyrir sunnan Sandadalalhnúkana er einn ig miMö af grösum. Fyrir nær 30 árum iþegar ég var smali í Ölfus- inu fór ég um það svæði og sá þá þau ógrynni af fjallagrösum að ég stórundraðist.“ „SÍÐAN ÉG SETTIST að í Reykjavík hef ég ávalt ákveðið á hverj'U ári, að fara á þennan stað í grasaleit en aldrei orðið úr fram- kvæmdum fyrr en í vor, að við hjónin lögðum land undir fót og var förinni heitið suður fyrir Sandadalahnú'kana þótt við kæm- umst ekki alla ieið þangaö, en lét- um nægja að fara í Sandadalina. Við fórurn úr Rvík. kl. 7 að kvöldi, sem leið liggur upp að Þórishamri í bíl ©g gengum svo suður í Sanda- •dalina. Á rúmum klufckutíma itínd- um við tvo sykur.poka fulla af grös- um og var þó brakandi þurrkur, en það er, sem fcunnugt er, óhagstæð- asta veðurfar, sem getur til grasa- tekju.“ FRÁ ÞÓRISHAMRI, í bezta grasalandiö, er 30—40 mínutna igangur og er því mjög auðvelt að fara úr bænum að loknu dags- verki upp í Sandadali og tína þar ársforða af fjallagrösum og ná þó faeim að Ikvöldi á venjulagum nátt- málum Reykvíkinga. í Sandadaln- um er friðsælt og fagur.t eins og víðar á Reykj aneshálendmu, og er iþví 'grasaferð í Sandadali að öllu leyti hin ákjósanlegasta og nyt- samasta tómstundaferð.“ „ÁRNI ÓLA ilýsti' Reykjanes- .fjailagarðinum vel í útvarpserindi sínu, en hann nefndi ekki alla fagra staði, sem þar eru, sem von- legt er. Þeim sem ilangar að kynn- ast íslenzkri nóttúrufegurð fyrir lít ið fé, vil ég ráðleggja, að ganga é Hengilinn og fara hring í kringum hann, ganiga austur Grindasfcörð, og' norður með Bláfjö’llunum aö sunnanverðu, fara suður þrengsli og isuð'ur með Meitlunum og norður Lagaskarð að Slcoða Laka, þeir eru í suður fr.á Hveradölum'. Að ganga úr Kaldárseli milli hrauns og hlíða suður í Vatnsskarð er einnig mjög skiemmtilegt. Reyk- víkingar! Skoðið þið Reykj.anes- fjall'garðinn og þið munuð kom- ■ast að raun um að í nábýli við ýkkur er meiri tilbreytni í lands- lagi og fegurð en ykfcur órar fyrir og að margt það, sem er igyUt fyrir ykkur í fjarlægum héruðum stenzt ékki samantourð við fegurðina, sem Iiggur við fætur ofckar, en er of nálægt ofckur til' þess að við teljum ómaksins ver.t að skoða hana.“ Maðurinn í miðið er hinn nýi forseti og sjórnarforseti Frakklands, Georges Bidault, sem áður var utanríkismálaráðherra, og var myndin tekin eftirforsetakjörið. Að ytri sýn er Bidault ólíkur fyrri forsetum Frakklands, sem flestir hafa verið aldurhnignir og síðskeggjaðir. Meliisiitli Clettsieliafik: iigar, Arabar og Paiestina. Auglýsið í AlþýSublaðinu. HITLER tókst ekki að ráða öllum Gyðingum í Mið- og Austur-Evrópu bana. Allmarg- ir fóru huldu höfði eða gengu í samtök, en ýmsir lifðu þræl- dóminn í fangabúðunum af, og auk iþess var ekki rúm fyrir þá alla í gasklefunum, Hér um þil 750 000 Gyðingar eru nú heim- ilislausir, eru hýstir af Bretum og Bandaríkjamönnum í Þýzka- ilandi, Austurríki og Italíu. Fangabúðirnar í Belsen, Ausch- witz og allar hinar eru notaðar enn. Þótt viðurgerningur þar hafi batnað (ekkigóður) og mis- þyrmingar sóu ekki hafðar um hönd, hafa fórnarlömb Hitlers ekki enn fengið mannréttindi sín aftur og eiga við strangan aga að búia. Areiðanlega er nauðsynlegt að halda uppi slík- um aga á þessum stöðum, en það getur ekki verið nauðsyn- legt að stárfrækja þá. Kleift mundi vera að rýma til í þýzk- um gistihúsum, heilsuhælum og herragörðum, en allmikið er til af slíkum stöðum, þar sem eyði- leggingar í stríðinu urðu ekki miklar. Þarna væri hægt að hýsa fyrrverandi fanga. En höfðingjarnir þýzku, sem sekir eru, gætu reyint hvernig það er, að húa d hermiannaskálum. En þessi hugmynd er svo skynsam- leg og sjálfsögð að einsætt er, að .h,ún kemst áldrei í fram- kvæmd. Herra Hugenberg brautryðj- andi Hitlers, iðinaðarjöfrarnir og hertogarnir af Koburg o. s. frv. balda áfram að taka á móti fréttariturum bandamanna í notalegum höllum sínum, en íornarlömb þeirra, Gyðingarnir, eru sótt til yfirheyrslu hjá ensk-amerískri nefnd, sem hef- ur Gyðingavandamálið til rann- sóknar. Þegar þessa er gætt, er það ef itil vill ekki mjög torskilið, að 600 000 af þessum 750 000 Gyðingum frá Mið- og Austur- Evrópu 'lýstu yfir því, að þeir vildu eindregið flytjast til Palestínu. Þessir „harðsvíruðu zionistar“, eins . og einn Ame- ríkumaðurinn kallaði þá, vita ium þá miklu erfiðleika, sem þeir ættu í vændum í Palestínu og öryggisleysið þar, sem á- T GREIN ÞESSARI skýrir dr. Helmuth Gottschalk frá árekstrunum í Palestínu, sem verða æ ískyggilegri. Þetta er fyrrihluti greinarinn ar. Hinn síðari hirtist hér í blaðinu væntanl. á morgun. greiningur Gyðinga og Araba veldur. Ákvörðun þessi er ó- hagganileg eigi að siður. Hinir 150 000 Gyðingar, sem eru að ná sér hjá bandamönnum, vilja flytjast til útlanda, en þar von- ast þeir til að ná aftur sambandi við ættingja sína, sem hafa sloppið við ósköpin. Aðeins fá- einir af þúsundi vil^a hverfa aftur þangað, sem þeir voru, en þar er ekkert heimili handa þeim. Þessar fáu staðreyndir sýna, hvernig Palestinumálið horfir við að því er Gyðinigana snertir. Gyðingarnir, sem lifðu hörm- ungarnar af, hafa séð glæpaverk nazistabófainna, en einnig tóm- læti almennings og e. t. v. frek- ar meinfýsi, hvorki geta né vilja byrja sitt fyrra liferni að nýju. Þessir flutningar valda mikl- um erfiðleikum, og ýmsir leggja til, að bandalag sameinuðu þjóðanna sjái til þess, að Gyð- inigar frá Mið- og Austur-Ev- rópu fái aftur að verða jafn réttháir öðrum borgurum þar sem þeir voru áður. Gyðingarn- ir í fangabúðunum vilja ekki byggja sér hús í kirkjugarði, þar sem 6 milljónir myrtra Gyðinga hvíla. — Ekki er gott að 'segja um, hversu margir þeirra myndu hafa óskað að flytjast til annarra landa en Pailestínu, en enginn hefur boð- ið þeim að koma. Innilokunar- póiitíkin gamla er hvarvetna rekin enn. í mokkrum litlum Suður-Ameríkuríkjum kveðast menn vera fúsir til að nokkur hundruð þúsund innflytjenda fái landvist þar, ef ein- ungis sé fullnægt einu skilyrði: Þeir komi með eignir, sem nemi að minnsta kosti 100 þús. kr. Já, jafnvel getur komið til mála að Nobelsverðlaunamenn og slíkir fái innflutningsleyfi, þótt þeir eigi ekki svona hóflegt sparifé. Að minnsta kosti væri reynandi fyrir þá að koma sér fyrir í röðinni, sem bíður af- 'greiðslu á innflutningsskrif- stofunum. Þótt furðu gegni, er svo mikill hörgull á fólki meðal Gyðinga í fangabúðum, sem á dollarainneignir eða hefur hlot- ið Nobelsverðlaun, að um inn- flutning suður þangað er ekki að ræða. Allur meginþorri þeirra verður að fara hinn mjóa og torsótta veg, sem liggur til Palestínu. Til eru rómantískir Zíonistar, sem tala um sögulegan rétt Gyðiniga til hins gamla ætt- lands þeirra. Þessi krafa ætti nu eftir 2000 ár að vera úrelt orð- in. Frá slíku sjónarmiði er rétt- ur Araba meiri: Þeir hafa ekki einungis lifað í landinu samtím- is Gyðingunum gömlu, en þar að auki hafa þeir dvailizt þar æ síðan. Gyðinigarnir, sem í fanga- búðunum hafa dvalizt og liggja nú undir Gyðingahatri í Pól- landi, Austurríki, Rúmeníu og Ungverjalandi, eins og þeir igerðu í Þýzkaíandi á valdatím- um Hitlers, sjá engin úrræði önnur en að fara til Palestinu. Annars staðar geta þeir ekki leitað til. Fyrir þá er því ekki um að ræða réttlæti eða rang- læti, heldur sjálfsbjörg eða uppgjöf. Hversu ástatt er fyrir Gyð- ingunum riú, sést greinilega á skýrslu rannsóknarnefndarinn- ar. Menn vita harla litið um á- standið á rússneska hernáms- svæðinu í Þýzkalandi. Á her- námssvæðum vesturveldanna aftur á móti eru Bretar og Ame- ríkumenn óánægðir með árang- ur hreinsunarinnar. í Póllandi hefur ekki verið hægt að af- stýra morðum á þúsundum Gyð iniga eftir stríðslok. í Rúmeníu hefur belmingurinn af Gyðing- unum, sem þangað hafa horfið aftur, ekki getað fengið lífs- uppeldi; í Úngverjalandi er hina sömu sögu að segja um 89% Gyðinganna þar. I Vínar- bong, þar sem nýja stjórnin iof- aði að bæta úr rangindum þeim, Framhald af 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.