Alþýðublaðið - 02.11.1946, Page 6

Alþýðublaðið - 02.11.1946, Page 6
e - -Ti .. —- ------—— 6 TJARNARBIÖ £B iJ pá Mannlausa húsið i (The Unseen) Amerísk sakamálamynd Joel McCrea Gail Russell Herbert Marshall Sýning kl. 3, 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Sala hefst kl. 11. æ nvja biö æ Dollys-systur. Skemmtileg, spennandi og óvenju íburðarmikil stórmynd, um ævi þess- ara frægu systra. Mynd- in er í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: BETTY GRABLE JOHN PAYNE. JUNE HAVER. Sýnd kl. 3, 6, 9. Sala hefst kl. 11 f. h. immiiimnraiiiriiBTi™ n ■ »i ii'iimiiiii i w ■ æ BÆJARBIO æ Hafnarfirðl Sjöundi krossinn (The Seventh Cross) Framúrskarandi spenn- andi. og vel leikin mynd.. Spencer Tracy Signe Hasso » Sýnd kl. 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Sími 9184. Sýnið pegnskap í verki með þvi að kaupa vaxtabréf Stofn- lánadeildarinnar. ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur, 2. nóv. 1946. Núna, þegar Hennie er við hliðina á systur sinni, má vel sjá svip með þeim, jafnvel þó að Inu finnist Hennie vera að öllu leyti eins og endurbætt útgáfa af sér. Hún hefur ekki brúnt hár, heldur rauðgullið, augun eru skær og blá, munn- urinn lítill og nefið fíngert og beint. Heinnie, sem er átján ára, er mjög lagleg. En fínlegir andlitsdrættirnir, sem eru reglulegir eins og á myndastyttu, eru dálítið stirðnaðir, svo að Hennie verður ekki eins fjörleg og aðlaðandi og systir hennar. Iiún er alltaf dálítið undrandi á svipinn — það er kannske vegna þess, að hún hefur rakaðar augnabrúnir, — og stundum dálítið heimskuleg, en það er kannske líka vegna þess að hún hefur heldur lítinn munn og málar hann of miki.ð. „Heimsk eins og hæna, en fögur eins og gyðja,“ á þennan hátt hefur Gréta einu sinni lýst Hennie; þó ekki við Inu, því að hún veit, að Hennie er eftirlætisgoð Inu, og að Ina hefur um árabil reynt að ryðja öllum erfiðleikum úr vegi systur sinnar. Á tíu mínútum skeði í raun og veru kraftaverk; ósnyrtileg skrifstofuStúlka hefur breytzt í óað- finnanlega sýningarstúlku, sem lítur út fyrir að vera í þess- um fallegu fötum bara að gamni sínu, og að hún láti þau nauðug af hendi ti.1 kaupenda. Ina snýr sér fyrir framan spegilinn. Hún sér, að þetta eru falleg föt, sem falla vel að, og sýna spengilegan vöxtinn, og vítt pilsið er mátulega sítt. „Marche Militaire,“ segir frú Estelle. Hún lagfærir eitthvað á gylltum kraganum, sem er eins og á herforingja- frakka, og gylltir hnapparnir eru með Ijónsmynd á, og segir ánægð: „Ágætt, ágætt, bíðið andartak, ég fer á undan og þér komið eftir 2 mínútur.“ Ina stendur grafkyrr og stíf í miðju herberginu. Hún má ekki hrukka fötin og þorir ekki að setjast, og það er of heitt að ganga um. „Hvers vegna skyldi hún ekki hafa viljað þig, Hennie?“ Hennie roðnar undir andlitsfarðanum, en Gréta svarar hæðnislega: „Hún er allt of lagleg.“ Svo setur hún stút á munninn og segit í eftirhermutón: „Helzt ekki þá rauð- hærðu, frú, mér geðjast ekki að henni? Nei, heldur þá brúnu, Nínu eða Dínu, eða hvað hún heitir. Gréta passar heldur ekki, það er svo mikill stærðarmunur á okkur. Er hún að skrifa á ritvél? Jæja, en við erum ekkert að flýta okkur, er það Georg?“ Gréta er mesta eftirhermukráka, og hinar stúlkurnar fara að skellihlæja. Allt starfsfólkið, afgreiðslustúlkur, bíl- stjórar og dyraverðir, hatar frú Vreede. Síðustu tíu árin hefur frú Eve Vreede veri.ð að hefna sín fyrir allar móðganir, sem hún hefur orðið fyrir, áður en hún giftist, meðan hún j vann fyrir sér sem barnfóstra eða lagsmær heldrikvenna. ; Hún byrjaði á bví, til að hefna sín, en smám saman er það orðinn vani hjá henni, að koma fram við allt starfsfólk eins og lægri verur. „Reyndu nú að flýta þér svolítið, Ina“, kallar Hennie, óþoiinmóð. „Tvær mínútur eru liðnar, og ef þú lætur þennan kvenmann bíða lengur, verður hún svo reið, að hún kaupir ekkert, og þá getur þú beðið líka eftir prósentunum þínum. Og okkur, sem vantar svo peninga „Þig vantar víst kjól aftur?“ segir Gréta ósköp blíðlega- „Vertu nú ekki svona hæðin,“ svarar Hennie móðguð. „Ina segðu henni. ..en Ina er þegar farin. j „Ina er allt of góð í sér,“ segir Gréta allt í einu alvar- ! lega. Hún situr á borðinu með krosslagða fætur og reykir 1946 ÖAMLA BIÖ 2. nóýember FANTA SA- Hin tilkomumikla mynd WALT DISNEYS. Ný útgáfa, stórum aukin. — Philadelphia Sym- phony Orchestra undir stjórn Leopold Stokowski. Stutt aukamynd: SENDILL BAKARANS, sem sýnd var á fyrstu sýningunni, 2. nóv. 1906. Sýnd klukkan 6 og 9. — Hækkað verð. — Sala hefst klukkan 1. j.JÍV er tekin til starfa í SKÚLATÚNI 2, undir heitinu PRENTMYNDIR H.F. Prentmyndagerðin hefur nýtízku vélar og efni og framleiðir 1. flokks myndamót í öllum litum fyrir alls konar prentun og gyllingu. Áherzla Iögð á vandaða vinnu og fljóta afgreiðslu. Myndirnar verða sóttar og sendar til þeirra, sem þess óska. Sími 7152. Virðingarfyllst. PRENTMYNDIR H.F. með innilegri ánægju Camel-vindling. Svo heldur hún á- fram hjúpuð í bláan reykinn: „Allt of góð, og það verður henni til ógæfu, og ef til vill þér líka.“ Ina gengur á hælaháum svörtu og gylltu skónum eftir marmaralögðu anddyrinu. Það er langur, breiður gangur með rauðum renningi eftir endilöngu. Maison Eichholzer hefur áður verið heimili heldra fólks, og Ina gerir sér oft í hugarlund, hvernig kátir drengir og stúlkur hafa leikið sér þarna í anddyrinu, þegar of kalt er til að leika sér úti. Við dyrnar á móttökuherberginu nemur Ina staðar og fer að brosa. Bros hennar er listaverk, sem hún er búin að æfa mjög nákvæmlega fyrir framan spegilinn, með ná- kvæmri tilsögn frú Estelle. Brosið á að vera vingjarnlegt, ósköp lítið glettnislegt, en umfram allt ekki of djarft, en um Ieið á það að vera laðandi og stillilegt. Ina opnar dyrnar á móttökusalnum og gengur djarflega fram. Búningurinn HE'S loose, ffí/M... KBBP’ HIM OUT Off My la 1 GErWM, SUAA HB'Í CLAWiNG $CORCríy...UE'LL .. CRA 0$/ , C.OOK OUTf Rcg U S Pal Öff. •4P NcMifácitures ' 08AB THE UTUEFÖÖL ••HE'S&OMO mip/ f WHAT V\V I TELL you, ^ 5COECHy...iv£ 85AT THAT £?LIZZAf?P.,.TH£rf?E'5 PLENTV OP Vl5l0ILITy DP HERE... , 'Vif 'S. ' efur losnað, Slim, Sagði ég' þér " eklri*'J‘er þetta? Hæ; ko: klórar, Örn Hér uppi er ágætt skyggni. Við komumst yfir fárviðrið. En hvað Svona getur engin.n bjiarndýrs- ungi látið. taktu hann burtu. CELIA: Taktu hann, Slim, Hann BLINKIE: Gættu að þér. — Náið kjánanum; hann er alveg trylltur

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.