Alþýðublaðið - 02.11.1946, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.11.1946, Blaðsíða 7
Laugardagur, 2. nóv. 1946. ALÞYÐUBLAÐIÐ Bæritin í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavégs- apóteki. Næturakstur annast Bifröst, eími 1508. 8.30- 12.10- 18.30 19.00 19.25 20.00 20.30| 20.45 21.30 22.30 22.35 24.00 ÚTYARPIÐ: —8.45 Morgunútvarp. —13.15 Hódegisútvarp. Dönskukennsla, 1. fl. EnSkukennsla, 2. fl. Samsöngur (pliötur). Fréttir. Útvarpstríóið: Ein;leikur og tríó. Leikrit: „Logið í eigin- mann“ eftir Bernard Sihaw. (Leikstjóri: Soffía Giiðlaugsdöttir). Lög leikin á Hawai-gítar og harmoniku (plötur). Fréttir. Danslög. Dagskrárlok. Messur á morgun Ðómkirkjan Messað kl. 11 f. h. (ferming) Séra Bjarni Jónisson. kl. 5 s. d. (allra sálna-messa) Séra Jón Auðuns. Hallgrímssókn Messað í Austurbæjarskóla gl. 2 e. h. Séra Sigurjón Árna- son. — Barnaguðsbjónusta sama stað kl. 11 f. h. Séra Jak- oto Jónsson. Fríkirkjan Messað kl. 5 s. d. Séra Árni Sigurðsson. Unglingafélagsfund ur í kirkjunni kl. 11 r. h. Laugarnespretakall Messað klukkan 2. e. 'h. — Barnaguðsþjónusta klukkan 10. t. h. —Séra Garðar Svavarsson. Nesprestakall Messað fcl. 2.30 í Mýrarhúsa- skóla — Séra Jón Thorarensen. Hafnarfjarðarkirkja Messað fcl. 2 e. h. (altaris- •ganga) — Séra Garðar Þor- steinsson. ÖKUMENN: Of hraður akstur hefur valdið flestum hinna hryllilegu umferðar- slysa hér á landi. Munið, að mannslífið er dýrmætara en þær fáu mínútur, sem vinn- ast við hraðan akstur- Ræða Finns Jóns- ; 5 í) /i 4 r ^ sonar, Framhald af 3. síðu. j Kommúnismlnn hefur ekki fengið neinn byr hjá alþýðu manna á íslandi. Þess vegna hefur Sósíalistaflokkurinn, í orði kveðnu, tekið upp ýmis stefnumál Alþýðuflokksins til þess að viinna sér fylgi. Vegna þess að sá flokkur hef- ur gert þetta, falla málefni. Alþýðuflokksins og Sósíal- istaflokksins oft saman. Hitt er svo annað mál, að ýmsir helztu menn kommúnista fyrirlíta allt lýðræði, og í huga þeirra er önnur skoðun ríkjandii. Auk þess taka þeir afstöðu í utanríkismálum frá allt öðru s jónarmiði en menn með aðrar stjórnmálaskoð- anir. Þetta sérstaka sjónar- mið valdamanna flokksins í utanríkismálum, ræður þó undarlegt megi virðast, einnig öllu um stefnu þeirra í innanríkismálum. Þeir hafa, svo sem dæmin sanna, fórnað öllu sam- starfi um innanríkismálin vegna ímyndaðra hags- muna annars ríkis. Verði þetta framtíðarstefna þeirra, eru þeir eigi sam- starfshæfir um úrlausn innanlandsmála; og þétta skilur allur almenningur. Flokksstjórnarfundur verð ur bráðlega haldinn í Sósíal- istaflokknum. Þar verða sam ankomnir menn víðs vegar að af landinu, og vonandi tekst þeim að koma for- sprökkunum í skilning um, að innanlandsmál verða að afgreiðast með hagsmuni ís- lenzku alþýðunnar og þjóð- arinnar fyrir augum, og ekki frá öðru sjónarmiði. Það er skylda alþingis, að mynda þingræðisstjórn. Alþýða manna á öllu land- i,nu, öll þjóðin bíður eftir því, að alþingi framkvæmi þessa skyldu sína- Til þess þarf að samhæfa ólík sjónarmið hinna einstöku flokka. Til þess að vera öruggur um að ná sem mestum á- rangri, væri æskilegast, að allir flokkar bindust samtök- um. Það mun koma í Ijps, inn an skamms, hvort möguleik- ar eru fyrir hendi um þetta. Sé svo eigi, vei'ða þeir flokk- ar, er samningum geta náð sín á milli, um framkvæmdir á þeim málum, er meiri hluti kjósenda lýsti sig samþykk- an við síðustu alþingiskosn- ingar, að freista þess, að mynda þingræðisstjórn Unglinga vantar til að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í eftirtöldum hverfum. Njálsgötu Skólavörðustíg Túngötu Grettisgötu Sólvallagötu Talið við afgreiðsluna. Alþýðublaðið, simi 4900 Borgaraslríðið r %gr •'•: ’ 9 i G! (fí iKina Framhald af 5. síðu. sem vandamálin væru óleys- anleg, en þó færði þing allra flokka, Political Consultative Conference, sem voru að reyna að ná samkomulagi, þær fréttir, að friðarvon væri. Ákvörðun þingsins eða fundarins var að mynda samsteypustjórn, studda af Kuomintang flokknum, kom- múnistum, bandalagi lýðræð issinna og nokkrum öðrum flokkum, og einnig gerði það frumdrög að nýrri stjórnar- skrá. Eitt atriði i hinni nýju stjórnarskrá, sem kommún- istar og bandalag lýðræðis- sinna áleit óþarft, var, að lög gjiafarvaldið mætti bera fram vantraustsyfirlýsingu gegn framkvæmdavaldinu, og með því taka fram fyrir hendurn- ar á því. Þótt fulltrúar Kuomintang samþykktu þetta ákvæði, þá lýsti samt aðalframkvæmda- nefnd Kuomintang því yfir, tæpum mánuði síðar, að hvorki þessar né aðrar á- kvarðanir þingsins væru bindandi, cg tók að en skoða þær. Er í rauninni nokkur mögu leiki á því, að varanlegur friður fáist í Kína með þess- um stundar-úrræðum hernað araðilanna? Marshall hers- höfðingi hefur nýlega öðlazt nýtt vald á meðal hinna »>Þriggja stóru“ i Nanking. En þrátt fyrir hið góða orð, sem fer af honum í Kína hef- ur hann enn verið vanmátt- ugur að sannfæra það fólk, sem ætíð er reiðubúið að berjast fyrir pólitískum hug- sjónum. Blaðamannafélag íslands heldur fund að Hótel Borg á morgun kl. 2 e. h. Hjónaband f dag verða gefin saman í hjónatoand Þorbjicrg Ingibergs- dóttir, Tjarnargötu 49 og Karl Karlsson, hljóðfæraleikari, Grettisgötu 57. ■— Heimili brúð hjónanna verður á Gretttsgötu 57. Lúðvíg Guðmundsson skólastjclri heldur fyrirlest- ur á morgun kl. 3 í Bæjarbíó í Hafnarfirði um ferðir sínar um Mið-Evrópu. Hjónaefni: Svanfríður Gísladóttir, Arn- arnesi, Dýrafirði og Páll Eiríks- son, lögregluiþjónn frá Löngu- mýri á Sfceiðum. Inga Sigurlaug Erlendsdóttir frá Vatnsleysu í Biskupstung- um Hjálmar Tómasson, sund- hallarstjóri í Hafnarfirði. Hjónabömd: Hulda Sigurðardóttir, Ingólfs stræti 21 C og Stefán Júlíus- son yfirkennari í Hafnarfirði. Guðný Hreiðarsdóttir og Haf sté’inn Ásmundsson. — Heimili brúðhjónanna er að Stórholti 33. í. R. SKÍÐADEILDIN Piltar og stúlkur, mætið í sjálfboðaliðsvinnua að Kol- viðarhóli um helgia. Mörg á- ríðandi verkefni fyrir hendi. Lagt verður af stað kl. 5 á laugardag frá Varðarhúsinu. S.F.F.I. S.F.F.I. • -c i a n s I e i í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 3. nóvem- ber klukkan 10 síðdegis. Aðgöngumiðar á sama stað frá kl. 5. lán óskasf. Lán, að upphæð kr. 50 þúsund, óskast nú þegar, gegn góðri tryggingu og háum vöxtum. Þyrfti að vera til fimm ára. Fullri þagmælsku heitið. Afgreiðsla blaðsins vísar á. um sjóvmnunámskeið Sjóvinnunámskeið verður að öllu forfalla- lausu haldið í netagerðinni Neptún í Reykja- vík og hefst 9. nóvember næstkomandi. - Tilkynningar um þátttöku sendist skrifstofu vorri eigi síðar en miðvikudaginn 6. nóvember. Fiskifélag íslands. Sem bráðabirgðaráðslöfun, hefst mánudaginn 4. þ. m. sala á þeim „BUICK” varahlutum, sem komnir eru lil landsins, í kjall- ara nýju Mjólkurslöðvarinnar, inngangur frá Laugavegi. SAM6AND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA um ahrinnuleyslsskráningu. Atvinnuleysisskráning skv. ákvæðum laga nr. 57 frá 7. maí 1928, fer fram á ráðningastofu Reykjavíkurbæjar dagana 4., 5. og 6. nóvem- ber þetta ár og eiga hlutaðeigendur er óska að skrá sig skv. lögunum, að gefa sig þar fram á afgreiðslutíma, kl. 10—12 f. h. og 1—5 e. h., hina tilteknu daga. Borgarstjórinn í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.