Alþýðublaðið - 07.12.1946, Side 4

Alþýðublaðið - 07.12.1946, Side 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur, 7. des. 1946. HíJiíjðttblaðið Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Bitstjóri: Stefán Pjetursson. | Símar: í Kitstjóri: Stefán Pétursson. | Afgreiðsla og auglýsingar: 1 4900 og 4906. Í Aðsetur 1 í Alþýðuliúsinu við Hverf- I 'isgötu. |; Verð í lausasölu: 40 aurar. i Sett í Alþýðuprentsmiðjunni ; Prentað í Félagsprentsm. Hvernig ætlar Einar að gera vopnaða uppreisn? í AUGUM EINARS OL- GEIRSSONAR hefur fyrir- .spurn hans á alþingi í fyrra- jdag varðandi vopnasmyglið til landsins máske verið lík- Jeg til þess að losa flokk hans, Kommúnistaflokkinn, undan þeim grun, sem á hann hefur fallið í sambandi -við þetta mál; en í augum alls almennings var fyrirspurn Einars og mannalæti aðeins einn votturinn enn um taugaóstyrk kommúnista og ótta við vopnasmyglsmálið, og því hefur hún sízt orðið til þess, að hreinsa þá af þeim grun, að þeir séu á einn eða annan hátt v.ið það riðnir. * Einar Olgeirsson, gerði mik fið veður út af því við umræð- urnar, sem spunnust út af íyrirspurn hans á alþingi, að Alþýðublaðið hefði notað vopnasmyglsmálið til að- _ dróttana gegn flokki hans. En því fer víðs fjarri, að Ein- ar færi þar með rétt mál. Al- þýðubiaðið sagði í forustu- .grein um máli.ð síðastliðinn ’miðvikudag þvert á mótii: ..Alþýðublaðinu kemur ekki tíl hugar, að bera að órann- sökuðu máli þá þungu sök á :neinn stjórnmálaflokk hér á landi, að hann sé valdur að vopnasmygli því til ílandsins, sem upplýst er, að átt hefur sér stað.“ Hitt er svo annað mál, að það hefur ekki dreg- ið neina fjöður yfir þann grun, sem uppi er meðal alls almennings í sambandi við vopnasmyglið, og Einar 01- geirsson getur fyrst og fremst þakkað sjálfum sér og sínum stóryrðum fyrr og síðar. Þessu til rökstuðnings vill Alþýðublaðið í þetta sinn að- eins minna á skrif Einars 'Olgeirssonar í tímaritið Rétt árið 1933, þar sem hann boð ’aöi byltingu og vopnaða upp- reisn í landinu, þegar stund- ir liðu. Þar segir svo meðal annars: „Kommúnistaflokk- urinn vill byltingu af því, að hann vill sósíalismann, og veit, að honum verður ekki komið á öðru vísi . . . Og þess vegna á sá verkalýður, sem ætlar að afnema þetta auð- valdsskipulag, enga aðra leið, en vægðarlausa dægur- baráttu fyrir hagsmunum sínum, háða með verkföllum •og hvaða öðrum ráðum, sem duga, með rótfestu í þýðing- armestu vinnustöðvum auð- váldsframleiðslunnar, og sú Kjósandi skrifar um áfengismál frá nýrri hlið. — Veizlur hins opinbera. — Tollfrjálst áfengi. — Tillögur og kröfur. — Er hægt að leggja niður ferðir milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur kl. 0,30? KJÓSANDI SKRIFAR mér bréf um málefni, sem full þörf er að ræða. Bréf hans er at- hyglisvert, og ég er sammála meginefni þess. Hann ræðir um áfengismálin frá sérstakri hlið og tel ég tillögur hans í lok bréfsins góðar. Ég vil af tilefni bréfsins taka það fram, að ég tel ekki að hægt sé að afnema með öllu vínveitingar þegar opinbera gesti ber að garði, eða ríki eða bær taka á móti er- lendum mönnum. Hins vegar er sjálfsagt að gæta hófs, meira hófs en gert hefur verið. Það er heldur ekki rétt sem bréf- ritarinn segir að venjulegast hafi bærinn drykkjuveizlur að afloknum ferðalögum með er- lenda gesti. Hins vegar er ekki tiltökumál þó að slíkir gesfir njóti beina gestgjafanna. Bréf kjósanda er svohljóðandi: „FÁTT HEFUR KOMIÐ FRAM í alþingi nú í seinni tíð, sem ég hef glaðst meira yfir, heldur en þingsályktunartil- laga Skúla vinar míns Guð- mundssonar, skaði að hann skuli vera Framsóknarmaður, um afnám vínveitinga á kostn- að ríkisins og sú regin forsmán, sem ríkt hefur undan farin ár, að ráðherrar, hæst launuðu og æðstu embættismenn ríkisins skuli hafa heimild til að fá tó- bak og brennivín ótakmarkað, tollfrjálst og álagningarlaust, eða sem sagt fyrir sama og ekki neitt, saman borið við út- söluverð til almennings og það sem meira er munu flestir þeir, sem undanþága þessi nær til hafa notað sér þetta. Eftir því, sem ætlað er, munu sumír hafa notað sér þetta í svo ríkum mæli, að flutt hafi verið heim til þeirra hálf og heil bifreiða- hlöss af þessum varningi. — Já, fyrr má nú vera forsmán- in, ekki er von að óvalinn al- múginn sé góður, þar sem höfð- ingjarnir hafast slíkt að? EF ÞETTA MÁL nær fram að ganga á alþingi, trúi ég tæpast öðru, en að bæjarstjórn Reykjavíkur samþykki strax afnám allra drykkjuveizlna og vínveitinga á kostnað almenn- ings hér í bæ, en að þeim mun hafa kveðið töluvert nú í seinni tíð, að minnsta kosti munu vínveitingar bæjarsjóðs hafa numið tugum þúsunda króna sum árin! OFT MÁ SJÁ í dagblöðnm sagt frá því, þegar einhverja heldri menn ber hér að garði, að það hafi verið farið með þá í taoði bæjarins þessa gömlu „rútu“ Reykir, Þingvellir og Ljósafoss eða þá Gullfoss og Geysi, og þá hóf á eftir t. d. á Hótel Borg. Ekki vantar föru- neytið í þessar ferðir, eða „meðreiðarmennina" eins og sagt var í sveitinni í gamla daga, og nóg mun oftast um á- fengið, enda veljast oftast til föruneytis menn, sem þykir sopinn góður, en hirða minna um þótt frátafir frá störfum verði nokkuð miklar og drag- ist á langinn. FLEIRI ÓHOLLlR SIÐIR af líkum toga spunnir eru farn- ir að tíkast hér, en ég sleppi í þetta sinn að skrif um þá, enda detta þeir vonandi úr sögunni, ef þetta mál fær góðan endir, sem sé vínveitingar af hálfu þess opinbera og þar með á almennings kostnað, verði a£- numdir með öllu. AÐ LOKUM er það svo tvennt, sem ég tel nauðsynlegt að tekið verði upp í opinber- um rekstri, og það er: 1. Haft sé strangt eftirlit með drýkkjuskap og hverskonar óreglu opinberra starfsmanna og þeir ákveðið og undan- bragðalaust látnir hætta störf- um, sem ítreka slík hrot. 2. Fyrsta skilyrði fyrir ráðn- ingu eða veitingu starfa og stöðu hjá því opinbera verði undantekningarlaust, algjör reglusemi í hvívetna. EF ÞETTA KÆMIST á og yrði íramfylgt með festu, réttlát lega og án allra undanbragða né yfirhilminga, hef ég trú á, að ástandið í áfengismálunum hjá okkur mundi fljótt breyt- ast til hins betra, þar sem allur almenningur fengi þá gott for- dæmi til eítirbreytni, en það yrði allt annað en það ástand, sem við nú búum við í þessum málum.“ AF TILEFNI bréfs frá Hafn- firðingi um að það sé alveg á- stæðulaust að halda áfram ferð um strætisvagna kl. 0.30 eftir miðnætti milli Hafnarfjarðar og Rreykjavíkur, hefur póst- og Framhald á 7. síðu. verkfallsbarátta leiðir til sí- fellt skarpari árekstra við burgeisastéttina og ríkisvald hennar . . . . og nær að iokurn hámarki s í n u í vopnaðri uppreisn verkalýðsins gegn hervæddri yfirstétt ísl.ands.“ (Letur- breytingin er gerð héx.) Það er ekki. kunnugt, að Einar Olgeirsson hafi tekið neitt aftur af þessum orðum sínum fram á þennan dag, og því þarf hann vissulega ekki að verða neitt forviða, þótt grunur falli á flökk hans, þegar vopnasmygl til landsins verður uppvíst, lVlenn spyrja þá, að vonum, hver það sé, sem hér hyggi á vopnaða uppreisn og blóð- uga byltingu, og hvernig Einar Olgeirsson og flokkur hans ætli að gera hér vopn- aða uppreisn án þess að afla sér áður vopna inn í landið. Annars vi.Il Alþýðublaðið taka undir þær kröfur, sem fram komu við umræðurnar á alþingi: í fyrradag, að gagn ger rannsókn verði látin fara frarn á vopnasmyglinu og ráðstafanir gerðar til að stöðva slíkan ófögnuð í eitt skipti. fyrir öll. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur élagsíund í Iðnó, uppi, mánudaginn 9. þ. m. kl. 8.30 e. h. D a g s k r á : 1) KOSNING KJÖRNEFNDAR sam- kvæmt félagslögum. 2) STJÓRNMÁLAVIÐHORFIÐ í DAG Málshefjandi: EMIL JÓNSSON 3) FYRIRSPURNIR OG ÖNNUR MÁL Félagsmenn sýni skírteini eða kvittun við innganginn. ' ;:.A- STJÓRNIN ELDRI DANSARNIS í G.T. húsinu í kvöld kl. 10. — Aðgörtgumiöar kl. 5 e. h. í dag. Sími 3355. Eldri-dansarnir í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld hefjast kl. 10. Aðgöngumiðar frá kl. 5 í dag. Sími 2826. HARMONÍKUHLJÓMSVEIT leikur. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur. Reykvíkingar - Suðumesjamenn Áætlunarferðir á leiðinni Reykjavík—Sandgerði verða framvegis: Frá Reykjavík kl. 10 árd. og kl. 1 s. d. Frá Sandgerði kl. 1 og kl. 5 s. d. ferð frá Reykjavík kl. 10 árd. Farþegum skal sérstaklega bent á hina hentugu RIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS. Auglýsíð í Alþiíðublaðinu vantar til að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í eftirtöldum hverfum. Laugaveg neðri Grettisgötu Bræðraborgarstíg Lindargötu Talið við afgreiðsluna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.