Alþýðublaðið - 24.12.1927, Page 1

Alþýðublaðið - 24.12.1927, Page 1
1927. Æskulýðsblað á jólunum. Jólaerindi. Lag: Syng guði dýrð, hans dýrkeypt hjörð. Nii heyrast sungin himnesk ljóð, sem hljóma út um víða jörð, er friðarboðskap færir þjóð og fögnuð drottins engla hjörð. Þá myrkur hylur höf og lönd og hvílir gervalt sætt og rótt, — þá ljómar skært frá ljóssins strönd guðs líknarsól um iniðja nótt. í Betlehem því borið er það barn, er græddi heimsins sár, sem mannkynssekt á baki ber og burtu þerrar sérhver tár. Hann blessi allrct börn í kvöld og breiði mót þeim faðminn sinn. Hann vermi huga’. og hjörtun köld, sem harma og eru sorgbitin. Ó! Syng þú, blíða barnahjörð! og bjóð þú Jesú heim til þín, sem fæddist hingað hér á jörð að hugga og gleðja börnin sín. Ágúst Jónsson, Rauðarárstíg 5. Spuruli drengurinn. „Pabbi! Hvaða bygging er þetta?" „Það er steinhús, drengur minn!“ „Hver á það, pabbi?“ „Ég, drengur minn!“ „Átt þú líka allar þessar mörgu steinahrúgur?“ „Já, sérhver steinn er mín eign“. „En hvað það hlýtur að hafa tekið langan tíma að búa alla þessa steina til! Hefir þú búið þá alla til, babbi?“ „Nei! Mennirnir sem þú sérð grafa þarna, hafa gert þá fyrir mig“. „Átt þú líka mennina?“ „Nei, drengur minn! Þeir eru frjálsir verkamenn. Menn geta ekki átt aðra menn, þvi að það er þrælahald“. „Hvað er þræll?“ „Þræll er sá maður, drengur minn! sem verður að vimia allan sinn aldur fyrir aðra og fær að eins fæði og ltlæði fyrir það“. „Hvers vegna vinna menn- irnir svona mikið? Heldurðu, að þeir séu glaðir yfir að fylla og tæma þessa miklu og þungu vagna?“ „Nei. Eiginlega held ég, að þeir séu ekki glaðir yfir því, en ef þeir gera það ekki, þá fá þeir ekkert að borða“. „Eru verkamennirnir ríkir, pabbi?“ „Nei, ríkir eru þeir svei mér ekki“. „En eru þeir þá í góðuxn föt- um og hafa þeir tíma til að aka í bifreið?" „Nei, þeir verða stöðugt að vinna til þess að geta lifað“. „Hvað meinarðu með þvi —, til þess að geta lifað?“ „Ég meina, að þeir verða alt af að vinna fyrir peningum til að borga mat sinn og klæði með“. „Líður þessum verkamönnum þá betur en þrælum?“ „Áreiðanlega, drengur minn! Þeir eru frjálsir tnenn, sem þurfa ekki að vinna fyrir mig, ef þeir vilja það ekki sjálfir. Þeir geta farið hvenær sem þeim sýnist“. „En, pabbi! Þurfa þeir þá ekki að vinna framar, ef þeir fara frá þér?“ „Jú, auðvitað. Þá verða þeir að fá vinnu annars staðar“. „Og i'á þeir meira hjá hin- um en það, sem þeir þurfa til þess að geta lifað af?“ „Ónei, ekki held ég það“. „Af hverju líður þessum verkamönnum þá betur en þrælum?“ „Þeim líður betur vegna þess, að þeir eru frjálsir og sjálfum sér ráðandi“. „Gefur þú þeim nokkuð, ef 307. tölublað. einhver þeirra fer frá þér?“ „Nei, ef ég vil, þá fæ ég mér annan mann í staðinn fyrir hina“. „Og þarftu þá ekki að fara eins gætilega og þeir væru þræl- ar þínir?“ „Nei. Það má gjarna segja svo“. „En segðu mér þá, pabbi: Hvers vegna er það þá betra fyrir verkamennina að vera frjálsir?“ „Þú átt ekki að spyrja svona kjánalega, drengur minn“. „Úr hverju eru múrsteinarn- ir búnir til?“ „Úr leir, drengur minn‘. „Hefir þú búið leirinn til, pabbi?“ „Nei, það hefir guð gert“. „Gerði hann það fyrir þig?“ „Nei, ég keypti leirinn“. „Af guði?“ „Nei, af manni“. „Keypti sá maður þá leir- inn af guði?“ „Nei, auðvitað ekki. Ég hugsa, að hann hafi keypt hann af öðrum“. „Já, en sá, sem átti leirimi fyrst? Keypti hann þá leirinn af guði?“ „Ónei, ekki held ég það“. „En hvernig náði hann hon- um þá?“ „Ég hugsa helzt, að hann hafi slegið eign sinni á leir- inn“. „Já, en ef verkamennirnir gerðu það? Yrði leirinn þá ekki lika þeirra eign? „Hana! Gefðu mér einhvern- tíma frið fyrir öllum þessum spurningum, drengur!“ Jólasöngur öreigans. Horfin er nú gæfa. Hvima augun sljó. Martröðin á nóttunni meinar alla ró. Sumarið bjarta er svifið á braut. Skelfing er að berjast við skammdegisþraut! Skuggarnir hækka, og skjólin verða fá. Fölna allar bjarkir, og fjöllin verða grá. Úti bæði’ og inni alt í hellu frýs.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.