Alþýðublaðið - 24.12.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.12.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Glitrandi snjókornum grœtur vetrardís. Hvar ert þú, sumar! með söngvanna hljóm? Varst þú líka dregið fyrir vetrarins dóm? Æskan er horfin sem augnablik valt. Það er ekki að undra, þótt mér verði kalt. Sumar! Fyrst að þú varst sett fyrir dóm, varla er að undra, þótt víðar fölni blóm. Komin eru jólin. Hvort kætist þú, mín sál? Nei, hrímaður er glugginn, en hjartað tærir bál. Þótt hatrið logi, logi, það hita Iítið má. En kolalaus er ofninn, svo kinnin verður blá. En íbúðin mörg verður efalaust fín, þótt kuldaleg sé hún, kjallaraholan mín. En griðarháa leigu greiða má ég skjótt með klæðunum barnanna og konunnar þrótt. Kveikt get jeg ekki, þó komi ég inn, því lítið verður féð fyrir ljósreikninginn minn. En helzta jólabirtan, sem hafa ég má, er neistinn af ástinni, sem náunginn á. Hvort finna menn í búðargluggum friðarboðskapinn ? Ég hef aldrei fundið þar jólakonginn minn. Fjöldínn lýtur hégómanum, flýr í hans skaut. En ég á ekki ögn af neinu efni í graut. Svo ætlist þið til, að ég sé áhyggjulaus. Blóði hóstar konan — og börnin klæðalaus. Þeir geta haldið jólin, sem gæfan áfram ber. En kæti verður engin í kjallaranum hér. Eg má sífelt búa 7 við örvænting og þraut, svo jeg á illa saman við jólatrésskraut. Ytra ríkir frostið, og ástin reynist tál. En eldurinn logar í öreigans sál. Hannes Guðmundsson. Listir dýranna Dýratemjarar kenna dýrun- um að leika ýmsar listir. Fíll- inn er það dýr, sein einna flest hefir verið kent. Þótt hann virðist vera stirður, er hann furðu liðugur og fljótur að læra. Rómverjarnir fornu kendu honum rneðal annars að skrifa stafi með grifli, sem hann hélt á í rananum, að klifra eftir köðlum og að danza á afturfótunum. Ríkir Róm- verjar voru margir svo latir, að þeir nentu ekki að ganga. Þá stigu þeir í burðarstóla, sem tjaldað var yfir, og létu þræla sína bera sig. Það voru menn, sem þeir höfðu keypt eða feng- ið að erfðum, ellegar tekið her- námi, og kölluðu þeir sig eiga þá alveg eins og fílana. Fíl- arnir lærðu að herma eftir hvorum tveggju. Þóttist þá einn þeirra vera ríldsmaður. Skreið hann upp í burðarstól og lagðist þar, en aðrir fílar skipuðu sér umhverfis stólinn, tóku hann upp á rönunum og báru á milli sín með auðfiln- um í. Þó sætir þaS jafnvel mestri furðu, að einstöku fíl, þetta stóra og hrikalega dýr, með rana, sem er lengri en hæstu menn, og' skögullennur, sem hvor um sig er álíka þung og stærðar-ístrubelgur, tókst Rómverjum að temja svo vel, að eigendurnir létu þá sitja til borðs með sér og gestum sín- um, eins og þá var siður, og eta af silfurskálum og úr gull- kerum, og fílarnir hegðuðu sér siðlega og snyrtilega. — Fíllinn getur lært aS beita matforki. Heldur hann honum með rana- fingrinum. Gæzlumenn taminna fíla venja þá stundum á að leiðast, og heldur þá sá fíllinn, sem fremstur gengur, um hand- legg gæzlumannsins, en sá næsti i rófuna á þeim fíl. Þriðji fíllinn heldur svo í rófuna á honum með rananum, og svo koll af kolli, ef fleiri eru. Fylk- ing þessi gengur stundum um borgargötur, og þykir mörgum gaman að horfa á. Listafílar eru látnir leika listir sínar í dýraleikhúsum og þyrpist fólk þangað til að sjá þá. Stundum tekur einn fíllinn öxi í ranann og fer að höggva brenni, eins og maður heggur spýtur í eld- inn. Annar löðrar kjainmana á þriðja fílnum í sápu, tekur síSan bitlausan hníf eða tré- hníf og skefur af honum sáp- una. Hann þykist vera að ralca hann. Eru þeir næsta alvarleg- ir að starfi sínu, rétt eins og rakari sé að raka mann. Stund- um er tunnum velt eftir gólf- inu, en filarnir hoppa tunnu af tunnu og eru ótrúléga íótvissir. Fílum eru kend ýms nytsemd- arstörf, auk gamanleikanna. Indverska fíla er auðveldast að temja. Englendingar hafa marga þeirra í þjónustu sinni aust- ur þar. Fíllinn er bæði hafður til reiðar og dráttar, rétt eins og' reiðhestur og vagnhestur. Hann getur líka lært að hlaða vegg, ef steinarnir eru höggnir og nokkurn veginn jafnstórir. Gengur hann stundum spölkorn fram með veggnum, þegar hann hefir lagt stein í bygginguna, eins og sumir hleðslumenn gera, og atþugar, hvort nokkur missmíði' séu á verkinu, og lag- færir hann, ef hann verður þeirra var. Hann. staflar timln'i, stórum staurum, og vinnur á við marga menn, og ferst það mjög laglega. Ef hann er að bisa við stóran stein, er hann vanur að taka hann ofan á stóru tennurnar sínar, sem annars eru vopnin hans, sem hann ver sig með, ef á þarf að halda. Styður hann þá ranan- um ofan á steininn og heldur honum föstuin og ber hann þannig langan veg, ef þess þarf við. Stundum eru tamdir fílar málaðir alla vega litir á víð og dreif um kroppinn, en ekki mjög víða í einu, svo að svit- inn komist út, því að annars dæu þeir; og svo er um öll dýr, að þau þola ekki að allur skrokkurinn sé málaður. Þegar fílarnir eru málaðir með blá- um', gulum og rauðum flekkj- um og’ dröfnum, verða þeir kát- ir, rétt eins og börn, sem kom- in eru í nýju jólafötin sín, því að nú þykjast þeir vera orðnir fallegir fílar. Það eru ekki filarnir einir, sem læra ýmsar listir og látnir eru sýna íþróttir sínar í dýra- leikhúsum. Sumir apar læra að danza, borða með hnif og matkvísl og gera marga aðra ótrúlega hluti. Jafnvel stórir selir, sem nefndir eru sæljón, af því að þeir hafa stóran makka eins og ljónið, eru vand- ir á ýmsar einkennilegar brell- ur. Sæljónin eiga heima i Kyrra- hafinu, þeim megin á jörðinni, sem frá okkur veit, og eru oft veidd eða tekin herfangi i Perú í Suður-Ameríku, þar sem þau liggja í hópum á slcerjum og klettum við sjóinn eins og sel- ir eru vanir að gera. Þessir ein- kennilegu selir eru oftast lengri en tveir hæstu menn til sam- ans, og hafa ytri eyru. Þegar tekst að temja sæljón, eru þau hinar mestu hermikrákur, en ekki er tamningin vandalaus. Þau 'eru gjörn á að bíta fyrst í stað, og fyrsti sæljónatemjar- inn þar í útsuðrinu, sem sögur fara af, fékk líka að kenna á því. Eitt sæljónið beit hann svo, að síðan var jafnan stórt ör eftir. Hann gafst þó ekki upp að heldur. Einn kendi sæ- ljóni að kyssa sig, og er slíkt þó varla fýsilegt óg eigi litil á- hætta, því að skepna þessi hef- ir vígtennur miklar og beittar og er vant að stýfa stóra fiska. Sæljóni hefir verið kent að grípa á lofti 12 fiska í senn, sem kastað er í fang því. Sýnir það í því fimi mikla. Notar það þá bæði munn og hreifa. Stund- um er sæljón látið sitja á stóli og fetta sig aftur yfir stólbrík- ina, þar til munnurinn nemur við gólfið. Sum þykjast vera hermenn. Hafa þau sverð við hlið og halda því með hægri framhreifanum. Til eru slöngutemjarar, sem kenna höggormum að danza eftir pípublæstti. Einhver fræg- ásti dýratemjari heimsins átti fyrir nokkrum árum heima í Lundúnum. Hann vandi 20 álna langa kyrkislöngu á að vefja sig utan um hálsinn á honum. Þær slöngur eru svo sterkar, að þær geta kramið fullorðið naut til bana og mul- ið beinin í því, en þessi slanga lærði að leifa af aflinu og faðma í stað þess að kremja. Þú hefir heyrt getið um bjarndýrið, sem hann Bjössi heitir í höfuðið á. Það er stórt dýr og samanrekið og vanara öðru en fimum fótaburði. Þó hefir mörgum björnum verið kendur danz, þótt ekki þyki þeir léttstígir í danzinum. Björninn getur að eins danz- að þannig, að hann heldur löngum staf milli framfótanna og danzar svo á afturfótunum í kringum hann og styður sig við stafinn. Hann er líka al- vanur að rísa upp á afturfæt- urna. Danzinn er honum kend- ur á þann hátt i fyrstu, að hann er hafður í búri, og er gólfið úr járni. Gólfið er hitað upp hægt og hægt undir fótun- um á bangsa, þangað til hann hefir fengið nóg af svo góðu og lyftir fótunum upp á vigsl til þess að losna við mestu ó- þægindin af hitanum. Þegar hann er byrjaður ( á þessu hoppi, þyrpist margt inanna umhverfis búrið með trumb- ur og veiðihorn. Þeyta þeir hornin og berja bumburnar. Þess er gætt að hitinn verði ekki svo mikill, að björninn brenni á fótuiium, en við þetta venst hann á að hoppa þegar hann heyrir hornablástur eða bumbuslátt. Björninn er mýld- ur þegar hann danzar og held- ur húsbónidnn í tauminn. Má hann ekki hafa augun af birn- inum, svo að hann svíkist ekki um, og blæs húsbóndinn oft sjálfur í veiðihornið. Oft fær bangsi högg á skroltkinn, ef danzinn gengur illa. Mjög hefir vöndurinn mis- jöfn áhrif á dýrin. Björninn óttast hann, þótt sterkur sé, þegar hann er á annaö borð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.